Hvað er í húfi 20. október? Skúli Helgason skrifar 10. október 2012 00:00 Þann 20. október fer fram mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldistímans. Þá mun þjóðin kveða upp úr með það hvort endurskoðun stjórnarskrárinnar eigi að byggja á því frumvarpi sem stjórnlagaráð skilaði af sér – eða ekki. Sú ákvörðun að taka frumkvæði að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar úr höndum Alþingis og fela sérvöldum fulltrúum þjóðarinnar var rétt – hún var skynsamleg í ljósi þess að Alþingi hefur mistekist í áratugi að ná pólitískri samstöðu um þá heildarendurskoðun sem boðuð var 1944 en hún var líka rökrétt í ljósi þess að það samræmist illa nútímakröfum um faglega stjórnsýslu og vörn gegn hagsmunatengslum að sitjandi alþingismenn móti stjórnskipulegan ramma um eigið starfsumhverfi. Enginn er dómari í eigin sök. Stór hluti frumvarpsins – nærri 40 greinar af 114 – fjallar sérstaklega um Alþingi, hlutverk þess og umgjörð og Alþingi kemur að auki við sögu í lykilköflum frumvarpsins um undirstöður stjórnskipunarinnar; mannréttindi og náttúru, forsetaembættið, ráðherra og ríkisstjórn og utanríkismál. Um hvað er kosið?20. október gefst þjóðinni tækifæri til að segja milliliðalaust álit sitt á mörgum stærstu viðfangsefnum stjórnmálanna undanfarna áratugi og það álit getur haft úrslitaþýðingu varðandi þann farveg sem þessi mál fara í. Þar ber hæst þjóðareign á auðlindum, jöfnun atkvæðisréttar, persónukjör í þingkosningum, ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og stjórnskipulega stöðu þjóðkirkjunnar. Atkvæðagreiðslan er mikilvæg því við erum í raun að taka afstöðu til fyrstu alíslensku stjórnarskrárinnar, því gildandi stjórnarskrá er í stórum dráttum samhljóða þeirri sem við fengum í arf frá Dönum á 19. öld þó vissulega hafi verið gerðar breytingar á stjórnarskránni síðan þar sem mest munaði um mannréttindakaflann sem kom inn í stjórnarskrána árið 1995. Við lýðveldisstofnun 1944 voru gefin fyrirheit um að fljótlega í kjölfarið færi fram heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Alþingi hefur ekki auðnast þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir á undanförnum áratugum að ná þverpólitískri samstöðu um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og má ljóst vera að þar stóð m.a. varðstaða um tiltekna sérhagsmuni í veginum. Auðlindaákvæði gefur tóninnÉg styð jöfnun atkvæðisréttar, aðskilnað ríkis og kirkju, að þjóðin hafi sjálfstæðan rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál og jafnframt að kjósendur eigi að geta valið röð frambjóðenda með persónukjöri í kjörklefanum. En fyrir mér er mikilvægasta ákvæði frumvarpsins að finna í 34. grein þess um náttúruauðlindir þar sem segir að auðlindir í náttúru Íslands sem ekki eru í einkaeigu, séu sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Ákvæðið kveður einnig á um að við nýtingu auðlindanna skuli hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi og að leyfi til hagnýtingar auðlinda skuli veita gegn fullu gjaldi og til hóflegs tíma í senn. Þá er kveðið á um að slík leyfi skuli veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiði aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Ákvæðið á sér sterkan samhljóm í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar þar sem m.a. er vísað til álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Framtíð fiskveiðistjórnunarÉg tel að ef frumvarpið verður samþykkt og spurningin um þjóðareign auðlinda fær meirihluta atkvæða 20. október þá muni það hafa mikla þýðingu varðandi endurskoðun fiskveiðistjórnunar á Íslandi og draga fram andstæður núverandi kvótakerfis og kröfunnar um jafnræði við úthlutun nýtingarleyfa. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar getur markað endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins nýjan farveg þar sem kallað verði eftir lausnum sem uppfylla þessa kröfu með skýrari hætti en gert var í þeim kvótafrumvörpum sem lögð hafa verið fram á undanförnum misserum. Krafan um jafnræði samræmist illa því fyrirkomulagi að takmörkuðum gæðum eins og kvótum til veiða úr sameiginlegum fiskistofnum í þjóðareign sé að stærstum hluta úthlutað til forgangshóps á grundvelli stjórnvaldsákvörðunar. Jafnræðiskrafan leggur á herðar okkur þær skyldur að skapa skilyrði þess að mismunandi aðilar geti keppt um aðgengi að hinum takmörkuðu gæðum á jafnræðisgrunni. Öflugur leigumarkaður með aflaheimildir, sem tryggir eðlilega verðmyndun kvóta, er þar nærtækur kostur en verkefni stjórnvalda verður að finna farsælt jafnvægi milli annars vegar krafna um jafnræði og atvinnufrelsi og hins vegar um arðsemi og stöðugleika, í þessari mikilvægu atvinnugrein. Ekki láta aðra velja fyrir þigÞað er full ástæða til að hvetja landsmenn til þátttöku í atkvæðagreiðslunni 20. október. Sá sem ekki tekur þátt leyfir hinum sem mæta á kjörstað að ákveða fyrir sína hönd hver eigi að vera ramminn um stjórnskipan landsins – og slíkt framsal valds er mikill ábyrgðarhluti. Stjórnarskráin er mikilvægasta löggjöf þjóðarinnar og við eigum öll að láta okkur hana varða. Þess vegna er þetta ekki bara mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldisins, þetta kunna að vera einhverjar afdrifaríkustu kosningar sem fram hafa farið í þessu landi frá því við öðluðumst sjálfstæði fyrir tæpum sjö áratugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skúli Helgason Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Þann 20. október fer fram mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldistímans. Þá mun þjóðin kveða upp úr með það hvort endurskoðun stjórnarskrárinnar eigi að byggja á því frumvarpi sem stjórnlagaráð skilaði af sér – eða ekki. Sú ákvörðun að taka frumkvæði að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar úr höndum Alþingis og fela sérvöldum fulltrúum þjóðarinnar var rétt – hún var skynsamleg í ljósi þess að Alþingi hefur mistekist í áratugi að ná pólitískri samstöðu um þá heildarendurskoðun sem boðuð var 1944 en hún var líka rökrétt í ljósi þess að það samræmist illa nútímakröfum um faglega stjórnsýslu og vörn gegn hagsmunatengslum að sitjandi alþingismenn móti stjórnskipulegan ramma um eigið starfsumhverfi. Enginn er dómari í eigin sök. Stór hluti frumvarpsins – nærri 40 greinar af 114 – fjallar sérstaklega um Alþingi, hlutverk þess og umgjörð og Alþingi kemur að auki við sögu í lykilköflum frumvarpsins um undirstöður stjórnskipunarinnar; mannréttindi og náttúru, forsetaembættið, ráðherra og ríkisstjórn og utanríkismál. Um hvað er kosið?20. október gefst þjóðinni tækifæri til að segja milliliðalaust álit sitt á mörgum stærstu viðfangsefnum stjórnmálanna undanfarna áratugi og það álit getur haft úrslitaþýðingu varðandi þann farveg sem þessi mál fara í. Þar ber hæst þjóðareign á auðlindum, jöfnun atkvæðisréttar, persónukjör í þingkosningum, ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og stjórnskipulega stöðu þjóðkirkjunnar. Atkvæðagreiðslan er mikilvæg því við erum í raun að taka afstöðu til fyrstu alíslensku stjórnarskrárinnar, því gildandi stjórnarskrá er í stórum dráttum samhljóða þeirri sem við fengum í arf frá Dönum á 19. öld þó vissulega hafi verið gerðar breytingar á stjórnarskránni síðan þar sem mest munaði um mannréttindakaflann sem kom inn í stjórnarskrána árið 1995. Við lýðveldisstofnun 1944 voru gefin fyrirheit um að fljótlega í kjölfarið færi fram heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Alþingi hefur ekki auðnast þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir á undanförnum áratugum að ná þverpólitískri samstöðu um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og má ljóst vera að þar stóð m.a. varðstaða um tiltekna sérhagsmuni í veginum. Auðlindaákvæði gefur tóninnÉg styð jöfnun atkvæðisréttar, aðskilnað ríkis og kirkju, að þjóðin hafi sjálfstæðan rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál og jafnframt að kjósendur eigi að geta valið röð frambjóðenda með persónukjöri í kjörklefanum. En fyrir mér er mikilvægasta ákvæði frumvarpsins að finna í 34. grein þess um náttúruauðlindir þar sem segir að auðlindir í náttúru Íslands sem ekki eru í einkaeigu, séu sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Ákvæðið kveður einnig á um að við nýtingu auðlindanna skuli hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi og að leyfi til hagnýtingar auðlinda skuli veita gegn fullu gjaldi og til hóflegs tíma í senn. Þá er kveðið á um að slík leyfi skuli veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiði aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Ákvæðið á sér sterkan samhljóm í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar þar sem m.a. er vísað til álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Framtíð fiskveiðistjórnunarÉg tel að ef frumvarpið verður samþykkt og spurningin um þjóðareign auðlinda fær meirihluta atkvæða 20. október þá muni það hafa mikla þýðingu varðandi endurskoðun fiskveiðistjórnunar á Íslandi og draga fram andstæður núverandi kvótakerfis og kröfunnar um jafnræði við úthlutun nýtingarleyfa. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar getur markað endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins nýjan farveg þar sem kallað verði eftir lausnum sem uppfylla þessa kröfu með skýrari hætti en gert var í þeim kvótafrumvörpum sem lögð hafa verið fram á undanförnum misserum. Krafan um jafnræði samræmist illa því fyrirkomulagi að takmörkuðum gæðum eins og kvótum til veiða úr sameiginlegum fiskistofnum í þjóðareign sé að stærstum hluta úthlutað til forgangshóps á grundvelli stjórnvaldsákvörðunar. Jafnræðiskrafan leggur á herðar okkur þær skyldur að skapa skilyrði þess að mismunandi aðilar geti keppt um aðgengi að hinum takmörkuðu gæðum á jafnræðisgrunni. Öflugur leigumarkaður með aflaheimildir, sem tryggir eðlilega verðmyndun kvóta, er þar nærtækur kostur en verkefni stjórnvalda verður að finna farsælt jafnvægi milli annars vegar krafna um jafnræði og atvinnufrelsi og hins vegar um arðsemi og stöðugleika, í þessari mikilvægu atvinnugrein. Ekki láta aðra velja fyrir þigÞað er full ástæða til að hvetja landsmenn til þátttöku í atkvæðagreiðslunni 20. október. Sá sem ekki tekur þátt leyfir hinum sem mæta á kjörstað að ákveða fyrir sína hönd hver eigi að vera ramminn um stjórnskipan landsins – og slíkt framsal valds er mikill ábyrgðarhluti. Stjórnarskráin er mikilvægasta löggjöf þjóðarinnar og við eigum öll að láta okkur hana varða. Þess vegna er þetta ekki bara mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldisins, þetta kunna að vera einhverjar afdrifaríkustu kosningar sem fram hafa farið í þessu landi frá því við öðluðumst sjálfstæði fyrir tæpum sjö áratugum.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar