Oddný slær feilnótu Kristín Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2013 07:00 Þegar ég las grein Oddnýjar Sturludóttur í Vísi þann 10.04 um ágæti skóla án aðgreiningar sat ég uppi með fleiri spurningar en svör. Hún skrifar um að fjarlægja hindranir. Hvaða hindranir? Oftar en ekki mætir þroskahamlaður einstaklingur allmörgum hindrunum í almenna skólanum. Mörg börn hafa komið í Öskjuhlíðarskóla/Klettaskóla þegar líða tekur á skólagöngu þeirra því til sönnunar. Hefur Oddný kynnt sér það? Gott dæmi er skólaganga Inga Kristmanns, sem við höfum getað fylgst með í fjölmiðlum. Foreldrar hans hafa síðastliðin tvö ár eingöngu mætt hindrunum í kerfinu, þar sem barninu hefur verið neitað um skólavist í sérskóla með sínum jafningjum. Inga ber skylda til að vera í sínum hverfisskóla þrátt fyrir allar þær hindranir sem á vegi hans verða þar. Skólinn hans hefur þó gert allt sem í hans valdi stendur til að hjálpa honum, svo ekki er skólanum um að kenna. Ég held að ef Oddnýju ætli að takast þetta ætlunarverk sitt þurfi að auka fjárframlög til skólanna verulega og minnka álagið á kennurunum. Eins og staðan er í dag þar sem nemendum fjölgar á hvert stöðugildi kennara er þetta illframkvæmanlegt. Hins vegar tel ég ólíklegt að henni takist að fjarlægja þær hindranir sem í veginum eru, þar sem hvorki peningar né við getum búið til vini eða jafningja fyrir börnin okkar. Oddný skrifar að rannsóknir sýni að í skóla án aðgreiningar aukist vitsmunaþroski hraðar, fordómar minnki og sjálfsöryggi og borgarvitund aukist. Hjá hverjum? Vitsmunalega þroskahamlaður einstaklingur hættir ekki að vera fatlaður við setu í almennum bekk. En með sérfræðiaðstoð og mikilli vinnu getur hann náð ansi langt. Fordómar? Eru það fordómar gagnvart hinum fatlaða sem minnka? Á fatlaða barninu þá að líða illa alla sína skólagöngu til að draga úr fordómum hinna ófötluðu? Er það ásættanlegt? Sjálfsöryggi? Ég á erfitt með að trúa því að sjálfsöryggi barna eins og Inga aukist þegar þau eru þvinguð til að vera á stað þar sem þeim líður illa. Eru til íslenskar rannsóknir þar sem gerður er samanburður á sjálfsöryggi þroskahamlaðra barna í sérskóla annars vegar og almennum skóla hins vegar? Samkvæmt Oddnýju hafa mælingar sýnt að einelti hafi minnkað í skólum landsins. Hvaða mælingar eru það og hvernig eru þær gerðar? Oddný skrifar einnig um öfund annara þjóða í okkar garð. Hvaða þjóðir eru það og hverjir? Eru það kennarar, foreldrar, nemendur og/eða almenningur í heild sinni? Er hugsanlegt að Oddný sé þó aðeins að vitna í ráðamenn þessara þjóða? Oddný nefnir í grein sinni tækifæri barna til árangurs. Sex einkareknir skólar fá styrk frá Reykjavíkurborg. Í þessum skólum er ekkert endilega notast við hefðbundnar kennsluaðferðir eins og við þekkjum í almenna skólakerfinu. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni og Reykjavíkurborg hefur nemendum fjölgað í þessum skólum. Foreldrar velja þessa leið fyrir börnin sín og ber að virða það. Telji hins vegar foreldrar fatlaðs barns að kennsluaðferðir í sérskóla séu barninu sínu fyrir bestu er ekki öruggt að þau hafi það val. Þeim er bent á rétt barnsins til að ganga í sinn hverfisskóla. Þetta hljómar kannski vel en tækifæri barnsins til náms og að vera meðal jafningja er tekið af því. Barnið hefur ekki sama val og önnur börn. Hvert einasta barn er sérstakt, segir Oddný. Vissulega! Þess vegna ber hverju barni að hafa val um sína skólagöngu og eiga kost á að vera meðal jafningja en ekki lúta í lægra haldi vegna einhverrar stefnu ráðamanna. Einmitt þess vegna skulum við virða, ekki bara okkar börn, heldur öll börn. Að líkja skólagöngu barns við ástarsorg eða íþróttaslys er ofar mínum skilningi. Bæði sorgin og meiðslin taka skamman tíma sem við flest öll jöfnum okkur á. Skólaganga barns tekur hins vegar mörg ár og sé hún barninu erfið fylgir sú reynsla einstaklingnum oft til fullorðinsára. Ég er innilega sammála að skólinn eigi að vera bæði stoð og skjól barnanna. Og að sjálfsögðu gefum við engan afslátt af viðhorfi okkar. Skóli án aðgreiningar hentar sumum en ekki öllum. Því gef ég engan afslátt af mínu viðhorfi, leyfum öllum börnum að hafa val, ekki bara sumum. Til að geta áttað mig á hvers vegna Oddný vill eindregið taka valið af börnum og foreldrum myndi ég gjarnan vilja sjá svör við þeim spurningum sem hjá mér hafa vaknað við lestur þessarar greinar. Órökstudd svör segja mér ekkert og því síður tilvísanir í einhverjar ótilgreindar rannsóknir. Er hugsanlegt að ef barni með sérþarfir líður illa í almennum bekk hafi það áhrif á allan bekkinn? Eða má ekki tala um það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Þegar ég las grein Oddnýjar Sturludóttur í Vísi þann 10.04 um ágæti skóla án aðgreiningar sat ég uppi með fleiri spurningar en svör. Hún skrifar um að fjarlægja hindranir. Hvaða hindranir? Oftar en ekki mætir þroskahamlaður einstaklingur allmörgum hindrunum í almenna skólanum. Mörg börn hafa komið í Öskjuhlíðarskóla/Klettaskóla þegar líða tekur á skólagöngu þeirra því til sönnunar. Hefur Oddný kynnt sér það? Gott dæmi er skólaganga Inga Kristmanns, sem við höfum getað fylgst með í fjölmiðlum. Foreldrar hans hafa síðastliðin tvö ár eingöngu mætt hindrunum í kerfinu, þar sem barninu hefur verið neitað um skólavist í sérskóla með sínum jafningjum. Inga ber skylda til að vera í sínum hverfisskóla þrátt fyrir allar þær hindranir sem á vegi hans verða þar. Skólinn hans hefur þó gert allt sem í hans valdi stendur til að hjálpa honum, svo ekki er skólanum um að kenna. Ég held að ef Oddnýju ætli að takast þetta ætlunarverk sitt þurfi að auka fjárframlög til skólanna verulega og minnka álagið á kennurunum. Eins og staðan er í dag þar sem nemendum fjölgar á hvert stöðugildi kennara er þetta illframkvæmanlegt. Hins vegar tel ég ólíklegt að henni takist að fjarlægja þær hindranir sem í veginum eru, þar sem hvorki peningar né við getum búið til vini eða jafningja fyrir börnin okkar. Oddný skrifar að rannsóknir sýni að í skóla án aðgreiningar aukist vitsmunaþroski hraðar, fordómar minnki og sjálfsöryggi og borgarvitund aukist. Hjá hverjum? Vitsmunalega þroskahamlaður einstaklingur hættir ekki að vera fatlaður við setu í almennum bekk. En með sérfræðiaðstoð og mikilli vinnu getur hann náð ansi langt. Fordómar? Eru það fordómar gagnvart hinum fatlaða sem minnka? Á fatlaða barninu þá að líða illa alla sína skólagöngu til að draga úr fordómum hinna ófötluðu? Er það ásættanlegt? Sjálfsöryggi? Ég á erfitt með að trúa því að sjálfsöryggi barna eins og Inga aukist þegar þau eru þvinguð til að vera á stað þar sem þeim líður illa. Eru til íslenskar rannsóknir þar sem gerður er samanburður á sjálfsöryggi þroskahamlaðra barna í sérskóla annars vegar og almennum skóla hins vegar? Samkvæmt Oddnýju hafa mælingar sýnt að einelti hafi minnkað í skólum landsins. Hvaða mælingar eru það og hvernig eru þær gerðar? Oddný skrifar einnig um öfund annara þjóða í okkar garð. Hvaða þjóðir eru það og hverjir? Eru það kennarar, foreldrar, nemendur og/eða almenningur í heild sinni? Er hugsanlegt að Oddný sé þó aðeins að vitna í ráðamenn þessara þjóða? Oddný nefnir í grein sinni tækifæri barna til árangurs. Sex einkareknir skólar fá styrk frá Reykjavíkurborg. Í þessum skólum er ekkert endilega notast við hefðbundnar kennsluaðferðir eins og við þekkjum í almenna skólakerfinu. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni og Reykjavíkurborg hefur nemendum fjölgað í þessum skólum. Foreldrar velja þessa leið fyrir börnin sín og ber að virða það. Telji hins vegar foreldrar fatlaðs barns að kennsluaðferðir í sérskóla séu barninu sínu fyrir bestu er ekki öruggt að þau hafi það val. Þeim er bent á rétt barnsins til að ganga í sinn hverfisskóla. Þetta hljómar kannski vel en tækifæri barnsins til náms og að vera meðal jafningja er tekið af því. Barnið hefur ekki sama val og önnur börn. Hvert einasta barn er sérstakt, segir Oddný. Vissulega! Þess vegna ber hverju barni að hafa val um sína skólagöngu og eiga kost á að vera meðal jafningja en ekki lúta í lægra haldi vegna einhverrar stefnu ráðamanna. Einmitt þess vegna skulum við virða, ekki bara okkar börn, heldur öll börn. Að líkja skólagöngu barns við ástarsorg eða íþróttaslys er ofar mínum skilningi. Bæði sorgin og meiðslin taka skamman tíma sem við flest öll jöfnum okkur á. Skólaganga barns tekur hins vegar mörg ár og sé hún barninu erfið fylgir sú reynsla einstaklingnum oft til fullorðinsára. Ég er innilega sammála að skólinn eigi að vera bæði stoð og skjól barnanna. Og að sjálfsögðu gefum við engan afslátt af viðhorfi okkar. Skóli án aðgreiningar hentar sumum en ekki öllum. Því gef ég engan afslátt af mínu viðhorfi, leyfum öllum börnum að hafa val, ekki bara sumum. Til að geta áttað mig á hvers vegna Oddný vill eindregið taka valið af börnum og foreldrum myndi ég gjarnan vilja sjá svör við þeim spurningum sem hjá mér hafa vaknað við lestur þessarar greinar. Órökstudd svör segja mér ekkert og því síður tilvísanir í einhverjar ótilgreindar rannsóknir. Er hugsanlegt að ef barni með sérþarfir líður illa í almennum bekk hafi það áhrif á allan bekkinn? Eða má ekki tala um það?
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun