Mottumars og krabbamein Ragnheiður Haraldsdóttir skrifar 10. mars 2012 12:00 Í grein fyrir skemmstu í Fréttablaðinu eftir Teit Guðmundsson lækni undir fyrirsögninni „Misskilin motta!?" og í viðtali við hann á Bylgjunni komu fram sjónarmið sem þarft er að leiðrétta. Þar gætir nokkurs misskilnings. Það er ekki rétt að Krabbameinsfélagið einblíni á blöðruhálskirtilskrabbamein og eistnakrabbamein í átaks- og fjáröflunarátaki sínu Mottumars, karlmenn og krabbamein. Þvert á móti hefur frá upphafi verið lögð áhersla á almenn heilsuboðorð til karla og að menn þekki fyrstu einkenni margvíslegra krabbameina. Áhersla var lögð á blöðruhálskirtilkrabbamein í fyrra og í hitteðfyrra, en það er algengasta krabbamein karla. Að mati okkar var mikilvægt að opna umræðuna um það krabbamein til að auðvelda körlum að bregðast við fyrstu einkennum. Þetta hefur tekist mjög vel. Nú í ár er aukin áhersla á önnur krabbamein jafnhliða. Það er heldur ekki rétt að ganga út því frá að Krabbameinsfélagið hvetji alla karlmenn til þess að fara í mælingu á PSA í blóði. Hið rétta er að eitt aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins, Framför, sendi fimmtugum körlum bréf og hvatti til slíkra mælinga. Sjónarmið þeirra og rök hafa komið fram í fjölmiðlum. Í yfirlýsingu landlæknis af því tilefni er vísað í fræðsluefni Krabbameinsfélagsins, sem mælir með einstaklingsbundinni nálgun í þessu efni. Þetta fræðsluefni er að finna m.a. á heimasíðu félagsins (www.krabb.is) og panta má fræðslubæklinga beint frá okkur. Teitur hvetur til aðgerða til að sporna við ristilkrabbameini, og þar er Krabbameinsfélagið honum sammála. Þess vegna hafa Krabbameinsfélag Íslands og ýmis aðildarfélög þess á undanförnum árum staðið fyrir ráðstefnum um ristilkrabbamein (ein slík nú í mars), gefið út fræðsluefni og hvatt til skimunar. Í fræðslumyndinni „Þetta er svo lúmskt" (útg. 2011) er fjallað um ýmsa þætti er varða krabbamein í ristli og endaþarmi. Þar eru viðtöl við einstaklinga sem hafa greinst með þennan sjúkdóm og við fagfólk sem vinnur að greiningu og meðferð hans. Einnig er lögð áhersla á að kynna hvað hver einstaklingur getur gert til að draga úr hættunni á að fá sjúkdóminn og hvað hægt er að gera til að greina hann á forstigi, þegar mestur möguleiki er á lækningu. Flestum er ljóst að nú er sannarlega kominn tími til að stíga stærri og fleiri skref til að fækka ristilkrabbameinum hér á landi, og beita til þess öllum tiltækum ráðum. Þar liggja mikil sóknarfæri, því krabbamein í ristli má greina á forstigi og frumstigi, og því fyrr sem það greinist, þeim mun betri er árangur meðferðar. Krabbameinsfélag Íslands mun áfram láta mikið til sín taka og með hjálp og stuðningi almennings í landinu munum við setja markið hátt og ná árangri í baráttunni við margs konar krabbamein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Misskilin motta!? Nú fögnum við á nýju ári aftur Mottumars svokölluðum sem hefur að markmiði að ýta undir árvekni karla gegn krabbameini og einkennum þess. Þetta er frábært framtak og hefur lukkast í alla staði mjög vel undanfarin ár og hafa karlmenn látið sér vaxa skegg og þannig sýnt stuðning sinn í verki og aukinheldur safnað áheitum til stuðnings Krabbameinsfélaginu í rannsóknir, fræðslu og forvarnir. 28. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein fyrir skemmstu í Fréttablaðinu eftir Teit Guðmundsson lækni undir fyrirsögninni „Misskilin motta!?" og í viðtali við hann á Bylgjunni komu fram sjónarmið sem þarft er að leiðrétta. Þar gætir nokkurs misskilnings. Það er ekki rétt að Krabbameinsfélagið einblíni á blöðruhálskirtilskrabbamein og eistnakrabbamein í átaks- og fjáröflunarátaki sínu Mottumars, karlmenn og krabbamein. Þvert á móti hefur frá upphafi verið lögð áhersla á almenn heilsuboðorð til karla og að menn þekki fyrstu einkenni margvíslegra krabbameina. Áhersla var lögð á blöðruhálskirtilkrabbamein í fyrra og í hitteðfyrra, en það er algengasta krabbamein karla. Að mati okkar var mikilvægt að opna umræðuna um það krabbamein til að auðvelda körlum að bregðast við fyrstu einkennum. Þetta hefur tekist mjög vel. Nú í ár er aukin áhersla á önnur krabbamein jafnhliða. Það er heldur ekki rétt að ganga út því frá að Krabbameinsfélagið hvetji alla karlmenn til þess að fara í mælingu á PSA í blóði. Hið rétta er að eitt aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins, Framför, sendi fimmtugum körlum bréf og hvatti til slíkra mælinga. Sjónarmið þeirra og rök hafa komið fram í fjölmiðlum. Í yfirlýsingu landlæknis af því tilefni er vísað í fræðsluefni Krabbameinsfélagsins, sem mælir með einstaklingsbundinni nálgun í þessu efni. Þetta fræðsluefni er að finna m.a. á heimasíðu félagsins (www.krabb.is) og panta má fræðslubæklinga beint frá okkur. Teitur hvetur til aðgerða til að sporna við ristilkrabbameini, og þar er Krabbameinsfélagið honum sammála. Þess vegna hafa Krabbameinsfélag Íslands og ýmis aðildarfélög þess á undanförnum árum staðið fyrir ráðstefnum um ristilkrabbamein (ein slík nú í mars), gefið út fræðsluefni og hvatt til skimunar. Í fræðslumyndinni „Þetta er svo lúmskt" (útg. 2011) er fjallað um ýmsa þætti er varða krabbamein í ristli og endaþarmi. Þar eru viðtöl við einstaklinga sem hafa greinst með þennan sjúkdóm og við fagfólk sem vinnur að greiningu og meðferð hans. Einnig er lögð áhersla á að kynna hvað hver einstaklingur getur gert til að draga úr hættunni á að fá sjúkdóminn og hvað hægt er að gera til að greina hann á forstigi, þegar mestur möguleiki er á lækningu. Flestum er ljóst að nú er sannarlega kominn tími til að stíga stærri og fleiri skref til að fækka ristilkrabbameinum hér á landi, og beita til þess öllum tiltækum ráðum. Þar liggja mikil sóknarfæri, því krabbamein í ristli má greina á forstigi og frumstigi, og því fyrr sem það greinist, þeim mun betri er árangur meðferðar. Krabbameinsfélag Íslands mun áfram láta mikið til sín taka og með hjálp og stuðningi almennings í landinu munum við setja markið hátt og ná árangri í baráttunni við margs konar krabbamein.
Misskilin motta!? Nú fögnum við á nýju ári aftur Mottumars svokölluðum sem hefur að markmiði að ýta undir árvekni karla gegn krabbameini og einkennum þess. Þetta er frábært framtak og hefur lukkast í alla staði mjög vel undanfarin ár og hafa karlmenn látið sér vaxa skegg og þannig sýnt stuðning sinn í verki og aukinheldur safnað áheitum til stuðnings Krabbameinsfélaginu í rannsóknir, fræðslu og forvarnir. 28. febrúar 2012 06:00
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar