Atvinnulausum innflytjendum fækkaði um 57% á 9 mánuðum 9. október 2012 06:00 Atvinnuleysi meðal fólks af pólskum uppruna á Íslandi mælist nú 15% á sama tíma og atvinnuleysi almennt mælist 5,8%. Þetta er umhugsunarefni – og að nokkru leyti áhyggjuefni um leið. Ef ekki verður brugðist við þessu sérstaklega er hætta á því að Pólverjar, og innflytjendur almennt, myndi til framtíðar minnihlutahóp sem býr við skertari tækifæri til atvinnuþátttöku en innfæddir Íslendingar. Á fyrri hluta þessa árs vann Akraneskaupstaður, í samvinnu við Vinnumálastofnun á Vesturlandi, Rauða krossinn á Akranesi og Símenntunarmiðstöð Vesturlands, með styrk úr Þróunarsjóði Innflytjendamála, verkefni sem miðaði að því að draga úr atvinnuleysi innflytjenda. Þegar verkefnið hófst var atvinnuleysi meðal innflytjenda um 20% meðan heildaratvinnuleysi var 3,2%. Áhersla var lögð á að hámarka möguleika atvinnulausra innflytjenda til þess að nýta sér hefðbundin og almenn úrræði sem standa atvinnulausum til boða og tryggja að þessi hópur yrði ekki útundan í átaksúrræðum. Einnig var áhersla lögð á að nýta frumkvöðla og nýsköpunarkraft innflytjenda. Þessi markmið náðust dável: Í maílok hafði atvinnulausum innflytjendum fækkað úr 46 í 38 (17% fækkun). 3 einstaklingar höfðu nýtt sér atvinnuráðgjöf hjá Akraneskaupstað og af þeim hafa tveir hrint viðskiptahugmynd í framkvæmd; annars vegar er um að ræða fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðssetningu á íslensku sælgæti fyrir ferðamenn og hins vegar fyrirtæki sem flytur inn varahluti í bíla frá Póllandi. 4 einstaklingar fóru í vinnu í gegnum átak Vinnumálastofnunar: Vinnandi vegur. 11 einstaklingar fengu starfsráðgjöf hjá Vinnumálastofnun á Vesturlandi, komu ýmist í eitt viðtal eða fleiri. 7 einstaklingar af erlendum uppruna fengu tímabundin störf í gegnum atvinnuátaksverkefni Akraneskaupstaðar. 19 einstaklingar fengu náms- og starfsráðgjöf hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi – komu í eitt viðtal eða fleiri. 30 einstaklingar sóttu íslenskunámskeið á tímabilinu. 27 einstaklingar stunduðu nám í Landnemaskóla I og II. Hluti af námi í Landnemaskóla er að fara inn á vinnustaði í talþjálfun einu sinni í viku. Hluti nemenda fékk í kjölfarið vinnu á viðkomandi vinnustað. Einnig hafa atvinnuleitendur af erlendum uppruna verið duglegir við að nýta sér ýmis önnur úrræði, s.s. ókeypis aðgengi í líkamsrækt og á Bókasafnið, þó að nákvæmar tölur þar að lútandi liggi ekki fyrir. Þó að verkefninu hafi lokið formlega í júní hafa þeir sem að því stóðu haldið áfram og náð enn betri árangri, enda gaf aðferðin sem beitt var góða raun. Í septemberlok eru atvinnulausir innflytjendur á Akranesi 19 talsins, þar af 11 frá Póllandi, sem þýðir að fækkað hefur í hópi atvinnulausra innflytjenda um 27, eða 59%. Því má ljóst vera að verulegur árangur hefur náðst á Akranesi frá því að verkefnið hófst í byrjun þessa árs. Með samstilltu átaki er hægt að sporna við þessari óheillaþróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi meðal fólks af pólskum uppruna á Íslandi mælist nú 15% á sama tíma og atvinnuleysi almennt mælist 5,8%. Þetta er umhugsunarefni – og að nokkru leyti áhyggjuefni um leið. Ef ekki verður brugðist við þessu sérstaklega er hætta á því að Pólverjar, og innflytjendur almennt, myndi til framtíðar minnihlutahóp sem býr við skertari tækifæri til atvinnuþátttöku en innfæddir Íslendingar. Á fyrri hluta þessa árs vann Akraneskaupstaður, í samvinnu við Vinnumálastofnun á Vesturlandi, Rauða krossinn á Akranesi og Símenntunarmiðstöð Vesturlands, með styrk úr Þróunarsjóði Innflytjendamála, verkefni sem miðaði að því að draga úr atvinnuleysi innflytjenda. Þegar verkefnið hófst var atvinnuleysi meðal innflytjenda um 20% meðan heildaratvinnuleysi var 3,2%. Áhersla var lögð á að hámarka möguleika atvinnulausra innflytjenda til þess að nýta sér hefðbundin og almenn úrræði sem standa atvinnulausum til boða og tryggja að þessi hópur yrði ekki útundan í átaksúrræðum. Einnig var áhersla lögð á að nýta frumkvöðla og nýsköpunarkraft innflytjenda. Þessi markmið náðust dável: Í maílok hafði atvinnulausum innflytjendum fækkað úr 46 í 38 (17% fækkun). 3 einstaklingar höfðu nýtt sér atvinnuráðgjöf hjá Akraneskaupstað og af þeim hafa tveir hrint viðskiptahugmynd í framkvæmd; annars vegar er um að ræða fyrirtæki sem sérhæfir sig í markaðssetningu á íslensku sælgæti fyrir ferðamenn og hins vegar fyrirtæki sem flytur inn varahluti í bíla frá Póllandi. 4 einstaklingar fóru í vinnu í gegnum átak Vinnumálastofnunar: Vinnandi vegur. 11 einstaklingar fengu starfsráðgjöf hjá Vinnumálastofnun á Vesturlandi, komu ýmist í eitt viðtal eða fleiri. 7 einstaklingar af erlendum uppruna fengu tímabundin störf í gegnum atvinnuátaksverkefni Akraneskaupstaðar. 19 einstaklingar fengu náms- og starfsráðgjöf hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi – komu í eitt viðtal eða fleiri. 30 einstaklingar sóttu íslenskunámskeið á tímabilinu. 27 einstaklingar stunduðu nám í Landnemaskóla I og II. Hluti af námi í Landnemaskóla er að fara inn á vinnustaði í talþjálfun einu sinni í viku. Hluti nemenda fékk í kjölfarið vinnu á viðkomandi vinnustað. Einnig hafa atvinnuleitendur af erlendum uppruna verið duglegir við að nýta sér ýmis önnur úrræði, s.s. ókeypis aðgengi í líkamsrækt og á Bókasafnið, þó að nákvæmar tölur þar að lútandi liggi ekki fyrir. Þó að verkefninu hafi lokið formlega í júní hafa þeir sem að því stóðu haldið áfram og náð enn betri árangri, enda gaf aðferðin sem beitt var góða raun. Í septemberlok eru atvinnulausir innflytjendur á Akranesi 19 talsins, þar af 11 frá Póllandi, sem þýðir að fækkað hefur í hópi atvinnulausra innflytjenda um 27, eða 59%. Því má ljóst vera að verulegur árangur hefur náðst á Akranesi frá því að verkefnið hófst í byrjun þessa árs. Með samstilltu átaki er hægt að sporna við þessari óheillaþróun.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun