Afnema óverðtryggð lán verðtrygginguna? Hilmar Ögmundsson skrifar 21. september 2011 06:00 Á Íslandi hefur lengi verið litið svo á að húsnæðisöryggi sé einn af hornsteinum samfélagsins. Það að eiga öruggt húsaskjól á ekki að falla undir forréttindi heldur sjálfsögð mannréttindi. Efnahagsþrengingar síðustu missera hafa hins vegar valdið því að húsnæðisöryggi Íslendinga er í dag ógnað. BSRB hefur áður talað fyrir því að auka verði valkosti þegar kemur að því að velja sér búsetuform. Fram til þessa hefur aðeins tvennt staðið til boða – annars vegar séreignarstefna með verðtryggðum lánum frá fjármálastofnunum og hins vegar ófullkominn leigumarkaður. Frá efnahagshruni hefur það bersýnilega komið í ljós hversu ófullkomin bæði búsetuformin eru. Höfuðstólar verðtryggðra lána hafa tekið stökk upp á við og leiguverð á þeim fáu leiguíbúðum sem á markaðnum eru hefur hækkað upp úr öllu valdi. BSRB ítrekar þá afstöðu sína að koma verði á sanngjörnum leigumarkaði þar sem leiga verður gerð að raunverulegum langtíma búsetukosti þar sem fólki verður tryggt sanngjarnt leiguverð, t.d. með aðkomu sérstakrar nefndar sem hefur úrskurðarvald um slík málefni. Ennfremur vill BSRB að lántakendum verði boðið upp á fleiri valkosti kjósi fólk að fara þá leið að eignast sitt eigið húsnæði. Íbúðalánasjóður stefnir að því að bjóða upp á óverðtryggð húsnæðislán á næsta ári og nú þegar hafa sumir bankanna gert slíkt hið sama. Arion banki mun í vikunni bjóða viðskiptavinum sínum óverðtryggð íbúðalán sem nema allt að 60% veðhlutfalli fasteignar, með föstum 6,45% vöxtum til fimm ára. Að auki stendur fólki til boða viðbótarlán sem nema frá 60% til 80% veðhlutfalli fasteignar. Þau lán bera 7,55% fasta vexti í fimm ár og eru til allt að 25 ára. Auknum valmöguleikum sem þessum ber auðvitað að fagna og því verður forvitnilegt að sjá hvernig Íbúðalánasjóður mun útfæra sín óverðtryggðu lán. Á hinum nýju lánum Arion banka mun endurskoðun vaxta fara fram á fimm ára fresti og „taka mið af markaðsvöxtum sem í gildi eru á hverjum tíma“ eins og segir í tilkynningu bankans. Þannig getur lánveitandinn í raun velt ófyrirséðum kostnaði á lántakenda við þessa endurskoðun í formi nýrra og hugsanlega mun hærri vaxta alls sjö sinnum á lánstímanum sé miðað við lán til 40 ára. Höfuðtilgangur óverðtryggðra lána hlýtur að vera að gera lántakanda algerlega ljóst hvað hann er að fara að borga mikið hverju sinni. Þetta er framkvæmanlegt með fastvaxtaláni þar sem lántakandi sér nákvæmlega hversu mikið hann er að fara að greiða á lánstímanum. Þar hafa sveiflur í verðbólgu ekki óvænt áhrif sem geta riðlað öllum forsendum í fjármálum heimilanna líkt og raunin er með verðtryggðu lánin. Sveiflur í verðbólgu valda því að ómögulegt er að segja til um það hversu mikið greiða þarf af verðtryggðu láni um næstu mánaðamót, hvað þá eftir 20, 30 eða 40 ár. Þeirri kenningu hefur verið haldið á lofti að þrátt fyrir möguleikann á óverðtryggðum lánum muni stór hluti íslenskra heimila frekar halda sig við hin verðtryggðu lán þar sem þau séu svo kunnug því formi. BSRB hafnar þeirri kenningu alfarið jafnvel þótt ljóst sé að vextir af óverðtryggðum lánum verði hærri en af verðtryggðum lánum. Fastir vextir færa okkur a.m.k. vissu um hversu há næsta greiðsla láns verður og sömuleiðis sú síðasta. Fyrir þessa vissu eru heimilin eflaust til í að taka á sig hærri vaxtaprósentu því þá vita þau hið minnsta hvað þau eru að fara út í og hversu miklu þau ætla að ráðstafa í húsnæðiskaup í framtíðinni. Í hinu verðtryggða umhverfi samtímans er óvissan aftur á móti alger enda nokkuð ljóst að laun fylgja ekki verðbólguþróun og ómögulegt er að segja til um stöðu höfuðstóls og upphæðir afborgana þegar fram líður. Nú þegar hefur ríkið gefið út skuldabréf – m.ö.o. tekið lán – á 6,5% föstum vöxtum til 20 ára. Sú aðgerð gefur sterklega til kynna að slíkt sé raunverulegur kostur. Þetta er jafnframt kostur sem ætti ekki bara að standa ríkissjóði til boða heldur almenningi í landinu líka. Það sem er þó mikilvægast er að tryggt verði að fjármálastofnanir geti ekki endurskoðað vexti einhliða að ákveðnum árafjölda liðnum. Á meðan fjármálastofnun getur sjö sinnum á 40 ára lánstíma endurskoðað vextina er í raun ekki verið að fjarlægja verðtrygginguna að fullu. Þannig er lántakanda áfram haldið í óvissu um hvað hann sé í raun að fara að greiða af láninu. Á meðan óhindruð endurskoðun fjármálastofnana fer fram með reglulegu millibili er ekki verið að bjóða upp á raunveruleg fastvaxtalán heldur áframhaldandi óvissu fyrir heimilin í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur lengi verið litið svo á að húsnæðisöryggi sé einn af hornsteinum samfélagsins. Það að eiga öruggt húsaskjól á ekki að falla undir forréttindi heldur sjálfsögð mannréttindi. Efnahagsþrengingar síðustu missera hafa hins vegar valdið því að húsnæðisöryggi Íslendinga er í dag ógnað. BSRB hefur áður talað fyrir því að auka verði valkosti þegar kemur að því að velja sér búsetuform. Fram til þessa hefur aðeins tvennt staðið til boða – annars vegar séreignarstefna með verðtryggðum lánum frá fjármálastofnunum og hins vegar ófullkominn leigumarkaður. Frá efnahagshruni hefur það bersýnilega komið í ljós hversu ófullkomin bæði búsetuformin eru. Höfuðstólar verðtryggðra lána hafa tekið stökk upp á við og leiguverð á þeim fáu leiguíbúðum sem á markaðnum eru hefur hækkað upp úr öllu valdi. BSRB ítrekar þá afstöðu sína að koma verði á sanngjörnum leigumarkaði þar sem leiga verður gerð að raunverulegum langtíma búsetukosti þar sem fólki verður tryggt sanngjarnt leiguverð, t.d. með aðkomu sérstakrar nefndar sem hefur úrskurðarvald um slík málefni. Ennfremur vill BSRB að lántakendum verði boðið upp á fleiri valkosti kjósi fólk að fara þá leið að eignast sitt eigið húsnæði. Íbúðalánasjóður stefnir að því að bjóða upp á óverðtryggð húsnæðislán á næsta ári og nú þegar hafa sumir bankanna gert slíkt hið sama. Arion banki mun í vikunni bjóða viðskiptavinum sínum óverðtryggð íbúðalán sem nema allt að 60% veðhlutfalli fasteignar, með föstum 6,45% vöxtum til fimm ára. Að auki stendur fólki til boða viðbótarlán sem nema frá 60% til 80% veðhlutfalli fasteignar. Þau lán bera 7,55% fasta vexti í fimm ár og eru til allt að 25 ára. Auknum valmöguleikum sem þessum ber auðvitað að fagna og því verður forvitnilegt að sjá hvernig Íbúðalánasjóður mun útfæra sín óverðtryggðu lán. Á hinum nýju lánum Arion banka mun endurskoðun vaxta fara fram á fimm ára fresti og „taka mið af markaðsvöxtum sem í gildi eru á hverjum tíma“ eins og segir í tilkynningu bankans. Þannig getur lánveitandinn í raun velt ófyrirséðum kostnaði á lántakenda við þessa endurskoðun í formi nýrra og hugsanlega mun hærri vaxta alls sjö sinnum á lánstímanum sé miðað við lán til 40 ára. Höfuðtilgangur óverðtryggðra lána hlýtur að vera að gera lántakanda algerlega ljóst hvað hann er að fara að borga mikið hverju sinni. Þetta er framkvæmanlegt með fastvaxtaláni þar sem lántakandi sér nákvæmlega hversu mikið hann er að fara að greiða á lánstímanum. Þar hafa sveiflur í verðbólgu ekki óvænt áhrif sem geta riðlað öllum forsendum í fjármálum heimilanna líkt og raunin er með verðtryggðu lánin. Sveiflur í verðbólgu valda því að ómögulegt er að segja til um það hversu mikið greiða þarf af verðtryggðu láni um næstu mánaðamót, hvað þá eftir 20, 30 eða 40 ár. Þeirri kenningu hefur verið haldið á lofti að þrátt fyrir möguleikann á óverðtryggðum lánum muni stór hluti íslenskra heimila frekar halda sig við hin verðtryggðu lán þar sem þau séu svo kunnug því formi. BSRB hafnar þeirri kenningu alfarið jafnvel þótt ljóst sé að vextir af óverðtryggðum lánum verði hærri en af verðtryggðum lánum. Fastir vextir færa okkur a.m.k. vissu um hversu há næsta greiðsla láns verður og sömuleiðis sú síðasta. Fyrir þessa vissu eru heimilin eflaust til í að taka á sig hærri vaxtaprósentu því þá vita þau hið minnsta hvað þau eru að fara út í og hversu miklu þau ætla að ráðstafa í húsnæðiskaup í framtíðinni. Í hinu verðtryggða umhverfi samtímans er óvissan aftur á móti alger enda nokkuð ljóst að laun fylgja ekki verðbólguþróun og ómögulegt er að segja til um stöðu höfuðstóls og upphæðir afborgana þegar fram líður. Nú þegar hefur ríkið gefið út skuldabréf – m.ö.o. tekið lán – á 6,5% föstum vöxtum til 20 ára. Sú aðgerð gefur sterklega til kynna að slíkt sé raunverulegur kostur. Þetta er jafnframt kostur sem ætti ekki bara að standa ríkissjóði til boða heldur almenningi í landinu líka. Það sem er þó mikilvægast er að tryggt verði að fjármálastofnanir geti ekki endurskoðað vexti einhliða að ákveðnum árafjölda liðnum. Á meðan fjármálastofnun getur sjö sinnum á 40 ára lánstíma endurskoðað vextina er í raun ekki verið að fjarlægja verðtrygginguna að fullu. Þannig er lántakanda áfram haldið í óvissu um hvað hann sé í raun að fara að greiða af láninu. Á meðan óhindruð endurskoðun fjármálastofnana fer fram með reglulegu millibili er ekki verið að bjóða upp á raunveruleg fastvaxtalán heldur áframhaldandi óvissu fyrir heimilin í landinu.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun