Svar til Sjálfsbjargar Björk Vilhelmsdóttir skrifar 16. mars 2012 06:00 Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra, er með réttmætar kröfur í Fréttablaðinu í gær um að allir öryrkjar fái sérstakar húsaleigubætur ef þeir eiga til þess rétt skv. tekju- og eignamörkum, óháð því hjá hverjum þeir leigja. Reykjavíkurborg kom fyrst sveitarfélaga með sérstakar húsaleigubætur árið 2004, sem fleiri hafa tekið upp með mismunandi hætti. Markmiðið er að lækka greiðslubyrði fólks með mikinn félagslegan vanda sem leigir á almennum markaði til að það hafi val um búsetu og aðgerðin átti að ýta undir almennan leigumarkað. Síðar færðist niðurgreiðsla borgarinnar til Félagsbústaða frá almennri niðurgreiðslu yfir til leigjenda í formi sérstakra húsaleigubóta. Ekki hafa því verið greiddar sérstakar húsaleigubætur til leigjenda í sérstökum leiguúrræðum á vegum samtaka öryrkja en fram hefur komið í nýlegri húsnæðisúttekt Öryrkjabandalagsins að greiðslubyrði leigjenda þeirra er umtalsvert lægri en almennt gerist – sem betur fer. Borgarstjórn samþykkti nýlega húsnæðisstefnu þar sem segir skýrt að endurskoða eigi stuðning til leigjenda í Reykjavík þannig að hann verði óháður því hver á og rekur húsnæðið en taki mið af greiðslubyrði og félagslegum aðstæðum. Jafnframt er nú í gangi endurskoðun á öllum húsnæðisstuðningi opinberra aðila í samvinnu sveitarfélaga og ríkis. Er stefnt að því að um næstu áramót komi til húsnæðisbætur sem taki við húsaleigubótum og vaxtabótum og auki stuðning við leigjendur en í dag er hann miklu minni en vaxtabætur til eigenda. Á meðan þessi endurskoðun stendur yfir er ekki hægt að gera breytingar á gildandi reglum. Þegar hið nýja húsnæðisstuðningskerfi hefur verið þróað mun Reykjavíkurborg í samvinnu við önnur sveitarfélög endurskoða núverandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Mun Reykjavíkurborg gera það í samræmi við umrædda samþykkta húsnæðisstefnu borgarinnar um að leigustuðningur taki mið af greiðslubyrði og félagslegum aðstæðum, óháð því hver á og rekur húsnæðið. Slíkur stuðningur verður því vonandi í boði frá og með næstu áramótum, þó í öðru formi en er í dag. Það er alveg ljóst að sveitarfélögin þurfa að mæta fólki sem býr við félagslega erfiðleika og hefur mikla greiðslubyrði vegna húsnæðis og veita því húsnæðisstuðning. Það er von okkar sem að þessum málum vinnum að nýtt kerfi verði réttlátara en það sem fyrir er og mæti þörfum leigjenda betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra, er með réttmætar kröfur í Fréttablaðinu í gær um að allir öryrkjar fái sérstakar húsaleigubætur ef þeir eiga til þess rétt skv. tekju- og eignamörkum, óháð því hjá hverjum þeir leigja. Reykjavíkurborg kom fyrst sveitarfélaga með sérstakar húsaleigubætur árið 2004, sem fleiri hafa tekið upp með mismunandi hætti. Markmiðið er að lækka greiðslubyrði fólks með mikinn félagslegan vanda sem leigir á almennum markaði til að það hafi val um búsetu og aðgerðin átti að ýta undir almennan leigumarkað. Síðar færðist niðurgreiðsla borgarinnar til Félagsbústaða frá almennri niðurgreiðslu yfir til leigjenda í formi sérstakra húsaleigubóta. Ekki hafa því verið greiddar sérstakar húsaleigubætur til leigjenda í sérstökum leiguúrræðum á vegum samtaka öryrkja en fram hefur komið í nýlegri húsnæðisúttekt Öryrkjabandalagsins að greiðslubyrði leigjenda þeirra er umtalsvert lægri en almennt gerist – sem betur fer. Borgarstjórn samþykkti nýlega húsnæðisstefnu þar sem segir skýrt að endurskoða eigi stuðning til leigjenda í Reykjavík þannig að hann verði óháður því hver á og rekur húsnæðið en taki mið af greiðslubyrði og félagslegum aðstæðum. Jafnframt er nú í gangi endurskoðun á öllum húsnæðisstuðningi opinberra aðila í samvinnu sveitarfélaga og ríkis. Er stefnt að því að um næstu áramót komi til húsnæðisbætur sem taki við húsaleigubótum og vaxtabótum og auki stuðning við leigjendur en í dag er hann miklu minni en vaxtabætur til eigenda. Á meðan þessi endurskoðun stendur yfir er ekki hægt að gera breytingar á gildandi reglum. Þegar hið nýja húsnæðisstuðningskerfi hefur verið þróað mun Reykjavíkurborg í samvinnu við önnur sveitarfélög endurskoða núverandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Mun Reykjavíkurborg gera það í samræmi við umrædda samþykkta húsnæðisstefnu borgarinnar um að leigustuðningur taki mið af greiðslubyrði og félagslegum aðstæðum, óháð því hver á og rekur húsnæðið. Slíkur stuðningur verður því vonandi í boði frá og með næstu áramótum, þó í öðru formi en er í dag. Það er alveg ljóst að sveitarfélögin þurfa að mæta fólki sem býr við félagslega erfiðleika og hefur mikla greiðslubyrði vegna húsnæðis og veita því húsnæðisstuðning. Það er von okkar sem að þessum málum vinnum að nýtt kerfi verði réttlátara en það sem fyrir er og mæti þörfum leigjenda betur.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar