Eiga Suðurnes að bera ímynd 19. aldar iðnvæðingar? Magnús Rannver Rafnsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Stálgrindarmöstur eins og þau sem Landsnet hyggst reisa á Reykjanesskaganum eru táknmynd liðinna tíma. Þau byggja í grunninn á sömu verkfræði og notuð var við hönnun og byggingu Eiffel turnsins. Byggingu Eiffel turnsins lauk árið 1889 og hefur ýmislegt breyst í heiminum síðan þá – líka í verkfræði. Fyrir mörgum áratugum var litið á stálgrindarmöstur og háspennulínur með stolti, þau tilheyrðu kennileitum þróaðra ríkja – táknmynd iðnvæðingarinnar og vitnisburður um nútímaverkfræði síns tíma. Það eru í dag aftur á móti sterk tengsl milli þeirrar neikvæðu ímyndar sem stálgrindarmöstur hafa og þeirrar tegundar verkfræði sem býr að baki. Í þessu samhengi er athygli vert að horfa nokkra áratugi aftur í tímann eða til upphafs 20. aldarinnar. Þá byggðu brúarmannvirki og háspennumöstur – hvort fyrir sig mikilvægir þættir í flutningskerfi – á sömu stálgrindaverkfræðinni og þótti fínt. Á meðan brúarverkfræðin hefur síðan þá þróast langt frá stálgrindaverkfræðinni hefur verkfræði háspennumastra staðið í stað. Brúarmannvirki og brúarverkfræði hafa jafnframt í gegnum tíðina haldið sinni jákvæðu ímynd, sem jafnframt er athygli vert. Ástæður þessa verða ekki raktar hér, ekki rúm til þess. Hins vegar má í þessu samhengi velta fyrir sér af hverju Danir notuðu ekki stálgrindur undir vindmyllurnar sínar. Hvítar vindmyllur í einföldu formi eru í dag jákvæð táknmynd nútímaverkfræði og tæknivæðingar sem vinnur með umhverfinu. Þessi ímynd er notuð (og misnotuð) víða í markaðssetningu sem undirstrikar hversu sterk hún er. Staðan sem við stöndum nú frammi fyrir á sviði raforkuflutningskerfa er að því er virðist dæmigert afsprengi fákeppni og einokunar á markaði, hér á sviði tækni og verkfræði. Fámennur hópur manna stjórnar ferlinu – og hefur lengi gert – með sérhagsmuni að leiðarljósi, nú í síauknum mæli á kostnað almennings. Kommúnistaríkin urðu á sínum tíma að horfast í augu við vandamál sem sprottin voru af sama meiði þegar tímar kommúnisma liðu undir lok; einokun og fákeppni hamlar þróun. Það sem almenningur og sveitarstjórnarfólk almennt virðist minna upplýst um er að það eru aðrar lausnir til á raforkuflutningi en þær sem Landsnet kynnir, við getum kallað þær þriðju leiðina. Um er að ræða umhverfisvænar lausnir sem byggja á nútímaverkfræði, lausnir sem jafnframt eru hagkvæmar sé rétt staðið að málum. Kynningarferli Landsnets eru hönnuð með þarfir fyrirtækisins í huga, sem virðast stjórnast af skammtímasjónarmiðum – hámörkun skammtímahagnaðar líkt og um einkafyrirtæki væri að ræða. Af hverju að færa sig frá því sem maður þekkir svo vel – og er sérfræðingur í – breytingar gætu mögulega haft „óþarfa“ aukakostnað í för með sér fyrir fyrirtækið þótt slíkt gæti komið betur út fyrir samfélagið þegar til lengri tíma er litið. Er óeðlilegt að ætla að fyrirtæki í almenningseigu taki tillit til almannahagsmuna? Mótmælin í VogumMótmælin í Vogum eru í fullkomnu samræmi við sambærileg mótmæli sem eiga sér stað í síauknum mæli víða í heiminum, enda eru stálgrindarmöstur fulltrúi þeirrar sjónmengunar sem raforkuflutningskerfi valda. Nokkrar þjóðir hafa áttað sig á þessu, þar á meðal Finnar og Danir. Nú hafa Vogarnir bæst í hópinn og ber það vott um framsýni og hugrekki til þess að standa vörð um það sem er raunverulega verðmætt. Ofureflið er mikið þótt fáir standi þar að baki. Forstjóri fyrirtækisins Landsnets hefur skv. lögum hönnun, stjórnun og skipulagningu raforkuflutningskerfa í sínum höndum á Íslandi. Ný orkustefna iðnaðarráðuneytisins tekur því miður ekki betur á þessum málum, heldur þvert á móti gefur forstjóra Landsnets svo gott sem haftalaust frelsi til að haga þessum málum eins og hentar Landsneti og hagnaðarsjónarmiðum þess best. Hversu mikill þarf hagnaðurinn að vera? Síðari hluti greinarinnar birtist á næstu dögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Rannver Rafnsson Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Stálgrindarmöstur eins og þau sem Landsnet hyggst reisa á Reykjanesskaganum eru táknmynd liðinna tíma. Þau byggja í grunninn á sömu verkfræði og notuð var við hönnun og byggingu Eiffel turnsins. Byggingu Eiffel turnsins lauk árið 1889 og hefur ýmislegt breyst í heiminum síðan þá – líka í verkfræði. Fyrir mörgum áratugum var litið á stálgrindarmöstur og háspennulínur með stolti, þau tilheyrðu kennileitum þróaðra ríkja – táknmynd iðnvæðingarinnar og vitnisburður um nútímaverkfræði síns tíma. Það eru í dag aftur á móti sterk tengsl milli þeirrar neikvæðu ímyndar sem stálgrindarmöstur hafa og þeirrar tegundar verkfræði sem býr að baki. Í þessu samhengi er athygli vert að horfa nokkra áratugi aftur í tímann eða til upphafs 20. aldarinnar. Þá byggðu brúarmannvirki og háspennumöstur – hvort fyrir sig mikilvægir þættir í flutningskerfi – á sömu stálgrindaverkfræðinni og þótti fínt. Á meðan brúarverkfræðin hefur síðan þá þróast langt frá stálgrindaverkfræðinni hefur verkfræði háspennumastra staðið í stað. Brúarmannvirki og brúarverkfræði hafa jafnframt í gegnum tíðina haldið sinni jákvæðu ímynd, sem jafnframt er athygli vert. Ástæður þessa verða ekki raktar hér, ekki rúm til þess. Hins vegar má í þessu samhengi velta fyrir sér af hverju Danir notuðu ekki stálgrindur undir vindmyllurnar sínar. Hvítar vindmyllur í einföldu formi eru í dag jákvæð táknmynd nútímaverkfræði og tæknivæðingar sem vinnur með umhverfinu. Þessi ímynd er notuð (og misnotuð) víða í markaðssetningu sem undirstrikar hversu sterk hún er. Staðan sem við stöndum nú frammi fyrir á sviði raforkuflutningskerfa er að því er virðist dæmigert afsprengi fákeppni og einokunar á markaði, hér á sviði tækni og verkfræði. Fámennur hópur manna stjórnar ferlinu – og hefur lengi gert – með sérhagsmuni að leiðarljósi, nú í síauknum mæli á kostnað almennings. Kommúnistaríkin urðu á sínum tíma að horfast í augu við vandamál sem sprottin voru af sama meiði þegar tímar kommúnisma liðu undir lok; einokun og fákeppni hamlar þróun. Það sem almenningur og sveitarstjórnarfólk almennt virðist minna upplýst um er að það eru aðrar lausnir til á raforkuflutningi en þær sem Landsnet kynnir, við getum kallað þær þriðju leiðina. Um er að ræða umhverfisvænar lausnir sem byggja á nútímaverkfræði, lausnir sem jafnframt eru hagkvæmar sé rétt staðið að málum. Kynningarferli Landsnets eru hönnuð með þarfir fyrirtækisins í huga, sem virðast stjórnast af skammtímasjónarmiðum – hámörkun skammtímahagnaðar líkt og um einkafyrirtæki væri að ræða. Af hverju að færa sig frá því sem maður þekkir svo vel – og er sérfræðingur í – breytingar gætu mögulega haft „óþarfa“ aukakostnað í för með sér fyrir fyrirtækið þótt slíkt gæti komið betur út fyrir samfélagið þegar til lengri tíma er litið. Er óeðlilegt að ætla að fyrirtæki í almenningseigu taki tillit til almannahagsmuna? Mótmælin í VogumMótmælin í Vogum eru í fullkomnu samræmi við sambærileg mótmæli sem eiga sér stað í síauknum mæli víða í heiminum, enda eru stálgrindarmöstur fulltrúi þeirrar sjónmengunar sem raforkuflutningskerfi valda. Nokkrar þjóðir hafa áttað sig á þessu, þar á meðal Finnar og Danir. Nú hafa Vogarnir bæst í hópinn og ber það vott um framsýni og hugrekki til þess að standa vörð um það sem er raunverulega verðmætt. Ofureflið er mikið þótt fáir standi þar að baki. Forstjóri fyrirtækisins Landsnets hefur skv. lögum hönnun, stjórnun og skipulagningu raforkuflutningskerfa í sínum höndum á Íslandi. Ný orkustefna iðnaðarráðuneytisins tekur því miður ekki betur á þessum málum, heldur þvert á móti gefur forstjóra Landsnets svo gott sem haftalaust frelsi til að haga þessum málum eins og hentar Landsneti og hagnaðarsjónarmiðum þess best. Hversu mikill þarf hagnaðurinn að vera? Síðari hluti greinarinnar birtist á næstu dögum.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun