Mottumars og krabbamein Ragnheiður Haraldsdóttir skrifar 10. mars 2012 12:00 Í grein fyrir skemmstu í Fréttablaðinu eftir Teit Guðmundsson lækni undir fyrirsögninni „Misskilin motta!?" og í viðtali við hann á Bylgjunni komu fram sjónarmið sem þarft er að leiðrétta. Þar gætir nokkurs misskilnings. Það er ekki rétt að Krabbameinsfélagið einblíni á blöðruhálskirtilskrabbamein og eistnakrabbamein í átaks- og fjáröflunarátaki sínu Mottumars, karlmenn og krabbamein. Þvert á móti hefur frá upphafi verið lögð áhersla á almenn heilsuboðorð til karla og að menn þekki fyrstu einkenni margvíslegra krabbameina. Áhersla var lögð á blöðruhálskirtilkrabbamein í fyrra og í hitteðfyrra, en það er algengasta krabbamein karla. Að mati okkar var mikilvægt að opna umræðuna um það krabbamein til að auðvelda körlum að bregðast við fyrstu einkennum. Þetta hefur tekist mjög vel. Nú í ár er aukin áhersla á önnur krabbamein jafnhliða. Það er heldur ekki rétt að ganga út því frá að Krabbameinsfélagið hvetji alla karlmenn til þess að fara í mælingu á PSA í blóði. Hið rétta er að eitt aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins, Framför, sendi fimmtugum körlum bréf og hvatti til slíkra mælinga. Sjónarmið þeirra og rök hafa komið fram í fjölmiðlum. Í yfirlýsingu landlæknis af því tilefni er vísað í fræðsluefni Krabbameinsfélagsins, sem mælir með einstaklingsbundinni nálgun í þessu efni. Þetta fræðsluefni er að finna m.a. á heimasíðu félagsins (www.krabb.is) og panta má fræðslubæklinga beint frá okkur. Teitur hvetur til aðgerða til að sporna við ristilkrabbameini, og þar er Krabbameinsfélagið honum sammála. Þess vegna hafa Krabbameinsfélag Íslands og ýmis aðildarfélög þess á undanförnum árum staðið fyrir ráðstefnum um ristilkrabbamein (ein slík nú í mars), gefið út fræðsluefni og hvatt til skimunar. Í fræðslumyndinni „Þetta er svo lúmskt" (útg. 2011) er fjallað um ýmsa þætti er varða krabbamein í ristli og endaþarmi. Þar eru viðtöl við einstaklinga sem hafa greinst með þennan sjúkdóm og við fagfólk sem vinnur að greiningu og meðferð hans. Einnig er lögð áhersla á að kynna hvað hver einstaklingur getur gert til að draga úr hættunni á að fá sjúkdóminn og hvað hægt er að gera til að greina hann á forstigi, þegar mestur möguleiki er á lækningu. Flestum er ljóst að nú er sannarlega kominn tími til að stíga stærri og fleiri skref til að fækka ristilkrabbameinum hér á landi, og beita til þess öllum tiltækum ráðum. Þar liggja mikil sóknarfæri, því krabbamein í ristli má greina á forstigi og frumstigi, og því fyrr sem það greinist, þeim mun betri er árangur meðferðar. Krabbameinsfélag Íslands mun áfram láta mikið til sín taka og með hjálp og stuðningi almennings í landinu munum við setja markið hátt og ná árangri í baráttunni við margs konar krabbamein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Misskilin motta!? Nú fögnum við á nýju ári aftur Mottumars svokölluðum sem hefur að markmiði að ýta undir árvekni karla gegn krabbameini og einkennum þess. Þetta er frábært framtak og hefur lukkast í alla staði mjög vel undanfarin ár og hafa karlmenn látið sér vaxa skegg og þannig sýnt stuðning sinn í verki og aukinheldur safnað áheitum til stuðnings Krabbameinsfélaginu í rannsóknir, fræðslu og forvarnir. 28. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein fyrir skemmstu í Fréttablaðinu eftir Teit Guðmundsson lækni undir fyrirsögninni „Misskilin motta!?" og í viðtali við hann á Bylgjunni komu fram sjónarmið sem þarft er að leiðrétta. Þar gætir nokkurs misskilnings. Það er ekki rétt að Krabbameinsfélagið einblíni á blöðruhálskirtilskrabbamein og eistnakrabbamein í átaks- og fjáröflunarátaki sínu Mottumars, karlmenn og krabbamein. Þvert á móti hefur frá upphafi verið lögð áhersla á almenn heilsuboðorð til karla og að menn þekki fyrstu einkenni margvíslegra krabbameina. Áhersla var lögð á blöðruhálskirtilkrabbamein í fyrra og í hitteðfyrra, en það er algengasta krabbamein karla. Að mati okkar var mikilvægt að opna umræðuna um það krabbamein til að auðvelda körlum að bregðast við fyrstu einkennum. Þetta hefur tekist mjög vel. Nú í ár er aukin áhersla á önnur krabbamein jafnhliða. Það er heldur ekki rétt að ganga út því frá að Krabbameinsfélagið hvetji alla karlmenn til þess að fara í mælingu á PSA í blóði. Hið rétta er að eitt aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins, Framför, sendi fimmtugum körlum bréf og hvatti til slíkra mælinga. Sjónarmið þeirra og rök hafa komið fram í fjölmiðlum. Í yfirlýsingu landlæknis af því tilefni er vísað í fræðsluefni Krabbameinsfélagsins, sem mælir með einstaklingsbundinni nálgun í þessu efni. Þetta fræðsluefni er að finna m.a. á heimasíðu félagsins (www.krabb.is) og panta má fræðslubæklinga beint frá okkur. Teitur hvetur til aðgerða til að sporna við ristilkrabbameini, og þar er Krabbameinsfélagið honum sammála. Þess vegna hafa Krabbameinsfélag Íslands og ýmis aðildarfélög þess á undanförnum árum staðið fyrir ráðstefnum um ristilkrabbamein (ein slík nú í mars), gefið út fræðsluefni og hvatt til skimunar. Í fræðslumyndinni „Þetta er svo lúmskt" (útg. 2011) er fjallað um ýmsa þætti er varða krabbamein í ristli og endaþarmi. Þar eru viðtöl við einstaklinga sem hafa greinst með þennan sjúkdóm og við fagfólk sem vinnur að greiningu og meðferð hans. Einnig er lögð áhersla á að kynna hvað hver einstaklingur getur gert til að draga úr hættunni á að fá sjúkdóminn og hvað hægt er að gera til að greina hann á forstigi, þegar mestur möguleiki er á lækningu. Flestum er ljóst að nú er sannarlega kominn tími til að stíga stærri og fleiri skref til að fækka ristilkrabbameinum hér á landi, og beita til þess öllum tiltækum ráðum. Þar liggja mikil sóknarfæri, því krabbamein í ristli má greina á forstigi og frumstigi, og því fyrr sem það greinist, þeim mun betri er árangur meðferðar. Krabbameinsfélag Íslands mun áfram láta mikið til sín taka og með hjálp og stuðningi almennings í landinu munum við setja markið hátt og ná árangri í baráttunni við margs konar krabbamein.
Misskilin motta!? Nú fögnum við á nýju ári aftur Mottumars svokölluðum sem hefur að markmiði að ýta undir árvekni karla gegn krabbameini og einkennum þess. Þetta er frábært framtak og hefur lukkast í alla staði mjög vel undanfarin ár og hafa karlmenn látið sér vaxa skegg og þannig sýnt stuðning sinn í verki og aukinheldur safnað áheitum til stuðnings Krabbameinsfélaginu í rannsóknir, fræðslu og forvarnir. 28. febrúar 2012 06:00
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar