Um Gálgahraun og sýn Kjarvals Halldór Ásgeirsson skrifar 9. október 2012 06:00 Áður fyrr þótti Íslendingum fjöllin ljót en það var ekki fyrr en á 19. öld með þýsku rómantíkinni að sýn skáldanna fór að breytast og gerði okkur fjöllin kær. Þessi viðhorfsbreyting kenndi m.a. Jónasi Hallgrímssyni bæði að rannsaka þau sem fræðimaður og yrkja um þau ljóð, sem leiddi okkur í nýtt landnám náttúrufegurðar. Það sama má segja um meistara Kjarval, sem breytti ásýnd okkar á landinu og þar með talið hrauninu sem hann í bókstaflegri merkingu leysti upp í ótal óséðar myndir og birti okkur töfraheima. Í meira en aldarfjórðung þrammaði Kjarval í mismunandi veðrum á öllum tímum ársins út á eitt afvikið svæði í Gálgahrauni og málaði þar þegar upp var staðið á milli 50 til 70 málverk sem eru ólík hvert frá öðru að gerð og eru í dag sum hver talin með helstu meistaraverkum hans á ferlinum. Það má spyrja hvað hafi dregið Kjarval að sama staðnum úti í hrauninu í svona langan tíma? Ég hygg að hann hafi séð í gegnum hraunið, sýnir, einhvern innri söpunarkraft sem við venjulega sjáum ekki en gat miðlað honum til okkar í málverkum sínum. Í byrjun júní síðastliðins var opnuð sýning á Kjarvalsstöðum undir stjórn Ólafs Gíslasonar sem bar heitið „Gálgaklettur og órar sjónskynsins“. Á sýningunni var teflt saman málverkum Kjarvals úr Gálgahrauni og verkum fjögurra kynslóða íslenskra myndlistarmanna í eins konar samtali við myndir Kjarvals. Ég var einn af sýnendunum, sem varð til þess að ég fór í ótal vettvangskannanir á staðinn þar sem Kjarval málaði flestar af myndum sínum, en þar má enn í dag sjá ummerki um veru hans. Í nágrenni við Kjarvalsklett hefur nýlega verið skipulögð byggð og er þar mest áberandi eitt risa einbýlishús sem gín yfir öllu eins og ofvaxinn þurs og sækir hart að helgum stað. En ekki er nóg með það heldur á nú að kóróna sköpunarverkið eða réttara sagt eyðilegginguna með lagningu hraðbrautar í gegnum hraunið. Hverjir eru þeir sem þurfa að komast hraðar heim til sín? Og ég spyr áfram, hvað eru bæjaryfirvöld í Garðabæ yfir höfuð að gera úti í Gálgahrauni? Í aðsigi er atlaga að helgum reit, óafturkræf umhverfisspjöll og stórfellt skipulagsslys er varðar óspillt náttúrusvæði er hefur auk þess að geyma ótal sögulegar minjar allt frá landnámi. Við skulum ekki gleyma því að höfuðborgarsvæðið ásamt strandlengjunni er smám saman að verða að einum fegursta garði landsins með dafnandi gróðri og sífellt betra aðgengi að útivistarsvæðum sem borgarbúar kunna í æ ríkari mæli að njóta. Það eru mikil lífsgæði. Gálgahraun tel ég vera einstaka náttúruperlu sem minnir mig stundum á Ódáðahraun í smækkaðri mynd. Það eru forréttindi á heimsvísu að eiga aðgang að slíku svæði inni í miðri borg. Víðast hvar þar sem ég hef búið og starfað í Evrópu og Japan er allt þéttbýli meira og minna manngert og í því sambandi vil ég benda á verðmætin sem felast í ósnortinni náttúru í byggð. Skammsýni og hugsunarleysi yfirvalda í þessu sambandi finnst mér vera óskiljanleg og í raun ófyrirgefanleg því að með fyrirhuguðum framkvæmdum eru þau að rýra til framtíðar eignir íbúa svæðisins og um leið að skerða lífsgæði okkar hinna. Það virðist enginn spyrja um Kjarval þegar hraðbrautin verður lögð í gegnum hjarta hans. Yfirvöld geta minnst hans í ræðum, mært listina hans um leið og þau ryðjast yfir sköpunarverkið og fyrirmynd málverksins; ósnortið hraunið sem jarðeldurinn skóp í árdaga. Bætum veginn sem fyrir liggur í staðinn og leyfum náttúrunni að njóta vafans en ekki manninum sem er að flýta sér eitthvert út í bláinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Sjá meira
Áður fyrr þótti Íslendingum fjöllin ljót en það var ekki fyrr en á 19. öld með þýsku rómantíkinni að sýn skáldanna fór að breytast og gerði okkur fjöllin kær. Þessi viðhorfsbreyting kenndi m.a. Jónasi Hallgrímssyni bæði að rannsaka þau sem fræðimaður og yrkja um þau ljóð, sem leiddi okkur í nýtt landnám náttúrufegurðar. Það sama má segja um meistara Kjarval, sem breytti ásýnd okkar á landinu og þar með talið hrauninu sem hann í bókstaflegri merkingu leysti upp í ótal óséðar myndir og birti okkur töfraheima. Í meira en aldarfjórðung þrammaði Kjarval í mismunandi veðrum á öllum tímum ársins út á eitt afvikið svæði í Gálgahrauni og málaði þar þegar upp var staðið á milli 50 til 70 málverk sem eru ólík hvert frá öðru að gerð og eru í dag sum hver talin með helstu meistaraverkum hans á ferlinum. Það má spyrja hvað hafi dregið Kjarval að sama staðnum úti í hrauninu í svona langan tíma? Ég hygg að hann hafi séð í gegnum hraunið, sýnir, einhvern innri söpunarkraft sem við venjulega sjáum ekki en gat miðlað honum til okkar í málverkum sínum. Í byrjun júní síðastliðins var opnuð sýning á Kjarvalsstöðum undir stjórn Ólafs Gíslasonar sem bar heitið „Gálgaklettur og órar sjónskynsins“. Á sýningunni var teflt saman málverkum Kjarvals úr Gálgahrauni og verkum fjögurra kynslóða íslenskra myndlistarmanna í eins konar samtali við myndir Kjarvals. Ég var einn af sýnendunum, sem varð til þess að ég fór í ótal vettvangskannanir á staðinn þar sem Kjarval málaði flestar af myndum sínum, en þar má enn í dag sjá ummerki um veru hans. Í nágrenni við Kjarvalsklett hefur nýlega verið skipulögð byggð og er þar mest áberandi eitt risa einbýlishús sem gín yfir öllu eins og ofvaxinn þurs og sækir hart að helgum stað. En ekki er nóg með það heldur á nú að kóróna sköpunarverkið eða réttara sagt eyðilegginguna með lagningu hraðbrautar í gegnum hraunið. Hverjir eru þeir sem þurfa að komast hraðar heim til sín? Og ég spyr áfram, hvað eru bæjaryfirvöld í Garðabæ yfir höfuð að gera úti í Gálgahrauni? Í aðsigi er atlaga að helgum reit, óafturkræf umhverfisspjöll og stórfellt skipulagsslys er varðar óspillt náttúrusvæði er hefur auk þess að geyma ótal sögulegar minjar allt frá landnámi. Við skulum ekki gleyma því að höfuðborgarsvæðið ásamt strandlengjunni er smám saman að verða að einum fegursta garði landsins með dafnandi gróðri og sífellt betra aðgengi að útivistarsvæðum sem borgarbúar kunna í æ ríkari mæli að njóta. Það eru mikil lífsgæði. Gálgahraun tel ég vera einstaka náttúruperlu sem minnir mig stundum á Ódáðahraun í smækkaðri mynd. Það eru forréttindi á heimsvísu að eiga aðgang að slíku svæði inni í miðri borg. Víðast hvar þar sem ég hef búið og starfað í Evrópu og Japan er allt þéttbýli meira og minna manngert og í því sambandi vil ég benda á verðmætin sem felast í ósnortinni náttúru í byggð. Skammsýni og hugsunarleysi yfirvalda í þessu sambandi finnst mér vera óskiljanleg og í raun ófyrirgefanleg því að með fyrirhuguðum framkvæmdum eru þau að rýra til framtíðar eignir íbúa svæðisins og um leið að skerða lífsgæði okkar hinna. Það virðist enginn spyrja um Kjarval þegar hraðbrautin verður lögð í gegnum hjarta hans. Yfirvöld geta minnst hans í ræðum, mært listina hans um leið og þau ryðjast yfir sköpunarverkið og fyrirmynd málverksins; ósnortið hraunið sem jarðeldurinn skóp í árdaga. Bætum veginn sem fyrir liggur í staðinn og leyfum náttúrunni að njóta vafans en ekki manninum sem er að flýta sér eitthvert út í bláinn.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun