Kvartsannleikur Landsvirkjunar Gísli Sigurðsson skrifar 13. mars 2012 06:00 Álframleiðendur og Landsvirkjun tjalda nú öllu sem til er í von um að Rammaáætlun komist í gegnum Alþingi óbreytt. Hagfræðistofnun HÍ var fengin til að reikna út hlut áls í útflutningi og landsframleiðslu að viðbættum afleiddum störfum. Það láðist að borga fyrir útreikninga á þjóðhagslegri hagkvæmni og hve háu verði störf í áliðnaði væru keypt. Því voru tölur um þau atriði ekki lagðar fram um leið. Forstjóri Landsvirkjunar fullyrðir að lífríki Þjórsár hafi verið rannsakað áratugum saman og nú sé málið komið úr hinum faglega farvegi rammaáætlunar og í flokkspólitískt karp á þingi. Allt eru þetta tómar blekkingar til að drepa því aðalatriði málsins á dreif að engin rannsókn hefur farið fram á því sem mestu máli skiptir: hvaða áhrif virkjanir í Þjórsá hafa á göngufiska, lax og sjóbirting. Vitnað er í getgátur um það efni og vonast til að ný tækni við seiðaveitur reynist betur en allar aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið í heiminum til að bjarga niðurgönguseiðum og -fiskum framhjá stíflum í ám. Síðastliðið haust kom hingað til lands líffræðingur frá stofnun í Bandaríkjunum sem rannsakar þessi áhrif sérstaklega og upplýsti á opnum fundi í Háskóla Íslands, að viðstöddum fulltrúa Landsvirkjunar og Veiðimálastofnunar, að sú tækni væri ekki til sem gæti bjargað göngufiskum frá hruni þegar vatnaleiðir þeirra væru stíflaðar. Ekkert vit væri heldur í því að horfa framhjá skerðingu búsvæða uppá 80-90% og mæla eingöngu hve mörg seiði lifðu af ferðalagið frá því fyrir ofan stíflu og rétt niður fyrir hana — af því broti af seiðunum sem fyndi leiðina yfirhöfuð. Jafnvel þótt seiðin væru að nafninu til lifandi löskuðust þau svo mikið að þeim væri bráður bani búinn á næstu dögum og vikum. Búsvæði og lífríki ánna gjörbreyttist við mannvirkin og því væri eina marktæka mælingin á áhrifum mannvirkja að mæla endurkomu fullvaxinna fiska í ána eftir stíflugerð. Þær mælingar sýndu undantekningarlaust hrun fiskstofna. Í besta falli gætu allar mótvægisaðgerðir aðeins forðað alhruni svo næmi nokkrum prósentustigum. Framhjá þessum ótvíræðu niðurstöðum geta verkfræðingar Landsvirkjunar ekki litið með bjartsýnisgljáa í augum vegna þess að nú verði notuð nýrri og betri tækni en nokkru sinni fyrr — og bæta svo við neðanmáls að það verði spennandi að fylgjast með árangrinum þegar búið verði að virkja og eyðileggja megnið af búsvæðunum í ánni. Metnaður Landsvirkjunar til að taka heimsforystuna í þróun tækninýjunga við stíflugerð og seiðaveitur er það sem kallast ofmetnaður — og mun kosta göngustofna í Þjórsá lífið hvort sem nýjustu tæknibrellurnar reynast eitthvað skár eða jafn illa og allar hinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Álframleiðendur og Landsvirkjun tjalda nú öllu sem til er í von um að Rammaáætlun komist í gegnum Alþingi óbreytt. Hagfræðistofnun HÍ var fengin til að reikna út hlut áls í útflutningi og landsframleiðslu að viðbættum afleiddum störfum. Það láðist að borga fyrir útreikninga á þjóðhagslegri hagkvæmni og hve háu verði störf í áliðnaði væru keypt. Því voru tölur um þau atriði ekki lagðar fram um leið. Forstjóri Landsvirkjunar fullyrðir að lífríki Þjórsár hafi verið rannsakað áratugum saman og nú sé málið komið úr hinum faglega farvegi rammaáætlunar og í flokkspólitískt karp á þingi. Allt eru þetta tómar blekkingar til að drepa því aðalatriði málsins á dreif að engin rannsókn hefur farið fram á því sem mestu máli skiptir: hvaða áhrif virkjanir í Þjórsá hafa á göngufiska, lax og sjóbirting. Vitnað er í getgátur um það efni og vonast til að ný tækni við seiðaveitur reynist betur en allar aðrar aðferðir sem reyndar hafa verið í heiminum til að bjarga niðurgönguseiðum og -fiskum framhjá stíflum í ám. Síðastliðið haust kom hingað til lands líffræðingur frá stofnun í Bandaríkjunum sem rannsakar þessi áhrif sérstaklega og upplýsti á opnum fundi í Háskóla Íslands, að viðstöddum fulltrúa Landsvirkjunar og Veiðimálastofnunar, að sú tækni væri ekki til sem gæti bjargað göngufiskum frá hruni þegar vatnaleiðir þeirra væru stíflaðar. Ekkert vit væri heldur í því að horfa framhjá skerðingu búsvæða uppá 80-90% og mæla eingöngu hve mörg seiði lifðu af ferðalagið frá því fyrir ofan stíflu og rétt niður fyrir hana — af því broti af seiðunum sem fyndi leiðina yfirhöfuð. Jafnvel þótt seiðin væru að nafninu til lifandi löskuðust þau svo mikið að þeim væri bráður bani búinn á næstu dögum og vikum. Búsvæði og lífríki ánna gjörbreyttist við mannvirkin og því væri eina marktæka mælingin á áhrifum mannvirkja að mæla endurkomu fullvaxinna fiska í ána eftir stíflugerð. Þær mælingar sýndu undantekningarlaust hrun fiskstofna. Í besta falli gætu allar mótvægisaðgerðir aðeins forðað alhruni svo næmi nokkrum prósentustigum. Framhjá þessum ótvíræðu niðurstöðum geta verkfræðingar Landsvirkjunar ekki litið með bjartsýnisgljáa í augum vegna þess að nú verði notuð nýrri og betri tækni en nokkru sinni fyrr — og bæta svo við neðanmáls að það verði spennandi að fylgjast með árangrinum þegar búið verði að virkja og eyðileggja megnið af búsvæðunum í ánni. Metnaður Landsvirkjunar til að taka heimsforystuna í þróun tækninýjunga við stíflugerð og seiðaveitur er það sem kallast ofmetnaður — og mun kosta göngustofna í Þjórsá lífið hvort sem nýjustu tæknibrellurnar reynast eitthvað skár eða jafn illa og allar hinar.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar