Biskupsval er bænarefni Þórir Jökull Þorsteinsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Þegar um þjóðkirkjuna er rætt er ef til vill ekki ávallt haft í huga að hún er samband kristinna safnaða sem starfa á evangelísk-lútherskum grunni um landið vítt og breitt. Sú hugmynd að hún sé stofnun með aðsetur í Reykjavík nær alls ekki utan um veruleika hennar. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar málefni kirkjunnar eru annars vegar. Í aðdraganda vals á nýjum biskupi hefur staða og starf þjóðkirkjunnar verið í brennidepli og málefni er hana varða virðast hugleiknari fólki en margan hefði grunað. Það er gleðiefni að kristið fólk í landinu gerir sér far um að skoða kirkju sína og orða það sem á því brennur. Meðal frambjóðenda hefur borið nokkuð á þeirri orðnotkun að þjóðkirkjan eigi að vera framsækin og þurfi að móta stefnu í hinum ýmsu efnum. Þetta orðfæri er sótt í stjórnmálin eins og allir sjá um leið og á það er bent. Þótt ýmislegt kunni að skarast í trúarlífi og stjórnmálum hef ég á liðnum dögum áréttað það hvar sem ég hef komið að kristin trú okkar er lífssamband manns við skaparann og án hennar væri enginn söfnuður, engin kirkja, og gilti þá einu hver framsæknin væri og stefnumótunin. Því hef ég kosið að benda eindregið á nauðsyn þess að þjóðkirkjan haldi sig við þann grundvöll sinn sem er boðun hinnar kristnu trúar og láti sig varða það helzt sem til hennar friðar heyrir og er fagnaðarerindið sjálft. Í því er sú stefnumótun nýs hugarfars sem ávallt hefur verið þar ef að er gáð og þar sækir lífið fram ef nokkurs staðar, sé það á annað borð boðað. Hin góða barátta trúar og vonar hverfist um fagnaðarerindið og þá fyrirmynd kærleikans sem við eigum í Kristi Jesú en ekki í ólíkum hugmyndum manna um tilvistarleg efni eða stjórnmálaáherzlur einar. Sáðgarður kristinna safnaða er ekki útpælt beð sem ekkert fær í vaxið út af stöðugu umróti, heldur er hann reitur fyrir gróður sem sáð er til, beinlínis í von um góða uppskeru sem setningar manna og pælingar þeirra geta ekki til leiðar komið. Líf þjóðkirkjunnar, þ.e. safnaðanna í landinu, er undir því komið að við ekki aðeins munum þetta, heldur umgöngumst kristna kirkju okkar í þeim anda að hún sé ekki manna verk. Þar sem ég hef gefið kost á mér í embætti Biskups Íslands, vil ég að þessu sögðu minna kjörmenn og landsmenn á þá brýningu Krists að þeir beri valkostina fyrir brjósti sem bænarefni er á sinn hátt varðar samfélag hinnar kristnu vonar fyrir landsins börn á komandi tíma. Biðjum því herra uppskerunnar að hann sendi til hennar þann þjón sem við þörfnumst sem kirkja, umfram það sem okkur kynni í svipinn að langa í. Ykkar einlægur, Þórir Jökull Þorsteinsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Þegar um þjóðkirkjuna er rætt er ef til vill ekki ávallt haft í huga að hún er samband kristinna safnaða sem starfa á evangelísk-lútherskum grunni um landið vítt og breitt. Sú hugmynd að hún sé stofnun með aðsetur í Reykjavík nær alls ekki utan um veruleika hennar. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar málefni kirkjunnar eru annars vegar. Í aðdraganda vals á nýjum biskupi hefur staða og starf þjóðkirkjunnar verið í brennidepli og málefni er hana varða virðast hugleiknari fólki en margan hefði grunað. Það er gleðiefni að kristið fólk í landinu gerir sér far um að skoða kirkju sína og orða það sem á því brennur. Meðal frambjóðenda hefur borið nokkuð á þeirri orðnotkun að þjóðkirkjan eigi að vera framsækin og þurfi að móta stefnu í hinum ýmsu efnum. Þetta orðfæri er sótt í stjórnmálin eins og allir sjá um leið og á það er bent. Þótt ýmislegt kunni að skarast í trúarlífi og stjórnmálum hef ég á liðnum dögum áréttað það hvar sem ég hef komið að kristin trú okkar er lífssamband manns við skaparann og án hennar væri enginn söfnuður, engin kirkja, og gilti þá einu hver framsæknin væri og stefnumótunin. Því hef ég kosið að benda eindregið á nauðsyn þess að þjóðkirkjan haldi sig við þann grundvöll sinn sem er boðun hinnar kristnu trúar og láti sig varða það helzt sem til hennar friðar heyrir og er fagnaðarerindið sjálft. Í því er sú stefnumótun nýs hugarfars sem ávallt hefur verið þar ef að er gáð og þar sækir lífið fram ef nokkurs staðar, sé það á annað borð boðað. Hin góða barátta trúar og vonar hverfist um fagnaðarerindið og þá fyrirmynd kærleikans sem við eigum í Kristi Jesú en ekki í ólíkum hugmyndum manna um tilvistarleg efni eða stjórnmálaáherzlur einar. Sáðgarður kristinna safnaða er ekki útpælt beð sem ekkert fær í vaxið út af stöðugu umróti, heldur er hann reitur fyrir gróður sem sáð er til, beinlínis í von um góða uppskeru sem setningar manna og pælingar þeirra geta ekki til leiðar komið. Líf þjóðkirkjunnar, þ.e. safnaðanna í landinu, er undir því komið að við ekki aðeins munum þetta, heldur umgöngumst kristna kirkju okkar í þeim anda að hún sé ekki manna verk. Þar sem ég hef gefið kost á mér í embætti Biskups Íslands, vil ég að þessu sögðu minna kjörmenn og landsmenn á þá brýningu Krists að þeir beri valkostina fyrir brjósti sem bænarefni er á sinn hátt varðar samfélag hinnar kristnu vonar fyrir landsins börn á komandi tíma. Biðjum því herra uppskerunnar að hann sendi til hennar þann þjón sem við þörfnumst sem kirkja, umfram það sem okkur kynni í svipinn að langa í. Ykkar einlægur, Þórir Jökull Þorsteinsson.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun