Yfirstjórn upplýsingakerfa Jón Finnbogason skrifar 4. október 2012 06:00 Bókhaldskerfi ríkisins var mikið í umræðunni í síðustu viku eftir uppljóstranir Ríkisútvarpsins um drög að þriggja ára gamalli skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þó nokkur atriði hafa þótt fara úrskeiðis við rekstur og þróun kerfisins og ábyrgð á því virðist lenda á milli stofnana. Greinilegt er að eftirliti hefur verið ábótavant og menn gerst uppvísir að því að draga lappirnar við það. Fyrrverandi Ríkisendurskoðandi bendir svo á takmarkanir eftirlitsaðilans því stofnunin hafi í raun ekki haft þekkingu til að meta innleiðinguna sem þessa. Sem betur fer hafa uppljóstrarar ákveðið að leka skjölum til fjölmiðla til að vekja máls á málinu. Næsta skref er að læra af þessu og breyta starfsháttum hins opinbera, sérstaklega undirliggjandi þáttum í stjórnun upplýsingakerfa, til að fyrirbyggja áframhaldandi vandræðagang. Stjórnun upplýsingakerfaEftir því sem næst verður komist hefur í raun enginn yfirstjórn kerfisins á sinni könnu. Stærstur hluti liggur hjá Fjársýslunni sem á að vera svokallaður eigandi kerfisins og hefur ábyrgð á rekstri og þróun. Fjársýslan er hins vegar í eðli sínu að vinna í fjárstreymi og bókhaldi, og hefur hvorki sérþekkingu á þróun né innleiðingu upplýsingakerfa. Þess utan eru hinar ýmsu stofnanir og ráðuneyti með sínar eigin sérlausnir inni í kerfinu, sem gerir kerfið brotakennt. Sundurliðun yfirstjórnar er því umtalsverð og vöntun á skýrri verkaskiptingu hefur orðið til þess, eins og frægt er orðið, að umræddar sérlausnir hafa hætt að virka við uppfærslur Oracle-kerfisins. Sérstakur aðili sem sér um utanumhald og þróun kerfisins er ekki til eftir því sem næst verður komist en slíkar deildir er hins vegar að finna í nágrannalöndum okkar. Til að mynda í Danmörku er starfandi Digitaliseringsstyrelsen og Statens IT hjá danska fjármálaráðuneytinu. Forvera þeirra var að finna víðs vegar innan stjórnkerfisins en með ríkari þörf á heildstæðari stefnu hefur starfinu nýverið verið safnað undir sama hattinn. Hlutverk þeirra, eins og kemur fram á heimasíðum þeirra, er að hafa yfirumsjón, staðla og samræma rekstur upplýsingakerfa stjórnkerfisins, aukinheldur að auðvelda aðgengi fólks að hinu opinbera og vera vakandi fyrir hvers konar sparnaði sem hægt væri að ná fram með tækninni. Það væri að mínu mati afar gott skref í rétta átt ef sett yrði á fót stofnun sem bæri ábyrgð á þessum vaxandi málaflokki framtíðarinnar. Mikilvægt er að öllum öngum af tölvukerfum hins opinbera sé viðhaldið af fagfólki með það að markmiði að tryggja gæði, halda kostnaði í skefjum og fyrirbyggja niðritíma, t.d. af völdum tölvuárása. SýnileikiViðbrögð Ríkisendurskoðanda við lekanum á drögum að skýrslu Ríkisendurskoðunar voru vægast sagt ekki uppörvandi fyrir litla Landssímamanninn og vini hans. Ríkisendurskoðandi vildi kæra lekann til lögreglunnar. Ég hvet stjórnvöld til að sleppa þeim málarekstri í þessu tilviki þar sem hagsmunir ríkisins eru ekki varðir með því. Virkur stuðningur við þá sem leka upplýsingum sem eiga erindi við almenning er forsenda þess að fólk hættir á að leka svona málum, sérstaklega þar sem ljóst er að þetta mál átti líklegast eftir að daga uppi ef ekkert yrði að gert. Segja má að eftirliti með eftirlitsaðila löggjafarvaldsins hafi verið ábótavant í þessu tilviki, vald einstakra embættismanna til að þagga þetta mál var of mikið. Þegar rýnt er í fræðin varðandi meðhöndlun kvartana er það vel þekkt og sannað að slæm tíðindi ná sjaldnast eyrum valdhafa ef hagsmunir boðberanna sjálfra og tengdra milliliða eru í húfi. Þess vegna er mikilvægt að bæta eftirlit með eftirlitsaðilum hins opinbera. Næstu skrefSérstaklega mikilvægt er að setja á fót sérstakt embætti sem ber ábyrgð á þróun og rekstri upplýsinga- og tæknikerfa hins opinbera. Einnig þarf að auka eftirlit með einstökum þáttum í rekstri ríkisins og búa þarf til lagaumhverfi sem auðveldar almennum starfsmönnum að koma áhyggjum sínum og gögnum á framfæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Bókhaldskerfi ríkisins var mikið í umræðunni í síðustu viku eftir uppljóstranir Ríkisútvarpsins um drög að þriggja ára gamalli skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þó nokkur atriði hafa þótt fara úrskeiðis við rekstur og þróun kerfisins og ábyrgð á því virðist lenda á milli stofnana. Greinilegt er að eftirliti hefur verið ábótavant og menn gerst uppvísir að því að draga lappirnar við það. Fyrrverandi Ríkisendurskoðandi bendir svo á takmarkanir eftirlitsaðilans því stofnunin hafi í raun ekki haft þekkingu til að meta innleiðinguna sem þessa. Sem betur fer hafa uppljóstrarar ákveðið að leka skjölum til fjölmiðla til að vekja máls á málinu. Næsta skref er að læra af þessu og breyta starfsháttum hins opinbera, sérstaklega undirliggjandi þáttum í stjórnun upplýsingakerfa, til að fyrirbyggja áframhaldandi vandræðagang. Stjórnun upplýsingakerfaEftir því sem næst verður komist hefur í raun enginn yfirstjórn kerfisins á sinni könnu. Stærstur hluti liggur hjá Fjársýslunni sem á að vera svokallaður eigandi kerfisins og hefur ábyrgð á rekstri og þróun. Fjársýslan er hins vegar í eðli sínu að vinna í fjárstreymi og bókhaldi, og hefur hvorki sérþekkingu á þróun né innleiðingu upplýsingakerfa. Þess utan eru hinar ýmsu stofnanir og ráðuneyti með sínar eigin sérlausnir inni í kerfinu, sem gerir kerfið brotakennt. Sundurliðun yfirstjórnar er því umtalsverð og vöntun á skýrri verkaskiptingu hefur orðið til þess, eins og frægt er orðið, að umræddar sérlausnir hafa hætt að virka við uppfærslur Oracle-kerfisins. Sérstakur aðili sem sér um utanumhald og þróun kerfisins er ekki til eftir því sem næst verður komist en slíkar deildir er hins vegar að finna í nágrannalöndum okkar. Til að mynda í Danmörku er starfandi Digitaliseringsstyrelsen og Statens IT hjá danska fjármálaráðuneytinu. Forvera þeirra var að finna víðs vegar innan stjórnkerfisins en með ríkari þörf á heildstæðari stefnu hefur starfinu nýverið verið safnað undir sama hattinn. Hlutverk þeirra, eins og kemur fram á heimasíðum þeirra, er að hafa yfirumsjón, staðla og samræma rekstur upplýsingakerfa stjórnkerfisins, aukinheldur að auðvelda aðgengi fólks að hinu opinbera og vera vakandi fyrir hvers konar sparnaði sem hægt væri að ná fram með tækninni. Það væri að mínu mati afar gott skref í rétta átt ef sett yrði á fót stofnun sem bæri ábyrgð á þessum vaxandi málaflokki framtíðarinnar. Mikilvægt er að öllum öngum af tölvukerfum hins opinbera sé viðhaldið af fagfólki með það að markmiði að tryggja gæði, halda kostnaði í skefjum og fyrirbyggja niðritíma, t.d. af völdum tölvuárása. SýnileikiViðbrögð Ríkisendurskoðanda við lekanum á drögum að skýrslu Ríkisendurskoðunar voru vægast sagt ekki uppörvandi fyrir litla Landssímamanninn og vini hans. Ríkisendurskoðandi vildi kæra lekann til lögreglunnar. Ég hvet stjórnvöld til að sleppa þeim málarekstri í þessu tilviki þar sem hagsmunir ríkisins eru ekki varðir með því. Virkur stuðningur við þá sem leka upplýsingum sem eiga erindi við almenning er forsenda þess að fólk hættir á að leka svona málum, sérstaklega þar sem ljóst er að þetta mál átti líklegast eftir að daga uppi ef ekkert yrði að gert. Segja má að eftirliti með eftirlitsaðila löggjafarvaldsins hafi verið ábótavant í þessu tilviki, vald einstakra embættismanna til að þagga þetta mál var of mikið. Þegar rýnt er í fræðin varðandi meðhöndlun kvartana er það vel þekkt og sannað að slæm tíðindi ná sjaldnast eyrum valdhafa ef hagsmunir boðberanna sjálfra og tengdra milliliða eru í húfi. Þess vegna er mikilvægt að bæta eftirlit með eftirlitsaðilum hins opinbera. Næstu skrefSérstaklega mikilvægt er að setja á fót sérstakt embætti sem ber ábyrgð á þróun og rekstri upplýsinga- og tæknikerfa hins opinbera. Einnig þarf að auka eftirlit með einstökum þáttum í rekstri ríkisins og búa þarf til lagaumhverfi sem auðveldar almennum starfsmönnum að koma áhyggjum sínum og gögnum á framfæri.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun