Nýr Landspítali Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar 19. september 2011 10:00 Fyrrverandi heilbrigðisráðherra varpaði fram þeirri spurningu á dögunum hvort réttlætanlegt væri að byggja nýjan Landspítala utan um úrelt tæki og þegar ekki væri hægt að greiða heilbrigðisstarfsfólki laun. Hann sagði jafnframt réttilega að steinsteypa ein og sér gæti aldrei orðið hátæknisjúkrahús. Hvað skapar gott sjúkrahús eða góða heilbrigðisstofnun? Hvað þarf að vera fyrir hendi til að þjónusta við sjúklinga sé örugg og af þeim gæðum sem við ætlumst til? Að mínu mati er það þrennt: Mannafli, tækjabúnaður og húsnæði. Ekkert eitt af þessu skapar góðan spítala, þetta þrennt þarf að fara saman. Um ágæti mannaflans á Landspítala efast líklega fáir. Þó eru blikur á lofti eftir stöðugan niðurskurð undanfarinna ára og fækkun starfsmanna um 600 á þremur árum. Óhjákvæmilega kemur það niður á gæðum þjónustunnar. Þegar við bætist að spítalinn er hvergi nærri samkeppnisfær í launum við sjúkrahús erlendis sem sækjast eftir þekkingu og færni íslenskra hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna, þegar álag er hér mun meira en þar og þegar starfsaðstaðan er ekki sambærileg, þá er hætt við að fólk „kjósi með fótunum". Úr sér gengin tæki og óhentugt húsnæði geta ekki verið grunnur að góðri sjúkrahúsþjónustu. Það er ekki boðlegt að við sjúkdómsgreiningar þurfi jafnvel að notast við tæki sem komin eru þrisvar sinnum fram yfir ætlaðan endingartíma. Það er heldur ekki boðlegt að grundvallarþættir í sjúkrahúsrekstri, eins og sýkingavarnir, séu ótryggar vegna húsnæðis sem hvergi nærri uppfyllir nútímakröfur sem gerðar eru til sjúkrahúsbygginga. Við þurfum nýjan Landspítala og við þurfum ný tæki ef við ætlum áfram að ná þeim árangri í heilbrigðisþjónustunni sem við þekkjum og teljum sjálfsagðan. Góð heilbrigðisþjónusta skapar mikil verðmæti, kemur í veg fyrir ótímabær dauðsföll og kemur fólki til starfa að nýju eftir sjúkdóma og slys. Til að skapa þessi verðmæti þarf heilbrigðisstarfsfólk sem vill starfa hér á landi vegna launa og álags, það þarf tæki sem standast nútímakröfur og síðast en ekki síst þarf húsnæði sem býður upp á að skipuleggja og veita „bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu" eins og tilgreint er í lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrrverandi heilbrigðisráðherra varpaði fram þeirri spurningu á dögunum hvort réttlætanlegt væri að byggja nýjan Landspítala utan um úrelt tæki og þegar ekki væri hægt að greiða heilbrigðisstarfsfólki laun. Hann sagði jafnframt réttilega að steinsteypa ein og sér gæti aldrei orðið hátæknisjúkrahús. Hvað skapar gott sjúkrahús eða góða heilbrigðisstofnun? Hvað þarf að vera fyrir hendi til að þjónusta við sjúklinga sé örugg og af þeim gæðum sem við ætlumst til? Að mínu mati er það þrennt: Mannafli, tækjabúnaður og húsnæði. Ekkert eitt af þessu skapar góðan spítala, þetta þrennt þarf að fara saman. Um ágæti mannaflans á Landspítala efast líklega fáir. Þó eru blikur á lofti eftir stöðugan niðurskurð undanfarinna ára og fækkun starfsmanna um 600 á þremur árum. Óhjákvæmilega kemur það niður á gæðum þjónustunnar. Þegar við bætist að spítalinn er hvergi nærri samkeppnisfær í launum við sjúkrahús erlendis sem sækjast eftir þekkingu og færni íslenskra hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna, þegar álag er hér mun meira en þar og þegar starfsaðstaðan er ekki sambærileg, þá er hætt við að fólk „kjósi með fótunum". Úr sér gengin tæki og óhentugt húsnæði geta ekki verið grunnur að góðri sjúkrahúsþjónustu. Það er ekki boðlegt að við sjúkdómsgreiningar þurfi jafnvel að notast við tæki sem komin eru þrisvar sinnum fram yfir ætlaðan endingartíma. Það er heldur ekki boðlegt að grundvallarþættir í sjúkrahúsrekstri, eins og sýkingavarnir, séu ótryggar vegna húsnæðis sem hvergi nærri uppfyllir nútímakröfur sem gerðar eru til sjúkrahúsbygginga. Við þurfum nýjan Landspítala og við þurfum ný tæki ef við ætlum áfram að ná þeim árangri í heilbrigðisþjónustunni sem við þekkjum og teljum sjálfsagðan. Góð heilbrigðisþjónusta skapar mikil verðmæti, kemur í veg fyrir ótímabær dauðsföll og kemur fólki til starfa að nýju eftir sjúkdóma og slys. Til að skapa þessi verðmæti þarf heilbrigðisstarfsfólk sem vill starfa hér á landi vegna launa og álags, það þarf tæki sem standast nútímakröfur og síðast en ekki síst þarf húsnæði sem býður upp á að skipuleggja og veita „bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu" eins og tilgreint er í lögum.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar