Fleiri fréttir

Þagnarmúrinn rofinn

Ólína Þorvarðardóttir skrifar

Í nýliðinni viku samþykkti samþykkti Alþingi mikilvæga lagabreytingu sem tekur af vafa um skyldu stjórnvalda til þess að upplýsa almenning þegar lífi og heilsu fólks stafar hætta af losun mengandi efna.

Enn um skattpíningu barna

Matthías Bjarnason skrifar

Ég ritaði grein um skattpíningu barna sem beið birtingar í Fréttablaðinu í á þriðju viku en birtist loks hinn 29. febrúar síðastliðinn. Strax daginn eftir birtist grein frú Jóhönnu Sigurðardóttur sem á að vera svar við minni grein.

Svar til Sjálfsbjargar

Björk Vilhelmsdóttir skrifar

Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra, er með réttmætar kröfur í Fréttablaðinu í gær um að allir öryrkjar fái sérstakar húsaleigubætur ef þeir eiga til þess rétt skv. tekju- og eignamörkum, óháð því hjá hverjum þeir leigja. Reykjavíkurborg kom fyrst sveitarfélaga með sérstakar húsaleigubætur árið 2004, sem fleiri hafa tekið upp með mismunandi hætti. Markmiðið er að lækka greiðslubyrði fólks með mikinn félagslegan vanda sem leigir á almennum markaði til að það hafi val um búsetu og aðgerðin átti að ýta undir almennan leigumarkað.

Íslendingar eiga ekki að skeina Ameríkana

Ingimar Sveinsson skrifar

Fyrir nokkru síðan var sagt frá því í fréttum að amerísk sorpeyðingarfyrirtæki hefðu áhuga á að kaupa og starfrækja Kölku, sorpbrennslu Suðurnesja, og flytja hingað til förgunar iðnaðar- og sjúkrahússorp frá Kanada og Bandaríkjunum.

Velferðarþjónusta öryggis, virðingar og mannréttinda

Sóley Tómasdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson skrifar

Grein formanns og varaformanns velferðarráðs í Fréttablaðinu í gær um mikilvægi fjölbreytileikans í þjónustu við fullorðið sjálfráða fólk sem hefði val um hvar það fær þjónustu var ágæt og hefði átt vel við í umræðu um tryggingafyrirtæki eða annan samkeppnisrekstur þar sem viðskiptavinir hafa raunverulegt val. En velferðarþjónustu hins opinbera er lítill sómi sýndur með skrifum sem þessum.

Eiga Suðurnes að bera ímynd 19. aldar iðnvæðingar?

Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Stálgrindarmöstur eins og þau sem Landsnet hyggst reisa á Reykjanesskaganum eru táknmynd liðinna tíma. Þau byggja í grunninn á sömu verkfræði og notuð var við hönnun og byggingu Eiffel turnsins. Byggingu Eiffel turnsins lauk árið 1889 og hefur ýmislegt breyst í heiminum síðan þá – líka í verkfræði. Fyrir mörgum áratugum var litið á stálgrindarmöstur og háspennulínur með stolti, þau tilheyrðu kennileitum þróaðra ríkja – táknmynd iðnvæðingarinnar og vitnisburður um nútímaverkfræði síns tíma. Það eru í dag aftur á móti sterk tengsl milli þeirrar neikvæðu ímyndar sem stálgrindarmöstur hafa og þeirrar tegundar verkfræði sem býr að baki.

Góðar undirtektir

Björn Karlsson skrifar

Mannvirkjastofnun og umhverfisráðuneytið hafa að undanförnu staðið að umfangsmikilli kynningu á nýrri byggingarreglugerð. Þótt komið hafi fram athugasemdir við einstök atriði reglugerðarinnar er óhætt að segja að almennt hafi hún fengið góðar og jákvæðar undirtektir, enda var leitast við að vanda til smíði hennar í hvívetna. Samráð var haft við fjölda fólks með sérþekkingu á ýmsum sviðum og ólíka hagsmuni.

Lýðræði okkar er berskjaldað

Frosti Sigurjónsson skrifar

Kjósendur fá sífellt fleiri tækifæri til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum, sem er gott. En um leið er orðið mjög brýnt að setja lög gegn því að valdi og fjármagni verði beitt til að skekkja grundvöll lýðræðisins.

Andrés leynir á sér!

Jón Axel Ólafsson skrifar

Mjög þörf umræða hefur verið um mikilvægi þess að börn og unglingar lesi sér til gagns og gamans. Samkeppnin um tíma barna verður sífellt meiri og fjölbreyttari. Tölvuleikir og netið virðast heilla meira en lestur bóka.

Hvers vegna er mikilvægt að gera sitt besta?

Bryndís Jónsdóttir og Oddný Sturludóttir skrifar

Í marsmánuði taka 10. bekkingar á landinu öllu þátt í PISA rannsókninni. PISA mælir kunnáttu 15 ára nemenda um allan heim í stærðfræði, lesskilningi og náttúrufræði. PISA er ekki próf sem nemendur undirbúa sérstaklega heldur mæling á hæfni og þekkingu ungmenna við lok skyldunáms. Það reynir á ályktunarhæfni, lesskilning og beitingu mismunandi aðferða. Niðurstöðurnar gefa okkur vísbendingar um hvar við stöndum vel og hvar síður og því betur sem nemendur leggja sig fram, því betri mynd af kunnáttu nemenda búum við yfir.

Biskupsval er bænarefni

Þórir Jökull Þorsteinsson skrifar

Þegar um þjóðkirkjuna er rætt er ef til vill ekki ávallt haft í huga að hún er samband kristinna safnaða sem starfa á evangelísk-lútherskum grunni um landið vítt og breitt. Sú hugmynd að hún sé stofnun með aðsetur í Reykjavík nær alls ekki utan um veruleika hennar. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar málefni kirkjunnar eru annars vegar. Í aðdraganda vals á nýjum biskupi hefur staða og starf þjóðkirkjunnar verið í brennidepli og málefni er hana varða virðast hugleiknari fólki en margan hefði grunað. Það er gleðiefni að kristið fólk í landinu gerir sér far um að skoða kirkju sína og orða það sem á því brennur.

Hvorki Kanadadal né íslenska krónu

Þröstur Ólafsson skrifar

Smám saman þrengist umræðan um gjaldmiðilsmál okkar. Flestir málsmetandi menn eru komnir á þá skoðun að ekki verði lifað áfram við íslensku krónuna.

Fréttir DV

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar

Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda.

Þegar allir leggjast á eitt er árangur vís

Guðbjartur Hannesson skrifar

Vinnumálastofnun hefur undanfarin misseri efnt til fjölmargra verkefna til að stuðla að virkni fólks í atvinnuleit, skapa því tækifæri til að mennta sig, auka vinnufærni og takast á við verkefni sem eru uppbyggileg hvatning til atvinnuþátttöku nú þegar eða síðar þegar atvinnutækifærum fjölgar.

Stofnun ríkisolíufélags

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar

Norðmenn ráða yfir gríðarmiklum olíu- og gasauðlindum. Engu að síður sáu Norðmenn ástæðu til að fagna í nóvember síðastliðnum þegar birtar voru niðurstöður olíu- og gasrannsókna á Jan Mayen hryggnum.

Land, þjóð og tunga

Tryggvi Gíslason skrifar

Mörgum þykir ríkja tryllt öld – ófriðaröld – á Íslandi og raunar víðar í heiminum, ef út í þá sálma er farið. Hér á landi er hver höndin uppi á móti annarri og reiði, tortryggni og vanlíðan er áberandi, enda höfum gengið um dimman dal svika, þjófnaðar og lyga. Fáir bera traust til Alþingis og kirkju, tveggja elstu stofnana þjóðarinnar, sem hafa skapað þetta land ásamt tungunni sem gerir okkur að Íslendingum. Og nú slæ ég varnagla:

Frið um Bessastaði

Gunnar Karlsson skrifar

Vel má fallast á það með Stefáni Jóni Hafstein hér í blaðinu 10. mars sl. að ekki sé heppilegt að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands í sumar. Þótt honum sé margt vel gefið getur hann aldrei orðið annað en í mesta lagi forseti lítils meirihluta þjóðarinnar, síst af öllu eftir atburði síðustu missera. Það sem við þörfnumst hins vegar er samstöðuafl og sameiningartákn, maður sem getur endurvakið þann frið um Bessastaði sem ríkti áður en Ólafur Ragnar fór að búa þar. Það merkir ekki endilega að forseti þurfi að vera kosinn með miklum meirihluta atkvæða, þótt það væri til bóta ef þess væri kostur, heldur að hann verði strax vel viðunandi og fljótlega vinsæll meðal þeirra sem kjósa hann ekki. Vigdís Finnbogadóttir hlaut aðeins þriðjung atkvæða þegar hún var kosin fyrst, en hún ávann sér fljótt álit og virðingu sem gerði hana að sannkölluðum þjóðhöfðingja. Hún reyndist vera rétt val.

Fjölbreytileiki kallar á fjölbreytt úrræði

Björk Vilhelmsdóttir og Kristín Heiða Helgadóttir skrifar

Í Reykjavík býr alls konar fólk og borgaryfirvöld fagna þeim fjölbreytileika. Sumir þurfa á miklum stuðningi samfélagsins að halda í sínu lífi, aðrir minni en öll eigum við það sameiginlegt að þurfa á velferðarþjónustu að halda á einhverjum tímapunkti í lífi okkar.

Náttúruminjasafn Íslands — Tímabært?

Georg Friðriksson skrifar

Þann 29. febrúar birtist í Fréttablaðinu grein eftir Hjörleif Finnsson, heimspeking og þjóðgarðsvörð, þar sem vangaveltur um Náttúruminjasafn Íslands eru viðraðar. Umfjöllun um Náttúruminjasafn Íslands er þakkarverð og ljóst að greinarhöfundur hefur áhuga á safninu.

Hvatning til útvarpsstjóra

Ástþór Magnússon skrifar

Forsetakosningar eru á margan hátt spegilmynd af virkni lýðræðis. Álitsgjafar og leiðarahöfundar íslenskra fjölmiðla hafa stundum fjallað um forsetakosningar erlendis í niðrandi tón og gjarnan með viðurnefninu „rússnesk“ kosning.

Stærri spítali er ekki pjatt heldur nauðsyn

Hlíf Steingrímsdóttir og Kristjana G. Guðbergsdóttir skrifar

Fyrirhuguð stækkun Landspítala hefur nokkuð verið í umræðunni að undanförnu. Mikið púður hefur farið í staðsetninguna við Hringbraut sem ákveðin var fyrir rúmum áratug. Á meðan sjónir beinast aðallega að þessu atriði fer minna fyrir annarri en afar brýnni umræðu. Hún snertir málefni sjúklinga.

Vel skal vanda

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Nú þegar vinna við rammaáætlun er á lokametrunum er farið að gæta óþreyju hjá mörgum. Ástæða þess að málið hefur tekið lengri tíma en áætlað var er einfaldlega hversu viðamikið það er og að við viljum gæta þess á öllum stigum að vinna faglega að málinu og fylgja réttri stjórnsýslu.

Kvartsannleikur Landsvirkjunar

Gísli Sigurðsson skrifar

Álframleiðendur og Landsvirkjun tjalda nú öllu sem til er í von um að Rammaáætlun komist í gegnum Alþingi óbreytt. Hagfræðistofnun HÍ var fengin til að reikna út hlut áls í útflutningi og landsframleiðslu að viðbættum afleiddum störfum. Það láðist að borga fyrir útreikninga á þjóðhagslegri hagkvæmni og hve háu verði störf í áliðnaði væru keypt. Því voru tölur um þau atriði ekki lagðar fram um leið.

Heldur þann versta?

Davíð Egilsson skrifar

Það dylst engum að Íslendingar hafa orðið fyrir gífurlegu áfalli á síðustu árum sem hefur leitt af sér mikla spennu í samfélaginu. Raunar er engin furða að sú spenna hafi skapast enda er tekist á um grunnuppbyggingu samfélagsins þ.m.t. skiptingu auðs, atvinnu og möguleika fólks á framfærslu. Þess vegna er eðlilegt að velta fyrir sér hvort innviðir samfélagsins haldi við viðvarandi álag og hvernig má finna leiðir úr þeirri stöðu sem upp er komin.

Rammpólitísk áætlun

Orri Hauksson skrifar

Seint á tíunda áratug síðustu aldar var sett af stað umfangsmikil vinna sérfræðinga við gerð svokallaðrar rammaáætlunar, sem flokkar mögulega virkjanakosti á Íslandi til langrar framtíðar. Suma staði á klárlega að vernda. Aðra má hugsanlega nýta, þá að undangengnu umhverfismati og að öðrum skilyrðum uppfylltum.

Svarað fyrir Saari

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Helgi Seljan fréttamaður fór þess á leit við Þór Saari alþingismann í Kastljóssþætti á dögunum að alþingismaðurinn bæðist afsökunar á því að vilja réttlæta níðingsverk með reiði skuldara vegna hrunsins og vanefnda stjórnvalda. Örvinglað fólk sé bara "að boxa til baka“. Þór hefur nú orðið við þeirri beiðni. En Helgi Seljan ætti að líta sinni stétt nær. Er þetta ekki einmitt það, sem hún hefur ítrekað daðrað við?

Auðvelt að kaupa Ísland

Ögmundur Jónasson skrifar

Kínversk fjárfestingarfyrirtæki vildu nýlega kaupa Grímsstaði á Fjöllum eins og flestir vita. Um var að ræða þrjú hundruð ferkílómetra land. Hugmyndin var að reisa hótel og ferðamannabústaði. Jafnframt var látið fylgja með að áhugi væri á því að styrkja flugbraut sem þarna væri að finna. Kaupverðið var milljarður.

Brjóstkirkjur

Örn Bárður Jónsson skrifar

Elsta trúarrit á íslenskri tungu er svonefnd Íslensk hómilíubók frá 12. öld sem er safn helgra texta og prédikana. Þar er minnst á „brjóstkirkjur“ í bæn og vísað með þeim orðum til helgidóma hjartnanna. Brjóstkirkja er fallegt orð. Við eigum öll helgidóm hið innra hver sem trú okkar er. Menn spurðu Jesú forðum um Guðs ríki og hann sagði að það væri hvorki hægt að segja það vera þar eða hér „því Guðs ríki er hið innra með yður.“

Rökvís rödd Samtaka lánþega

Guðmundur Andri Skúlason skrifar

Í aðdragandi setningar svokallaðra Árna Páls laga, voru gerð mörg mistök og afdrifarík. Við viljum gera ráð fyrir að menn hafi þar viljað gera vel. Það bara tókst ekki. Tjón varð verulegt hjá mörgum einstaklingum og fyrirtækjum. Sumir fóru í þrot og aðrir flúðu.

Mamma, ég held að þú sért með krabbamein

Sabine Leskopf skrifar

Samfélagstúlkun er túlkun fyrir einstaklinga sem ekki geta tjáð sig nægilega vel á íslensku í viðtölum þar sem mikið er í húfi, eins og í heilbrigðiskerfinu, í félagsþjónustunni, í foreldraviðtali eða við skilnað. Starf þessara túlka er mjög krefjandi, það er ekki nóg að geta talað tvö tungumál sæmilega til að vera túlkur.

Heillandi möguleikar

Boðskapur kristninnar varðar gleði og von. Guð kallar fram líf úr deyfð og dauða. Í þeim anda getum við séð og skilið, að kirkjan er farvegur möguleikanna. Hlutverk biskups er að ganga erinda Guðs með því að boða trú, efla fólk og beina sjónum að tækifærunum sem Guð gefur. Framundan er tími páska og upprisu. Ég hvet til vorverka kirkjustarfs. Ég vil þjóna kirkju vonar og gleði og býð fram krafta mína til biskupsþjónustu.

Ungt fólk í fókus hjá Samfylkingunni

Jóhanna Sigurðardóttir, Dagur B. Eggertsson og Guðrún Jóna Jónsdóttir og Ásþór Sævar Ásþórsson skrifa

Þremur árum eftir hrun telur enn stór hluti ungs fólks á Íslandi að tækifærin séu fleiri og betri utan Íslands. Þeirri stöðu þurfum við að snúa við. Samfylkingin lítur á það sem lykilverkefni að setja fram skýra framtíðarsýn um heilbrigt og gott samfélag. Á nýafstöðum landsfundi flokksins var því samþykkt aðgerðaáætlun um málefni ungs fólks þar sem hagsmunir og tækifæri komandi kynslóðar er í brennidepil. Um helgina býður flokkurinn fulltrúum ungs fólks alls staðar af landinu til hugmyndasmiðju og samræðna um þær hugmyndir og lausnir sem brýnt er að vinna að í náinni framtíð.

Félagsleg réttindi og fíknisjúklingar

Björn M. Sigurjónsson skrifar

Þótt grettistaki hafi verið lyft í baráttu fíknisjúklinga fyrir viðurkenningu á sjúkdómi sínum, gætir enn nokkurs misræmis í félagslegum réttindum fíknisjúklinga og annarra sjúklingahópa.

Mottumars og krabbamein

Ragnheiður Haraldsdóttir skrifar

Í grein fyrir skemmstu í Fréttablaðinu eftir Teit Guðmundsson lækni undir fyrirsögninni "Misskilin motta!?“ og í viðtali við hann á Bylgjunni komu fram sjónarmið sem þarft er að leiðrétta. Þar gætir nokkurs misskilnings.

Er einhver óvissa?

Guðrún Nordal skrifar

Íslensk umræða snýst oftar en ekki um persónur fremur en málefni. Umræðan síðustu daga um forsetakosningarnar er af því tagi. Núverandi forseti Íslands hefur nú lýst því yfir að hann hyggist sækja eftir endurkjöri á sumri komanda og vísar til vaxandi óvissu varðandi stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umróts á vettvangi þjóðmála og flokkakerfis sem og átaka um fullveldi Íslands.

Öfgamaskúlínismi

Hermann Stefánsson skrifar

Fyrir nokkrum árum, nokkuð mörgum reyndar, fór ég að skoða skipulega ákveðna tegund karlamenningar sem mér þótti vera að mótast á Íslandi.

Eflum menninguna, burt með niðurgreiðslur

Guðmundur Edgarsson skrifar

Væri menningarlíf hér á landi fábrotið ef engar væru niðurgreiðslur? Væri miði í leikhús þá einungis á færi ríkra? Og ef menningin nyti ekki ríkisaðstoðar, hvað þá með önnur svið, t.d. jarðgöng?

Áskorun til forseta Íslands

Stefán Jón Hafstein skrifar

Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú ákveðið að gefa kost á sér til forseta fimmta kjörtímabilið. Til þess hefur hann fullan rétt og þarf ekki að rökstyðja með neinu nema því að hann langi til að vinna áfram í þeim anda sem hann hefur gert.

Stuðningsgrein: Kirkja sem horfir fram á veginn

Þjóðkirkjan stendur á tímamótum. Þessa dagana er kosið til embættis biskups Íslands. 500 manns eru í hópi kjörmanna. Í fyrsta sinn í sögu lands og þjóðar hafa fulltrúar sóknarbarna Þjóðkirkjunnar (sóknarnefndarformenn) kost á því að kjósa biskup. Djáknar kjósa líka í fyrsta sinn.

Látum sem ekkert C!

Ómar Ragnarsson skrifar

Nafn á plötu Halla og Ladda hér um árið kemur hvað eftir annað upp í hugann sem eins konar stef í sögu þjóðarinnar síðustu áratugina, lokastef þöggunarinnar í mörgum af mikilsverðum málum hennar. Sá listi er langur en hér verða aðeins tekin fimm dæmi.

Hjólin snúast

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Nýjar tölur Hagstofu Íslands um 3,1% vöxt á landsframleiðslu á árinu 2011 gefa sterka vísbendingu um að nú sé tekið við nýtt tímabil í efnahagslífi landsins eftir kreppu hrunáranna. Er þessi vöxtur meiri en flestir greinendur gerðu ráð fyrir. Vöxtur sem er jafn kröftugur og þessi stuðlar að bættum lífskjörum, aukinni atvinnu, frekari fjárfestingu og ekki síst skapar hann forsendur til að takast á við mörg þau vandasömu verkefni er hrunið hefur skilið eftir sig. Til að mynda stuðlar þetta að bættum rekstri ríkissjóðs í formi aukinna tekna og möguleika til að greiða niður skuldir ríkissjóðs.

Allar íbúðir eins

Pawel Bartoszek skrifar

Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Ef einhver vill búa í lítilli íbúð þá má það ekki. Ef einhver telur sig ekki hafa þörf fyrir geymslu eða þvottahús þá veit ríkið betur. Það er eins og það gleymist að fólk geti verið ólíkt, og með ólíkar þarfir á mismunandi tímum.

Sjá næstu 50 greinar