Náttúruminjasafn Íslands — Tímabært? Georg Friðriksson skrifar 14. mars 2012 06:00 Þann 29. febrúar birtist í Fréttablaðinu grein eftir Hjörleif Finnsson, heimspeking og þjóðgarðsvörð, þar sem vangaveltur um Náttúruminjasafn Íslands eru viðraðar. Umfjöllun um Náttúruminjasafn Íslands er þakkarverð og ljóst að greinarhöfundur hefur áhuga á safninu. Náttúran og fræðslan um hanaNálgunin við náttúruminjasafnið í Kalkútta er áhugaverð, helst vegna þess að þar lýsir greinarhöfundur því sem öll náttúruminjasöfn bjóða gestum sínum upp á: sýnishornum úr náttúrunni. Sýningar náttúruminjasafna eru yfirleitt tvenns konar, annars vegar föst sýning sem oftast er virðuleg eins og sú rykfallna sem greinarhöfundur nefnir, hins vegar tímabundnar þemasýningar sem greinarhöfundur gæti hafa farið á mis við meðan á heimsókninni stóð. Óvíst er hvað hugmyndafræði nýlenduherra liðinna tíma og löngun og vilji Vesturlandabúa til að drottna yfir umhverfi sínu snertir enn ómótað Náttúruminjasafn Íslands á 21. öld. Fyrri aldir höfðu í för með sér mikla möguleika fyrir náttúruminjasöfn, enda engar reglur sem takmörkuðu öflun muna og aðgangur safnanna að náttúruminjum því góður. En hvað breyttist? Hafa náttúruminjasöfn dregið úr söfnun? Nei, því fer fjarri. Ef skoðuð eru söfn grannþjóða Íslands kemur annað í ljós. Sýna menntakerfi grannþjóðanna náttúruminjasöfnum minni áhuga en fyrr? Nei, skipulagðar heimsóknir nemendahópa þykja ómissandi í fræðslu um einmitt náttúruna. Staðreyndin er sú að þó svo að fróðlegt og skemmtilegt sé að ganga um náttúruna er lítill hluti hennar aðgengilegur almenningi í raun. Greinarhöfundur hefur eflaust hugmyndir um hvernig almenningur gæti kynnt sér til dæmis fiska sem lifa á meira dýpi en sem nemur tveimur metrum úti í náttúrunni, fugla sem fólk sér sjaldnast nema úr fjarlægð og krefst þjálfunar að greina eða jarðfræðifyrirbrigði sem ekki hver sem er þekkir. Þetta gera náttúruminjasöfnin í þágu almennings. Þau færa náttúruna heim í hús og kynna hana almenningi. Eflaust hefur greinarhöfundur líka hugmyndir um hvernig færa mætti þá sem ekki komast fyrir eigin atbeina út í náttúruna. Er náttúran kannski ekki fyrir þann þjóðfélagshóp? Fyrir náttúruminjasöfnum er það fólk hluti almennings og hefur rétt á að skoða náttúruminjar. Náttúruminjasafn ÍslandsGreinarhöfundur nefnir réttilega að Náttúruminjasafn Íslands hafi fræðslu- og miðlunarhlutverk, en rangt er að stofnunin hafi fyrst og fremst þessu hlutverki að sinna, helsta hlutverk hennar er að vera safn. Þá vakna eflaust spurningar, svo sem: Hvað er safn og hvað gerir safn? Söfn safna munum, greina þá, skrá og varðveita. Menningarlegi þátturinn, sem greinarhöfundur talar um, er afrakstur ferlisins sem safnmunurinn gengur í gegnum áður en hægt er að fræða nokkurn um hann. Rannsóknir Náttúruminjasafnsins beinast að náttúruminjum sem verða að safnmunum, ekkert er loðið þar. Fagfólk náttúruminjasafna, sem sinnir munum safnanna, er að langmestu leyti sérfræðingar á sviði flokkunarfræði og skiptir litlu hvort um ræðir dýr, plöntur eða jarðfræðilega muni, allt þarf að greina áður en ákvörðun um framtíðardvöl munarins liggur fyrir. Þegar greinarhöfundur fjallar um náttúrufarsrannsóknir ætti hann ef til vill að staldra við. Fleiri stofnanir en Náttúrufræðistofnun Íslands sinna náttúrufarsrannsóknum, til dæmis Hafrannsóknastofnun, Veiðimálastofnun, Veðurstofan, náttúrustofurnar, Íslenskar orkurannsóknir og allar þykja þarfar. Ef ekki er lengur þörf fyrir náttúruminjasöfn sem starfa eftir aldalöngum hefðum, og gefist hafa vel hingað til, hvað á þá við um önnur söfn eins og Þjóðminjasafn Íslands? Má með sömu rökum segja að gestum þess nægi að finna sér gömul hús og skoða þau og innviði þeirra, nú eða gamlar rústir og róta svolítið sjálfir til tilbreytingar? Listasöfn eru þá heldur ekki þörf, almenningur getur í staðinn fengið sér viðeigandi áhöld og lagt stund á eigin listsköpun. FramtíðinEngum dylst sú ömurlega staða sem Náttúruminjasafn Íslands er í. Veigamikill þáttur í vandræðum þess er einmitt skortur á húsnæði sem hýst getur stofnun er á að sinna þeim þáttum sem lög um safnið segja til um. Greinarhöfundur þarf ekki að samsinna stefnu náttúruminjasafna í starfsemi sinni, hins vegar missir greinin marks þar sem hann virðist ekki hafa kynnt sér hlutverk, tilgang og starf náttúruminjasafna almennt svo og Náttúruminjasafns Íslands. Náttúruminjasöfn eru ekki bara sýningar á munum úr náttúrunni. Þau eru setur þekkingar og vísinda, enda er ekki nema örlítill hluti safneignar þeirra til sýnis. Náttúruminjasöfn eiga þakkir skildar fyrir þátt sinn í þeirri þekkingu sem til staðar er um náttúruna. Þau veita innsýn í hið liðna með hinni miklu söfnun náttúruminja sem orðið hefur fyrir atbeina þeirra síðustu tvær til þrjár aldir. Það sem sést í náttúrunni í dag er óvíst að verði til staðar á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Þann 29. febrúar birtist í Fréttablaðinu grein eftir Hjörleif Finnsson, heimspeking og þjóðgarðsvörð, þar sem vangaveltur um Náttúruminjasafn Íslands eru viðraðar. Umfjöllun um Náttúruminjasafn Íslands er þakkarverð og ljóst að greinarhöfundur hefur áhuga á safninu. Náttúran og fræðslan um hanaNálgunin við náttúruminjasafnið í Kalkútta er áhugaverð, helst vegna þess að þar lýsir greinarhöfundur því sem öll náttúruminjasöfn bjóða gestum sínum upp á: sýnishornum úr náttúrunni. Sýningar náttúruminjasafna eru yfirleitt tvenns konar, annars vegar föst sýning sem oftast er virðuleg eins og sú rykfallna sem greinarhöfundur nefnir, hins vegar tímabundnar þemasýningar sem greinarhöfundur gæti hafa farið á mis við meðan á heimsókninni stóð. Óvíst er hvað hugmyndafræði nýlenduherra liðinna tíma og löngun og vilji Vesturlandabúa til að drottna yfir umhverfi sínu snertir enn ómótað Náttúruminjasafn Íslands á 21. öld. Fyrri aldir höfðu í för með sér mikla möguleika fyrir náttúruminjasöfn, enda engar reglur sem takmörkuðu öflun muna og aðgangur safnanna að náttúruminjum því góður. En hvað breyttist? Hafa náttúruminjasöfn dregið úr söfnun? Nei, því fer fjarri. Ef skoðuð eru söfn grannþjóða Íslands kemur annað í ljós. Sýna menntakerfi grannþjóðanna náttúruminjasöfnum minni áhuga en fyrr? Nei, skipulagðar heimsóknir nemendahópa þykja ómissandi í fræðslu um einmitt náttúruna. Staðreyndin er sú að þó svo að fróðlegt og skemmtilegt sé að ganga um náttúruna er lítill hluti hennar aðgengilegur almenningi í raun. Greinarhöfundur hefur eflaust hugmyndir um hvernig almenningur gæti kynnt sér til dæmis fiska sem lifa á meira dýpi en sem nemur tveimur metrum úti í náttúrunni, fugla sem fólk sér sjaldnast nema úr fjarlægð og krefst þjálfunar að greina eða jarðfræðifyrirbrigði sem ekki hver sem er þekkir. Þetta gera náttúruminjasöfnin í þágu almennings. Þau færa náttúruna heim í hús og kynna hana almenningi. Eflaust hefur greinarhöfundur líka hugmyndir um hvernig færa mætti þá sem ekki komast fyrir eigin atbeina út í náttúruna. Er náttúran kannski ekki fyrir þann þjóðfélagshóp? Fyrir náttúruminjasöfnum er það fólk hluti almennings og hefur rétt á að skoða náttúruminjar. Náttúruminjasafn ÍslandsGreinarhöfundur nefnir réttilega að Náttúruminjasafn Íslands hafi fræðslu- og miðlunarhlutverk, en rangt er að stofnunin hafi fyrst og fremst þessu hlutverki að sinna, helsta hlutverk hennar er að vera safn. Þá vakna eflaust spurningar, svo sem: Hvað er safn og hvað gerir safn? Söfn safna munum, greina þá, skrá og varðveita. Menningarlegi þátturinn, sem greinarhöfundur talar um, er afrakstur ferlisins sem safnmunurinn gengur í gegnum áður en hægt er að fræða nokkurn um hann. Rannsóknir Náttúruminjasafnsins beinast að náttúruminjum sem verða að safnmunum, ekkert er loðið þar. Fagfólk náttúruminjasafna, sem sinnir munum safnanna, er að langmestu leyti sérfræðingar á sviði flokkunarfræði og skiptir litlu hvort um ræðir dýr, plöntur eða jarðfræðilega muni, allt þarf að greina áður en ákvörðun um framtíðardvöl munarins liggur fyrir. Þegar greinarhöfundur fjallar um náttúrufarsrannsóknir ætti hann ef til vill að staldra við. Fleiri stofnanir en Náttúrufræðistofnun Íslands sinna náttúrufarsrannsóknum, til dæmis Hafrannsóknastofnun, Veiðimálastofnun, Veðurstofan, náttúrustofurnar, Íslenskar orkurannsóknir og allar þykja þarfar. Ef ekki er lengur þörf fyrir náttúruminjasöfn sem starfa eftir aldalöngum hefðum, og gefist hafa vel hingað til, hvað á þá við um önnur söfn eins og Þjóðminjasafn Íslands? Má með sömu rökum segja að gestum þess nægi að finna sér gömul hús og skoða þau og innviði þeirra, nú eða gamlar rústir og róta svolítið sjálfir til tilbreytingar? Listasöfn eru þá heldur ekki þörf, almenningur getur í staðinn fengið sér viðeigandi áhöld og lagt stund á eigin listsköpun. FramtíðinEngum dylst sú ömurlega staða sem Náttúruminjasafn Íslands er í. Veigamikill þáttur í vandræðum þess er einmitt skortur á húsnæði sem hýst getur stofnun er á að sinna þeim þáttum sem lög um safnið segja til um. Greinarhöfundur þarf ekki að samsinna stefnu náttúruminjasafna í starfsemi sinni, hins vegar missir greinin marks þar sem hann virðist ekki hafa kynnt sér hlutverk, tilgang og starf náttúruminjasafna almennt svo og Náttúruminjasafns Íslands. Náttúruminjasöfn eru ekki bara sýningar á munum úr náttúrunni. Þau eru setur þekkingar og vísinda, enda er ekki nema örlítill hluti safneignar þeirra til sýnis. Náttúruminjasöfn eiga þakkir skildar fyrir þátt sinn í þeirri þekkingu sem til staðar er um náttúruna. Þau veita innsýn í hið liðna með hinni miklu söfnun náttúruminja sem orðið hefur fyrir atbeina þeirra síðustu tvær til þrjár aldir. Það sem sést í náttúrunni í dag er óvíst að verði til staðar á morgun.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar