Félagsleg réttindi og fíknisjúklingar Björn M. Sigurjónsson skrifar 10. mars 2012 12:00 Þótt grettistaki hafi verið lyft í baráttu fíknisjúklinga fyrir viðurkenningu á sjúkdómi sínum, gætir enn nokkurs misræmis í félagslegum réttindum fíknisjúklinga og annarra sjúklingahópa. Þrátt fyrir að almennt sé viðurkennt að fíknisjúklingar skuli njóta veikindaréttar virðist sem réttur til veikindalauna sé undanþeginn almennum rétti til veikindalauna í kjarasamningum. Í kjarasamningum opinberra starfsmanna við ríkið er sérstaklega tekið fram að launþegar njóti ekki skilyrðislauss réttar til veikindalauna í meðferð heldur sé það ákvörðun hvers forstöðumanns ríkisstofnunar hverju sinni hvort veikindalaun eru greidd. Svipaða sögu er að segja af öðrum kjarasamningum, veikindalaun vegna áfengismeðferðar eru undanþegin kjarasamningsbundnum réttindum. Fíknisjúklingar eiga það því undir velvilja eða skilningi forstöðumanns hvort veikindalaun eru greidd vegna meðferðar. Sum fyrirtæki taka fram í starfsmannastefnu sinni að starfsmenn njóti veikindalauna og margir atvinnurekendur greiða veikindalaun í meðferð. Það lögfestir hins vegar ekki réttindin og er ekki merki um annað en vott af eðlilegum viðhorfum til fíknisjúkdóma. Því miður nær gæska atvinnurekenda oft ekki lengra en svo að „leyfa“ starfsmanni að sækja eina meðferð á veikindalaunum með þeim afarkostum að þar með eigi sjúklingurinn að hafa náð varanlegum bata. Oftar en ekki þróast mál með þeim hætti að fíknisjúklingur leynir ástandi sínu af ótta við fordóma, uns mál eru komin í óefni og sjúkdómurinn hefur alvarleg áhrif á hæfni starfsmanns. Þá eru viðbrögðin oft þau að setja starfsmanninum afarkosti eða segja honum upp. Til þess að leiðrétta þessa mismunun þarf að ganga út frá réttum skilningi sjúkdómshugtaksins, sem er að fíknisjúkdómur er langvinnur, ólæknandi sjúkdómur. Fíknisjúklingar hafa ekki val um hvort þeir þróa með sér fíkn en með réttum viðhorfum og stuðningi er hægt að skapa þann valkost að sækja sér meðferð og ná bata og stöðva þannig framgang sjúkdómsins. Eftir því sem fyrr er gripið inn í sjúkdómsferlið, þeim mun betri eru batahorfur. Það er því ótækt að fela ástand sitt af ótta við fordóma eða skilningsleysi. Þessu þarf að breyta til dæmis með því að hætta að taka fíknisjúkdóma út fyrir sviga í kjarasamningsbundnum réttindum til veikindalauna og viðurkenna sjúkdómshugtakið þannig í verki. Í sumum tilvikum vísa kjarasamningsákvæði í niðurstöðu dómstóla í vinnurétti þegar kemur að kjarasamningsbundnum réttindum fíknisjúklinga. Þangað er þó lítið að sækja þegar kemur að réttarbót fyrir fíknisjúklinga. Í Hæstaréttardómi frá 2007 eru til dæmis ekki gerðar athugasemdir við það að yfirmaður leggi mat á bata sjúklings, gang sjúkdóms og árangur af meðferð. Samningur sem yfirmaður gerir við starfsmann um að hann fái veikindalaun fyrir eina meðferð og skuli svo ná varanlegum bata þaðan í frá, er ekki sérstök réttarbót heldur afarkostir sem fíknisjúklingur verður að sætta sig við. Fíknisjúkdómar eru þess eðlis að vera langvinnir og ólæknandi. Gangur sjúkdómsins einkennist af falli eða föllum, stundum skömmu eftir fyrstu meðferð og stundum eftir löng tímabil án neyslu vímuefna. Sú tíðkun að „leyfa“ mönnum að fara í eina meðferð og setja það skilyrði að ná varanlegum bata setur ómannlegar byrðar á herðar sjúklingi sem gengur með sjúkdóm sem einkennist af föllum. Aðrir sjúklingahópar mæta ekki sams konar viðhorfum. Enn eimir eftir af þeim viðhorfum að fíknisjúkdómar séu lestir eða stafi af röngu vali sjúklingsins. Fíknisjúklingar velja sér ekki fíknina heldur er það með þennan sjúkdóm, eins og aðra, að hann leggst á fólk af mismunandi þunga. Fíknisjúkdómar eru ekki merki um veiklyndi, leti eða lesti frekar en aðrir sjúkdómar. Nú er tímabært að jafna rétt fíknisjúklinga til meðferðar og eyða kerfisbundinni mismunun gagnvart þessum stóra hópi fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt grettistaki hafi verið lyft í baráttu fíknisjúklinga fyrir viðurkenningu á sjúkdómi sínum, gætir enn nokkurs misræmis í félagslegum réttindum fíknisjúklinga og annarra sjúklingahópa. Þrátt fyrir að almennt sé viðurkennt að fíknisjúklingar skuli njóta veikindaréttar virðist sem réttur til veikindalauna sé undanþeginn almennum rétti til veikindalauna í kjarasamningum. Í kjarasamningum opinberra starfsmanna við ríkið er sérstaklega tekið fram að launþegar njóti ekki skilyrðislauss réttar til veikindalauna í meðferð heldur sé það ákvörðun hvers forstöðumanns ríkisstofnunar hverju sinni hvort veikindalaun eru greidd. Svipaða sögu er að segja af öðrum kjarasamningum, veikindalaun vegna áfengismeðferðar eru undanþegin kjarasamningsbundnum réttindum. Fíknisjúklingar eiga það því undir velvilja eða skilningi forstöðumanns hvort veikindalaun eru greidd vegna meðferðar. Sum fyrirtæki taka fram í starfsmannastefnu sinni að starfsmenn njóti veikindalauna og margir atvinnurekendur greiða veikindalaun í meðferð. Það lögfestir hins vegar ekki réttindin og er ekki merki um annað en vott af eðlilegum viðhorfum til fíknisjúkdóma. Því miður nær gæska atvinnurekenda oft ekki lengra en svo að „leyfa“ starfsmanni að sækja eina meðferð á veikindalaunum með þeim afarkostum að þar með eigi sjúklingurinn að hafa náð varanlegum bata. Oftar en ekki þróast mál með þeim hætti að fíknisjúklingur leynir ástandi sínu af ótta við fordóma, uns mál eru komin í óefni og sjúkdómurinn hefur alvarleg áhrif á hæfni starfsmanns. Þá eru viðbrögðin oft þau að setja starfsmanninum afarkosti eða segja honum upp. Til þess að leiðrétta þessa mismunun þarf að ganga út frá réttum skilningi sjúkdómshugtaksins, sem er að fíknisjúkdómur er langvinnur, ólæknandi sjúkdómur. Fíknisjúklingar hafa ekki val um hvort þeir þróa með sér fíkn en með réttum viðhorfum og stuðningi er hægt að skapa þann valkost að sækja sér meðferð og ná bata og stöðva þannig framgang sjúkdómsins. Eftir því sem fyrr er gripið inn í sjúkdómsferlið, þeim mun betri eru batahorfur. Það er því ótækt að fela ástand sitt af ótta við fordóma eða skilningsleysi. Þessu þarf að breyta til dæmis með því að hætta að taka fíknisjúkdóma út fyrir sviga í kjarasamningsbundnum réttindum til veikindalauna og viðurkenna sjúkdómshugtakið þannig í verki. Í sumum tilvikum vísa kjarasamningsákvæði í niðurstöðu dómstóla í vinnurétti þegar kemur að kjarasamningsbundnum réttindum fíknisjúklinga. Þangað er þó lítið að sækja þegar kemur að réttarbót fyrir fíknisjúklinga. Í Hæstaréttardómi frá 2007 eru til dæmis ekki gerðar athugasemdir við það að yfirmaður leggi mat á bata sjúklings, gang sjúkdóms og árangur af meðferð. Samningur sem yfirmaður gerir við starfsmann um að hann fái veikindalaun fyrir eina meðferð og skuli svo ná varanlegum bata þaðan í frá, er ekki sérstök réttarbót heldur afarkostir sem fíknisjúklingur verður að sætta sig við. Fíknisjúkdómar eru þess eðlis að vera langvinnir og ólæknandi. Gangur sjúkdómsins einkennist af falli eða föllum, stundum skömmu eftir fyrstu meðferð og stundum eftir löng tímabil án neyslu vímuefna. Sú tíðkun að „leyfa“ mönnum að fara í eina meðferð og setja það skilyrði að ná varanlegum bata setur ómannlegar byrðar á herðar sjúklingi sem gengur með sjúkdóm sem einkennist af föllum. Aðrir sjúklingahópar mæta ekki sams konar viðhorfum. Enn eimir eftir af þeim viðhorfum að fíknisjúkdómar séu lestir eða stafi af röngu vali sjúklingsins. Fíknisjúklingar velja sér ekki fíknina heldur er það með þennan sjúkdóm, eins og aðra, að hann leggst á fólk af mismunandi þunga. Fíknisjúkdómar eru ekki merki um veiklyndi, leti eða lesti frekar en aðrir sjúkdómar. Nú er tímabært að jafna rétt fíknisjúklinga til meðferðar og eyða kerfisbundinni mismunun gagnvart þessum stóra hópi fólks.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar