Ábyrg stjórnmál Kristinn H. Gunnarsson skrifar 10. október 2012 00:00 Margt hefur áunnist frá efnahagshruninu á haustdögum 2008 og ýmislegt hefur verið vel gert. Engu að síður er mikil þrekraun fram undan. Greiða þarf niður skuldir á næstu árum og varðveita þannig efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það verður ekkert áhlaupaverk, en samt vel gerlegt ef ástunduð eru ábyrg stjórnmál næsta áratuginn. Helsta hættan er sú að flokkarnir falli í hefðbundið far og lofi stórfelldum nýjum útgjöldum úr ríkissjóði. Því miður eru fyrstu kosningatilboðin komin fram bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu. Staðreyndin er sú að þetta eru innistæðulaus fyrirheit og auka aðeins á vandann. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður halli á rekstri ríkissjóðs sem nemur 60 milljörðum króna á næsta ári. Í vaxtagjöld fara 15% af tekjum ríkisins eða um 88 milljarðar króna. Á komandi kjörtímabili 2013-17 er gert ráð fyrir að vaxtagjöldin verði samtals um 370 milljarðar króna. Til samanburðar eru barnabætur næsta árs áætlaðar 10,7 milljarðar króna. Vaxtagjöldin verða aðeins til þess að skerða þjónustu hins opinbera, nú eða síðar. Fyrir peninga sem fara til þess að greiða gamlar skuldir fæst engin velferð. Eina skynsama leiðin er að lækka skuldir og lækka vaxtakostnaðinn. Þegar það hefur verið gert er hægt að auka við í velferðarkerfinu. Fjármálaráðherra hefur sett fram það markmið að greiða niður skuldir á viðunandi stig á tíu árum. Til þess að svo megi verða þarf að lækka þær um 75 milljarða króna á hverju ári. Að auki eru uppsafnaðar lífeyrisskuldbindingar sem virðist óhjákvæmilegt að falli á ríkið, alls um 430 milljarðar króna. Augljóst er að auka þarf tekjur ríkisins og lækka útgjöld til þess að ná fram nauðsynlegum afgangi. Annars er voðinn vís ef áfram verður lifað um efni fram. Það er hægt að auka veiðar á þorski umtalsvert á næstu árum og nýta aðrar náttúruauðlindir meira. En það þarf að endurskipuleggja rekstur hins opinbera og finna leiðir til þess að veita svipaða þjónustu og velferð með minni kostnaði. Ábyrg stjórnmál eru stóra pólitíska verkefnið sem blasir við í aðdraganda næstu alþingiskosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Margt hefur áunnist frá efnahagshruninu á haustdögum 2008 og ýmislegt hefur verið vel gert. Engu að síður er mikil þrekraun fram undan. Greiða þarf niður skuldir á næstu árum og varðveita þannig efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það verður ekkert áhlaupaverk, en samt vel gerlegt ef ástunduð eru ábyrg stjórnmál næsta áratuginn. Helsta hættan er sú að flokkarnir falli í hefðbundið far og lofi stórfelldum nýjum útgjöldum úr ríkissjóði. Því miður eru fyrstu kosningatilboðin komin fram bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu. Staðreyndin er sú að þetta eru innistæðulaus fyrirheit og auka aðeins á vandann. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður halli á rekstri ríkissjóðs sem nemur 60 milljörðum króna á næsta ári. Í vaxtagjöld fara 15% af tekjum ríkisins eða um 88 milljarðar króna. Á komandi kjörtímabili 2013-17 er gert ráð fyrir að vaxtagjöldin verði samtals um 370 milljarðar króna. Til samanburðar eru barnabætur næsta árs áætlaðar 10,7 milljarðar króna. Vaxtagjöldin verða aðeins til þess að skerða þjónustu hins opinbera, nú eða síðar. Fyrir peninga sem fara til þess að greiða gamlar skuldir fæst engin velferð. Eina skynsama leiðin er að lækka skuldir og lækka vaxtakostnaðinn. Þegar það hefur verið gert er hægt að auka við í velferðarkerfinu. Fjármálaráðherra hefur sett fram það markmið að greiða niður skuldir á viðunandi stig á tíu árum. Til þess að svo megi verða þarf að lækka þær um 75 milljarða króna á hverju ári. Að auki eru uppsafnaðar lífeyrisskuldbindingar sem virðist óhjákvæmilegt að falli á ríkið, alls um 430 milljarðar króna. Augljóst er að auka þarf tekjur ríkisins og lækka útgjöld til þess að ná fram nauðsynlegum afgangi. Annars er voðinn vís ef áfram verður lifað um efni fram. Það er hægt að auka veiðar á þorski umtalsvert á næstu árum og nýta aðrar náttúruauðlindir meira. En það þarf að endurskipuleggja rekstur hins opinbera og finna leiðir til þess að veita svipaða þjónustu og velferð með minni kostnaði. Ábyrg stjórnmál eru stóra pólitíska verkefnið sem blasir við í aðdraganda næstu alþingiskosninga.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar