Enn um skattpíningu barna Matthías Bjarnason skrifar 16. mars 2012 06:00 Ég ritaði grein um skattpíningu barna sem beið birtingar í Fréttablaðinu í á þriðju viku en birtist loks hinn 29. febrúar síðastliðinn. Strax daginn eftir birtist grein frú Jóhönnu Sigurðardóttur sem á að vera svar við minni grein. Ég ræddi í grein minni um þá ósanngjörnu skattlagningu að taka út stóra hlutdeild af vaxtatekjum allra þeirra barna sem eiga sparifé í bönkum. En það er ekki nóg með að drjúgur hluti vaxtanna sé tekinn heldur hirðir ríkið líka stóran hluta verðbótanna sem bankinn bætir inn á bækur barna. Ég dreg það mjög í efa að löglegt sé að taka skatt af verðbótum, en þær eru ekki vaxtatekjur heldur leiðrétting á verðgildi sparifjár. Í töflu fyrir ofan má sjá innstæður á reikningum þriggja langafabarna minna, hverjir vextir af þeim eru og hversu háir skattar eru innheimtir af hverjum reikningi: Í grein Jóhönnu er engu svarað um skattlagningu sparifjár barna heldur fer hún að ræða um tekjuskattinn og bregður þá ekki út af hennar vana að kenna Sjálfstæðisflokknum um ákveðna hækkun á skattinum meðan hann var við völd. Ég treysti forystumönnum Sjálfstæðisflokksins til að svara fyrir sig en ég vil í fullri vinsemd benda frú Jóhönnu á að hennar flokkur, Samfylkingin, og hún sjálf stóðu að öllum þessum sköttum sem lagðir voru á. Jóhanna var meira að segja meðflutningsmaður að öllum þessum frumvörpum þar sem þetta voru stjórnarfrumvörp. Það er ótrúlegt hvað frú Jóhönnu er títt um að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt sem aflaga hefur farið í stjórnartíð hans og hennar eigin flokks. Tilgangur minn með skrifum mínum var að benda á þessa ranglátu skattlagningu og skora á stjórnvöld að afnema með öllu fjármagnstekjuskatt á börn 16 ára og yngri. Jóhanna hreykir sér af því í svari sínu að fjöldi þeirra sem greiði fjármagnstekjuskatt hafi hrapað. Mér kemur í þessu sambandi til hugar að fjöldi fólks tekur í stórum stíl út sparifé sitt og geymir undir koddanum. Sér í lagi á þetta við um aldraða og öryrkja sem ella eiga á hættu að bætur almannatrygginga skerðist. Jóhanna stendur oft í ræðustól Alþingis og kvartar sáran undan því hve stjórnarandstöðuflokkarnir eru leiðinlegir og illgjarnir í garð ríkisstjórnarinnar. Ekki dettur mér í hug að gagnrýna stjórnarandstöðuna fyrir of mikla hörku í garð ríkisstjórnarinnar en hitt finnst mér afleitt hversu lin stjórnarandstaðan er í garð þessarar endemis ríkisstjórnar og mætti hún þar bæta ráð sitt verulega. Hér á árum áður, en þó eftir að farið var að leita álits fólks á gerðum og stöðu ríkisstjórna, kom það stundum fyrir í þeirri eftirgrennslan að stjórnin naut ekki stuðnings meirihluta kjósenda. Þá krafðist stjórnarandstaðan, sér í lagi vinstriflokkarnir, þess að ríkisstjórnin segði af sér. En hvað gerist núna? Í nýlegri skoðanakönnun mælist samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna aðeins 26 prósent, en ríkisstjórn sem er svo rúin trausti dettur þó ekki í hug að fara frá og meira að segja frú Jóhanna telur að hún eigi eftir að sitja miklu lengur að völdum. Ég held að hún ræði ekki við þá samflokksmenn sína sem vilja að hún hætti formennsku. Sjálf talar hún líkt og hún eigi eftir marga mannsaldra við stjórnvölinn. Samfylkingin logar innan frá og það er ósk margra á þeim bæ að stjórnin fari frá og ekki er Steingrímur J. Sigfússon á því að boða til kosninga þó að fylgið falli af honum í stríðum straumum alla daga. Nær væri fyrir frú Jóhönnu að taka ábendingunni í fyrri grein minni og hætta að skattleggja börn. Ég tel rétt að hún gangi enn lengra og afnemi með öllu skatta á inneignir aldraðra og öryrkja í þessu landi. Ef frú Jóhanna yrði við þeirri hvatningu minni er alla vega ljóst að hún yrði ekki jafnilla þokkuð og hún er nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ritaði grein um skattpíningu barna sem beið birtingar í Fréttablaðinu í á þriðju viku en birtist loks hinn 29. febrúar síðastliðinn. Strax daginn eftir birtist grein frú Jóhönnu Sigurðardóttur sem á að vera svar við minni grein. Ég ræddi í grein minni um þá ósanngjörnu skattlagningu að taka út stóra hlutdeild af vaxtatekjum allra þeirra barna sem eiga sparifé í bönkum. En það er ekki nóg með að drjúgur hluti vaxtanna sé tekinn heldur hirðir ríkið líka stóran hluta verðbótanna sem bankinn bætir inn á bækur barna. Ég dreg það mjög í efa að löglegt sé að taka skatt af verðbótum, en þær eru ekki vaxtatekjur heldur leiðrétting á verðgildi sparifjár. Í töflu fyrir ofan má sjá innstæður á reikningum þriggja langafabarna minna, hverjir vextir af þeim eru og hversu háir skattar eru innheimtir af hverjum reikningi: Í grein Jóhönnu er engu svarað um skattlagningu sparifjár barna heldur fer hún að ræða um tekjuskattinn og bregður þá ekki út af hennar vana að kenna Sjálfstæðisflokknum um ákveðna hækkun á skattinum meðan hann var við völd. Ég treysti forystumönnum Sjálfstæðisflokksins til að svara fyrir sig en ég vil í fullri vinsemd benda frú Jóhönnu á að hennar flokkur, Samfylkingin, og hún sjálf stóðu að öllum þessum sköttum sem lagðir voru á. Jóhanna var meira að segja meðflutningsmaður að öllum þessum frumvörpum þar sem þetta voru stjórnarfrumvörp. Það er ótrúlegt hvað frú Jóhönnu er títt um að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt sem aflaga hefur farið í stjórnartíð hans og hennar eigin flokks. Tilgangur minn með skrifum mínum var að benda á þessa ranglátu skattlagningu og skora á stjórnvöld að afnema með öllu fjármagnstekjuskatt á börn 16 ára og yngri. Jóhanna hreykir sér af því í svari sínu að fjöldi þeirra sem greiði fjármagnstekjuskatt hafi hrapað. Mér kemur í þessu sambandi til hugar að fjöldi fólks tekur í stórum stíl út sparifé sitt og geymir undir koddanum. Sér í lagi á þetta við um aldraða og öryrkja sem ella eiga á hættu að bætur almannatrygginga skerðist. Jóhanna stendur oft í ræðustól Alþingis og kvartar sáran undan því hve stjórnarandstöðuflokkarnir eru leiðinlegir og illgjarnir í garð ríkisstjórnarinnar. Ekki dettur mér í hug að gagnrýna stjórnarandstöðuna fyrir of mikla hörku í garð ríkisstjórnarinnar en hitt finnst mér afleitt hversu lin stjórnarandstaðan er í garð þessarar endemis ríkisstjórnar og mætti hún þar bæta ráð sitt verulega. Hér á árum áður, en þó eftir að farið var að leita álits fólks á gerðum og stöðu ríkisstjórna, kom það stundum fyrir í þeirri eftirgrennslan að stjórnin naut ekki stuðnings meirihluta kjósenda. Þá krafðist stjórnarandstaðan, sér í lagi vinstriflokkarnir, þess að ríkisstjórnin segði af sér. En hvað gerist núna? Í nýlegri skoðanakönnun mælist samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna aðeins 26 prósent, en ríkisstjórn sem er svo rúin trausti dettur þó ekki í hug að fara frá og meira að segja frú Jóhanna telur að hún eigi eftir að sitja miklu lengur að völdum. Ég held að hún ræði ekki við þá samflokksmenn sína sem vilja að hún hætti formennsku. Sjálf talar hún líkt og hún eigi eftir marga mannsaldra við stjórnvölinn. Samfylkingin logar innan frá og það er ósk margra á þeim bæ að stjórnin fari frá og ekki er Steingrímur J. Sigfússon á því að boða til kosninga þó að fylgið falli af honum í stríðum straumum alla daga. Nær væri fyrir frú Jóhönnu að taka ábendingunni í fyrri grein minni og hætta að skattleggja börn. Ég tel rétt að hún gangi enn lengra og afnemi með öllu skatta á inneignir aldraðra og öryrkja í þessu landi. Ef frú Jóhanna yrði við þeirri hvatningu minni er alla vega ljóst að hún yrði ekki jafnilla þokkuð og hún er nú.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar