Hvar ert þú, mín þjóð? Ellert B. Schram skrifar 18. apríl 2013 06:00 Saga íslenskra stjórnmálaflokka er ekki löng. Um aldamótin 1900 voru til flokkar sem höfðu skoðun á fullveldisbaráttu þjóðarinnar og það er ekki fyrr en liðið er á tuttugustu öldina, sem stofnaðir eru flokkar um hugmyndafræði og hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn um frelsi einstaklingsins og einkaframtakið, Framsókn um kaupfélögin og félagshyggju, Alþýðuflokkurinn um jöfnuð og réttindabaráttu verkalýðsins og Sósíalistaflokkurinn um sósíalisma. Alla síðustu öld voru þetta stóru línurnar í íslenskri pólitík. Í rauninni voru þetta átök milli sérhagsmuna og almannahagsmuna. Inn á milli komu svo fram flokkar eða framboð, sem mynduð voru um einstaklinga eða einsleitar skoðanir. Þegar litið er yfir sviðið og söguna, fer ekki á milli mála, að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa haft tögl og haldir og stýrt ferðinni meira og minna. Þessir tveir flokkar skiptu á milli sín völdunum, (helmingaskiptareglan) stóðu vörð um hagsmuni sinna skjólstæðinga. Stjórnuðu og skiptu á milli sín innflutningi og útflutningi, hermanginu, bönkunum, versluninni, olíusölunni og hafa staðið vörð um einkaafnot og sértæka nýtingu á auðlindum lands og þjóðar. Hraðlest frjálshyggju og einka- og vinavæðingar færðist í aukana. Svo kom hrunið og í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar fengu vinstri flokkarnir (Samfylking og Vinstri grænir) meirihluta í alþingiskosningum og fengu það hlutverk að moka flórinn.Þrekvirki Það var ekki verk til vinsælda og þótt margt hafi farið aflögu og margt sé enn ógert, dylst engum að ríkisstjórn undanfarinna ára hefur unnið þrekvirki. Það er bæði ódrengilegt og ósanngjarnt að ausa yfir hana brigslyrðum, níði og nöldri. Látum vera að pólitískir andstæðingar ríkisstjórnarinnar leggist svo lágt að hafa að engu það björgunarstarf sem unnið hefur verið, hitt er verra og dapurlegra, ef þjóðin og kjósendur ætla að taka undir vanþakklætið með atkvæðum sínum. Öllum ætti að vera ljóst að skattahækkanir, niðurskurður og skuldir, jafnt heimila sem fyrirtækja, hvað þá ríkisins, voru og eru óhjákvæmilegar afleiðingar hrunsins 2008. Hverjum dettur það í hug í alvöru, að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki viljað létta byrðar skuldavandans enn meir, draga úr niðurskurði eða lækka skatta, ef þess hefði verið kostur? Staðreyndin er sú, sem ekki má gleymast, að ríkisstjórnarflokkarnir voru að moka flór og hreinsa til og það verk stendur enn yfir. Það er býsna auðvelt að koma fram á sjónarsviðið, þegar hið versta er yfirstaðið og segja: nú get ég. Það er bæði lýðskrum og loddaraskapur, að lofa kjósendum að senda þyrlu á loft og dreifa peningum yfir landslýð. Í kosningunum eftir þrjár vikur er ekki verið að kjósa um töfralausnir á bráðavanda. Það er verið að kjósa um þær áherslur og aðgerðir, sem grípa þarf til, fyrir þjóð í vanda. Og þá rekast aftur á, einkahagsmunir eða almannahagsmunir, sem birtist í átökunum um breytta stjórnarskrá, nýja fiskveiðistefnu, eignarhald á náttúruauðlindum, öruggt velferðarkerfi, réttláta dreifingu skatta. Völdin. Hverjir eiga að hafa völdin næstu fjögur árin og enn þá lengur: flokkarnir sem standa vörð um einkahagsmuni, eða fólkið, almenningur, sem vill jöfnuð, réttlæti og tækifæri í almannaþágu? Þetta eru stóru línurnar í stjórnmálum dagsins og hvar ert þú, mín þjóð, hvorum megin vilt þú verja þínu atkvæði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Sjá meira
Saga íslenskra stjórnmálaflokka er ekki löng. Um aldamótin 1900 voru til flokkar sem höfðu skoðun á fullveldisbaráttu þjóðarinnar og það er ekki fyrr en liðið er á tuttugustu öldina, sem stofnaðir eru flokkar um hugmyndafræði og hagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn um frelsi einstaklingsins og einkaframtakið, Framsókn um kaupfélögin og félagshyggju, Alþýðuflokkurinn um jöfnuð og réttindabaráttu verkalýðsins og Sósíalistaflokkurinn um sósíalisma. Alla síðustu öld voru þetta stóru línurnar í íslenskri pólitík. Í rauninni voru þetta átök milli sérhagsmuna og almannahagsmuna. Inn á milli komu svo fram flokkar eða framboð, sem mynduð voru um einstaklinga eða einsleitar skoðanir. Þegar litið er yfir sviðið og söguna, fer ekki á milli mála, að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa haft tögl og haldir og stýrt ferðinni meira og minna. Þessir tveir flokkar skiptu á milli sín völdunum, (helmingaskiptareglan) stóðu vörð um hagsmuni sinna skjólstæðinga. Stjórnuðu og skiptu á milli sín innflutningi og útflutningi, hermanginu, bönkunum, versluninni, olíusölunni og hafa staðið vörð um einkaafnot og sértæka nýtingu á auðlindum lands og þjóðar. Hraðlest frjálshyggju og einka- og vinavæðingar færðist í aukana. Svo kom hrunið og í fyrsta skipti í sögu þjóðarinnar fengu vinstri flokkarnir (Samfylking og Vinstri grænir) meirihluta í alþingiskosningum og fengu það hlutverk að moka flórinn.Þrekvirki Það var ekki verk til vinsælda og þótt margt hafi farið aflögu og margt sé enn ógert, dylst engum að ríkisstjórn undanfarinna ára hefur unnið þrekvirki. Það er bæði ódrengilegt og ósanngjarnt að ausa yfir hana brigslyrðum, níði og nöldri. Látum vera að pólitískir andstæðingar ríkisstjórnarinnar leggist svo lágt að hafa að engu það björgunarstarf sem unnið hefur verið, hitt er verra og dapurlegra, ef þjóðin og kjósendur ætla að taka undir vanþakklætið með atkvæðum sínum. Öllum ætti að vera ljóst að skattahækkanir, niðurskurður og skuldir, jafnt heimila sem fyrirtækja, hvað þá ríkisins, voru og eru óhjákvæmilegar afleiðingar hrunsins 2008. Hverjum dettur það í hug í alvöru, að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki viljað létta byrðar skuldavandans enn meir, draga úr niðurskurði eða lækka skatta, ef þess hefði verið kostur? Staðreyndin er sú, sem ekki má gleymast, að ríkisstjórnarflokkarnir voru að moka flór og hreinsa til og það verk stendur enn yfir. Það er býsna auðvelt að koma fram á sjónarsviðið, þegar hið versta er yfirstaðið og segja: nú get ég. Það er bæði lýðskrum og loddaraskapur, að lofa kjósendum að senda þyrlu á loft og dreifa peningum yfir landslýð. Í kosningunum eftir þrjár vikur er ekki verið að kjósa um töfralausnir á bráðavanda. Það er verið að kjósa um þær áherslur og aðgerðir, sem grípa þarf til, fyrir þjóð í vanda. Og þá rekast aftur á, einkahagsmunir eða almannahagsmunir, sem birtist í átökunum um breytta stjórnarskrá, nýja fiskveiðistefnu, eignarhald á náttúruauðlindum, öruggt velferðarkerfi, réttláta dreifingu skatta. Völdin. Hverjir eiga að hafa völdin næstu fjögur árin og enn þá lengur: flokkarnir sem standa vörð um einkahagsmuni, eða fólkið, almenningur, sem vill jöfnuð, réttlæti og tækifæri í almannaþágu? Þetta eru stóru línurnar í stjórnmálum dagsins og hvar ert þú, mín þjóð, hvorum megin vilt þú verja þínu atkvæði?
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun