Félagsleg réttindi og fíknisjúklingar Björn M. Sigurjónsson skrifar 10. mars 2012 12:00 Þótt grettistaki hafi verið lyft í baráttu fíknisjúklinga fyrir viðurkenningu á sjúkdómi sínum, gætir enn nokkurs misræmis í félagslegum réttindum fíknisjúklinga og annarra sjúklingahópa. Þrátt fyrir að almennt sé viðurkennt að fíknisjúklingar skuli njóta veikindaréttar virðist sem réttur til veikindalauna sé undanþeginn almennum rétti til veikindalauna í kjarasamningum. Í kjarasamningum opinberra starfsmanna við ríkið er sérstaklega tekið fram að launþegar njóti ekki skilyrðislauss réttar til veikindalauna í meðferð heldur sé það ákvörðun hvers forstöðumanns ríkisstofnunar hverju sinni hvort veikindalaun eru greidd. Svipaða sögu er að segja af öðrum kjarasamningum, veikindalaun vegna áfengismeðferðar eru undanþegin kjarasamningsbundnum réttindum. Fíknisjúklingar eiga það því undir velvilja eða skilningi forstöðumanns hvort veikindalaun eru greidd vegna meðferðar. Sum fyrirtæki taka fram í starfsmannastefnu sinni að starfsmenn njóti veikindalauna og margir atvinnurekendur greiða veikindalaun í meðferð. Það lögfestir hins vegar ekki réttindin og er ekki merki um annað en vott af eðlilegum viðhorfum til fíknisjúkdóma. Því miður nær gæska atvinnurekenda oft ekki lengra en svo að „leyfa“ starfsmanni að sækja eina meðferð á veikindalaunum með þeim afarkostum að þar með eigi sjúklingurinn að hafa náð varanlegum bata. Oftar en ekki þróast mál með þeim hætti að fíknisjúklingur leynir ástandi sínu af ótta við fordóma, uns mál eru komin í óefni og sjúkdómurinn hefur alvarleg áhrif á hæfni starfsmanns. Þá eru viðbrögðin oft þau að setja starfsmanninum afarkosti eða segja honum upp. Til þess að leiðrétta þessa mismunun þarf að ganga út frá réttum skilningi sjúkdómshugtaksins, sem er að fíknisjúkdómur er langvinnur, ólæknandi sjúkdómur. Fíknisjúklingar hafa ekki val um hvort þeir þróa með sér fíkn en með réttum viðhorfum og stuðningi er hægt að skapa þann valkost að sækja sér meðferð og ná bata og stöðva þannig framgang sjúkdómsins. Eftir því sem fyrr er gripið inn í sjúkdómsferlið, þeim mun betri eru batahorfur. Það er því ótækt að fela ástand sitt af ótta við fordóma eða skilningsleysi. Þessu þarf að breyta til dæmis með því að hætta að taka fíknisjúkdóma út fyrir sviga í kjarasamningsbundnum réttindum til veikindalauna og viðurkenna sjúkdómshugtakið þannig í verki. Í sumum tilvikum vísa kjarasamningsákvæði í niðurstöðu dómstóla í vinnurétti þegar kemur að kjarasamningsbundnum réttindum fíknisjúklinga. Þangað er þó lítið að sækja þegar kemur að réttarbót fyrir fíknisjúklinga. Í Hæstaréttardómi frá 2007 eru til dæmis ekki gerðar athugasemdir við það að yfirmaður leggi mat á bata sjúklings, gang sjúkdóms og árangur af meðferð. Samningur sem yfirmaður gerir við starfsmann um að hann fái veikindalaun fyrir eina meðferð og skuli svo ná varanlegum bata þaðan í frá, er ekki sérstök réttarbót heldur afarkostir sem fíknisjúklingur verður að sætta sig við. Fíknisjúkdómar eru þess eðlis að vera langvinnir og ólæknandi. Gangur sjúkdómsins einkennist af falli eða föllum, stundum skömmu eftir fyrstu meðferð og stundum eftir löng tímabil án neyslu vímuefna. Sú tíðkun að „leyfa“ mönnum að fara í eina meðferð og setja það skilyrði að ná varanlegum bata setur ómannlegar byrðar á herðar sjúklingi sem gengur með sjúkdóm sem einkennist af föllum. Aðrir sjúklingahópar mæta ekki sams konar viðhorfum. Enn eimir eftir af þeim viðhorfum að fíknisjúkdómar séu lestir eða stafi af röngu vali sjúklingsins. Fíknisjúklingar velja sér ekki fíknina heldur er það með þennan sjúkdóm, eins og aðra, að hann leggst á fólk af mismunandi þunga. Fíknisjúkdómar eru ekki merki um veiklyndi, leti eða lesti frekar en aðrir sjúkdómar. Nú er tímabært að jafna rétt fíknisjúklinga til meðferðar og eyða kerfisbundinni mismunun gagnvart þessum stóra hópi fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þótt grettistaki hafi verið lyft í baráttu fíknisjúklinga fyrir viðurkenningu á sjúkdómi sínum, gætir enn nokkurs misræmis í félagslegum réttindum fíknisjúklinga og annarra sjúklingahópa. Þrátt fyrir að almennt sé viðurkennt að fíknisjúklingar skuli njóta veikindaréttar virðist sem réttur til veikindalauna sé undanþeginn almennum rétti til veikindalauna í kjarasamningum. Í kjarasamningum opinberra starfsmanna við ríkið er sérstaklega tekið fram að launþegar njóti ekki skilyrðislauss réttar til veikindalauna í meðferð heldur sé það ákvörðun hvers forstöðumanns ríkisstofnunar hverju sinni hvort veikindalaun eru greidd. Svipaða sögu er að segja af öðrum kjarasamningum, veikindalaun vegna áfengismeðferðar eru undanþegin kjarasamningsbundnum réttindum. Fíknisjúklingar eiga það því undir velvilja eða skilningi forstöðumanns hvort veikindalaun eru greidd vegna meðferðar. Sum fyrirtæki taka fram í starfsmannastefnu sinni að starfsmenn njóti veikindalauna og margir atvinnurekendur greiða veikindalaun í meðferð. Það lögfestir hins vegar ekki réttindin og er ekki merki um annað en vott af eðlilegum viðhorfum til fíknisjúkdóma. Því miður nær gæska atvinnurekenda oft ekki lengra en svo að „leyfa“ starfsmanni að sækja eina meðferð á veikindalaunum með þeim afarkostum að þar með eigi sjúklingurinn að hafa náð varanlegum bata. Oftar en ekki þróast mál með þeim hætti að fíknisjúklingur leynir ástandi sínu af ótta við fordóma, uns mál eru komin í óefni og sjúkdómurinn hefur alvarleg áhrif á hæfni starfsmanns. Þá eru viðbrögðin oft þau að setja starfsmanninum afarkosti eða segja honum upp. Til þess að leiðrétta þessa mismunun þarf að ganga út frá réttum skilningi sjúkdómshugtaksins, sem er að fíknisjúkdómur er langvinnur, ólæknandi sjúkdómur. Fíknisjúklingar hafa ekki val um hvort þeir þróa með sér fíkn en með réttum viðhorfum og stuðningi er hægt að skapa þann valkost að sækja sér meðferð og ná bata og stöðva þannig framgang sjúkdómsins. Eftir því sem fyrr er gripið inn í sjúkdómsferlið, þeim mun betri eru batahorfur. Það er því ótækt að fela ástand sitt af ótta við fordóma eða skilningsleysi. Þessu þarf að breyta til dæmis með því að hætta að taka fíknisjúkdóma út fyrir sviga í kjarasamningsbundnum réttindum til veikindalauna og viðurkenna sjúkdómshugtakið þannig í verki. Í sumum tilvikum vísa kjarasamningsákvæði í niðurstöðu dómstóla í vinnurétti þegar kemur að kjarasamningsbundnum réttindum fíknisjúklinga. Þangað er þó lítið að sækja þegar kemur að réttarbót fyrir fíknisjúklinga. Í Hæstaréttardómi frá 2007 eru til dæmis ekki gerðar athugasemdir við það að yfirmaður leggi mat á bata sjúklings, gang sjúkdóms og árangur af meðferð. Samningur sem yfirmaður gerir við starfsmann um að hann fái veikindalaun fyrir eina meðferð og skuli svo ná varanlegum bata þaðan í frá, er ekki sérstök réttarbót heldur afarkostir sem fíknisjúklingur verður að sætta sig við. Fíknisjúkdómar eru þess eðlis að vera langvinnir og ólæknandi. Gangur sjúkdómsins einkennist af falli eða föllum, stundum skömmu eftir fyrstu meðferð og stundum eftir löng tímabil án neyslu vímuefna. Sú tíðkun að „leyfa“ mönnum að fara í eina meðferð og setja það skilyrði að ná varanlegum bata setur ómannlegar byrðar á herðar sjúklingi sem gengur með sjúkdóm sem einkennist af föllum. Aðrir sjúklingahópar mæta ekki sams konar viðhorfum. Enn eimir eftir af þeim viðhorfum að fíknisjúkdómar séu lestir eða stafi af röngu vali sjúklingsins. Fíknisjúklingar velja sér ekki fíknina heldur er það með þennan sjúkdóm, eins og aðra, að hann leggst á fólk af mismunandi þunga. Fíknisjúkdómar eru ekki merki um veiklyndi, leti eða lesti frekar en aðrir sjúkdómar. Nú er tímabært að jafna rétt fíknisjúklinga til meðferðar og eyða kerfisbundinni mismunun gagnvart þessum stóra hópi fólks.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar