Verkfall félagsráðgjafa Hulda Gunnarsdóttir og Unnur Árnadóttir skrifar 22. september 2011 06:00 Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg hefja boðað verkfall 26. september ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Kröfur félagsráðgjafa eru að fá sömu laun og verið er að greiða sambærilegum starfsstéttum innan borgarinnar. Launakrafan felur einnig í sér ósk um sanngirni fyrir félagsráðgjafa sem starfsstétt og viðurkenningu á mikilvægi þess starfs sem þeir vinna. Kjarabaráttan snýst ekki eingöngu um bætt kjör félagsráðgjafa. Bág launakjör og mikið álag hefur leitt til mikils atgervisflótta félagsráðgjafa frá borginni. Um 20% félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg hafa horfið til annarra starfa, m.a. í önnur sveitarfélög á síðastliðnum árum. Erfiðlega hefur gengið að manna þær stöður sem kemur óneitanlega niður á þjónustu til borgarbúa. Verkfall félagsráðgjafa mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fjölda fólks. Greiðsla fjárhagsaðstoðar til framfærslu, stuðningur við einstaklinga og fjölskyldur í erfiðum aðstæðum, stuðningur við fatlaða og barnaverndarstarf mun lamast. Mikil þekking og reynsla mun hverfa frá Reykjavíkurborg sem mun ekki nást að vinna upp aftur nema á löngum tíma og með miklum tilkostnaði ef kjör félagsráðgjafa verða ekki bætt til samræmis við viðmiðunarstéttir. Félagsráðgjafar eru langeygðir eftir kjarabótum. Árið 2006 samþykktu félagsráðgjafar að fara í starfsmat sem átti að leiða til jafnréttis í launum hjá Reykjavíkurborg meðal allra starfsstétta þar. Það hefur ekki verið reyndin, enn er til staðar munur á launum fyrir sambærileg störf þrátt fyrir yfirlýsta stefnu Reykjavíkurborgar um jafnrétti til launa sem birtist í mannréttindastefnu hennar. Byrjunarlaun félagsráðgjafa eftir fimm ára háskólanám eru u.þ.b. 299 þúsund krónur. Félagsráðgjafar eru við hlið verkfræðinga í starfsmatinu enda svipuð menntun að baki. Verkfræðingar eru með allt að 200 þúsund krónum hærri heildarlaun. Í góðærinu var það réttlætt með álagi hjá verk- og tæknifræðingum vegna mikilla framkvæmda. Félagsráðgjafar hafa sl. þrjú ár mátt starfa undir auknu álagi í kjölfar kreppu en lítið hefur borið á aðgerðum til að mæta því með bættum kjörum eða álagsgreiðslum. Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar er tiltekið að greiða skuli jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og tryggja sömu kjör. Hæfnis- og árangurslaun skulu byggjast á málefnalegum forsendum. Skorað er á samningsnefndina að stefnunni sé fylgt eftir á borði en ekki bara í orði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg hefja boðað verkfall 26. september ef samningar nást ekki fyrir þann tíma. Kröfur félagsráðgjafa eru að fá sömu laun og verið er að greiða sambærilegum starfsstéttum innan borgarinnar. Launakrafan felur einnig í sér ósk um sanngirni fyrir félagsráðgjafa sem starfsstétt og viðurkenningu á mikilvægi þess starfs sem þeir vinna. Kjarabaráttan snýst ekki eingöngu um bætt kjör félagsráðgjafa. Bág launakjör og mikið álag hefur leitt til mikils atgervisflótta félagsráðgjafa frá borginni. Um 20% félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg hafa horfið til annarra starfa, m.a. í önnur sveitarfélög á síðastliðnum árum. Erfiðlega hefur gengið að manna þær stöður sem kemur óneitanlega niður á þjónustu til borgarbúa. Verkfall félagsráðgjafa mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fjölda fólks. Greiðsla fjárhagsaðstoðar til framfærslu, stuðningur við einstaklinga og fjölskyldur í erfiðum aðstæðum, stuðningur við fatlaða og barnaverndarstarf mun lamast. Mikil þekking og reynsla mun hverfa frá Reykjavíkurborg sem mun ekki nást að vinna upp aftur nema á löngum tíma og með miklum tilkostnaði ef kjör félagsráðgjafa verða ekki bætt til samræmis við viðmiðunarstéttir. Félagsráðgjafar eru langeygðir eftir kjarabótum. Árið 2006 samþykktu félagsráðgjafar að fara í starfsmat sem átti að leiða til jafnréttis í launum hjá Reykjavíkurborg meðal allra starfsstétta þar. Það hefur ekki verið reyndin, enn er til staðar munur á launum fyrir sambærileg störf þrátt fyrir yfirlýsta stefnu Reykjavíkurborgar um jafnrétti til launa sem birtist í mannréttindastefnu hennar. Byrjunarlaun félagsráðgjafa eftir fimm ára háskólanám eru u.þ.b. 299 þúsund krónur. Félagsráðgjafar eru við hlið verkfræðinga í starfsmatinu enda svipuð menntun að baki. Verkfræðingar eru með allt að 200 þúsund krónum hærri heildarlaun. Í góðærinu var það réttlætt með álagi hjá verk- og tæknifræðingum vegna mikilla framkvæmda. Félagsráðgjafar hafa sl. þrjú ár mátt starfa undir auknu álagi í kjölfar kreppu en lítið hefur borið á aðgerðum til að mæta því með bættum kjörum eða álagsgreiðslum. Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar er tiltekið að greiða skuli jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og tryggja sömu kjör. Hæfnis- og árangurslaun skulu byggjast á málefnalegum forsendum. Skorað er á samningsnefndina að stefnunni sé fylgt eftir á borði en ekki bara í orði.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun