Góðar undirtektir Björn Karlsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Mannvirkjastofnun og umhverfisráðuneytið hafa að undanförnu staðið að umfangsmikilli kynningu á nýrri byggingarreglugerð. Þótt komið hafi fram athugasemdir við einstök atriði reglugerðarinnar er óhætt að segja að almennt hafi hún fengið góðar og jákvæðar undirtektir, enda var leitast við að vanda til smíði hennar í hvívetna. Samráð var haft við fjölda fólks með sérþekkingu á ýmsum sviðum og ólíka hagsmuni. Í febrúar 2010 skipaði umhverfisráðherra nefnd til að endurskoða byggingarreglugerð með hliðsjón af fyrirhuguðum lögum um mannvirki, sem tóku gildi í ársbyrjun 2011. Við endurskoðunina skyldi áhersla lögð á að hafa sjálfbæra þróun, opna stjórnsýslu, gagnsæi og lýðræðisumbætur að leiðarljósi. Áhersla var lögð á aukna notkun markmiðsákvæða og byggingarstaðla í reglugerðinni. Sérstaklega var hugað að neytendavernd, vistvænni byggð, hljóðvist í skólum, byggingum ætluðum börnum og aðgengismálum fatlaðra. Einnig var nefndinni gert að hafa mikið samráð við ýmsa hagsmunaaðila. Nefndin lauk verkefni sínu síðla árs 2011 og umhverfisráðherra staðfesti reglugerðina 24. janúar síðastliðinn. Var þá talsvert fjallað um hana í fjölmiðlum enda eru í henni fjölmörg nýmæli sem eru til þess fallin að auka gæði og öryggi mannvirkja. Reglugerðin er sérlega yfirgripsmikil og tekur til fjölda atriða sem snerta daglegt líf og aðbúnað almennings. Mikið fjölmenni var á kynningarfundi sem Mannvirkjastofnun efndi til í Reykjavík 10. febrúar. Síðan hafa sambærilegir fundir verið haldnir á Akureyri, í Borgarnesi, Reykjanesbæ, á Hvolsvelli, Egilsstöðum og Ísafirði. Fundirnir hafa hvarvetna verið afar vel sóttir. Þar hafa þeir sem starfa við hönnun og gerð mannvirkja fengið ítarlega kynningu á reglugerðinni og tækifæri til að tjá sig um hana. Fundarmenn hafa með örfáum undantekningum lýst ánægju með reglugerðina. Margvíslegar upplýsingar um reglugerðina er að finna á mvs.is. Nú þegar fundaherferðinni er lokið munu Iðan fræðslusetur og fleiri bjóða upp á fræðslufundi fyrir iðnaðarmenn. Kynningarstarfið heldur því áfram. Geysileg verðmæti liggja í mannvirkjum hins opinbera, fyrirtækja og einstaklinga. Því er áríðandi að lög og reglugerðir um þau miði að því að tryggja sem best gæði þeirra, öryggi og hagkvæmni. Það er sannfæring greinarhöfundar að ný byggingarreglugerð gæti þessara hagsmuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Mannvirkjastofnun og umhverfisráðuneytið hafa að undanförnu staðið að umfangsmikilli kynningu á nýrri byggingarreglugerð. Þótt komið hafi fram athugasemdir við einstök atriði reglugerðarinnar er óhætt að segja að almennt hafi hún fengið góðar og jákvæðar undirtektir, enda var leitast við að vanda til smíði hennar í hvívetna. Samráð var haft við fjölda fólks með sérþekkingu á ýmsum sviðum og ólíka hagsmuni. Í febrúar 2010 skipaði umhverfisráðherra nefnd til að endurskoða byggingarreglugerð með hliðsjón af fyrirhuguðum lögum um mannvirki, sem tóku gildi í ársbyrjun 2011. Við endurskoðunina skyldi áhersla lögð á að hafa sjálfbæra þróun, opna stjórnsýslu, gagnsæi og lýðræðisumbætur að leiðarljósi. Áhersla var lögð á aukna notkun markmiðsákvæða og byggingarstaðla í reglugerðinni. Sérstaklega var hugað að neytendavernd, vistvænni byggð, hljóðvist í skólum, byggingum ætluðum börnum og aðgengismálum fatlaðra. Einnig var nefndinni gert að hafa mikið samráð við ýmsa hagsmunaaðila. Nefndin lauk verkefni sínu síðla árs 2011 og umhverfisráðherra staðfesti reglugerðina 24. janúar síðastliðinn. Var þá talsvert fjallað um hana í fjölmiðlum enda eru í henni fjölmörg nýmæli sem eru til þess fallin að auka gæði og öryggi mannvirkja. Reglugerðin er sérlega yfirgripsmikil og tekur til fjölda atriða sem snerta daglegt líf og aðbúnað almennings. Mikið fjölmenni var á kynningarfundi sem Mannvirkjastofnun efndi til í Reykjavík 10. febrúar. Síðan hafa sambærilegir fundir verið haldnir á Akureyri, í Borgarnesi, Reykjanesbæ, á Hvolsvelli, Egilsstöðum og Ísafirði. Fundirnir hafa hvarvetna verið afar vel sóttir. Þar hafa þeir sem starfa við hönnun og gerð mannvirkja fengið ítarlega kynningu á reglugerðinni og tækifæri til að tjá sig um hana. Fundarmenn hafa með örfáum undantekningum lýst ánægju með reglugerðina. Margvíslegar upplýsingar um reglugerðina er að finna á mvs.is. Nú þegar fundaherferðinni er lokið munu Iðan fræðslusetur og fleiri bjóða upp á fræðslufundi fyrir iðnaðarmenn. Kynningarstarfið heldur því áfram. Geysileg verðmæti liggja í mannvirkjum hins opinbera, fyrirtækja og einstaklinga. Því er áríðandi að lög og reglugerðir um þau miði að því að tryggja sem best gæði þeirra, öryggi og hagkvæmni. Það er sannfæring greinarhöfundar að ný byggingarreglugerð gæti þessara hagsmuna.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar