Hugtök án orða? Gauti Kristmannsson skrifar 24. september 2011 06:00 Fyrsta september sl. birtist lítil grein í Fréttablaðinu þar sem ég benti Hannesi Péturssyni á að sagnfræðingurinn þýski, August Ludwig Schlözer, hafi fyrstur komið hugtakinu „heimsbókmenntir“ (þ. Weltliteratur) á prent í bókinni Isländische Litteratur und Geschichte sem kom út á því herrans ári 1773. Hannes heldur því fram í grein sinni „Orð og hugtak“ í Fréttablaðinu 13. sept. sl. að orð hans, „Goethe, nafnkenndasti sonur Frankfurtborgar, bjó til hugtakið heimsbókmenntir“, í grein frá 20. ágúst, merki ekki að hann hafi sagt að „Goethe hefði fyrstur þýzkra manna gripið til sjálfs orðsins „Weltliteratur““. Kann það rétt að vera, en um leið heldur hann því fram að í „þýzku bókarklausunni frá 1773 kemur ekki nógu glöggt í ljós hvað átt er við með „Weltliteratur“.“ Af þessu má skilja að Schlözer hafi aðeins skrifað orð en Goethe búið til hugtak. Ég velti því fyrir mér hvort hann fullyrði þetta án þess að hafa lesið bókina eftir Schlözer sem er upp á 200 síður og furðu vel upplýst fyrir sinn tíma, enda var höfundurinn einn kunnasti sagnfræðingur Þýskalands á 18. öld. Það er heldur ekki rétt að Goethe „skilgreini“ hugtakið í spjalli sínu við Eckermann eins og Hannes heldur fram, hann nefnir það eingöngu í tengslum við þjóðarbókmenntir og vísar síðan á bókmenntir Forn-Grikkja. Hann notaði þetta hugtak hins vegar nokkrum sinnum, fyrst í tímaritinu Über Kunst und Altertum í janúar 1827 og síðar hér og þar í greinum og bréfum sem margoft hefur verið safnað saman. Þetta eru þó stundum svo misvísandi staðhæfingar að fullyrða má að ekki sé unnt að leiða neina eina skilgreiningu af þeim. Enda var það ekki Goethe sem oftast reyndi að skilgreina hugtakið heldur bókmenntafræðingarnir sem á eftir komu og eru þeir ennþá að eins og sjá má af nýlegum bókum eftir höfunda eins og David Damrosch og Dieter Lamping svo nefndir séu tveir. Notkun Goethes á þessu hugtaki á áreiðanlega rætur að rekja til skrifa Schlözers og ekki síður Johanns Gottfrieds Herders sem Goethe leit mjög upp til á yngri árum. Herder fylgdist vel með Schlözer og sá hann greinilega sem keppinaut, skrifaði um hann rætna ritdóma en vingaðist við hann síðar, enda voru þeir mjög áþekkt þenkjandi og frumkvöðlar í sagnfræði. Herder gaf t.d. út lítið kver 1772 sem heitir Von deutscher Art und Kunst og fékk Goethe til að skrifa grein í það. Fremstar eru þó tvær greinar eftir Herder, önnur um Ossían og Eddukvæði og hin um Shakespeare þar sem Herder fjallar um hvernig skapa megi heim í bókmenntum með því að líta til hins sammannlega og um leið sérstaka. Þetta er þversögn sem Goethe lýsti í sjálfsævisögu sinni Skáldskapur og sannindi (þ. Dichtung und Wahrheit) sem svo að Herder hafi kennt honum á þessum árum að skáldlistin væri „heims- og þjóðagáfa, ekki einkaarfur nokkurra fínna og menntaðra karla“ (þ. eine Welt- und Völkergabe […], nicht ein Privaterbteil einiger feinen gebildeten Männer). Þetta er kannski besta skilgreiningin á heimsbókmenntum, en víst er að orðið kom fram löngu áður en Goethe tók sér það í munn. Um leið hófst skilgreining hugtaksins og það er enn í mótun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta september sl. birtist lítil grein í Fréttablaðinu þar sem ég benti Hannesi Péturssyni á að sagnfræðingurinn þýski, August Ludwig Schlözer, hafi fyrstur komið hugtakinu „heimsbókmenntir“ (þ. Weltliteratur) á prent í bókinni Isländische Litteratur und Geschichte sem kom út á því herrans ári 1773. Hannes heldur því fram í grein sinni „Orð og hugtak“ í Fréttablaðinu 13. sept. sl. að orð hans, „Goethe, nafnkenndasti sonur Frankfurtborgar, bjó til hugtakið heimsbókmenntir“, í grein frá 20. ágúst, merki ekki að hann hafi sagt að „Goethe hefði fyrstur þýzkra manna gripið til sjálfs orðsins „Weltliteratur““. Kann það rétt að vera, en um leið heldur hann því fram að í „þýzku bókarklausunni frá 1773 kemur ekki nógu glöggt í ljós hvað átt er við með „Weltliteratur“.“ Af þessu má skilja að Schlözer hafi aðeins skrifað orð en Goethe búið til hugtak. Ég velti því fyrir mér hvort hann fullyrði þetta án þess að hafa lesið bókina eftir Schlözer sem er upp á 200 síður og furðu vel upplýst fyrir sinn tíma, enda var höfundurinn einn kunnasti sagnfræðingur Þýskalands á 18. öld. Það er heldur ekki rétt að Goethe „skilgreini“ hugtakið í spjalli sínu við Eckermann eins og Hannes heldur fram, hann nefnir það eingöngu í tengslum við þjóðarbókmenntir og vísar síðan á bókmenntir Forn-Grikkja. Hann notaði þetta hugtak hins vegar nokkrum sinnum, fyrst í tímaritinu Über Kunst und Altertum í janúar 1827 og síðar hér og þar í greinum og bréfum sem margoft hefur verið safnað saman. Þetta eru þó stundum svo misvísandi staðhæfingar að fullyrða má að ekki sé unnt að leiða neina eina skilgreiningu af þeim. Enda var það ekki Goethe sem oftast reyndi að skilgreina hugtakið heldur bókmenntafræðingarnir sem á eftir komu og eru þeir ennþá að eins og sjá má af nýlegum bókum eftir höfunda eins og David Damrosch og Dieter Lamping svo nefndir séu tveir. Notkun Goethes á þessu hugtaki á áreiðanlega rætur að rekja til skrifa Schlözers og ekki síður Johanns Gottfrieds Herders sem Goethe leit mjög upp til á yngri árum. Herder fylgdist vel með Schlözer og sá hann greinilega sem keppinaut, skrifaði um hann rætna ritdóma en vingaðist við hann síðar, enda voru þeir mjög áþekkt þenkjandi og frumkvöðlar í sagnfræði. Herder gaf t.d. út lítið kver 1772 sem heitir Von deutscher Art und Kunst og fékk Goethe til að skrifa grein í það. Fremstar eru þó tvær greinar eftir Herder, önnur um Ossían og Eddukvæði og hin um Shakespeare þar sem Herder fjallar um hvernig skapa megi heim í bókmenntum með því að líta til hins sammannlega og um leið sérstaka. Þetta er þversögn sem Goethe lýsti í sjálfsævisögu sinni Skáldskapur og sannindi (þ. Dichtung und Wahrheit) sem svo að Herder hafi kennt honum á þessum árum að skáldlistin væri „heims- og þjóðagáfa, ekki einkaarfur nokkurra fínna og menntaðra karla“ (þ. eine Welt- und Völkergabe […], nicht ein Privaterbteil einiger feinen gebildeten Männer). Þetta er kannski besta skilgreiningin á heimsbókmenntum, en víst er að orðið kom fram löngu áður en Goethe tók sér það í munn. Um leið hófst skilgreining hugtaksins og það er enn í mótun.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun