Rökvís rödd Samtaka lánþega Guðmundur Andri Skúlason skrifar 12. mars 2012 06:00 Í aðdragandi setningar svokallaðra Árna Páls laga, voru gerð mörg mistök og afdrifarík. Við viljum gera ráð fyrir að menn hafi þar viljað gera vel. Það bara tókst ekki. Tjón varð verulegt hjá mörgum einstaklingum og fyrirtækjum. Sumir fóru í þrot og aðrir flúðu. Nú stöndum við í svipuðum sporum og í lok árs 2010. Óvissa er um túlkun á eftirstöðvum lána og greiðslubyrði þeirra. Sama óvissa er því einnig um framtíð lánþega og fjármálafyrirtækja. Okkur ber skylda til að eyða þeirri óvissu og jafnframt að koma í veg fyrir að sömu mistök verði gerð og þau er leiddu til setningar Árna Páls laganna. Þau mistök fólust fyrst og síðast í því að ekki var tekið tillit til sjónarmiða lánþega og rökfastra lagaraka þeirra. Á fundum með efnahags- og viðskiptanefnd að undanförnu, höfum við ítrekað þá skoðun okkar að unnið verði út frá þeirri stöðu sem við blasir og horft til framtíðar. Við höfum ítrekað þann vilja okkar að við fáum fulltrúa á fundum Samstarfshóps um eftirfylgni og áhrif gengislánadóms Hæstaréttar. Við höfum jafnframt bent á þann vilja okkar að koma að viðræðum við Samtök fjármálafyrirtækja um aðgerðir og framhald í málaferlum, til að tryggja svör. Við teljum að málefnaleg og rökræn afstaða Samtaka lánþega til álitamála sem eru hér til umræðu sé nauðsynlegt innlegg í þá umræðu sem framundan er. Við viljum forðast klúður og við viljum forðast réttindabrot á lánþegum. Við viljum tryggja að rödd okkar heyrist við borðið og að við fáum þá jafnframt tækifæri til að heyra ómengaða afstöðu stjórnvalda og fjármálafyrirtækja. Aðeins þannig geta allir tekið upplýsta ákvörðun um aðgerðir. Það er eiginlega kominn tími til að hlustað sé á rödd Samtaka lánþega. Sú rödd hefur hingað til haft rétt fyrir sér um álitamálin og túlkað niðurstöður af rökvísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdragandi setningar svokallaðra Árna Páls laga, voru gerð mörg mistök og afdrifarík. Við viljum gera ráð fyrir að menn hafi þar viljað gera vel. Það bara tókst ekki. Tjón varð verulegt hjá mörgum einstaklingum og fyrirtækjum. Sumir fóru í þrot og aðrir flúðu. Nú stöndum við í svipuðum sporum og í lok árs 2010. Óvissa er um túlkun á eftirstöðvum lána og greiðslubyrði þeirra. Sama óvissa er því einnig um framtíð lánþega og fjármálafyrirtækja. Okkur ber skylda til að eyða þeirri óvissu og jafnframt að koma í veg fyrir að sömu mistök verði gerð og þau er leiddu til setningar Árna Páls laganna. Þau mistök fólust fyrst og síðast í því að ekki var tekið tillit til sjónarmiða lánþega og rökfastra lagaraka þeirra. Á fundum með efnahags- og viðskiptanefnd að undanförnu, höfum við ítrekað þá skoðun okkar að unnið verði út frá þeirri stöðu sem við blasir og horft til framtíðar. Við höfum ítrekað þann vilja okkar að við fáum fulltrúa á fundum Samstarfshóps um eftirfylgni og áhrif gengislánadóms Hæstaréttar. Við höfum jafnframt bent á þann vilja okkar að koma að viðræðum við Samtök fjármálafyrirtækja um aðgerðir og framhald í málaferlum, til að tryggja svör. Við teljum að málefnaleg og rökræn afstaða Samtaka lánþega til álitamála sem eru hér til umræðu sé nauðsynlegt innlegg í þá umræðu sem framundan er. Við viljum forðast klúður og við viljum forðast réttindabrot á lánþegum. Við viljum tryggja að rödd okkar heyrist við borðið og að við fáum þá jafnframt tækifæri til að heyra ómengaða afstöðu stjórnvalda og fjármálafyrirtækja. Aðeins þannig geta allir tekið upplýsta ákvörðun um aðgerðir. Það er eiginlega kominn tími til að hlustað sé á rödd Samtaka lánþega. Sú rödd hefur hingað til haft rétt fyrir sér um álitamálin og túlkað niðurstöður af rökvísi.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar