Biskupsval er bænarefni Þórir Jökull Þorsteinsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Þegar um þjóðkirkjuna er rætt er ef til vill ekki ávallt haft í huga að hún er samband kristinna safnaða sem starfa á evangelísk-lútherskum grunni um landið vítt og breitt. Sú hugmynd að hún sé stofnun með aðsetur í Reykjavík nær alls ekki utan um veruleika hennar. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar málefni kirkjunnar eru annars vegar. Í aðdraganda vals á nýjum biskupi hefur staða og starf þjóðkirkjunnar verið í brennidepli og málefni er hana varða virðast hugleiknari fólki en margan hefði grunað. Það er gleðiefni að kristið fólk í landinu gerir sér far um að skoða kirkju sína og orða það sem á því brennur. Meðal frambjóðenda hefur borið nokkuð á þeirri orðnotkun að þjóðkirkjan eigi að vera framsækin og þurfi að móta stefnu í hinum ýmsu efnum. Þetta orðfæri er sótt í stjórnmálin eins og allir sjá um leið og á það er bent. Þótt ýmislegt kunni að skarast í trúarlífi og stjórnmálum hef ég á liðnum dögum áréttað það hvar sem ég hef komið að kristin trú okkar er lífssamband manns við skaparann og án hennar væri enginn söfnuður, engin kirkja, og gilti þá einu hver framsæknin væri og stefnumótunin. Því hef ég kosið að benda eindregið á nauðsyn þess að þjóðkirkjan haldi sig við þann grundvöll sinn sem er boðun hinnar kristnu trúar og láti sig varða það helzt sem til hennar friðar heyrir og er fagnaðarerindið sjálft. Í því er sú stefnumótun nýs hugarfars sem ávallt hefur verið þar ef að er gáð og þar sækir lífið fram ef nokkurs staðar, sé það á annað borð boðað. Hin góða barátta trúar og vonar hverfist um fagnaðarerindið og þá fyrirmynd kærleikans sem við eigum í Kristi Jesú en ekki í ólíkum hugmyndum manna um tilvistarleg efni eða stjórnmálaáherzlur einar. Sáðgarður kristinna safnaða er ekki útpælt beð sem ekkert fær í vaxið út af stöðugu umróti, heldur er hann reitur fyrir gróður sem sáð er til, beinlínis í von um góða uppskeru sem setningar manna og pælingar þeirra geta ekki til leiðar komið. Líf þjóðkirkjunnar, þ.e. safnaðanna í landinu, er undir því komið að við ekki aðeins munum þetta, heldur umgöngumst kristna kirkju okkar í þeim anda að hún sé ekki manna verk. Þar sem ég hef gefið kost á mér í embætti Biskups Íslands, vil ég að þessu sögðu minna kjörmenn og landsmenn á þá brýningu Krists að þeir beri valkostina fyrir brjósti sem bænarefni er á sinn hátt varðar samfélag hinnar kristnu vonar fyrir landsins börn á komandi tíma. Biðjum því herra uppskerunnar að hann sendi til hennar þann þjón sem við þörfnumst sem kirkja, umfram það sem okkur kynni í svipinn að langa í. Ykkar einlægur, Þórir Jökull Þorsteinsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þegar um þjóðkirkjuna er rætt er ef til vill ekki ávallt haft í huga að hún er samband kristinna safnaða sem starfa á evangelísk-lútherskum grunni um landið vítt og breitt. Sú hugmynd að hún sé stofnun með aðsetur í Reykjavík nær alls ekki utan um veruleika hennar. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar málefni kirkjunnar eru annars vegar. Í aðdraganda vals á nýjum biskupi hefur staða og starf þjóðkirkjunnar verið í brennidepli og málefni er hana varða virðast hugleiknari fólki en margan hefði grunað. Það er gleðiefni að kristið fólk í landinu gerir sér far um að skoða kirkju sína og orða það sem á því brennur. Meðal frambjóðenda hefur borið nokkuð á þeirri orðnotkun að þjóðkirkjan eigi að vera framsækin og þurfi að móta stefnu í hinum ýmsu efnum. Þetta orðfæri er sótt í stjórnmálin eins og allir sjá um leið og á það er bent. Þótt ýmislegt kunni að skarast í trúarlífi og stjórnmálum hef ég á liðnum dögum áréttað það hvar sem ég hef komið að kristin trú okkar er lífssamband manns við skaparann og án hennar væri enginn söfnuður, engin kirkja, og gilti þá einu hver framsæknin væri og stefnumótunin. Því hef ég kosið að benda eindregið á nauðsyn þess að þjóðkirkjan haldi sig við þann grundvöll sinn sem er boðun hinnar kristnu trúar og láti sig varða það helzt sem til hennar friðar heyrir og er fagnaðarerindið sjálft. Í því er sú stefnumótun nýs hugarfars sem ávallt hefur verið þar ef að er gáð og þar sækir lífið fram ef nokkurs staðar, sé það á annað borð boðað. Hin góða barátta trúar og vonar hverfist um fagnaðarerindið og þá fyrirmynd kærleikans sem við eigum í Kristi Jesú en ekki í ólíkum hugmyndum manna um tilvistarleg efni eða stjórnmálaáherzlur einar. Sáðgarður kristinna safnaða er ekki útpælt beð sem ekkert fær í vaxið út af stöðugu umróti, heldur er hann reitur fyrir gróður sem sáð er til, beinlínis í von um góða uppskeru sem setningar manna og pælingar þeirra geta ekki til leiðar komið. Líf þjóðkirkjunnar, þ.e. safnaðanna í landinu, er undir því komið að við ekki aðeins munum þetta, heldur umgöngumst kristna kirkju okkar í þeim anda að hún sé ekki manna verk. Þar sem ég hef gefið kost á mér í embætti Biskups Íslands, vil ég að þessu sögðu minna kjörmenn og landsmenn á þá brýningu Krists að þeir beri valkostina fyrir brjósti sem bænarefni er á sinn hátt varðar samfélag hinnar kristnu vonar fyrir landsins börn á komandi tíma. Biðjum því herra uppskerunnar að hann sendi til hennar þann þjón sem við þörfnumst sem kirkja, umfram það sem okkur kynni í svipinn að langa í. Ykkar einlægur, Þórir Jökull Þorsteinsson.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun