Góðar undirtektir Björn Karlsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Mannvirkjastofnun og umhverfisráðuneytið hafa að undanförnu staðið að umfangsmikilli kynningu á nýrri byggingarreglugerð. Þótt komið hafi fram athugasemdir við einstök atriði reglugerðarinnar er óhætt að segja að almennt hafi hún fengið góðar og jákvæðar undirtektir, enda var leitast við að vanda til smíði hennar í hvívetna. Samráð var haft við fjölda fólks með sérþekkingu á ýmsum sviðum og ólíka hagsmuni. Í febrúar 2010 skipaði umhverfisráðherra nefnd til að endurskoða byggingarreglugerð með hliðsjón af fyrirhuguðum lögum um mannvirki, sem tóku gildi í ársbyrjun 2011. Við endurskoðunina skyldi áhersla lögð á að hafa sjálfbæra þróun, opna stjórnsýslu, gagnsæi og lýðræðisumbætur að leiðarljósi. Áhersla var lögð á aukna notkun markmiðsákvæða og byggingarstaðla í reglugerðinni. Sérstaklega var hugað að neytendavernd, vistvænni byggð, hljóðvist í skólum, byggingum ætluðum börnum og aðgengismálum fatlaðra. Einnig var nefndinni gert að hafa mikið samráð við ýmsa hagsmunaaðila. Nefndin lauk verkefni sínu síðla árs 2011 og umhverfisráðherra staðfesti reglugerðina 24. janúar síðastliðinn. Var þá talsvert fjallað um hana í fjölmiðlum enda eru í henni fjölmörg nýmæli sem eru til þess fallin að auka gæði og öryggi mannvirkja. Reglugerðin er sérlega yfirgripsmikil og tekur til fjölda atriða sem snerta daglegt líf og aðbúnað almennings. Mikið fjölmenni var á kynningarfundi sem Mannvirkjastofnun efndi til í Reykjavík 10. febrúar. Síðan hafa sambærilegir fundir verið haldnir á Akureyri, í Borgarnesi, Reykjanesbæ, á Hvolsvelli, Egilsstöðum og Ísafirði. Fundirnir hafa hvarvetna verið afar vel sóttir. Þar hafa þeir sem starfa við hönnun og gerð mannvirkja fengið ítarlega kynningu á reglugerðinni og tækifæri til að tjá sig um hana. Fundarmenn hafa með örfáum undantekningum lýst ánægju með reglugerðina. Margvíslegar upplýsingar um reglugerðina er að finna á mvs.is. Nú þegar fundaherferðinni er lokið munu Iðan fræðslusetur og fleiri bjóða upp á fræðslufundi fyrir iðnaðarmenn. Kynningarstarfið heldur því áfram. Geysileg verðmæti liggja í mannvirkjum hins opinbera, fyrirtækja og einstaklinga. Því er áríðandi að lög og reglugerðir um þau miði að því að tryggja sem best gæði þeirra, öryggi og hagkvæmni. Það er sannfæring greinarhöfundar að ný byggingarreglugerð gæti þessara hagsmuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Mannvirkjastofnun og umhverfisráðuneytið hafa að undanförnu staðið að umfangsmikilli kynningu á nýrri byggingarreglugerð. Þótt komið hafi fram athugasemdir við einstök atriði reglugerðarinnar er óhætt að segja að almennt hafi hún fengið góðar og jákvæðar undirtektir, enda var leitast við að vanda til smíði hennar í hvívetna. Samráð var haft við fjölda fólks með sérþekkingu á ýmsum sviðum og ólíka hagsmuni. Í febrúar 2010 skipaði umhverfisráðherra nefnd til að endurskoða byggingarreglugerð með hliðsjón af fyrirhuguðum lögum um mannvirki, sem tóku gildi í ársbyrjun 2011. Við endurskoðunina skyldi áhersla lögð á að hafa sjálfbæra þróun, opna stjórnsýslu, gagnsæi og lýðræðisumbætur að leiðarljósi. Áhersla var lögð á aukna notkun markmiðsákvæða og byggingarstaðla í reglugerðinni. Sérstaklega var hugað að neytendavernd, vistvænni byggð, hljóðvist í skólum, byggingum ætluðum börnum og aðgengismálum fatlaðra. Einnig var nefndinni gert að hafa mikið samráð við ýmsa hagsmunaaðila. Nefndin lauk verkefni sínu síðla árs 2011 og umhverfisráðherra staðfesti reglugerðina 24. janúar síðastliðinn. Var þá talsvert fjallað um hana í fjölmiðlum enda eru í henni fjölmörg nýmæli sem eru til þess fallin að auka gæði og öryggi mannvirkja. Reglugerðin er sérlega yfirgripsmikil og tekur til fjölda atriða sem snerta daglegt líf og aðbúnað almennings. Mikið fjölmenni var á kynningarfundi sem Mannvirkjastofnun efndi til í Reykjavík 10. febrúar. Síðan hafa sambærilegir fundir verið haldnir á Akureyri, í Borgarnesi, Reykjanesbæ, á Hvolsvelli, Egilsstöðum og Ísafirði. Fundirnir hafa hvarvetna verið afar vel sóttir. Þar hafa þeir sem starfa við hönnun og gerð mannvirkja fengið ítarlega kynningu á reglugerðinni og tækifæri til að tjá sig um hana. Fundarmenn hafa með örfáum undantekningum lýst ánægju með reglugerðina. Margvíslegar upplýsingar um reglugerðina er að finna á mvs.is. Nú þegar fundaherferðinni er lokið munu Iðan fræðslusetur og fleiri bjóða upp á fræðslufundi fyrir iðnaðarmenn. Kynningarstarfið heldur því áfram. Geysileg verðmæti liggja í mannvirkjum hins opinbera, fyrirtækja og einstaklinga. Því er áríðandi að lög og reglugerðir um þau miði að því að tryggja sem best gæði þeirra, öryggi og hagkvæmni. Það er sannfæring greinarhöfundar að ný byggingarreglugerð gæti þessara hagsmuna.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar