Verndar ESB Vestmannaeyjar? Elliði Vignisson skrifar 5. október 2012 00:30 Össur Skarphéðinsson er mikill maður í mörgum skilningi þeirra orða. Væri hann söguhetja í skáldsögu væri honum sennilega lýst sem hnyttnum og kankvísum karli sem öllum vill vel. Ekki er ólíklegt að í persónulýsingu væri tekið fram að sjaldnast léti hann sannleikann skemma góða sögu. Sem slíkur er Össur í miklu uppáhaldi hjá okkur Eyjamönnum og fáa fáum við skemmtilegri í heimsókn. Í hvívetna hefur hann sýnt okkur skilning og vikið að okkur hlýjum orðum og góðum gjörðum. Gamansemi þessa vinar okkar náði nýjum hæðum nú fyrir skömmu þegar hann lýsti því í viðtali við fjölmiðla að Evrópusambandið ætlaði að vernda okkur Eyjamenn gegn hinum vondu útgerðarmönnum sem hér störfuðu. Af orðum hins hnyttna ráðherra að dæma þurftum við víst sérstaka vernd fyrir því að „kvótagróði gæti farið í fótboltafélög og dagblöð uppi á landi“. Það sem vakti bros okkar var sú hnyttni ráðherrans að ætla sér að koma í veg fyrir kvótagróða með því að fara einfaldlega með okkur inn í Evrópusambandið, sem rekur sjávarútveg sem er óarðbær og því engin von um „kvótagróða“, hvorki í eitt né annað. Hitt er svo annað að það er gott að vita af hlýjum hug Össurar og slíkt skal ekki vanþakkað. Hann veit sem er að þótt höggið sem fylgir bæði sölu á bátum og kvóta úr sveitarfélögum sé mikið er það fyrst og fremst ríkisstjórnin sem hefur kostað okkur Eyjamenn arð, kvóta og störf sem slíku fylgir. Okkar góði vinur Össur veit að á yfirstandandi fiskveiðiári tekur ríkið af okkur Eyjamönnum aukalega 1.240 þorskígildistonn með reglugerðarbreytingu. Þetta verður til þess að samtals fara frá Vestmanneyjum rúm 4.000 þorskígildistonn í potta á þessu fiskveiðiári. Til samanburðar kemur hið mikla högg sem við verðum fyrir ef Síldarvinnslan/Samherji kaupir Berg-Huginn til með að kosta okkur um 5.000 þorskígildistonn. Þá á ég óupptalið veiðigjaldið sem ríkisstjórnin hefur nú hvolft yfir okkur og skall á 1. október. Það nemur um 2.700 milljónum, bara fyrir Vestmannaeyjar. Fyrir þessi verðmæti væri hægt að kaupa eina útgerð eins og Berg-Huginn á ári til Vestmannaeyja. Í Össuri eigum við góðan bandamann. Rétt eins og hann vill vernda okkur fyrir kvótagróða með því að innleiða óarðbæra sjávarútvegsstefnu ESB mun hann vafalaust finna vörn gegn ríkisstjórn Íslands í hlýjum faðmi Brussel. Innan skamms kemur Össur því vonandi heim til Íslands með þær góðu fréttir að vinir hans í ESB muni vernda Eyjamenn fyrir því sem veldur þeim mestum skaða, sem sagt ríkisstjórn Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson er mikill maður í mörgum skilningi þeirra orða. Væri hann söguhetja í skáldsögu væri honum sennilega lýst sem hnyttnum og kankvísum karli sem öllum vill vel. Ekki er ólíklegt að í persónulýsingu væri tekið fram að sjaldnast léti hann sannleikann skemma góða sögu. Sem slíkur er Össur í miklu uppáhaldi hjá okkur Eyjamönnum og fáa fáum við skemmtilegri í heimsókn. Í hvívetna hefur hann sýnt okkur skilning og vikið að okkur hlýjum orðum og góðum gjörðum. Gamansemi þessa vinar okkar náði nýjum hæðum nú fyrir skömmu þegar hann lýsti því í viðtali við fjölmiðla að Evrópusambandið ætlaði að vernda okkur Eyjamenn gegn hinum vondu útgerðarmönnum sem hér störfuðu. Af orðum hins hnyttna ráðherra að dæma þurftum við víst sérstaka vernd fyrir því að „kvótagróði gæti farið í fótboltafélög og dagblöð uppi á landi“. Það sem vakti bros okkar var sú hnyttni ráðherrans að ætla sér að koma í veg fyrir kvótagróða með því að fara einfaldlega með okkur inn í Evrópusambandið, sem rekur sjávarútveg sem er óarðbær og því engin von um „kvótagróða“, hvorki í eitt né annað. Hitt er svo annað að það er gott að vita af hlýjum hug Össurar og slíkt skal ekki vanþakkað. Hann veit sem er að þótt höggið sem fylgir bæði sölu á bátum og kvóta úr sveitarfélögum sé mikið er það fyrst og fremst ríkisstjórnin sem hefur kostað okkur Eyjamenn arð, kvóta og störf sem slíku fylgir. Okkar góði vinur Össur veit að á yfirstandandi fiskveiðiári tekur ríkið af okkur Eyjamönnum aukalega 1.240 þorskígildistonn með reglugerðarbreytingu. Þetta verður til þess að samtals fara frá Vestmanneyjum rúm 4.000 þorskígildistonn í potta á þessu fiskveiðiári. Til samanburðar kemur hið mikla högg sem við verðum fyrir ef Síldarvinnslan/Samherji kaupir Berg-Huginn til með að kosta okkur um 5.000 þorskígildistonn. Þá á ég óupptalið veiðigjaldið sem ríkisstjórnin hefur nú hvolft yfir okkur og skall á 1. október. Það nemur um 2.700 milljónum, bara fyrir Vestmannaeyjar. Fyrir þessi verðmæti væri hægt að kaupa eina útgerð eins og Berg-Huginn á ári til Vestmannaeyja. Í Össuri eigum við góðan bandamann. Rétt eins og hann vill vernda okkur fyrir kvótagróða með því að innleiða óarðbæra sjávarútvegsstefnu ESB mun hann vafalaust finna vörn gegn ríkisstjórn Íslands í hlýjum faðmi Brussel. Innan skamms kemur Össur því vonandi heim til Íslands með þær góðu fréttir að vinir hans í ESB muni vernda Eyjamenn fyrir því sem veldur þeim mestum skaða, sem sagt ríkisstjórn Íslands.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun