Já við sameiningu Erling Ásgeirsson skrifar 9. október 2012 06:00 Nú þegar aðeins örfáir dagar eru þangað til Garðbæingar og Álftnesingar ganga að kjörborðinu og kjósa um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga er rétt að staldra við og gera sér grein fyrir því hvers vegna þetta svæði, sem landfræðilega er eitt og hið sama, er yfirhöfuð tvö sveitarfélög. Álftaneshreppur hinn forni varð til með hreppaskiptingunni á þjóðveldisöld. Hann náði frá Kúagerði í suðri til Kópavogslækjar í norðri, frá sjávarmáli á Álftanesi í vestri austur um Bláfjöll að sýslumörkum Árnessýslu. Hreppnum var skipt árið 1878. Einhver kann að hugsa sem svo að það hafi verið í fornöld og hafi enga skírskotun til nútímans. En er það svo? Ég átti t.d. afa sem fæddur var 1875 og hefði þess vegna getað verið fæddur í hinum forna hreppi og svo er að sjálfsögðu um marga aðra. Fyrsti hreppurinn sem skipt var uppÁlftaneshreppur hinn forni var fyrsti hreppurinn sem skipt var í tvo hreppa. Þá voru hafnar umræður um að aðskilja Hafnarfjörð frá hreppnum og voru fyrir því gildar ástæður, sérstaklega út frá atvinnusjónarmiðum. Leiddar hafa verið að því líkur að höfðingjarígur hafi mestu ráðið um skiptingu hreppsins eins og hún var framkvæmd. Þar áttu hlut að máli Þórarinn Böðvarsson, prófastur í Görðum, og Grímur Thomsen, bóndi og skáld á Bessastöðum, en með þeim munu hafa verið litlir kærleikar. Báðir voru miklir skörungar og vildu láta að sér kveða. Þórarinn byggði Garðakirkju fyrir eigin reikning og gaf söfnuðinum. Hann lét einnig byggja Flensborgarskólann og gaf Álftaneshreppi hann til minningar um Böðvar, son sinn, sem lést ungur. Grímur starfaði um árabil í utanríkisþjónustu Dana en þegar hann fluttist aftur til Íslands keypti hann Bessastaði af Danakonungi og bjó þar góðu búi. Hann stofnaði þar skóla sem síðar var fluttur að Bjarnarstöðum á Álftanesi. Þegar hreppamörkin voru ákveðin voru sóknirnar látnar ráða og pennastrik dregið yfir nesið þar sem það er mjóst frá Selskarði og um eiðið á Hliðsnesi. Rétt er að geta þess að upplandinu og afréttum var aldrei skipt. Landfræðilega er svæðið frá fjöru til fjalls ein samfella og í nútímanum eðlilegast að það verði ein skipulagsheild. Náin samvinnaAllur almenningur á svæðinu hefur lengst af litið á sig sem eitt samfélag og haft nána samvinnu á mörgum sviðum, ekki síst félagslega og menningarlega. Nægir þar að nefna að gegnum tíðina hafa mörg félög starfað sameiginlega í báðum sveitarfélögum, kirkju- og safnaðarstarf hefur verið samtengt, bæði sveitarfélögin eru aðilar að Fjölbrautaskóla Garðabæjar og munu standa saman að hinu nýja hjúkrunarheimili í Sjálandi. Að framansögðu tel ég einsýnt að segja já við sameiningunni hinn 20. október næstkomandi og slá þar með strik yfir ríg sveitahöfðingjanna sem telja verður að hafi verið undirrót skiptingarinnar á sínum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar aðeins örfáir dagar eru þangað til Garðbæingar og Álftnesingar ganga að kjörborðinu og kjósa um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga er rétt að staldra við og gera sér grein fyrir því hvers vegna þetta svæði, sem landfræðilega er eitt og hið sama, er yfirhöfuð tvö sveitarfélög. Álftaneshreppur hinn forni varð til með hreppaskiptingunni á þjóðveldisöld. Hann náði frá Kúagerði í suðri til Kópavogslækjar í norðri, frá sjávarmáli á Álftanesi í vestri austur um Bláfjöll að sýslumörkum Árnessýslu. Hreppnum var skipt árið 1878. Einhver kann að hugsa sem svo að það hafi verið í fornöld og hafi enga skírskotun til nútímans. En er það svo? Ég átti t.d. afa sem fæddur var 1875 og hefði þess vegna getað verið fæddur í hinum forna hreppi og svo er að sjálfsögðu um marga aðra. Fyrsti hreppurinn sem skipt var uppÁlftaneshreppur hinn forni var fyrsti hreppurinn sem skipt var í tvo hreppa. Þá voru hafnar umræður um að aðskilja Hafnarfjörð frá hreppnum og voru fyrir því gildar ástæður, sérstaklega út frá atvinnusjónarmiðum. Leiddar hafa verið að því líkur að höfðingjarígur hafi mestu ráðið um skiptingu hreppsins eins og hún var framkvæmd. Þar áttu hlut að máli Þórarinn Böðvarsson, prófastur í Görðum, og Grímur Thomsen, bóndi og skáld á Bessastöðum, en með þeim munu hafa verið litlir kærleikar. Báðir voru miklir skörungar og vildu láta að sér kveða. Þórarinn byggði Garðakirkju fyrir eigin reikning og gaf söfnuðinum. Hann lét einnig byggja Flensborgarskólann og gaf Álftaneshreppi hann til minningar um Böðvar, son sinn, sem lést ungur. Grímur starfaði um árabil í utanríkisþjónustu Dana en þegar hann fluttist aftur til Íslands keypti hann Bessastaði af Danakonungi og bjó þar góðu búi. Hann stofnaði þar skóla sem síðar var fluttur að Bjarnarstöðum á Álftanesi. Þegar hreppamörkin voru ákveðin voru sóknirnar látnar ráða og pennastrik dregið yfir nesið þar sem það er mjóst frá Selskarði og um eiðið á Hliðsnesi. Rétt er að geta þess að upplandinu og afréttum var aldrei skipt. Landfræðilega er svæðið frá fjöru til fjalls ein samfella og í nútímanum eðlilegast að það verði ein skipulagsheild. Náin samvinnaAllur almenningur á svæðinu hefur lengst af litið á sig sem eitt samfélag og haft nána samvinnu á mörgum sviðum, ekki síst félagslega og menningarlega. Nægir þar að nefna að gegnum tíðina hafa mörg félög starfað sameiginlega í báðum sveitarfélögum, kirkju- og safnaðarstarf hefur verið samtengt, bæði sveitarfélögin eru aðilar að Fjölbrautaskóla Garðabæjar og munu standa saman að hinu nýja hjúkrunarheimili í Sjálandi. Að framansögðu tel ég einsýnt að segja já við sameiningunni hinn 20. október næstkomandi og slá þar með strik yfir ríg sveitahöfðingjanna sem telja verður að hafi verið undirrót skiptingarinnar á sínum tíma.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun