Svarað fyrir Saari Sighvatur Björgvinsson skrifar 13. mars 2012 06:00 Helgi Seljan fréttamaður fór þess á leit við Þór Saari alþingismann í Kastljóssþætti á dögunum að alþingismaðurinn bæðist afsökunar á því að vilja réttlæta níðingsverk með reiði skuldara vegna hrunsins og vanefnda stjórnvalda. Örvinglað fólk sé bara „að boxa til baka". Þór hefur nú orðið við þeirri beiðni. En Helgi Seljan ætti að líta sinni stétt nær. Er þetta ekki einmitt það, sem hún hefur ítrekað daðrað við? Var það ekki RÚV sem gerði hvað mest úr því þegar „svindlari", eins og Helgi sjálfur kallaði „viðfangsefnið", eyðilagði eigur annarra með vélgröfu undir sjónvarpsmyndavélum eftir að hafa haft milljónir af saklausu fólki með svikum? Var það ekki RÚV, en ekki bara Þór Saari, sem notaði þessa atburði sem dæmi um hina réttlátu reiði, sem skuldarar hefðu alið með sér? Og hvað um fjölskylduna á Suðurnesjum, sem keypt hafði raðhús og tvo nýja bíla, allt í skuld, og var komin í vanskil löngu fyrir hrun? Var það ekki RÚV, sem hvað hæst barði bumburnar í túlkun sinni á því hrikalega óréttlæti, sem þessi fjölskylda þyrfti að mæta í eftirmála hrunsins? Ekki man ég betur. Þegar betur var að gáð kom hins vegar allur annar sannleikur í ljós en sannleikur fréttastofanna — í báðum tilgreindum tilvikum. Lítið fór hins vegar fyrir þeirri frásögn í fréttunum. Og náttúrlega var engrar afsökunar beðist — eða hvað? Slík dæmi um óvandaða fréttamennsku eru legíó. Og hvað um látlausan áróður í föstum fréttaskýringaþáttum sjónvarps- og útvarpsstöðva til upphafningar á reiði og til afbötunar á ofsa og hamsleysi jafnt í orðum sem athöfnum í skjóli hrunsins og „vanefnda" stjórnvalda? Margir þeirra, sem lengst gengu í gagnrýnislausri upphafningu á gleypigangi og rembilæti vanhæfu gróðapunganna fyrir hrun kynda nú sem mest þeir mega elda reiði, haturs og heiftrækni. Einn þáttastjórnenda sjónvarpsstöðvanna orðaði það svo á dögunum á fésbókarsíðu sinni að e.t.v. væri „meðvirknin með reiðinni" orðin of mikil. Bragð er að þá barnið finnur. Ætli þeir séu ekki fleiri en Þór Saari sem þyrftu að biðjast afsökunar á „meðvirkninni"? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Helgi Seljan fréttamaður fór þess á leit við Þór Saari alþingismann í Kastljóssþætti á dögunum að alþingismaðurinn bæðist afsökunar á því að vilja réttlæta níðingsverk með reiði skuldara vegna hrunsins og vanefnda stjórnvalda. Örvinglað fólk sé bara „að boxa til baka". Þór hefur nú orðið við þeirri beiðni. En Helgi Seljan ætti að líta sinni stétt nær. Er þetta ekki einmitt það, sem hún hefur ítrekað daðrað við? Var það ekki RÚV sem gerði hvað mest úr því þegar „svindlari", eins og Helgi sjálfur kallaði „viðfangsefnið", eyðilagði eigur annarra með vélgröfu undir sjónvarpsmyndavélum eftir að hafa haft milljónir af saklausu fólki með svikum? Var það ekki RÚV, en ekki bara Þór Saari, sem notaði þessa atburði sem dæmi um hina réttlátu reiði, sem skuldarar hefðu alið með sér? Og hvað um fjölskylduna á Suðurnesjum, sem keypt hafði raðhús og tvo nýja bíla, allt í skuld, og var komin í vanskil löngu fyrir hrun? Var það ekki RÚV, sem hvað hæst barði bumburnar í túlkun sinni á því hrikalega óréttlæti, sem þessi fjölskylda þyrfti að mæta í eftirmála hrunsins? Ekki man ég betur. Þegar betur var að gáð kom hins vegar allur annar sannleikur í ljós en sannleikur fréttastofanna — í báðum tilgreindum tilvikum. Lítið fór hins vegar fyrir þeirri frásögn í fréttunum. Og náttúrlega var engrar afsökunar beðist — eða hvað? Slík dæmi um óvandaða fréttamennsku eru legíó. Og hvað um látlausan áróður í föstum fréttaskýringaþáttum sjónvarps- og útvarpsstöðva til upphafningar á reiði og til afbötunar á ofsa og hamsleysi jafnt í orðum sem athöfnum í skjóli hrunsins og „vanefnda" stjórnvalda? Margir þeirra, sem lengst gengu í gagnrýnislausri upphafningu á gleypigangi og rembilæti vanhæfu gróðapunganna fyrir hrun kynda nú sem mest þeir mega elda reiði, haturs og heiftrækni. Einn þáttastjórnenda sjónvarpsstöðvanna orðaði það svo á dögunum á fésbókarsíðu sinni að e.t.v. væri „meðvirknin með reiðinni" orðin of mikil. Bragð er að þá barnið finnur. Ætli þeir séu ekki fleiri en Þór Saari sem þyrftu að biðjast afsökunar á „meðvirkninni"?
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun