Rekstur LSH – „talnalækningar“ eða staðreyndir? María Heimisdóttir skrifar 4. október 2012 06:00 Meintar „talnalækningar“ á Landspítala eru gerðar að umtalsefni í grein Guðrúnar Bryndísar Karlsdóttur í Fréttablaðinu 27. sept. sl. Þar heldur Guðrún því fram að upplýsingar um rekstrarafkomu LSH séu settar fram með villandi hætti „athugasemdalaust – endalaust“. Hún endar grein sína á að spyrja „Hver er tilgangurinn?“. Það er góð spurning. Hver er tilgangur fólks með því að birta ítrekað skrif þar sem röngum og/eða villandi upplýsingum um starfsemi og rekstur LSH er haldið að almenningi? Hvaða tilgangi ætli slíkur málflutningur þjóni? Eru hagsmunir skattgreiðenda (og þar með sjúklinga LSH og annarra sem veita heilbrigðisþjónustu) þar í fyrirrúmi? Kynnum okkur „talnalækningarnar“. Frá árinu 2007 hefur spítalinn skorið niður um 23% eða sem nemur 9,5 milljörðum króna á ársgrunni árið 2012 og 34 milljörðum króna samtals á tímabilinu 2008 til 2012 á föstu verðlagi ársins 2012. Þessi niðurskurður stafar annars vegar af skertum ríkisframlögum til spítalans á fjárlögum og hins vegar af óhagstæðum gengisáhrifum auk annarra breytinga í rekstrarumhverfi sem ekki hafa verið bætt að fullu í framlagi ríkisins til LSH. Þessi ytri áhrif eru vissulega ekki skerðing á ríkisframlagi til LSH en krefjast engu að síður viðbótarhagræðingar innan sjúkrahússins til að mæta auknum kostnaði vegna þeirra. Ríkisframlag árið 2012 er 6,6 milljörðum króna lægra en árið 2007 eða sem nemur 16% á föstu verðlagi 2012 miðað við almennar verðlagsforsendur. Almennar verðlagsforsendur miðast við þróun launavísitölu opinberra starfsmanna og þróun neysluverðsvísitölu. Viðbótarhagræðingarkrafa vegna neikvæðra áhrifa af gengisþróun krónunnar frá árinu 2007, umfram almennt verðlag, er metin um 7% á ársgrunni m.v. árið 2012 eða um 2,9 milljarðar króna. Verulegur hluti rekstrarvöru LSH er keyptur inn í erlendum gjaldmiðli í kjölfar útboða á fjölþjóðamarkaði og því krefst óhagstæð gengisþróun þess að hagrætt sé enn frekar innan spítalans til að mæta þeim aukakostnaði sem af henni hlýst. Heildarskerðingin, 9,5 milljarðar miðað við árið 2012, er summa þessara tveggja þátta, þ.e. skerðingar ríkisframlags (6,6 milljarðar) og óhagstæðrar gengisþróunar umfram almennt verðlag (2,9 milljarðar). Það er ekki von að Guðrún fái raunhagræðingu LSH fram með sinni aðferð sem er í stuttu máli sú að fletta upp í fjárlögum síðustu 5 ára, sem eðli málsins samkvæmt eru birt á verðlagi hvers árs og endurspegla ekki nema að ákveðnu leyti raunrekstrarumhverfi og hagræðingarþörf þeirra stofnana sem þau taka til. Á þessum tíma hefur verðbólga mælst 53% og vísitala meðalgengis hækkað um 88%. Það að taka ekki tillit til þessara þátta, eins og Guðrún gerir sig seka um, er villandi og hreinlega rangt eins og flestum má vera ljóst. Landspítali hefur frá árinu 2007 dregið saman rekstrarkostnað sinn um 23% á ársgrunni og hagrætt um samtals 34 milljarða á samræmdu verðlagi á tímabilinu. Landspítali mun áfram upplýsa stjórnvöld, skattgreiðendur og almenning um rekstur sinn og starfsemi út frá vísindalegum, faglega viðurkenndum aðferðum eins og hér hefur verið lýst. Ef menn vilja kalla það „talnalækningar“ þá verður að hafa það enda virðist því miður vera til fólk sem kýs fremur getgátur og rökleysur en skýr rök og faglega vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Meintar „talnalækningar“ á Landspítala eru gerðar að umtalsefni í grein Guðrúnar Bryndísar Karlsdóttur í Fréttablaðinu 27. sept. sl. Þar heldur Guðrún því fram að upplýsingar um rekstrarafkomu LSH séu settar fram með villandi hætti „athugasemdalaust – endalaust“. Hún endar grein sína á að spyrja „Hver er tilgangurinn?“. Það er góð spurning. Hver er tilgangur fólks með því að birta ítrekað skrif þar sem röngum og/eða villandi upplýsingum um starfsemi og rekstur LSH er haldið að almenningi? Hvaða tilgangi ætli slíkur málflutningur þjóni? Eru hagsmunir skattgreiðenda (og þar með sjúklinga LSH og annarra sem veita heilbrigðisþjónustu) þar í fyrirrúmi? Kynnum okkur „talnalækningarnar“. Frá árinu 2007 hefur spítalinn skorið niður um 23% eða sem nemur 9,5 milljörðum króna á ársgrunni árið 2012 og 34 milljörðum króna samtals á tímabilinu 2008 til 2012 á föstu verðlagi ársins 2012. Þessi niðurskurður stafar annars vegar af skertum ríkisframlögum til spítalans á fjárlögum og hins vegar af óhagstæðum gengisáhrifum auk annarra breytinga í rekstrarumhverfi sem ekki hafa verið bætt að fullu í framlagi ríkisins til LSH. Þessi ytri áhrif eru vissulega ekki skerðing á ríkisframlagi til LSH en krefjast engu að síður viðbótarhagræðingar innan sjúkrahússins til að mæta auknum kostnaði vegna þeirra. Ríkisframlag árið 2012 er 6,6 milljörðum króna lægra en árið 2007 eða sem nemur 16% á föstu verðlagi 2012 miðað við almennar verðlagsforsendur. Almennar verðlagsforsendur miðast við þróun launavísitölu opinberra starfsmanna og þróun neysluverðsvísitölu. Viðbótarhagræðingarkrafa vegna neikvæðra áhrifa af gengisþróun krónunnar frá árinu 2007, umfram almennt verðlag, er metin um 7% á ársgrunni m.v. árið 2012 eða um 2,9 milljarðar króna. Verulegur hluti rekstrarvöru LSH er keyptur inn í erlendum gjaldmiðli í kjölfar útboða á fjölþjóðamarkaði og því krefst óhagstæð gengisþróun þess að hagrætt sé enn frekar innan spítalans til að mæta þeim aukakostnaði sem af henni hlýst. Heildarskerðingin, 9,5 milljarðar miðað við árið 2012, er summa þessara tveggja þátta, þ.e. skerðingar ríkisframlags (6,6 milljarðar) og óhagstæðrar gengisþróunar umfram almennt verðlag (2,9 milljarðar). Það er ekki von að Guðrún fái raunhagræðingu LSH fram með sinni aðferð sem er í stuttu máli sú að fletta upp í fjárlögum síðustu 5 ára, sem eðli málsins samkvæmt eru birt á verðlagi hvers árs og endurspegla ekki nema að ákveðnu leyti raunrekstrarumhverfi og hagræðingarþörf þeirra stofnana sem þau taka til. Á þessum tíma hefur verðbólga mælst 53% og vísitala meðalgengis hækkað um 88%. Það að taka ekki tillit til þessara þátta, eins og Guðrún gerir sig seka um, er villandi og hreinlega rangt eins og flestum má vera ljóst. Landspítali hefur frá árinu 2007 dregið saman rekstrarkostnað sinn um 23% á ársgrunni og hagrætt um samtals 34 milljarða á samræmdu verðlagi á tímabilinu. Landspítali mun áfram upplýsa stjórnvöld, skattgreiðendur og almenning um rekstur sinn og starfsemi út frá vísindalegum, faglega viðurkenndum aðferðum eins og hér hefur verið lýst. Ef menn vilja kalla það „talnalækningar“ þá verður að hafa það enda virðist því miður vera til fólk sem kýs fremur getgátur og rökleysur en skýr rök og faglega vinnu.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar