Jón eða séra Jón Hildur Sif Thorarensen skrifar 18. apríl 2013 06:00 Mín lífspeki hefur lengi byggst á þeirri hugmyndafræði að enginn sé betri en annar, hvort sem hann er þjóðþekktur, ókunnur, ríkur, fátækur, ungur eða gamall. Fyrir mér er allt fólk jafnt á grundvelli þess að við erum öll þátttakendur í sama þjóðfélagi. Nú hef ég hins vegar rekið mig á að meira að segja lögin gera upp á milli manna. Sem dæmi má nefna að eftirfarandi setning er tekin úr lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, 2. gr.: „Lög þessi taka ekki til forseta Íslands, ráðherra eða alþingismanna. Lögin taka til hæstaréttardómara og héraðsdómara eftir því sem við getur átt.“ Í þessum tilteknu lögum er tekið á ýmsu, stundvísi, dagsetningu launagreiðsla, uppsögn við 70 ára aldur og fleira. Sökum þessarar aldursskilgreiningar ákvað ég hins vegar að fletta upp nokkrum frambjóðendum og við þá rannsókn komst ég að því að töluverður fjöldi þeirra sem eru í framboði verða 70 ára á kjörtímabilinu. Það sama gildir um forsetann okkar, hann á stórafmæli í maí, og forsætisráðherrann varð sjötugur í fyrra. Ég tel ekkert að því að menn vinni áfram þótt þeir séu komnir á aldur, hafi þeir getu og áhuga á því. Það sem mér þykir hins vegar athugavert er að gert er upp á milli manna eftir því hvers konar ríkisstarfi þeir sinna og vissum hópi er gert hærra undir höfði en öðrum. Nú eru til staðar ýmsar tekjuskerðingar og lög sem koma í veg fyrir að fullfrískt fólk sem hefur löngun til að vinna part úr degi geti gert það. Að banna fólki að taka þátt í þjóðfélaginu er að mínu mati frelsissvipting og ekki bara það heldur stuðlar hún að einangrun og verra samfélagi. Það eru ekki mjög mörg ár síðan ég var barn en á þeim tíma sá ég meira eldra fólk við afgreiðslustörf og önnur störf. Mér þótti vænt um það og mér þótti það gott því þetta eldra fólk var oft umburðarlyndara og þolinmóðara gagnvart barninu mér, sem var ekki alltaf með alveg á hreinu hvað það var sem amma hafði beðið mig um að kaupa. Fjölbreytt þjóðfélag er betra þjóðfélag, það stuðlar að samkennd og vináttu. Við megum ekki gleyma að staldra við, draga andann og njóta þess að vera í þessu samfélagi með öllu þessu mismunandi fólki. Við erum öll jafningjar og það á ekki að setja einn né neinn fram yfir annan. Sem pírati vil ég stuðla að þessu. Sem manneskja vil ég stuðla að þessu. Ég vona að óháð hvaða stöðu ég gegni muni ókunnugir halda áfram að gefa sig á tal við mig og lýsa áhyggjum sínum eða ánægjustundum. Ég vona að ég fái áfram að vera hluti af þessari heild en verði ekki sett á stall og fólk hætti að þora að nálgast mig. Ég hlakka til að vinna með ykkur og berjast með ykkur því ég er að þessu fyrir okkur öll og vona að í sameiningu getum við gert þjóðfélagið manneskjulegra og betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Mín lífspeki hefur lengi byggst á þeirri hugmyndafræði að enginn sé betri en annar, hvort sem hann er þjóðþekktur, ókunnur, ríkur, fátækur, ungur eða gamall. Fyrir mér er allt fólk jafnt á grundvelli þess að við erum öll þátttakendur í sama þjóðfélagi. Nú hef ég hins vegar rekið mig á að meira að segja lögin gera upp á milli manna. Sem dæmi má nefna að eftirfarandi setning er tekin úr lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, 2. gr.: „Lög þessi taka ekki til forseta Íslands, ráðherra eða alþingismanna. Lögin taka til hæstaréttardómara og héraðsdómara eftir því sem við getur átt.“ Í þessum tilteknu lögum er tekið á ýmsu, stundvísi, dagsetningu launagreiðsla, uppsögn við 70 ára aldur og fleira. Sökum þessarar aldursskilgreiningar ákvað ég hins vegar að fletta upp nokkrum frambjóðendum og við þá rannsókn komst ég að því að töluverður fjöldi þeirra sem eru í framboði verða 70 ára á kjörtímabilinu. Það sama gildir um forsetann okkar, hann á stórafmæli í maí, og forsætisráðherrann varð sjötugur í fyrra. Ég tel ekkert að því að menn vinni áfram þótt þeir séu komnir á aldur, hafi þeir getu og áhuga á því. Það sem mér þykir hins vegar athugavert er að gert er upp á milli manna eftir því hvers konar ríkisstarfi þeir sinna og vissum hópi er gert hærra undir höfði en öðrum. Nú eru til staðar ýmsar tekjuskerðingar og lög sem koma í veg fyrir að fullfrískt fólk sem hefur löngun til að vinna part úr degi geti gert það. Að banna fólki að taka þátt í þjóðfélaginu er að mínu mati frelsissvipting og ekki bara það heldur stuðlar hún að einangrun og verra samfélagi. Það eru ekki mjög mörg ár síðan ég var barn en á þeim tíma sá ég meira eldra fólk við afgreiðslustörf og önnur störf. Mér þótti vænt um það og mér þótti það gott því þetta eldra fólk var oft umburðarlyndara og þolinmóðara gagnvart barninu mér, sem var ekki alltaf með alveg á hreinu hvað það var sem amma hafði beðið mig um að kaupa. Fjölbreytt þjóðfélag er betra þjóðfélag, það stuðlar að samkennd og vináttu. Við megum ekki gleyma að staldra við, draga andann og njóta þess að vera í þessu samfélagi með öllu þessu mismunandi fólki. Við erum öll jafningjar og það á ekki að setja einn né neinn fram yfir annan. Sem pírati vil ég stuðla að þessu. Sem manneskja vil ég stuðla að þessu. Ég vona að óháð hvaða stöðu ég gegni muni ókunnugir halda áfram að gefa sig á tal við mig og lýsa áhyggjum sínum eða ánægjustundum. Ég vona að ég fái áfram að vera hluti af þessari heild en verði ekki sett á stall og fólk hætti að þora að nálgast mig. Ég hlakka til að vinna með ykkur og berjast með ykkur því ég er að þessu fyrir okkur öll og vona að í sameiningu getum við gert þjóðfélagið manneskjulegra og betra.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar