Almannahagsmunir í öndvegi Jónas Guðmundsson skrifar 17. apríl 2013 13:45 „Þegar við búum við það að sömu valdhafarnir, sama fólkið, situr á valdastóli í marga áratugi, og er þarna greinilega til að tryggja sína hagsmuni, og menn treysta því ekki lengur að þeir séu að vinna að almannahag, þá er ekki við góðu að búast.“ Þetta voru orð Páls Skúlasonar, fyrrverandi háskólarektors, í nýlegu útvarpsviðtali (Rás 1, 17. feb. 2013). Hvað merkir það þegar einn fremsti þjóðfélagsrýnir landsins kveður upp slíkan dóm? Ríkir ekki alvarleg kreppa í stjórnmálalífi þjóðarinnar? Getur almenningur í raun ekki treyst því að stjórnmálamenn taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni? Eru þetta kannski ekki nýjar fréttir fyrir okkur? Leiðarahöfundur Morgunblaðsins velti fyrir nokkrum árum fyrir sér hvað ylli því að stjórnmálamenn í öllum flokkum og öllum löndum hefðu svo mikla tilhneigingu til að taka sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni (Mbl. 18. des. 2007). Hann taldi margt benda til að stjórnmálamenn væru hræddari við sérhagsmunasamtök heldur en afl atkvæða hinna almennu borgara, og bætti við: „Sérhagsmunasamtök á borð við LÍÚ hafa yfir tiltölulega fáum atkvæðum að ráða. Slík sérhagsmunasamtök ráða ekkert við afl atkvæða hinna almennu borgara, þegar þeir láta til sín taka. En þess á milli er eins og sérhagsmunirnir ráði.“ Óbilgirni sérhagsmunanna Ritari Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins tók á svipuðum tíma dæmi um skipulagsmál í sveitarfélögum: „Hinir kjörnu fulltrúar í bæjarstjórnum eru kjörnir til þess að standa vörð um almannahagsmuni. En þeir geta átt mjög erfitt þegar þeir eru beittir þrýstingi af hálfu sérhagsmunaaðila, sem hafa jafnvel í hótunum um að berjast gegn þeim í næstu kosningum eða í næsta prófkjöri ef þeir hafa ekki sitt fram.“ Jóhann Hauksson lýsir í bók sinni Þræðir valdsins mörgum dæmum, frá því fyrir og eftir hrun, um starfsemi á mörkum opinbers reksturs og einkareksturs, sem reyndust vera aðstöðubrask og enduðu með því að almenningur missti spón úr aski sínum og þurfti að greiða meira fyrir þjónustu eða fengu minna af henni. Flestir vita að sérhagsmunir hafa á undanförnum áratugum fengið vaxandi svigrúm í íslensku samfélagi (reyndar í fleiri vestrænum samfélögum): svigrúm til umsvifa, til auðs, til valda og til áhrifa, meira að segja áhrifa á mótun almannastefnu. „Sveigmenn“ hagsmunanna, eins og Jóhann nefnir þá, hafa greitt götu þeirra og stundum setið báðum megin borðsins. Bankahrunið breytti ekki eins miklu og sumir vonuðu. Þeir sem græddu digra sjóði á hruni krónunnar 2008 voru eftir sem áður ófáanlegir til að deila hvalrekanum með almenningi, sem sat fastur í skuldasúpu og skertri kaupgetu vegna sama gengishruns. Baráttan um veiðileyfagjald varð hörð, og sveigmennirnir hafa lofað að afnema það komist þeir til valda að loknum kosningum.Endurstillum með stjórnarskrá Hvaða leiðir eru færar til að hefja almannahagsmuni til öndvegis á ný? Ný stjórnarskrá, lög, reglur og háttsemi sem af henni munu leiða, er án efa besta tækið til að endurstilla samfélagið í þessum efnum. Í frumvarpi að stjórnarskrá er almannahagur efldur, t.d. í köflum um náttúru Íslands og nýtingu náttúrugæða, menningar- og náttúruverðmæti og náttúruauðlindir. Og svo auðvitað í nýjum greinum um gagnsæi, aukinn rétt almennings og þingmanna til aðgangs að gögnum, sem er öflug vörn gegn spillingu. Í drögunum er meira að segja reynt að greina á milli einkahagsmuna og almannahagsmuna í stjórnmálum. „Alþingismanni er óheimilt að taka þátt í meðferð þingmáls sem varðar sérstaka og verulega hagsmuni hans eða honum nákominna.“ Merkilegt að slíkt ákvæði skuli ekki hafa verið innleitt fyrr. (Bent hefur verið á að helstu forgöngumenn fiskveiðistjórnunarkerfisins á Alþingi 1984 voru útgerðarmenn.) Það ætti að sýna að þessi tilraun um stjórnarskrá má ekki renna út í sandinn. Að almannahagsmunum verði veittur ótvítærður forgangur, stóraukið vægi gagnvart sérhagsmunum einstaklinga, fyrirtækja og hópa, er lykilverkefni í þróun betra og samheldnara samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
„Þegar við búum við það að sömu valdhafarnir, sama fólkið, situr á valdastóli í marga áratugi, og er þarna greinilega til að tryggja sína hagsmuni, og menn treysta því ekki lengur að þeir séu að vinna að almannahag, þá er ekki við góðu að búast.“ Þetta voru orð Páls Skúlasonar, fyrrverandi háskólarektors, í nýlegu útvarpsviðtali (Rás 1, 17. feb. 2013). Hvað merkir það þegar einn fremsti þjóðfélagsrýnir landsins kveður upp slíkan dóm? Ríkir ekki alvarleg kreppa í stjórnmálalífi þjóðarinnar? Getur almenningur í raun ekki treyst því að stjórnmálamenn taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni? Eru þetta kannski ekki nýjar fréttir fyrir okkur? Leiðarahöfundur Morgunblaðsins velti fyrir nokkrum árum fyrir sér hvað ylli því að stjórnmálamenn í öllum flokkum og öllum löndum hefðu svo mikla tilhneigingu til að taka sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni (Mbl. 18. des. 2007). Hann taldi margt benda til að stjórnmálamenn væru hræddari við sérhagsmunasamtök heldur en afl atkvæða hinna almennu borgara, og bætti við: „Sérhagsmunasamtök á borð við LÍÚ hafa yfir tiltölulega fáum atkvæðum að ráða. Slík sérhagsmunasamtök ráða ekkert við afl atkvæða hinna almennu borgara, þegar þeir láta til sín taka. En þess á milli er eins og sérhagsmunirnir ráði.“ Óbilgirni sérhagsmunanna Ritari Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins tók á svipuðum tíma dæmi um skipulagsmál í sveitarfélögum: „Hinir kjörnu fulltrúar í bæjarstjórnum eru kjörnir til þess að standa vörð um almannahagsmuni. En þeir geta átt mjög erfitt þegar þeir eru beittir þrýstingi af hálfu sérhagsmunaaðila, sem hafa jafnvel í hótunum um að berjast gegn þeim í næstu kosningum eða í næsta prófkjöri ef þeir hafa ekki sitt fram.“ Jóhann Hauksson lýsir í bók sinni Þræðir valdsins mörgum dæmum, frá því fyrir og eftir hrun, um starfsemi á mörkum opinbers reksturs og einkareksturs, sem reyndust vera aðstöðubrask og enduðu með því að almenningur missti spón úr aski sínum og þurfti að greiða meira fyrir þjónustu eða fengu minna af henni. Flestir vita að sérhagsmunir hafa á undanförnum áratugum fengið vaxandi svigrúm í íslensku samfélagi (reyndar í fleiri vestrænum samfélögum): svigrúm til umsvifa, til auðs, til valda og til áhrifa, meira að segja áhrifa á mótun almannastefnu. „Sveigmenn“ hagsmunanna, eins og Jóhann nefnir þá, hafa greitt götu þeirra og stundum setið báðum megin borðsins. Bankahrunið breytti ekki eins miklu og sumir vonuðu. Þeir sem græddu digra sjóði á hruni krónunnar 2008 voru eftir sem áður ófáanlegir til að deila hvalrekanum með almenningi, sem sat fastur í skuldasúpu og skertri kaupgetu vegna sama gengishruns. Baráttan um veiðileyfagjald varð hörð, og sveigmennirnir hafa lofað að afnema það komist þeir til valda að loknum kosningum.Endurstillum með stjórnarskrá Hvaða leiðir eru færar til að hefja almannahagsmuni til öndvegis á ný? Ný stjórnarskrá, lög, reglur og háttsemi sem af henni munu leiða, er án efa besta tækið til að endurstilla samfélagið í þessum efnum. Í frumvarpi að stjórnarskrá er almannahagur efldur, t.d. í köflum um náttúru Íslands og nýtingu náttúrugæða, menningar- og náttúruverðmæti og náttúruauðlindir. Og svo auðvitað í nýjum greinum um gagnsæi, aukinn rétt almennings og þingmanna til aðgangs að gögnum, sem er öflug vörn gegn spillingu. Í drögunum er meira að segja reynt að greina á milli einkahagsmuna og almannahagsmuna í stjórnmálum. „Alþingismanni er óheimilt að taka þátt í meðferð þingmáls sem varðar sérstaka og verulega hagsmuni hans eða honum nákominna.“ Merkilegt að slíkt ákvæði skuli ekki hafa verið innleitt fyrr. (Bent hefur verið á að helstu forgöngumenn fiskveiðistjórnunarkerfisins á Alþingi 1984 voru útgerðarmenn.) Það ætti að sýna að þessi tilraun um stjórnarskrá má ekki renna út í sandinn. Að almannahagsmunum verði veittur ótvítærður forgangur, stóraukið vægi gagnvart sérhagsmunum einstaklinga, fyrirtækja og hópa, er lykilverkefni í þróun betra og samheldnara samfélags.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun