Staða barna með hegðunar- og geðraskanir Sædís Ósk Harðardóttir skrifar 16. apríl 2013 07:00 Mikill niðurskurður hefur átt sér stað á öllum sviðum samfélagsins frá efnahagshruninu haustið 2008. Þar eru málefni barna og unglinga með geðræn vandkvæði engin undantekning. Vissulega hefðu stjórnvöld getað forgangsraðað betur, notað þessa milljarða sem farið hafa í aðildarviðræður við ESB í velferðarmál hér á landi. Við breytum ekki því sem liðið er heldur þurfum að horfa fram á veginn og skoða hvar stjórnvöld brugðust og þar af leiðandi: hvað þarf að bæta? Regnboginn vill taka sérstaklega á vandamálum barna og unglinga sem glíma við geðræn vandkvæði. Framboðið telur þetta málefni svo mikilvægt að það er sérstaklega fært til bókar í stefnuyfirlýsingu. Staða barna með hegðunar- og geðraskanir hefur versnað og er orðið virkilegt áhyggjuefni. Úrræðaleysi gagnvart þessum hópi er óviðunandi og þarf að taka á þessum vanda hið snarasta. Biðlistar hafa bara lengst síðustu árin og hefur ástandið á Barna- og unglingageðdeild landspítalans (BUGL) sjaldan verið eins slæmt. Sú staða hefur skapað mjög erfitt ástand bæði fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Dæmi er um að börn hafi þurft að bíða í rúmt ár eftir þjónustu og meðferð. Það er afar brýnt að brugðist sé hratt við hegðunar- og geðröskunum barna til að minnka og/eða koma í veg fyrir vandamál sem fylgja þessum röskunum. Hér er mikilvægt að styrkja skólana og starfsfólk þeirra með auknum fjárveitingum en ekki síður hvað mönnun og menntun varðar. Það er ekki lengur hægt að berja hausnum við stein og hugsa sem svo að vandinn hverfi – það gerir hann ekki og því miður mun hann vaxa verði ekki gripið inn í. Þá er það afar mikilvægt að ekki sé litið á einstaklingana sem þarfnast sjálfsagðrar þjónustu sem vandamál, heldur einstaklinga sem þurfa aðstoð og eiga rétt á henni. Öll börn eiga rétt á þjónustu við hæfi og úrræðum sem þau þurfa á að halda. Ísland er aðili að Barnasáttmálanum, sem var fullgiltur hér á landi árið 1992. Það var hins vegar ekki fyrr en 21 ári síðar að hann var lögfestur, sem er auðvitað til háborinnar skammar. Lögfestingunni ber þó að fagna. Það mikilvægasta í þessu sambandi er þó hið augljósa; Barnasáttmálanum ber að framfylgja. Við sem bjóðum okkur fram undir merki Regnbogans munum sjá til þess að honum verði framfylgt; við líðum ekki að börn og unglingar séu afgangsstærð í samfélaginu. Það ber að virða rétt þeirra og koma fram við þau sem fullgilda einstaklinga. Í því felst að við munum ekki líða biðlista fyrir börn með hegðunar- og geðraskanir, við krefjumst þess að öll börn fái þjónustu við hæfi. Það er ekki nóg að geta greint vandann og komið með nafn á röskunina, úrlausnir þurfa að vera til staðar og aðgengilegar öllum á viðunandi tíma og óháð fjárhagsstöðu foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill niðurskurður hefur átt sér stað á öllum sviðum samfélagsins frá efnahagshruninu haustið 2008. Þar eru málefni barna og unglinga með geðræn vandkvæði engin undantekning. Vissulega hefðu stjórnvöld getað forgangsraðað betur, notað þessa milljarða sem farið hafa í aðildarviðræður við ESB í velferðarmál hér á landi. Við breytum ekki því sem liðið er heldur þurfum að horfa fram á veginn og skoða hvar stjórnvöld brugðust og þar af leiðandi: hvað þarf að bæta? Regnboginn vill taka sérstaklega á vandamálum barna og unglinga sem glíma við geðræn vandkvæði. Framboðið telur þetta málefni svo mikilvægt að það er sérstaklega fært til bókar í stefnuyfirlýsingu. Staða barna með hegðunar- og geðraskanir hefur versnað og er orðið virkilegt áhyggjuefni. Úrræðaleysi gagnvart þessum hópi er óviðunandi og þarf að taka á þessum vanda hið snarasta. Biðlistar hafa bara lengst síðustu árin og hefur ástandið á Barna- og unglingageðdeild landspítalans (BUGL) sjaldan verið eins slæmt. Sú staða hefur skapað mjög erfitt ástand bæði fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Dæmi er um að börn hafi þurft að bíða í rúmt ár eftir þjónustu og meðferð. Það er afar brýnt að brugðist sé hratt við hegðunar- og geðröskunum barna til að minnka og/eða koma í veg fyrir vandamál sem fylgja þessum röskunum. Hér er mikilvægt að styrkja skólana og starfsfólk þeirra með auknum fjárveitingum en ekki síður hvað mönnun og menntun varðar. Það er ekki lengur hægt að berja hausnum við stein og hugsa sem svo að vandinn hverfi – það gerir hann ekki og því miður mun hann vaxa verði ekki gripið inn í. Þá er það afar mikilvægt að ekki sé litið á einstaklingana sem þarfnast sjálfsagðrar þjónustu sem vandamál, heldur einstaklinga sem þurfa aðstoð og eiga rétt á henni. Öll börn eiga rétt á þjónustu við hæfi og úrræðum sem þau þurfa á að halda. Ísland er aðili að Barnasáttmálanum, sem var fullgiltur hér á landi árið 1992. Það var hins vegar ekki fyrr en 21 ári síðar að hann var lögfestur, sem er auðvitað til háborinnar skammar. Lögfestingunni ber þó að fagna. Það mikilvægasta í þessu sambandi er þó hið augljósa; Barnasáttmálanum ber að framfylgja. Við sem bjóðum okkur fram undir merki Regnbogans munum sjá til þess að honum verði framfylgt; við líðum ekki að börn og unglingar séu afgangsstærð í samfélaginu. Það ber að virða rétt þeirra og koma fram við þau sem fullgilda einstaklinga. Í því felst að við munum ekki líða biðlista fyrir börn með hegðunar- og geðraskanir, við krefjumst þess að öll börn fái þjónustu við hæfi. Það er ekki nóg að geta greint vandann og komið með nafn á röskunina, úrlausnir þurfa að vera til staðar og aðgengilegar öllum á viðunandi tíma og óháð fjárhagsstöðu foreldra.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun