Fleiri fréttir Umræða um skólamat Steinunn Þórhallsdóttir skrifar Þrjár mæður barna í Vesturbæjarskólanum í Reykjavík hafa síðan í júní 2010 rætt opinberlega um þann mat sem börnum í Reykjavík er boðinn í mötuneytum grunnskólanna. Ég hef lesið viðtöl við þær og skrif. Ég var satt að segja mjög leið yfir framsetningu þeirra að skólamaturinn væri kallaður „fóður en ekki fæða“. 26.9.2011 11:00 Tannlækningar og réttindi barna Stefán Hallur Jónsson skrifar Tannskemmdir hjá íslenskum börnum eru tvisvar sinnum algengari en hjá börnum í Skandinavíu, en fimmtán ára börn á Íslandi eru með að meðaltali 4 skemmdar tennur (Munnís 2005). Allt að 40% barna komu EKKI til tannlæknis árið 2010 á Íslandi. Hver er ástæðan? Hún er sú að styrkir almannatryggingakerfis Íslendinga til tannlækninga hafa ekki fylgt verðlagi. Þá er afgangur upp á 300 milljónir hjá SÍ á hverju ári. Stafar það af því að gjaldskrá heilbrigðisráðherra er alltof lág. 26.9.2011 11:00 Framtíð ferðamála á Íslandi til umræðu Árni Björn Guðjónsson skrifar Gera má ráð fyrir fjölgun ferðamanna til Íslands sem nemur hundruðum þúsunda ef aðstæður verða líkar því sem er í dag á næstu árum. Ekki er augljóst hvaða skipulag verður haft við að taka á móti fjölgun í svo miklum mæli, ekkert hefur heyrst um það. 26.9.2011 11:00 Þjónusta Stígamóta - vísbendingar um betri líðan Inga Vildís Bjarnadóttir skrifar Á vormánuðum 2011 voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem gerð var á þjónustu Stígamóta. Rannsóknin var hluti af lokaverkefni til meistaraprófs í félagsráðgjöf. Leitað var svara við því hvort þjónusta Stígamóta bæti andlega líðan þolenda kynferðisofbeldis þannig að einkenni þunglyndis, kvíða og streitu minnki og sjálfsvirðing aukist. Rannsókn sem þessi hafði ekki verið gerð á þeim rúmu 20 árum sem Stígamót hafa starfað en markmiðið var að gefa vísbendingar um áhrifin af starfsemi Stígamóta og hverju það breytir fyrir þolendur kynferðisofbeldis að hafa aðgang að og nýta sér slíka þjónustu. 26.9.2011 11:00 Viðsnúningur á vinnumarkaði Sigurður Snævarr skrifar Hrunið sópaði burt fjölda starfa. Starfandi fólki fækkaði um 13-14 þúsund frá 2. ársfjórðungi 2008 til jafnlengdar á árið 2009 skv. vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar. Atvinnuleysi jókst hröðum skrefum eins og alkunna er. Aðlögun á vinnumarkaði í kjölfar hrunsins fólst m.a. í því að fólki í fullu starfi fækkaði en fólki í hlutastarfi fjölgaði. Í þessu felst að ýmsir þurftu að sætta sig við lægra starfshlutfall. 26.9.2011 06:00 Hugtök án orða? Gauti Kristmannsson skrifar Fyrsta september sl. birtist lítil grein í Fréttablaðinu þar sem ég benti Hannesi Péturssyni á að sagnfræðingurinn þýski, August Ludwig Schlözer, hafi fyrstur komið hugtakinu „heimsbókmenntir“ (þ. Weltliteratur) á prent í bókinni Isländische Litteratur und Geschichte sem kom út á því herrans ári 1773. Hannes heldur því fram í grein sinni „Orð og hugtak“ í Fréttablaðinu 13. sept. sl. að orð hans, „Goethe, nafnkenndasti sonur Frankfurtborgar, bjó til hugtakið heimsbókmenntir“, í grein frá 20. ágúst, merki ekki að hann hafi sagt að „Goethe hefði fyrstur þýzkra manna gripið til sjálfs orðsins 24.9.2011 06:00 Skárren ekkert lifir Guðmundur Steingrímsson skrifar Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins skrifaði grein í gær þar sem hann virðist taka undir þá skoðun mína að á miðju íslenskra stjórnmála sé gat. Ég fagna samhljómi okkar Ólafs um þetta. 24.9.2011 06:00 Ég er með athyglisbrest - ég er heppinn Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Athyglisbrestur er ekkert til að skammast sín fyrir – þetta er einfaldlega eiginleiki sem er hluti af mínu daglega lífi. Á stundum þvælist hann fyrir en oftar en ekki næ ég að nýta hann til góðs. Fyrir mig og aðra. 23.9.2011 06:00 Ég er að tala við þig, kæri almenningur 23.9.2011 09:00 Eru konur 90% menn? Stefán Einar Stefánsson skrifar Í liðinni viku kynnti VR niðurstöður árlegrar launakönnunar sem gerð er meðal félagsmanna. Er það í ellefta sinn sem það er gert. Kennir þar ýmissa grasa en fyrst og síðast er könnunin hugsuð sem verkfæri fyrir félagsmenn til þess að bera launakjör sín saman við það hver þau almennt eru á markaðnum. Með því móti er fólki gert auðveldara að átta sig á launaþróun á þeim vettvangi sem það starfar og einnig hvort það geti unað við starfskjör sín eða hvort ástæða sé til að leita leiðréttingar á þeim. Á undanförnu 22.9.2011 06:00 Handboltasilfur eða vísindaþorp? Lýður Árnason skrifar Starfsfélagi minn og fyrrum landlæknir ritar ágæta grein um nýbyggingu sjúkrahúss á dögunum. Rökstyður hann þessa framkvæmd og gerir það vel. Segir Sigurður að hugmyndin hafi frá upphafi verið til þess fallin að efla starfsemi spítalans, bæta þjónustu við sjúklinga og styðja og styrkja hann sem vísinda- og kennslustofnun. Hann segir óhagræði að sama stofnun skuli vera undir mörgum þökum, framtíðin sé þverfagleg teymisvinna þar sem nánd starfsstétta sé nauðsynleg. 22.9.2011 10:30 Viðurkennum Palestínu strax Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Palestína var ríki fyrir 1947, enda þótt hún hafi verið hersetin af stórveldum og skilgreind sem breskt verndarsvæði eftir heimsstyrjöldina fyrri. Stórveldin tóku ákvörðun um að skipta henni upp milli gyðinga og Palestínumanna. Rúmlega helmingur landsins skyldi tekinn og gerður að sérríki til handa gyðingum, sem flestir voru aðfluttir. Gyðingar samþykktu þessa tillögu sem meiri hluti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hafði samþykkt 29. nóvember 1947. Gyðingar höfðu aðeins verið lítill hluti íbúanna en fór hratt fjölgandi. Arabar, þar á meðal Palestínumenn, höfnuðu þessari landtöku. Lái þeim hver sem vill. 22.9.2011 10:30 Athygli, já takk Björk Þórarinsdóttir skrifar Nú stendur yfir samevrópsk ADHD vitundarvika og taka íslensku ADHD samtökin þátt í henni með kynningarátaki undir slagorðinu „ATHYGLI, JÁ TAKK". Markmið ADHD vitundarvikunnar er að auka þekkingu almennings á ADHD, eyða fordómum, auka skilning og efla stuðning við fólk með ADHD með opinskárri og skammarlausri umfjöllun. Lögð verður áhersla á hversu mikilvægt er að einstaklingar með ADHD mæti skilningi og njóti stuðnings í samfélaginu. 22.9.2011 06:00 Hraðbrautin gegnum Þingvelli Sigurður Jón Ólafsson skrifar Aukin bílaumferð um Þingvelli í kjölfar vegabóta á Lyngdalsheiði getur haft aukna mengun í för með sér í þjóðgarðinum. Þingvallavatn er eitt tærasta vatn sem um getur, en ef köfnunarefni, nitur og fleira frá umferðinni fer út í vatnið kemur þörungagróður, og þá hverfur blái liturinn og vatnið spillist.“ 22.9.2011 06:00 Breytum íslenskri orðræðuhefð Helgi Áss Grétarsson skrifar Sú iðja er ævaforn að bera út róg um aðra menn. Þannig er fræg frásögnin í Eglu af Hildiríðarsonum þegar þeir með klækjabrögðum grófu undan trúnaðarsambandi óvinar þeirra, Þórólfs Kveld-Úlfssonar, við Harald hárfagra Noregskonung. Ófrægingarherferðin heppnaðist, kóngsi kom Þórólfi fyrir kattarnef. 22.9.2011 06:00 Verkfall félagsráðgjafa Hulda Gunnarsdóttir og Unnur Árnadóttir skrifar Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg hefja boðað verkfall 26. september ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Kröfur félagsráðgjafa eru að fá sömu laun og verið er að greiða sambærilegum starfsstéttum innan borgarinnar. Launakrafan felur einnig í sér ósk um sanngirni fyrir félagsráðgjafa sem starfsstétt og viðurkenningu á mikilvægi þess starfs sem þeir vinna. 22.9.2011 06:00 Einkasala, einhliða viðskiptahættir, reykur, speglar og slæður Þórólfur Matthíasson skrifar Gouda-ostar eru kenndir við borgina Gouda í Suður-Hollandi og hafa verið í framleiðslu frá því fyrir 1667 en það ár var lagður sérstakur söluskattur á þessa ostategund. Tekjurnar voru notaðar til að fjármagna húsnæði fyrir ostamarkaðinn í Gouda og til að greiða kostnað löggiltra vigtarmanna auk annars. 22.9.2011 06:00 Afnema óverðtryggð lán verðtrygginguna? Hilmar Ögmundsson skrifar Á Íslandi hefur lengi verið litið svo á að húsnæðisöryggi sé einn af hornsteinum samfélagsins. Það að eiga öruggt húsaskjól á ekki að falla undir forréttindi heldur sjálfsögð mannréttindi. Efnahagsþrengingar síðustu missera hafa hins vegar valdið því að húsnæðisöryggi Íslendinga er í dag ógnað. 21.9.2011 06:00 Saga samfélags en ekki einstaklinga Leifur Reynisson skrifar Þessi grein er framhald á fyrri umfjöllun minni um gagnrýni Jafnréttisstofu vegna námsbóka í sögu. Í síðustu grein sýndi ég fram á að bækur mínar, Sögueyjan, eru skrifaðar í anda aðalnámskrár en hér mun ég leitast við að bregðast við einstökum þáttum gagnrýninnar. 21.9.2011 10:00 Tímabær stefnumótun Katrín Júlíusdóttir skrifar Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stuðla skuli að beinum erlendum fjárfestingum. Úti um allan heim leggja ríki áherslu á að laða til sín beina erlenda fjárfestingu og hvergi er slík fjárfesting jafn mikilvæg og í litlum opnum hagkerfum eins og því íslenska. Þess vegna er sérstaklega vont til þess að vita að í kjölfar efnahagshrunsins eru fjárfestingar hér í sögulegu lágmarki. 21.9.2011 09:30 Landsmenn vilja kjósa Helgi Magnússon skrifar Tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið þannig að unnt verði að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þetta kom fram í marktækri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birtist þann 12. september. Þessi niðurstaða er þvert á það sem ýmsir ákafir andstæðingar aðildarviðræðna hafa haldið fram í ræðu og riti. Algengt er að þeir hafi leyft sér að fullyrða að "þjóðin og þingið“ séu á móti aðildarviðræðum og því sé við hæfi að slíta þeim hið fyrsta. 21.9.2011 06:00 Hafður fyrir rangri sök Friðrik Schram skrifar Tvennt vil ég undirstrika í upphafi þessa greinarkorns: Ég hef hvorki sagt að samkynhneigð sé synd né heldur glæpur eins og kom fram í fyrirsögn viðtals við mig hér í blaðinu laugardaginn 10. september. Mér þykir mjög leitt að blaðið skuli bera mig þessum sökum og álít að hér sé um einhverja fljótfærni að ræða af þess hálfu. 20.9.2011 09:30 Tilmæli mæðra til Arionbanka Alma Jenný Guðmundsdóttir skrifar Fjölmiðlafulltrúi Arionbanka hringdi í mig til að afla upplýsinga um auglýsingaherferð þá sem er í gangi. Hún spurði margra spurninga – svo sem af hverju ég væri í þessari herferð? Af hverju Arionbanki? Af hverju ekki aðrar fjármálastofnanir? Hvað mér fyndist um Íbúðalánasjóð og fleira í þeim dúr. 20.9.2011 06:00 Fagleg sjónarmið um byggingu fangelsis Páll E. Winkel skrifar Á liðnum misserum hefur mikið verið fjallað um byggingu nýs fangelsis á opinberum vettvangi. Ekki er hægt að segja annað en að byggingasaga fangelsa sé sorgleg. Oft hefur staðið til að byggja fangelsi en einhverra hluta vegna hefur aldrei lánast að klára verkefnið. 20.9.2011 06:00 Umsókn Palestínumanna um aðild að Sameinuðu þjóðunum Í þessari viku munu Palestínumenn leggja fram umsókn sína um aðild að Sameinuðu þjóðunum. Með umsókninni eru Palestínumenn að óska eftir því að alþjóðasamfélagið viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan hinna svokölluðu 1967 landamæra. 20.9.2011 06:00 Norrænar konur gegn ofbeldi Dorit Otzen skrifar Við hjá Hreiðrinu og í Svanahópunum í Danmörku óskum Stígamótum til hamingju með nýjasta framtakið. Við gleðjumst yfir því að Stígamót skuli ennþá einu sinni beina athyglinni að þeim skuggahliðum nútíma samfélags sem eru vændi og verslun með konur. 20.9.2011 06:00 Um Grímsstaði og vald ráðherra Róbert R. Spanó skrifar Að undanförnu hefur mikið verið rætt um áhuga útlendings á því að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum til að stunda þar atvinnurekstur á sviði ferðaþjónustu. Í því sambandi hafa menn rætt um hvort heimila eigi útlendingum yfirleitt að kaupa jarðir og auðlindir hér á landi. Þessi umræða er þörf. Brýnt er að málefnaleg rök komi fram með og á móti. Í lögum frá 1966 um eignarétt og afnotarétt fasteigna er innanríkisráðherra veitt leyfi til að víkja frá skilyrðum um íslenskan ríkisborgararétt eða lögheimili hér á landi við kaup á fasteign. Er undanþáguheimild ráðherra opin og matskennd. Því má velta fyrir sér hvort ráðherrar geti við þessar aðstæður gert það sem þeim sýnist. Geta þeir lagalega látið pólitík ráða ferðinni? Svarið er nei. Þegar ráðherra er falið með lögum að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna eru þær lagalegs eðlis en ekki pólitískar, eins og nú verður útskýrt. 20.9.2011 00:01 Nýr Landspítali Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar Fyrrverandi heilbrigðisráðherra varpaði fram þeirri spurningu á dögunum hvort réttlætanlegt væri að byggja nýjan Landspítala utan um úrelt tæki og þegar ekki væri hægt að greiða heilbrigðisstarfsfólki laun. Hann sagði jafnframt réttilega að steinsteypa ein og sér gæti aldrei orðið hátæknisjúkrahús. 19.9.2011 10:00 Eftirsótt erlend fjárfesting Aðalsteinn Leifsson skrifar Ríki um allan heim keppast við að laða til sín erlenda fjárfestingu með markvissum hætti, þar sem ríkur skilningur er á því að slík fjárfesting bætir lífskjör. Þörfin fyrir samstarf við erlenda aðila er sérstaklega mikil í smáum hagkerfum, eins og á Íslandi þar sem atvinnulíf er fremur einhæft og vægi utanríkisviðskipta mikið. Ástæðan er sú að erlend fjárfesting skapar ekki einungis störf heldur getur hún einnig aukið fjölbreytni í atvinnulífi og utanríkisverslun, bætt markaðsaðgang, ýtt undir samkeppni og fært nýja þekkingu inn í atvinnulífið. Erlend fjárfesting hefur líklega aldrei verið mikilvægari fyrir Ísland en einmitt nú eftir efnahagshrun þegar fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki og þörf er á að auka fjölbreytni í atvinnulífi og draga úr ófyrirsjáanlegum sveiflum í verðmæti útflutnings. 19.9.2011 10:15 Landlæknisembættið er ógn við heilsu Íslendinga Árni Richard Árnason skrifar Haustið 2007 gekkst ég undir krossbandsaðgerð í Orkuhúsinu með skelfilegri afleiðingum en mig hafði nokkurn tímann órað fyrir. Frá vorinu 2009 hef ég gengist undir níu aðgerðir til að bæta upp fyrir tjón sem ég hef hlotið. Þessar níu aðgerðir voru gerðar í Danmörku og Finnlandi af læknum sem eru virtir prófessorar í bæklunarlæknisfræði. Af sjúkraskrám og samtölum mínum við mína lækna vöknuðu grunsemdir um að ég hafi verið fórnarlamb margvíslegra mistaka í Orkuhúsinu. Þar á meðal var krossbandið rangt staðsett og sjúkraþjálfun var ekki í samræmi við viðurkenndar aðferðir. Það hafi haft í för með sér að nýja endurgerða krossbandið slitnaði og tveir vöðvar í lærinu eyðilögðust. 19.9.2011 10:00 Nú ber Evrópusambandið peninga í áróðurinn Guðni Ágústsson skrifar Eitt stærsta fyrirtæki heims er Coca Cola. Það ver miklum peningum í að selja vöru sína og segir aldrei frá ókostum drykkjarins. Eitt fyrirtæki ver þó hærri upphæð í áróður um eigið ágæti, það er Evrópusambandið sjálft. Halda menn að ESB segi frá vanköntum þess að tilheyra sambandinu? Nei, þar sitja þessi stóru fyrirtæki við sama borð, allt er gott. 17.9.2011 06:00 Skálholt – Nýr biskup Úr húmi aldanna rís hugsunin um Skálholt eins og myndin af frelsaranum á altarisveggnum þar, óræð, margsaga en engu að síður með áskorun fyrir ókominn tíma. Hver sem kemur þangað finnur til sín kallað: Hver ert þú förumaður og hvert ætlar þú? Hver er ákvörðunarstaður þinn? Vel væri svarað ef sagt væri: Himinn Guðs, Guðs eilífa borg. 17.9.2011 06:00 Misskilningur skjalaþýðandans Magnús Magnússon skrifar Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, skrifar töluvert hvassyrta grein í minn garð á bls. 24 í Fréttablaðinu 15. september sl. Þar leggur hún út frá leiðara sem ég skrifaði í Vesturlandsblaðið Skessuhorn 7. september undir yfirskriftinni „Dulin búseta“. Í fyrstu velti ég fyrir mér af hverju hún skrifaði ekki svargrein sína til birtingar í sama blaði, þar hefði birting verið auðsótt. Svarið veit ég svo sem ekki en velti fyrir mér hvort skýringin sé sú að lesendur Fréttablaðsins geta fæstir dæmt um hvað stóð í Skessuhorni og hún hafi af einhverjum ástæðum kosið að þeir vissu ekki of mikið svo hún gæti túlkað orð mín út og suður. 17.9.2011 06:00 Vissir þú? Vissir þú að yfir 600 milljónir kvenna og stúlkna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert? Vissir þú að ólögleg sala með fólk er þriðja umfangsmesta glæpastarfssemi í heimi? Vissir þú að ofbeldi dregur jafnmargar konur til dauða og krabbamein ár hvert? Vissir þú að í mörgum löndum kemst nauðgari hjá refsingu með því að giftast fórnarlambi sínu? 17.9.2011 06:00 Sjálfboðaliðar efla samfélagið Það þarf heilt samfélag til þess að ala upp barn. Þar stöndum við á Álftanesi vel og búum við kjöraðstæður. Þar hjálpast allt að, íbúafjöldi, öflug félagasamtök og rík samfélagsvitund. Það fer ekki hátt þegar einstaklingar og félagasamtök í litlum bæjarfélögum veita styrki og gjafir og enn færri vita af sjálfboðnu starfi. Það liggur líka í hlutarins eðli að fólk er ekkert að ræða það sérstaklega þó að það bjóði fram hjálp sína við hin ýmsu viðvik í sínu samfélagi. 16.9.2011 06:00 Að meta víðerni Árni Páll Árnason skrifar Kaupsamningur kínversks athafnamanns, Huangs Nobu, við hluta eigenda jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum hefur orðið mörgum umfjöllunarefni á undanförnum vikum. Þar vill hann skapa aðstöðu fyrir gesti til að kynnast fásinninu og hinu stórbrotna og hrjúfa landslagi sem staðurinn býður upp á. 16.9.2011 06:00 Náttúruarfurinn: Úr vörn í sókn Á tyllidögum vitnum við Íslendingar oft með stolti til sögu- og menningararfs þjóðarinnar og fyrir því er ríkuleg innistæða. Sama máli gegnir um náttúruarfinn. Reyndar höfum við gengið óheyrilega á hann bæði að efnislegum og andlegum gæðum. Það lýsir sér e.t.v. best í aldalangri gróður- og jarðvegseyðingu, og í seinni tíð með slakri skipulagningu landnýtingar, þ.m.t. víðtækri uppbyggingu mannvirkja til raforkuframleiðslu á víðernum hálendisins. Það voru vissulega þeir tímar á Íslandi að við lögðum okkur bækur til munns, að við borðuðum menningararfinn. En það var sárafátækt sem rak fólk til þess. Náttúruarfurinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja á velmegunartímum, þrátt fyrir síaukna þekkingu okkar á honum og mikilvægi hans. 16.9.2011 06:00 Ríkið misskilur sig Nýlega varð konu það á að segja í yfirheyrslum að hún hefði misskilið sjálfa sig. Þetta orðalag vakti kátínu í netheimum og meðal áhugaheimspekinga. Á heimspekikaffihúsi var varpað fram spurningunni „er hægt að misskilja sjálfan sig?“. Eins og svo oft áður var niðurstaðan sú að svarið væri ansi háð því hvað átt væri við. Kannski má misskilja eða skorta fulla vitneskju um hvað maður átti við í fortíðinni. Þá væri hugsanlegt að misskilningur komi upp á milli mismunandi hluta sjálfsins, eða skilning skorti á eigin eiginleikum. Ef ómeðvitað er lokað fyrir upplýsingar eða þær síaðar gæti það leitt til misskilnings. 16.9.2011 06:00 Staðgöngumæðrun samþykkt af meirihluta heilbrigðisnefndar Alþingis Heilbrigðisnefnd Alþingis hefur samþykkt þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni með breytingum og lagt fram nefndarálit þar að lútandi. Félagið Staðganga fagnar niðurstöðu heilbrigðisnefndar en hún byggir á öflun gagna og viðtala við hina ýmsu sérfræðinga, þar á meðal Karen Busby, lagaprófessor við Manitoba-háskóla í Kanada, en hún er einn helsti sérfræðingurinn á sviði staðgöngumæðrunar á Vesturlöndum í heiminum í dag. 16.9.2011 06:00 Hvítbók um náttúruvernd Svandís Svavarsdóttir skrifar Um nokkurt skeið hefur þótt ástæða til að styrkja stöðu náttúruverndar með endurskoðun náttúruverndarlaga. Á dögunum birti nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga hvítbók, þar sem gerð er heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Að auki eru gerðar tillögur að breytingum á lagaumhverfi og stjórnsýslu náttúruverndarmála. Rauði þráðurinn er að styrkja náttúruverndarsjónarmið og færa þau framar og ofar í keðju ákvarðanatöku, frekar en að litið sé til þeirra seint og um síðir. Þetta er krafa sjálfbærrar þróunar – að ná jafnvægi á milli hinna samfélagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu þátta. 15.9.2011 06:00 Þjófnaður og þrælahald Ingimar Sveinsson skrifar Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hefur skýrt frá því að sjóðurinn muni eiga um eða yfir 2.000 íbúðir sem teknar hafa verið eignarnámi. Auk þessa eiga aðrar lánastofnanir nokkurn fjölda íbúða sem þær hafa fengið á sama hátt. Jafnframt var skýrt frá því að líkur væru á að álíka margar íbúðir yrðu teknar eignarnámi á tímabilinu fram að næstu áramótum. 15.9.2011 06:00 Fellibylur hjálpar Óttar Norðfjörð skrifar Heimurinn er ekki lengur sjö heimsálfur. Hann er ein heimsálfa, eitt land. Að mörg þúsund konur eru í bráðri lífshættu í Sómalíu vegna mikilla þurrka er ekki aðeins vandamál Sómala. Það er einnig vandamál okkar Íslendinga. Með vali þínu geturðu hjálpað einni þessara kvenna og þar með börnunum hennar. Valið er einfalt – að styrkja UN Women. 15.9.2011 06:00 Sumarbústaðaeigendur – afætur? Ellen Ingvadóttir skrifar Heldur þykir mér óþekkilegt efnisinnihald leiðara 36. tölublaðs Vesturlandsútgáfunnar, Skessuhorns, en fyrirsögn hans er „dulin búseta“. Ritstjóri þessa annars ágæta vikurits, Magnús Magnússon, fjallar um fólk sem kemur í Borgarbyggð um helgar (sumarbústaðaeigendur), annars vegar, og svo námsmenn, væntanlega á Bifröst og Hvanneyri, hins vegar, en hefur þar ekki lögheimili. 15.9.2011 06:00 Svar: Ananas, eðlur og tímaleysi í Tógó Balema Alou skrifar Ég hef alltaf verið þakklátur Íslendingum sem fara alla leið frá Íslandi til Afríku og sérstaklega til heimalands míns Tógó til að hjálpa munaðarlausum og fátækum börnum. En þegar ég las grein Önnu Svövu Knútsdóttur, "Ananas, eðlur og tímaleysi í Tógó“ varð mér mjög brugðið. Ég fylltist reiði í stað þakklætis. Í þessari grein finnst mér sérstaklega vera vegið að heiðri karlmanna í Tógó og ýmislegt gefa ranga mynd af lífinu þar. Mér finnst ákaflega varasamt að alhæfa um heila þjóð. Sjálfur hef ég verið búsettur í Evrópu til fjölda ára og hef á þessum tíma lært að dæma ekki heilu þjóðirnar. Sérstaklega ekki eftir stutta dvöl í landinu. 15.9.2011 06:00 Kostnaðarsamur leki fyrir þjóðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Í Fréttablaðinu mánudaginn 12. september fjallar einn af blaðamönnum blaðsins (innanbúðarmaður úr VG) um fangelsismál. Þar nýtur blaðamaðurinn tengsla sinna við ráðherra fangelsismála og birtir upplýsingar um yfirlýstan kostnað vegna uppbyggingar nýs fangelsi á Hólmsheiði í samanburði við viðbyggingu á Litla-Hrauni. Jafnframt klippir blaðamaðurinn inn í frétt sína stöku setningar einstakra þingmanna (þ.m.t. undirritaðs) úr umræðu um fangelsismál. Þetta gerir blaðamaðurinn án þess að hafa á nokkrum tíma borið þessar upplýsingar undir þingmennina. 15.9.2011 06:00 Sjá næstu 50 greinar
Umræða um skólamat Steinunn Þórhallsdóttir skrifar Þrjár mæður barna í Vesturbæjarskólanum í Reykjavík hafa síðan í júní 2010 rætt opinberlega um þann mat sem börnum í Reykjavík er boðinn í mötuneytum grunnskólanna. Ég hef lesið viðtöl við þær og skrif. Ég var satt að segja mjög leið yfir framsetningu þeirra að skólamaturinn væri kallaður „fóður en ekki fæða“. 26.9.2011 11:00
Tannlækningar og réttindi barna Stefán Hallur Jónsson skrifar Tannskemmdir hjá íslenskum börnum eru tvisvar sinnum algengari en hjá börnum í Skandinavíu, en fimmtán ára börn á Íslandi eru með að meðaltali 4 skemmdar tennur (Munnís 2005). Allt að 40% barna komu EKKI til tannlæknis árið 2010 á Íslandi. Hver er ástæðan? Hún er sú að styrkir almannatryggingakerfis Íslendinga til tannlækninga hafa ekki fylgt verðlagi. Þá er afgangur upp á 300 milljónir hjá SÍ á hverju ári. Stafar það af því að gjaldskrá heilbrigðisráðherra er alltof lág. 26.9.2011 11:00
Framtíð ferðamála á Íslandi til umræðu Árni Björn Guðjónsson skrifar Gera má ráð fyrir fjölgun ferðamanna til Íslands sem nemur hundruðum þúsunda ef aðstæður verða líkar því sem er í dag á næstu árum. Ekki er augljóst hvaða skipulag verður haft við að taka á móti fjölgun í svo miklum mæli, ekkert hefur heyrst um það. 26.9.2011 11:00
Þjónusta Stígamóta - vísbendingar um betri líðan Inga Vildís Bjarnadóttir skrifar Á vormánuðum 2011 voru kynntar niðurstöður rannsóknar sem gerð var á þjónustu Stígamóta. Rannsóknin var hluti af lokaverkefni til meistaraprófs í félagsráðgjöf. Leitað var svara við því hvort þjónusta Stígamóta bæti andlega líðan þolenda kynferðisofbeldis þannig að einkenni þunglyndis, kvíða og streitu minnki og sjálfsvirðing aukist. Rannsókn sem þessi hafði ekki verið gerð á þeim rúmu 20 árum sem Stígamót hafa starfað en markmiðið var að gefa vísbendingar um áhrifin af starfsemi Stígamóta og hverju það breytir fyrir þolendur kynferðisofbeldis að hafa aðgang að og nýta sér slíka þjónustu. 26.9.2011 11:00
Viðsnúningur á vinnumarkaði Sigurður Snævarr skrifar Hrunið sópaði burt fjölda starfa. Starfandi fólki fækkaði um 13-14 þúsund frá 2. ársfjórðungi 2008 til jafnlengdar á árið 2009 skv. vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar. Atvinnuleysi jókst hröðum skrefum eins og alkunna er. Aðlögun á vinnumarkaði í kjölfar hrunsins fólst m.a. í því að fólki í fullu starfi fækkaði en fólki í hlutastarfi fjölgaði. Í þessu felst að ýmsir þurftu að sætta sig við lægra starfshlutfall. 26.9.2011 06:00
Hugtök án orða? Gauti Kristmannsson skrifar Fyrsta september sl. birtist lítil grein í Fréttablaðinu þar sem ég benti Hannesi Péturssyni á að sagnfræðingurinn þýski, August Ludwig Schlözer, hafi fyrstur komið hugtakinu „heimsbókmenntir“ (þ. Weltliteratur) á prent í bókinni Isländische Litteratur und Geschichte sem kom út á því herrans ári 1773. Hannes heldur því fram í grein sinni „Orð og hugtak“ í Fréttablaðinu 13. sept. sl. að orð hans, „Goethe, nafnkenndasti sonur Frankfurtborgar, bjó til hugtakið heimsbókmenntir“, í grein frá 20. ágúst, merki ekki að hann hafi sagt að „Goethe hefði fyrstur þýzkra manna gripið til sjálfs orðsins 24.9.2011 06:00
Skárren ekkert lifir Guðmundur Steingrímsson skrifar Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins skrifaði grein í gær þar sem hann virðist taka undir þá skoðun mína að á miðju íslenskra stjórnmála sé gat. Ég fagna samhljómi okkar Ólafs um þetta. 24.9.2011 06:00
Ég er með athyglisbrest - ég er heppinn Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Athyglisbrestur er ekkert til að skammast sín fyrir – þetta er einfaldlega eiginleiki sem er hluti af mínu daglega lífi. Á stundum þvælist hann fyrir en oftar en ekki næ ég að nýta hann til góðs. Fyrir mig og aðra. 23.9.2011 06:00
Eru konur 90% menn? Stefán Einar Stefánsson skrifar Í liðinni viku kynnti VR niðurstöður árlegrar launakönnunar sem gerð er meðal félagsmanna. Er það í ellefta sinn sem það er gert. Kennir þar ýmissa grasa en fyrst og síðast er könnunin hugsuð sem verkfæri fyrir félagsmenn til þess að bera launakjör sín saman við það hver þau almennt eru á markaðnum. Með því móti er fólki gert auðveldara að átta sig á launaþróun á þeim vettvangi sem það starfar og einnig hvort það geti unað við starfskjör sín eða hvort ástæða sé til að leita leiðréttingar á þeim. Á undanförnu 22.9.2011 06:00
Handboltasilfur eða vísindaþorp? Lýður Árnason skrifar Starfsfélagi minn og fyrrum landlæknir ritar ágæta grein um nýbyggingu sjúkrahúss á dögunum. Rökstyður hann þessa framkvæmd og gerir það vel. Segir Sigurður að hugmyndin hafi frá upphafi verið til þess fallin að efla starfsemi spítalans, bæta þjónustu við sjúklinga og styðja og styrkja hann sem vísinda- og kennslustofnun. Hann segir óhagræði að sama stofnun skuli vera undir mörgum þökum, framtíðin sé þverfagleg teymisvinna þar sem nánd starfsstétta sé nauðsynleg. 22.9.2011 10:30
Viðurkennum Palestínu strax Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Palestína var ríki fyrir 1947, enda þótt hún hafi verið hersetin af stórveldum og skilgreind sem breskt verndarsvæði eftir heimsstyrjöldina fyrri. Stórveldin tóku ákvörðun um að skipta henni upp milli gyðinga og Palestínumanna. Rúmlega helmingur landsins skyldi tekinn og gerður að sérríki til handa gyðingum, sem flestir voru aðfluttir. Gyðingar samþykktu þessa tillögu sem meiri hluti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hafði samþykkt 29. nóvember 1947. Gyðingar höfðu aðeins verið lítill hluti íbúanna en fór hratt fjölgandi. Arabar, þar á meðal Palestínumenn, höfnuðu þessari landtöku. Lái þeim hver sem vill. 22.9.2011 10:30
Athygli, já takk Björk Þórarinsdóttir skrifar Nú stendur yfir samevrópsk ADHD vitundarvika og taka íslensku ADHD samtökin þátt í henni með kynningarátaki undir slagorðinu „ATHYGLI, JÁ TAKK". Markmið ADHD vitundarvikunnar er að auka þekkingu almennings á ADHD, eyða fordómum, auka skilning og efla stuðning við fólk með ADHD með opinskárri og skammarlausri umfjöllun. Lögð verður áhersla á hversu mikilvægt er að einstaklingar með ADHD mæti skilningi og njóti stuðnings í samfélaginu. 22.9.2011 06:00
Hraðbrautin gegnum Þingvelli Sigurður Jón Ólafsson skrifar Aukin bílaumferð um Þingvelli í kjölfar vegabóta á Lyngdalsheiði getur haft aukna mengun í för með sér í þjóðgarðinum. Þingvallavatn er eitt tærasta vatn sem um getur, en ef köfnunarefni, nitur og fleira frá umferðinni fer út í vatnið kemur þörungagróður, og þá hverfur blái liturinn og vatnið spillist.“ 22.9.2011 06:00
Breytum íslenskri orðræðuhefð Helgi Áss Grétarsson skrifar Sú iðja er ævaforn að bera út róg um aðra menn. Þannig er fræg frásögnin í Eglu af Hildiríðarsonum þegar þeir með klækjabrögðum grófu undan trúnaðarsambandi óvinar þeirra, Þórólfs Kveld-Úlfssonar, við Harald hárfagra Noregskonung. Ófrægingarherferðin heppnaðist, kóngsi kom Þórólfi fyrir kattarnef. 22.9.2011 06:00
Verkfall félagsráðgjafa Hulda Gunnarsdóttir og Unnur Árnadóttir skrifar Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg hefja boðað verkfall 26. september ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Kröfur félagsráðgjafa eru að fá sömu laun og verið er að greiða sambærilegum starfsstéttum innan borgarinnar. Launakrafan felur einnig í sér ósk um sanngirni fyrir félagsráðgjafa sem starfsstétt og viðurkenningu á mikilvægi þess starfs sem þeir vinna. 22.9.2011 06:00
Einkasala, einhliða viðskiptahættir, reykur, speglar og slæður Þórólfur Matthíasson skrifar Gouda-ostar eru kenndir við borgina Gouda í Suður-Hollandi og hafa verið í framleiðslu frá því fyrir 1667 en það ár var lagður sérstakur söluskattur á þessa ostategund. Tekjurnar voru notaðar til að fjármagna húsnæði fyrir ostamarkaðinn í Gouda og til að greiða kostnað löggiltra vigtarmanna auk annars. 22.9.2011 06:00
Afnema óverðtryggð lán verðtrygginguna? Hilmar Ögmundsson skrifar Á Íslandi hefur lengi verið litið svo á að húsnæðisöryggi sé einn af hornsteinum samfélagsins. Það að eiga öruggt húsaskjól á ekki að falla undir forréttindi heldur sjálfsögð mannréttindi. Efnahagsþrengingar síðustu missera hafa hins vegar valdið því að húsnæðisöryggi Íslendinga er í dag ógnað. 21.9.2011 06:00
Saga samfélags en ekki einstaklinga Leifur Reynisson skrifar Þessi grein er framhald á fyrri umfjöllun minni um gagnrýni Jafnréttisstofu vegna námsbóka í sögu. Í síðustu grein sýndi ég fram á að bækur mínar, Sögueyjan, eru skrifaðar í anda aðalnámskrár en hér mun ég leitast við að bregðast við einstökum þáttum gagnrýninnar. 21.9.2011 10:00
Tímabær stefnumótun Katrín Júlíusdóttir skrifar Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stuðla skuli að beinum erlendum fjárfestingum. Úti um allan heim leggja ríki áherslu á að laða til sín beina erlenda fjárfestingu og hvergi er slík fjárfesting jafn mikilvæg og í litlum opnum hagkerfum eins og því íslenska. Þess vegna er sérstaklega vont til þess að vita að í kjölfar efnahagshrunsins eru fjárfestingar hér í sögulegu lágmarki. 21.9.2011 09:30
Landsmenn vilja kjósa Helgi Magnússon skrifar Tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið þannig að unnt verði að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þetta kom fram í marktækri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birtist þann 12. september. Þessi niðurstaða er þvert á það sem ýmsir ákafir andstæðingar aðildarviðræðna hafa haldið fram í ræðu og riti. Algengt er að þeir hafi leyft sér að fullyrða að "þjóðin og þingið“ séu á móti aðildarviðræðum og því sé við hæfi að slíta þeim hið fyrsta. 21.9.2011 06:00
Hafður fyrir rangri sök Friðrik Schram skrifar Tvennt vil ég undirstrika í upphafi þessa greinarkorns: Ég hef hvorki sagt að samkynhneigð sé synd né heldur glæpur eins og kom fram í fyrirsögn viðtals við mig hér í blaðinu laugardaginn 10. september. Mér þykir mjög leitt að blaðið skuli bera mig þessum sökum og álít að hér sé um einhverja fljótfærni að ræða af þess hálfu. 20.9.2011 09:30
Tilmæli mæðra til Arionbanka Alma Jenný Guðmundsdóttir skrifar Fjölmiðlafulltrúi Arionbanka hringdi í mig til að afla upplýsinga um auglýsingaherferð þá sem er í gangi. Hún spurði margra spurninga – svo sem af hverju ég væri í þessari herferð? Af hverju Arionbanki? Af hverju ekki aðrar fjármálastofnanir? Hvað mér fyndist um Íbúðalánasjóð og fleira í þeim dúr. 20.9.2011 06:00
Fagleg sjónarmið um byggingu fangelsis Páll E. Winkel skrifar Á liðnum misserum hefur mikið verið fjallað um byggingu nýs fangelsis á opinberum vettvangi. Ekki er hægt að segja annað en að byggingasaga fangelsa sé sorgleg. Oft hefur staðið til að byggja fangelsi en einhverra hluta vegna hefur aldrei lánast að klára verkefnið. 20.9.2011 06:00
Umsókn Palestínumanna um aðild að Sameinuðu þjóðunum Í þessari viku munu Palestínumenn leggja fram umsókn sína um aðild að Sameinuðu þjóðunum. Með umsókninni eru Palestínumenn að óska eftir því að alþjóðasamfélagið viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan hinna svokölluðu 1967 landamæra. 20.9.2011 06:00
Norrænar konur gegn ofbeldi Dorit Otzen skrifar Við hjá Hreiðrinu og í Svanahópunum í Danmörku óskum Stígamótum til hamingju með nýjasta framtakið. Við gleðjumst yfir því að Stígamót skuli ennþá einu sinni beina athyglinni að þeim skuggahliðum nútíma samfélags sem eru vændi og verslun með konur. 20.9.2011 06:00
Um Grímsstaði og vald ráðherra Róbert R. Spanó skrifar Að undanförnu hefur mikið verið rætt um áhuga útlendings á því að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum til að stunda þar atvinnurekstur á sviði ferðaþjónustu. Í því sambandi hafa menn rætt um hvort heimila eigi útlendingum yfirleitt að kaupa jarðir og auðlindir hér á landi. Þessi umræða er þörf. Brýnt er að málefnaleg rök komi fram með og á móti. Í lögum frá 1966 um eignarétt og afnotarétt fasteigna er innanríkisráðherra veitt leyfi til að víkja frá skilyrðum um íslenskan ríkisborgararétt eða lögheimili hér á landi við kaup á fasteign. Er undanþáguheimild ráðherra opin og matskennd. Því má velta fyrir sér hvort ráðherrar geti við þessar aðstæður gert það sem þeim sýnist. Geta þeir lagalega látið pólitík ráða ferðinni? Svarið er nei. Þegar ráðherra er falið með lögum að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna eru þær lagalegs eðlis en ekki pólitískar, eins og nú verður útskýrt. 20.9.2011 00:01
Nýr Landspítali Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar Fyrrverandi heilbrigðisráðherra varpaði fram þeirri spurningu á dögunum hvort réttlætanlegt væri að byggja nýjan Landspítala utan um úrelt tæki og þegar ekki væri hægt að greiða heilbrigðisstarfsfólki laun. Hann sagði jafnframt réttilega að steinsteypa ein og sér gæti aldrei orðið hátæknisjúkrahús. 19.9.2011 10:00
Eftirsótt erlend fjárfesting Aðalsteinn Leifsson skrifar Ríki um allan heim keppast við að laða til sín erlenda fjárfestingu með markvissum hætti, þar sem ríkur skilningur er á því að slík fjárfesting bætir lífskjör. Þörfin fyrir samstarf við erlenda aðila er sérstaklega mikil í smáum hagkerfum, eins og á Íslandi þar sem atvinnulíf er fremur einhæft og vægi utanríkisviðskipta mikið. Ástæðan er sú að erlend fjárfesting skapar ekki einungis störf heldur getur hún einnig aukið fjölbreytni í atvinnulífi og utanríkisverslun, bætt markaðsaðgang, ýtt undir samkeppni og fært nýja þekkingu inn í atvinnulífið. Erlend fjárfesting hefur líklega aldrei verið mikilvægari fyrir Ísland en einmitt nú eftir efnahagshrun þegar fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki og þörf er á að auka fjölbreytni í atvinnulífi og draga úr ófyrirsjáanlegum sveiflum í verðmæti útflutnings. 19.9.2011 10:15
Landlæknisembættið er ógn við heilsu Íslendinga Árni Richard Árnason skrifar Haustið 2007 gekkst ég undir krossbandsaðgerð í Orkuhúsinu með skelfilegri afleiðingum en mig hafði nokkurn tímann órað fyrir. Frá vorinu 2009 hef ég gengist undir níu aðgerðir til að bæta upp fyrir tjón sem ég hef hlotið. Þessar níu aðgerðir voru gerðar í Danmörku og Finnlandi af læknum sem eru virtir prófessorar í bæklunarlæknisfræði. Af sjúkraskrám og samtölum mínum við mína lækna vöknuðu grunsemdir um að ég hafi verið fórnarlamb margvíslegra mistaka í Orkuhúsinu. Þar á meðal var krossbandið rangt staðsett og sjúkraþjálfun var ekki í samræmi við viðurkenndar aðferðir. Það hafi haft í för með sér að nýja endurgerða krossbandið slitnaði og tveir vöðvar í lærinu eyðilögðust. 19.9.2011 10:00
Nú ber Evrópusambandið peninga í áróðurinn Guðni Ágústsson skrifar Eitt stærsta fyrirtæki heims er Coca Cola. Það ver miklum peningum í að selja vöru sína og segir aldrei frá ókostum drykkjarins. Eitt fyrirtæki ver þó hærri upphæð í áróður um eigið ágæti, það er Evrópusambandið sjálft. Halda menn að ESB segi frá vanköntum þess að tilheyra sambandinu? Nei, þar sitja þessi stóru fyrirtæki við sama borð, allt er gott. 17.9.2011 06:00
Skálholt – Nýr biskup Úr húmi aldanna rís hugsunin um Skálholt eins og myndin af frelsaranum á altarisveggnum þar, óræð, margsaga en engu að síður með áskorun fyrir ókominn tíma. Hver sem kemur þangað finnur til sín kallað: Hver ert þú förumaður og hvert ætlar þú? Hver er ákvörðunarstaður þinn? Vel væri svarað ef sagt væri: Himinn Guðs, Guðs eilífa borg. 17.9.2011 06:00
Misskilningur skjalaþýðandans Magnús Magnússon skrifar Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi, skrifar töluvert hvassyrta grein í minn garð á bls. 24 í Fréttablaðinu 15. september sl. Þar leggur hún út frá leiðara sem ég skrifaði í Vesturlandsblaðið Skessuhorn 7. september undir yfirskriftinni „Dulin búseta“. Í fyrstu velti ég fyrir mér af hverju hún skrifaði ekki svargrein sína til birtingar í sama blaði, þar hefði birting verið auðsótt. Svarið veit ég svo sem ekki en velti fyrir mér hvort skýringin sé sú að lesendur Fréttablaðsins geta fæstir dæmt um hvað stóð í Skessuhorni og hún hafi af einhverjum ástæðum kosið að þeir vissu ekki of mikið svo hún gæti túlkað orð mín út og suður. 17.9.2011 06:00
Vissir þú? Vissir þú að yfir 600 milljónir kvenna og stúlkna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert? Vissir þú að ólögleg sala með fólk er þriðja umfangsmesta glæpastarfssemi í heimi? Vissir þú að ofbeldi dregur jafnmargar konur til dauða og krabbamein ár hvert? Vissir þú að í mörgum löndum kemst nauðgari hjá refsingu með því að giftast fórnarlambi sínu? 17.9.2011 06:00
Sjálfboðaliðar efla samfélagið Það þarf heilt samfélag til þess að ala upp barn. Þar stöndum við á Álftanesi vel og búum við kjöraðstæður. Þar hjálpast allt að, íbúafjöldi, öflug félagasamtök og rík samfélagsvitund. Það fer ekki hátt þegar einstaklingar og félagasamtök í litlum bæjarfélögum veita styrki og gjafir og enn færri vita af sjálfboðnu starfi. Það liggur líka í hlutarins eðli að fólk er ekkert að ræða það sérstaklega þó að það bjóði fram hjálp sína við hin ýmsu viðvik í sínu samfélagi. 16.9.2011 06:00
Að meta víðerni Árni Páll Árnason skrifar Kaupsamningur kínversks athafnamanns, Huangs Nobu, við hluta eigenda jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum hefur orðið mörgum umfjöllunarefni á undanförnum vikum. Þar vill hann skapa aðstöðu fyrir gesti til að kynnast fásinninu og hinu stórbrotna og hrjúfa landslagi sem staðurinn býður upp á. 16.9.2011 06:00
Náttúruarfurinn: Úr vörn í sókn Á tyllidögum vitnum við Íslendingar oft með stolti til sögu- og menningararfs þjóðarinnar og fyrir því er ríkuleg innistæða. Sama máli gegnir um náttúruarfinn. Reyndar höfum við gengið óheyrilega á hann bæði að efnislegum og andlegum gæðum. Það lýsir sér e.t.v. best í aldalangri gróður- og jarðvegseyðingu, og í seinni tíð með slakri skipulagningu landnýtingar, þ.m.t. víðtækri uppbyggingu mannvirkja til raforkuframleiðslu á víðernum hálendisins. Það voru vissulega þeir tímar á Íslandi að við lögðum okkur bækur til munns, að við borðuðum menningararfinn. En það var sárafátækt sem rak fólk til þess. Náttúruarfurinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja á velmegunartímum, þrátt fyrir síaukna þekkingu okkar á honum og mikilvægi hans. 16.9.2011 06:00
Ríkið misskilur sig Nýlega varð konu það á að segja í yfirheyrslum að hún hefði misskilið sjálfa sig. Þetta orðalag vakti kátínu í netheimum og meðal áhugaheimspekinga. Á heimspekikaffihúsi var varpað fram spurningunni „er hægt að misskilja sjálfan sig?“. Eins og svo oft áður var niðurstaðan sú að svarið væri ansi háð því hvað átt væri við. Kannski má misskilja eða skorta fulla vitneskju um hvað maður átti við í fortíðinni. Þá væri hugsanlegt að misskilningur komi upp á milli mismunandi hluta sjálfsins, eða skilning skorti á eigin eiginleikum. Ef ómeðvitað er lokað fyrir upplýsingar eða þær síaðar gæti það leitt til misskilnings. 16.9.2011 06:00
Staðgöngumæðrun samþykkt af meirihluta heilbrigðisnefndar Alþingis Heilbrigðisnefnd Alþingis hefur samþykkt þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni með breytingum og lagt fram nefndarálit þar að lútandi. Félagið Staðganga fagnar niðurstöðu heilbrigðisnefndar en hún byggir á öflun gagna og viðtala við hina ýmsu sérfræðinga, þar á meðal Karen Busby, lagaprófessor við Manitoba-háskóla í Kanada, en hún er einn helsti sérfræðingurinn á sviði staðgöngumæðrunar á Vesturlöndum í heiminum í dag. 16.9.2011 06:00
Hvítbók um náttúruvernd Svandís Svavarsdóttir skrifar Um nokkurt skeið hefur þótt ástæða til að styrkja stöðu náttúruverndar með endurskoðun náttúruverndarlaga. Á dögunum birti nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga hvítbók, þar sem gerð er heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Að auki eru gerðar tillögur að breytingum á lagaumhverfi og stjórnsýslu náttúruverndarmála. Rauði þráðurinn er að styrkja náttúruverndarsjónarmið og færa þau framar og ofar í keðju ákvarðanatöku, frekar en að litið sé til þeirra seint og um síðir. Þetta er krafa sjálfbærrar þróunar – að ná jafnvægi á milli hinna samfélagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu þátta. 15.9.2011 06:00
Þjófnaður og þrælahald Ingimar Sveinsson skrifar Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hefur skýrt frá því að sjóðurinn muni eiga um eða yfir 2.000 íbúðir sem teknar hafa verið eignarnámi. Auk þessa eiga aðrar lánastofnanir nokkurn fjölda íbúða sem þær hafa fengið á sama hátt. Jafnframt var skýrt frá því að líkur væru á að álíka margar íbúðir yrðu teknar eignarnámi á tímabilinu fram að næstu áramótum. 15.9.2011 06:00
Fellibylur hjálpar Óttar Norðfjörð skrifar Heimurinn er ekki lengur sjö heimsálfur. Hann er ein heimsálfa, eitt land. Að mörg þúsund konur eru í bráðri lífshættu í Sómalíu vegna mikilla þurrka er ekki aðeins vandamál Sómala. Það er einnig vandamál okkar Íslendinga. Með vali þínu geturðu hjálpað einni þessara kvenna og þar með börnunum hennar. Valið er einfalt – að styrkja UN Women. 15.9.2011 06:00
Sumarbústaðaeigendur – afætur? Ellen Ingvadóttir skrifar Heldur þykir mér óþekkilegt efnisinnihald leiðara 36. tölublaðs Vesturlandsútgáfunnar, Skessuhorns, en fyrirsögn hans er „dulin búseta“. Ritstjóri þessa annars ágæta vikurits, Magnús Magnússon, fjallar um fólk sem kemur í Borgarbyggð um helgar (sumarbústaðaeigendur), annars vegar, og svo námsmenn, væntanlega á Bifröst og Hvanneyri, hins vegar, en hefur þar ekki lögheimili. 15.9.2011 06:00
Svar: Ananas, eðlur og tímaleysi í Tógó Balema Alou skrifar Ég hef alltaf verið þakklátur Íslendingum sem fara alla leið frá Íslandi til Afríku og sérstaklega til heimalands míns Tógó til að hjálpa munaðarlausum og fátækum börnum. En þegar ég las grein Önnu Svövu Knútsdóttur, "Ananas, eðlur og tímaleysi í Tógó“ varð mér mjög brugðið. Ég fylltist reiði í stað þakklætis. Í þessari grein finnst mér sérstaklega vera vegið að heiðri karlmanna í Tógó og ýmislegt gefa ranga mynd af lífinu þar. Mér finnst ákaflega varasamt að alhæfa um heila þjóð. Sjálfur hef ég verið búsettur í Evrópu til fjölda ára og hef á þessum tíma lært að dæma ekki heilu þjóðirnar. Sérstaklega ekki eftir stutta dvöl í landinu. 15.9.2011 06:00
Kostnaðarsamur leki fyrir þjóðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Í Fréttablaðinu mánudaginn 12. september fjallar einn af blaðamönnum blaðsins (innanbúðarmaður úr VG) um fangelsismál. Þar nýtur blaðamaðurinn tengsla sinna við ráðherra fangelsismála og birtir upplýsingar um yfirlýstan kostnað vegna uppbyggingar nýs fangelsi á Hólmsheiði í samanburði við viðbyggingu á Litla-Hrauni. Jafnframt klippir blaðamaðurinn inn í frétt sína stöku setningar einstakra þingmanna (þ.m.t. undirritaðs) úr umræðu um fangelsismál. Þetta gerir blaðamaðurinn án þess að hafa á nokkrum tíma borið þessar upplýsingar undir þingmennina. 15.9.2011 06:00
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun