Siðfræði og stjórnmál Jón Þórisson skrifar 6. október 2012 06:00 Ef leita á fyrirmynda í siðfræði stjórnmála í dag þá lenda menn í vandræðum. Nánast enga leiðsögn er að finna í grundvallaratriðum sem komið hefur frá leiðtogum stjórnmálanna síðustu rúma eina öld eða meira. Nóbelsverðlaunahafinn í eðlisfræði Joseph Rotblat sagði um siðfræði og stjórnmál: „Það eru raunarleg eftirmæli stjórnmálamanna á Vesturlöndum að „siðfræði” og „stjórnmál” skuli vera álitin andstæð hugtök. Eins og kalk og ostur, eru siðfræði og stjórnmál ekki talin fara saman. Stjórnmál eru álitin lítt trausvert starf.“ Þetta er ekki ný skoðun, Jonathan Swift, rithöfundur sagði: „Stjórnmál eru almennt álitin ekkert annað en spilling.” Almenn óánægja er um allan heim með forystu stjórnmálamanna, um það vitna fjöldamótmæli og pólitísk vakning víða um heim nú um þessar mundir. Flest önnur svið mannlegra starfa njóta meiri virðingar en stjórnmál. Hvað er það sem gerir þetta að verkum? Alveg frá dögum hinna grísku hugsuða og arkitekta vestrænnrar menningar hafa siðfræði og stjórnmál verið viðfangsefni heimsspekinga. Frá Aristóteles til Páls Skúlasonar er „Siðfræði og stjórnmál” umfangsefnið. Öll sú umræða hefur snúist um veikleika og styrkleika mannsins, og það er nokkuð víst að íslenskir stjórnmálamenn hafa lesið þá báða. Ef litið er yfir söguna er ljóst að valdamenn hafa löngum beitt valdi sínu sér til hagsbóta. „Valdið spillir”, segir einhverstaðar. „Óheft vald hefur tilhneigingu til að spilla huga þeirra sem ráða því” er haft eftir William Pitt, forsætisráðherra Bretlands, árið 1770. Hér á Íslandi snýst umræðan um hrunið í grunninn um siðfræði stjórnmálanna, eða öllu heldur um spillingu stjórnmálamanna sem birtist í hagsmunatengslum stjórnmála og fjármála. Yfirklór stjórnmálamanna eftir hrunið er að setja lög og reglur um fjármál stjórnmálaflokka og nýjar siðareglur fyrir stjórnarráðið til að friða reiðan almenning. Ráð Lao-Tse um hófsama stjórnsýslu sem rituð voru fyrir 7.000 árum eru enn í gildi. Í ljósi reynslunnar er kominn tími til þess að þróa nýjar aðferðir í stjórnmálum. Hefðbundið þingræði þar sem kosið er á fjögurra ára fresti hefur sýnt annmarka sína og galla. Stjórnmálamenn virðast margir hafa gleymt því að þeir eru fulltrúar almennings og almannahagsmuna, en ekki sérhagsmuna. Svarið við þeirri kreppu sem nú er í stjórnmálum um allan heim er ný hugsun um stjórn samfélagsins. Opið stjórnkerfi, valddreifing og raunverulegt lýðræði í ákvarðanatöku um sameiginlega hagsmuni. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir spillingu og sérhagsmunagæslu í þágu afmarkaðra valdahópa er raunveruleg dreifing valdsins, bæði í stjórnsýslu og viðskiptum. SAMSTAÐA, flokkkur lýðræðis og velferðar ætlar að berjast fyrir lýðræðisvæðingu, valddreifingu og opinni stjórnsýslu. Einungis með beinni þátttöku almennings í ákvörðunum um sameiginlega hagsmuni okkar er hægt að tryggja siðvætt samfélag, jöfnuð og réttlæti fyrir alla. Hagsmunir almennings eru grundvöllur hagsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Ef leita á fyrirmynda í siðfræði stjórnmála í dag þá lenda menn í vandræðum. Nánast enga leiðsögn er að finna í grundvallaratriðum sem komið hefur frá leiðtogum stjórnmálanna síðustu rúma eina öld eða meira. Nóbelsverðlaunahafinn í eðlisfræði Joseph Rotblat sagði um siðfræði og stjórnmál: „Það eru raunarleg eftirmæli stjórnmálamanna á Vesturlöndum að „siðfræði” og „stjórnmál” skuli vera álitin andstæð hugtök. Eins og kalk og ostur, eru siðfræði og stjórnmál ekki talin fara saman. Stjórnmál eru álitin lítt trausvert starf.“ Þetta er ekki ný skoðun, Jonathan Swift, rithöfundur sagði: „Stjórnmál eru almennt álitin ekkert annað en spilling.” Almenn óánægja er um allan heim með forystu stjórnmálamanna, um það vitna fjöldamótmæli og pólitísk vakning víða um heim nú um þessar mundir. Flest önnur svið mannlegra starfa njóta meiri virðingar en stjórnmál. Hvað er það sem gerir þetta að verkum? Alveg frá dögum hinna grísku hugsuða og arkitekta vestrænnrar menningar hafa siðfræði og stjórnmál verið viðfangsefni heimsspekinga. Frá Aristóteles til Páls Skúlasonar er „Siðfræði og stjórnmál” umfangsefnið. Öll sú umræða hefur snúist um veikleika og styrkleika mannsins, og það er nokkuð víst að íslenskir stjórnmálamenn hafa lesið þá báða. Ef litið er yfir söguna er ljóst að valdamenn hafa löngum beitt valdi sínu sér til hagsbóta. „Valdið spillir”, segir einhverstaðar. „Óheft vald hefur tilhneigingu til að spilla huga þeirra sem ráða því” er haft eftir William Pitt, forsætisráðherra Bretlands, árið 1770. Hér á Íslandi snýst umræðan um hrunið í grunninn um siðfræði stjórnmálanna, eða öllu heldur um spillingu stjórnmálamanna sem birtist í hagsmunatengslum stjórnmála og fjármála. Yfirklór stjórnmálamanna eftir hrunið er að setja lög og reglur um fjármál stjórnmálaflokka og nýjar siðareglur fyrir stjórnarráðið til að friða reiðan almenning. Ráð Lao-Tse um hófsama stjórnsýslu sem rituð voru fyrir 7.000 árum eru enn í gildi. Í ljósi reynslunnar er kominn tími til þess að þróa nýjar aðferðir í stjórnmálum. Hefðbundið þingræði þar sem kosið er á fjögurra ára fresti hefur sýnt annmarka sína og galla. Stjórnmálamenn virðast margir hafa gleymt því að þeir eru fulltrúar almennings og almannahagsmuna, en ekki sérhagsmuna. Svarið við þeirri kreppu sem nú er í stjórnmálum um allan heim er ný hugsun um stjórn samfélagsins. Opið stjórnkerfi, valddreifing og raunverulegt lýðræði í ákvarðanatöku um sameiginlega hagsmuni. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir spillingu og sérhagsmunagæslu í þágu afmarkaðra valdahópa er raunveruleg dreifing valdsins, bæði í stjórnsýslu og viðskiptum. SAMSTAÐA, flokkkur lýðræðis og velferðar ætlar að berjast fyrir lýðræðisvæðingu, valddreifingu og opinni stjórnsýslu. Einungis með beinni þátttöku almennings í ákvörðunum um sameiginlega hagsmuni okkar er hægt að tryggja siðvætt samfélag, jöfnuð og réttlæti fyrir alla. Hagsmunir almennings eru grundvöllur hagsældar.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun