Félagsleg réttindi og fíknisjúklingar Björn M. Sigurjónsson skrifar 10. mars 2012 12:00 Þótt grettistaki hafi verið lyft í baráttu fíknisjúklinga fyrir viðurkenningu á sjúkdómi sínum, gætir enn nokkurs misræmis í félagslegum réttindum fíknisjúklinga og annarra sjúklingahópa. Þrátt fyrir að almennt sé viðurkennt að fíknisjúklingar skuli njóta veikindaréttar virðist sem réttur til veikindalauna sé undanþeginn almennum rétti til veikindalauna í kjarasamningum. Í kjarasamningum opinberra starfsmanna við ríkið er sérstaklega tekið fram að launþegar njóti ekki skilyrðislauss réttar til veikindalauna í meðferð heldur sé það ákvörðun hvers forstöðumanns ríkisstofnunar hverju sinni hvort veikindalaun eru greidd. Svipaða sögu er að segja af öðrum kjarasamningum, veikindalaun vegna áfengismeðferðar eru undanþegin kjarasamningsbundnum réttindum. Fíknisjúklingar eiga það því undir velvilja eða skilningi forstöðumanns hvort veikindalaun eru greidd vegna meðferðar. Sum fyrirtæki taka fram í starfsmannastefnu sinni að starfsmenn njóti veikindalauna og margir atvinnurekendur greiða veikindalaun í meðferð. Það lögfestir hins vegar ekki réttindin og er ekki merki um annað en vott af eðlilegum viðhorfum til fíknisjúkdóma. Því miður nær gæska atvinnurekenda oft ekki lengra en svo að „leyfa“ starfsmanni að sækja eina meðferð á veikindalaunum með þeim afarkostum að þar með eigi sjúklingurinn að hafa náð varanlegum bata. Oftar en ekki þróast mál með þeim hætti að fíknisjúklingur leynir ástandi sínu af ótta við fordóma, uns mál eru komin í óefni og sjúkdómurinn hefur alvarleg áhrif á hæfni starfsmanns. Þá eru viðbrögðin oft þau að setja starfsmanninum afarkosti eða segja honum upp. Til þess að leiðrétta þessa mismunun þarf að ganga út frá réttum skilningi sjúkdómshugtaksins, sem er að fíknisjúkdómur er langvinnur, ólæknandi sjúkdómur. Fíknisjúklingar hafa ekki val um hvort þeir þróa með sér fíkn en með réttum viðhorfum og stuðningi er hægt að skapa þann valkost að sækja sér meðferð og ná bata og stöðva þannig framgang sjúkdómsins. Eftir því sem fyrr er gripið inn í sjúkdómsferlið, þeim mun betri eru batahorfur. Það er því ótækt að fela ástand sitt af ótta við fordóma eða skilningsleysi. Þessu þarf að breyta til dæmis með því að hætta að taka fíknisjúkdóma út fyrir sviga í kjarasamningsbundnum réttindum til veikindalauna og viðurkenna sjúkdómshugtakið þannig í verki. Í sumum tilvikum vísa kjarasamningsákvæði í niðurstöðu dómstóla í vinnurétti þegar kemur að kjarasamningsbundnum réttindum fíknisjúklinga. Þangað er þó lítið að sækja þegar kemur að réttarbót fyrir fíknisjúklinga. Í Hæstaréttardómi frá 2007 eru til dæmis ekki gerðar athugasemdir við það að yfirmaður leggi mat á bata sjúklings, gang sjúkdóms og árangur af meðferð. Samningur sem yfirmaður gerir við starfsmann um að hann fái veikindalaun fyrir eina meðferð og skuli svo ná varanlegum bata þaðan í frá, er ekki sérstök réttarbót heldur afarkostir sem fíknisjúklingur verður að sætta sig við. Fíknisjúkdómar eru þess eðlis að vera langvinnir og ólæknandi. Gangur sjúkdómsins einkennist af falli eða föllum, stundum skömmu eftir fyrstu meðferð og stundum eftir löng tímabil án neyslu vímuefna. Sú tíðkun að „leyfa“ mönnum að fara í eina meðferð og setja það skilyrði að ná varanlegum bata setur ómannlegar byrðar á herðar sjúklingi sem gengur með sjúkdóm sem einkennist af föllum. Aðrir sjúklingahópar mæta ekki sams konar viðhorfum. Enn eimir eftir af þeim viðhorfum að fíknisjúkdómar séu lestir eða stafi af röngu vali sjúklingsins. Fíknisjúklingar velja sér ekki fíknina heldur er það með þennan sjúkdóm, eins og aðra, að hann leggst á fólk af mismunandi þunga. Fíknisjúkdómar eru ekki merki um veiklyndi, leti eða lesti frekar en aðrir sjúkdómar. Nú er tímabært að jafna rétt fíknisjúklinga til meðferðar og eyða kerfisbundinni mismunun gagnvart þessum stóra hópi fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt grettistaki hafi verið lyft í baráttu fíknisjúklinga fyrir viðurkenningu á sjúkdómi sínum, gætir enn nokkurs misræmis í félagslegum réttindum fíknisjúklinga og annarra sjúklingahópa. Þrátt fyrir að almennt sé viðurkennt að fíknisjúklingar skuli njóta veikindaréttar virðist sem réttur til veikindalauna sé undanþeginn almennum rétti til veikindalauna í kjarasamningum. Í kjarasamningum opinberra starfsmanna við ríkið er sérstaklega tekið fram að launþegar njóti ekki skilyrðislauss réttar til veikindalauna í meðferð heldur sé það ákvörðun hvers forstöðumanns ríkisstofnunar hverju sinni hvort veikindalaun eru greidd. Svipaða sögu er að segja af öðrum kjarasamningum, veikindalaun vegna áfengismeðferðar eru undanþegin kjarasamningsbundnum réttindum. Fíknisjúklingar eiga það því undir velvilja eða skilningi forstöðumanns hvort veikindalaun eru greidd vegna meðferðar. Sum fyrirtæki taka fram í starfsmannastefnu sinni að starfsmenn njóti veikindalauna og margir atvinnurekendur greiða veikindalaun í meðferð. Það lögfestir hins vegar ekki réttindin og er ekki merki um annað en vott af eðlilegum viðhorfum til fíknisjúkdóma. Því miður nær gæska atvinnurekenda oft ekki lengra en svo að „leyfa“ starfsmanni að sækja eina meðferð á veikindalaunum með þeim afarkostum að þar með eigi sjúklingurinn að hafa náð varanlegum bata. Oftar en ekki þróast mál með þeim hætti að fíknisjúklingur leynir ástandi sínu af ótta við fordóma, uns mál eru komin í óefni og sjúkdómurinn hefur alvarleg áhrif á hæfni starfsmanns. Þá eru viðbrögðin oft þau að setja starfsmanninum afarkosti eða segja honum upp. Til þess að leiðrétta þessa mismunun þarf að ganga út frá réttum skilningi sjúkdómshugtaksins, sem er að fíknisjúkdómur er langvinnur, ólæknandi sjúkdómur. Fíknisjúklingar hafa ekki val um hvort þeir þróa með sér fíkn en með réttum viðhorfum og stuðningi er hægt að skapa þann valkost að sækja sér meðferð og ná bata og stöðva þannig framgang sjúkdómsins. Eftir því sem fyrr er gripið inn í sjúkdómsferlið, þeim mun betri eru batahorfur. Það er því ótækt að fela ástand sitt af ótta við fordóma eða skilningsleysi. Þessu þarf að breyta til dæmis með því að hætta að taka fíknisjúkdóma út fyrir sviga í kjarasamningsbundnum réttindum til veikindalauna og viðurkenna sjúkdómshugtakið þannig í verki. Í sumum tilvikum vísa kjarasamningsákvæði í niðurstöðu dómstóla í vinnurétti þegar kemur að kjarasamningsbundnum réttindum fíknisjúklinga. Þangað er þó lítið að sækja þegar kemur að réttarbót fyrir fíknisjúklinga. Í Hæstaréttardómi frá 2007 eru til dæmis ekki gerðar athugasemdir við það að yfirmaður leggi mat á bata sjúklings, gang sjúkdóms og árangur af meðferð. Samningur sem yfirmaður gerir við starfsmann um að hann fái veikindalaun fyrir eina meðferð og skuli svo ná varanlegum bata þaðan í frá, er ekki sérstök réttarbót heldur afarkostir sem fíknisjúklingur verður að sætta sig við. Fíknisjúkdómar eru þess eðlis að vera langvinnir og ólæknandi. Gangur sjúkdómsins einkennist af falli eða föllum, stundum skömmu eftir fyrstu meðferð og stundum eftir löng tímabil án neyslu vímuefna. Sú tíðkun að „leyfa“ mönnum að fara í eina meðferð og setja það skilyrði að ná varanlegum bata setur ómannlegar byrðar á herðar sjúklingi sem gengur með sjúkdóm sem einkennist af föllum. Aðrir sjúklingahópar mæta ekki sams konar viðhorfum. Enn eimir eftir af þeim viðhorfum að fíknisjúkdómar séu lestir eða stafi af röngu vali sjúklingsins. Fíknisjúklingar velja sér ekki fíknina heldur er það með þennan sjúkdóm, eins og aðra, að hann leggst á fólk af mismunandi þunga. Fíknisjúkdómar eru ekki merki um veiklyndi, leti eða lesti frekar en aðrir sjúkdómar. Nú er tímabært að jafna rétt fíknisjúklinga til meðferðar og eyða kerfisbundinni mismunun gagnvart þessum stóra hópi fólks.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar