Keiluspil Jón Atli Jónasson skrifar 9. október 2012 06:00 Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með því fjaðrafoki sem svarta keilan hans Santiago Sierra hefur valdið stjórnmálamönnum upp á síðkastið. Verkið er 180 sentímetra steindrangi með tæplega hálfs metra svarta, stálkeilu rekna í hann miðjan. Keilan myndar varanlega sprungu í drangann og stendur fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli. Stjórnmálamenn í Reykjavíkurborg hafa dúkkað upp í fjölmiðlum flaggandi því sjónarmiði að listaverkið, sem er minnisvarði um borgaralega óhlýðni, sé á óviðeigandi stað. Það þurfi að finna því hentugri staðsetningu. Þetta viðhorf er áhugavert. Margir stjórnmálamenn voru sannfærðir um það að í búsáhaldabyltingunni hafi hin eiginlega borgaralega óhlýðni, sem listaverk Santiago Sierra er minnisvarði um, mátt finna sér hentugri vettvang. Fjarri Alþingishúsinu, hugsanlega einhvers staðar úti á landi, en þó ekki of langt úti á landi og alls ekki nálægt t.d. Kárahnjúkum. Hugsanlega hefði Eden í Hveragerði verið kjörin staðsetning fyrir svona óhlýðni. Það má hins vegar ekki taka það af stjórnmálamönnunum að þeir hafa sest yfir og túlkað verk Santiago Sierra með ýmsum hætti. Einn þeirra sagðist síst sjá ástæðu til að minnismerki um ofbeldi sæti á þessum helgasta stað þjóðarinnar. Það finnst mér skrítin túlkun því á sjálfu verkinu stendur að það sé minnisvarði um borgaralega óhlýðni. Það sama má lesa og reyndar mun meira um verkið á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur. Þar er ekki minnst einu orði á að listaverk Santiago Sierra sé minnisvarði um ofbeldi. Eða óeirðir sem áttu sér stað á árunum 2008 til 2009 og hröktu löglega kjörna ríkisstjórn frá völdum. Eins og stjórnmálamaðurinn segir líka. En þrátt fyrir þessa túlkun vakna samt spurningar. Að reisa minnisvarða um ofbeldi á helgum stöðum þykir svo sem ekkert tiltökumál annars staðar í heiminum. Það gerir þá bara gildishlaðnari ef eitthvað er. Með verkinu vildi Santiago Sierra reyndar minna á mikilvægi borgaralegra réttinda í lýðræði og þar með talið rétt þegna til að neita því að hlýðnast óréttlátum lögum og kröfum yfirvalda. Mannkynssagan hefur sýnt okkur að stundum hefur það ofbeldi og blóðsúthellingar í för með sér. Annar stjórnmálamaður veltir fyrir sér hentugleika þess að setja verkið niður þar sem það stendur nú og telur að verið sé að hampa listamanni sem hefur leikið sér í krafti sterkrar efnahagslegrar og samfélagslegrar stöðu að mörkum sjálfsvirðingar hjá fólki sem ekki er í stöðu til að afþakka smánarleg tilboð hans um niðurlægingu gegn gjaldi. Reyndar hefur listamaðurinn aldrei sagst hafa gert það að leik sínum. Það er túlkun stjórnmálamannsins. Þó svo þessi stjórnmálamaður, sem er borgarfulltrúi, hafi látið bóka þetta álit sitt á verkinu á borgarstjórnarfundi, og listamanninum sem stendur á bak við það, þá vona ég að það hafi falið í sér einhverja spurningu. Annars erum við stödd á jarðsprengjusvæði þess sem við getum kallað smekk. Og hugmyndina um hvað skal kalla góðan smekk. Því miður er orðræðan um staðsetningu verksins á þeim nótum. Auðvitað er ósmekklegt að borga vændiskonum og öðrum sem minna mega sín fyrir að fá að húðflúra líkama þeirra. Listamaðurinn hefur sagt að í því verki og verkum sínum í svipuðum dúr sé hann að fjalla um það hvernig hinn almenni borgari neyðist í kapítalísku samfélagi til að gera sjálfan sig og líkama sinn að söluvöru. Hvort birtingarmynd þeirra spurninga sem leita á huga Santiago Sierra séu smekklausar er svo allt önnur spurning. Þrátt fyrir að ég eigi erfitt með að kvitta undir túlkun þeirra stjórnmálamanna sem ég minntist á hér að ofan, þá er þetta engu að síður þeirra túlkun. Það er bókað. Ég ber virðingu fyrir sjónarmiði þeirra og þeim hughrifum sem verkið kallar fram hjá þeim. En ég er bara ósammála þeim. En list sem inniheldur erfiðan boðskap og brýnar spurningar getur oft vafist fyrir stjórnvöldum. Gott dæmi um það er fangelsun Pussy Riot í Rússlandi. Grímuklæddar konur að syngja í stærstu dómkirkju Moskvu þótti rússneskum stjórnvöldum í hæsta máta ósmekklegur gjörningur. En náði eyrum heimsbyggðarinnar. Það spurði enginn hvaða lag þær sungu eða hversu vel þær sungu. Eða hvort þær hefðu ekki frekar átt að syngja annars staðar. Sá eini sem spurði að því var Vladimír Pútín. Að finna verki Santiago Sierra hentugri stað eru að mínu viti mistök og ber líka vitni um ákveðið hugleysi. Það er heiðarlegra að segja eins og er. Að það sé ekki sátt um það hvaða merkingu atburðirnir árin 2008-2009 á Austurvelli höfðu í sögu þjóðarinnar. Því við höfum ekki einu sinni gefið atburðunum nafn sem allir geta sæst á. Enn sem komið er talar þjóðin ýmist um búsáhaldabyltingu, mótmæli, óeirðir og skrílslæti. Ef verk Santiago Sierra á Austurvelli er þyrnir í augum stjórnmálamanna í Reykjavík þá er það vegna þess að það vekur upp óþægilegar spurningar. Ef það eru spurningar sem þeir treysta sér ekki til að svara ættu þeir að skila verkinu. Ekki færa það þangað sem það er ekki fyrir. Þá ættu reykvískir stjórnmálamenn kannski frekar að halda sig við meinlausari almenningslist eins og ljósið hennar Yoko Ono í Viðey. Sem er sannarlega tignarlegt kennileiti í borginni en truflar eiginlega engan. Það er ekki fyrir. Það glampar bara á það. Það spyr engra erfiðra spurninga. Annarra en hversu langt það nær að lýsa upp í himininn eða hvenær er kveikt á því? En vægi þeirra spurninga er auðvitað smekksatriði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með því fjaðrafoki sem svarta keilan hans Santiago Sierra hefur valdið stjórnmálamönnum upp á síðkastið. Verkið er 180 sentímetra steindrangi með tæplega hálfs metra svarta, stálkeilu rekna í hann miðjan. Keilan myndar varanlega sprungu í drangann og stendur fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli. Stjórnmálamenn í Reykjavíkurborg hafa dúkkað upp í fjölmiðlum flaggandi því sjónarmiði að listaverkið, sem er minnisvarði um borgaralega óhlýðni, sé á óviðeigandi stað. Það þurfi að finna því hentugri staðsetningu. Þetta viðhorf er áhugavert. Margir stjórnmálamenn voru sannfærðir um það að í búsáhaldabyltingunni hafi hin eiginlega borgaralega óhlýðni, sem listaverk Santiago Sierra er minnisvarði um, mátt finna sér hentugri vettvang. Fjarri Alþingishúsinu, hugsanlega einhvers staðar úti á landi, en þó ekki of langt úti á landi og alls ekki nálægt t.d. Kárahnjúkum. Hugsanlega hefði Eden í Hveragerði verið kjörin staðsetning fyrir svona óhlýðni. Það má hins vegar ekki taka það af stjórnmálamönnunum að þeir hafa sest yfir og túlkað verk Santiago Sierra með ýmsum hætti. Einn þeirra sagðist síst sjá ástæðu til að minnismerki um ofbeldi sæti á þessum helgasta stað þjóðarinnar. Það finnst mér skrítin túlkun því á sjálfu verkinu stendur að það sé minnisvarði um borgaralega óhlýðni. Það sama má lesa og reyndar mun meira um verkið á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur. Þar er ekki minnst einu orði á að listaverk Santiago Sierra sé minnisvarði um ofbeldi. Eða óeirðir sem áttu sér stað á árunum 2008 til 2009 og hröktu löglega kjörna ríkisstjórn frá völdum. Eins og stjórnmálamaðurinn segir líka. En þrátt fyrir þessa túlkun vakna samt spurningar. Að reisa minnisvarða um ofbeldi á helgum stöðum þykir svo sem ekkert tiltökumál annars staðar í heiminum. Það gerir þá bara gildishlaðnari ef eitthvað er. Með verkinu vildi Santiago Sierra reyndar minna á mikilvægi borgaralegra réttinda í lýðræði og þar með talið rétt þegna til að neita því að hlýðnast óréttlátum lögum og kröfum yfirvalda. Mannkynssagan hefur sýnt okkur að stundum hefur það ofbeldi og blóðsúthellingar í för með sér. Annar stjórnmálamaður veltir fyrir sér hentugleika þess að setja verkið niður þar sem það stendur nú og telur að verið sé að hampa listamanni sem hefur leikið sér í krafti sterkrar efnahagslegrar og samfélagslegrar stöðu að mörkum sjálfsvirðingar hjá fólki sem ekki er í stöðu til að afþakka smánarleg tilboð hans um niðurlægingu gegn gjaldi. Reyndar hefur listamaðurinn aldrei sagst hafa gert það að leik sínum. Það er túlkun stjórnmálamannsins. Þó svo þessi stjórnmálamaður, sem er borgarfulltrúi, hafi látið bóka þetta álit sitt á verkinu á borgarstjórnarfundi, og listamanninum sem stendur á bak við það, þá vona ég að það hafi falið í sér einhverja spurningu. Annars erum við stödd á jarðsprengjusvæði þess sem við getum kallað smekk. Og hugmyndina um hvað skal kalla góðan smekk. Því miður er orðræðan um staðsetningu verksins á þeim nótum. Auðvitað er ósmekklegt að borga vændiskonum og öðrum sem minna mega sín fyrir að fá að húðflúra líkama þeirra. Listamaðurinn hefur sagt að í því verki og verkum sínum í svipuðum dúr sé hann að fjalla um það hvernig hinn almenni borgari neyðist í kapítalísku samfélagi til að gera sjálfan sig og líkama sinn að söluvöru. Hvort birtingarmynd þeirra spurninga sem leita á huga Santiago Sierra séu smekklausar er svo allt önnur spurning. Þrátt fyrir að ég eigi erfitt með að kvitta undir túlkun þeirra stjórnmálamanna sem ég minntist á hér að ofan, þá er þetta engu að síður þeirra túlkun. Það er bókað. Ég ber virðingu fyrir sjónarmiði þeirra og þeim hughrifum sem verkið kallar fram hjá þeim. En ég er bara ósammála þeim. En list sem inniheldur erfiðan boðskap og brýnar spurningar getur oft vafist fyrir stjórnvöldum. Gott dæmi um það er fangelsun Pussy Riot í Rússlandi. Grímuklæddar konur að syngja í stærstu dómkirkju Moskvu þótti rússneskum stjórnvöldum í hæsta máta ósmekklegur gjörningur. En náði eyrum heimsbyggðarinnar. Það spurði enginn hvaða lag þær sungu eða hversu vel þær sungu. Eða hvort þær hefðu ekki frekar átt að syngja annars staðar. Sá eini sem spurði að því var Vladimír Pútín. Að finna verki Santiago Sierra hentugri stað eru að mínu viti mistök og ber líka vitni um ákveðið hugleysi. Það er heiðarlegra að segja eins og er. Að það sé ekki sátt um það hvaða merkingu atburðirnir árin 2008-2009 á Austurvelli höfðu í sögu þjóðarinnar. Því við höfum ekki einu sinni gefið atburðunum nafn sem allir geta sæst á. Enn sem komið er talar þjóðin ýmist um búsáhaldabyltingu, mótmæli, óeirðir og skrílslæti. Ef verk Santiago Sierra á Austurvelli er þyrnir í augum stjórnmálamanna í Reykjavík þá er það vegna þess að það vekur upp óþægilegar spurningar. Ef það eru spurningar sem þeir treysta sér ekki til að svara ættu þeir að skila verkinu. Ekki færa það þangað sem það er ekki fyrir. Þá ættu reykvískir stjórnmálamenn kannski frekar að halda sig við meinlausari almenningslist eins og ljósið hennar Yoko Ono í Viðey. Sem er sannarlega tignarlegt kennileiti í borginni en truflar eiginlega engan. Það er ekki fyrir. Það glampar bara á það. Það spyr engra erfiðra spurninga. Annarra en hversu langt það nær að lýsa upp í himininn eða hvenær er kveikt á því? En vægi þeirra spurninga er auðvitað smekksatriði.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun