Handboltasilfur eða vísindaþorp? Lýður Árnason skrifar 22. september 2011 10:30 Starfsfélagi minn og fyrrum landlæknir ritar ágæta grein um nýbyggingu sjúkrahúss á dögunum. Rökstyður hann þessa framkvæmd og gerir það vel. Segir Sigurður að hugmyndin hafi frá upphafi verið til þess fallin að efla starfsemi spítalans, bæta þjónustu við sjúklinga og styðja og styrkja hann sem vísinda- og kennslustofnun. Hann segir óhagræði að sama stofnun skuli vera undir mörgum þökum, framtíðin sé þverfagleg teymisvinna þar sem nánd starfsstétta sé nauðsynleg. Sigurður lofar samvinnu Háskólans og Landspítalans sem fært hefur þjóðinni hæft heilbrigðisstarfsfólk. Segir okkur hins vegar eftirbáta nágrannaþjóðanna í vísindavinnu og verði ekkert að gert bíði okkar frekari atgervisflótti. Að lokum áréttar Sigurður þá skoðun sína að bygging nýs sjúkrahúss sé lykilþáttur í að efla þekkingu, menntun og þjónustu við sjúklinga. Viðhorfsmunur okkar Sigurðar kristallast í staðhæfingu hans um handboltasilfrið. Þar segist Sigurður fremur vilja sjá sama árangur Íslands á sviði vísinda. Með þessu er Sigurður ekki mótfallinn handbolta enda segir hann það sjálfur. Á sama hátt er ég ekki mótfallinn vísindum þó ég telji nýbyggingu sjúkrahúss óþarfa. Ég deili hins vegar ekki með Sigurði þeirri skoðun að margumrædd framkvæmd verði sjúklingum þessa lands til framdráttar, þvert á móti. Við Íslendingar höfum horft upp á miðstýringaráráttu undanfarinna ára, látlaust hefur dunið á þjóðinni að hagræðing sé bundin stórum einingum, ekki litlum. Fjárhagslega útkomu þessarar hugmyndafræði tel ég ekki beysna og þjónustu ei heldur. Fólk þekkir samskipti við stórar stofnanir, bið, bið og aftur bið, tilvísanir, frávísanir, misskilning, mistök og umkomuleysi. Fari heilbrigðisþjónusta landsmanna nánast öll undir einn hatt verða ofangreindir hlutir enn meira vandamál en nú er. Færibandavinna með hámarksafköstum kemur sér betur fyrir þá sem gera að en hina sem eru gerðir. Minni einingar hafa betri yfirsýn, innviðir þeirra eru sýnilegri og fólki auðsýnd meiri virðing og alúð. Risasjúkrahús tel ég því afturför hvað þjónustu við sjúklinga varðar. Vandi Landspítalans í dag er fjárhagslegur. Fyrir utan daglegan rekstur er viðhaldi húsa mjög ábótavant. Nýbygging mun ekki leysa þann vanda heldur auka. Fremur ættu forsvarsmenn heilbrigðismála að leita leiða til að minnka umsvif Landspítalans og draga þannig úr útgjöldum. Um allt land er þegar fyrirliggjandi prýðisaðstaða sem unnvörpum er ónýtt vegna stefnu yfirvalda. Með hringferðum heilbrigðisstarfsfólks á milli stofnana væri hægt, í bland við starfsfólkið á hverjum stað, að endurvekja tapaða þjónustu í heimabyggð. Samfara drægi úr álagi Landspítala. Flestir myndu fagna þessari þjónustu og sparnaðurinn í fólksflutningum augljós. Fólksflótti heilbrigðisstarfsfólks er ekki einungis vegna launakjara. Margir kjósa minni vinnustaði og vilja hafa þá nærri heimilum sínum. Að auki ýtir einn stór vinnuveitandi hvorki undir samkeppni né fjölbreytni. Margir finna því kröftum sínum farveg annars staðar. Verst er þó að með einni risastofnun færast mikil völd á fárra hendur. Í slíku andrúmslofti gengur fljótt á athafnafrelsið og því una sumir illa. Meðmælendur nýbyggingar Landspítala rökstyðja verkið sem fjárhagslega arðbært en byggingarkostnaðurinn er áætlaður um 80 milljarðar. Skírskotað er til óhagræðis vegna dreifðs húsnæðis Landspítalans og tilfærsla starfseminnar á einn blett spari umtalsvert fé. Einnig er því hampað að framkvæmdin sé innspýting í atvinnulífið og atvinnuskapandi. Ábyggilega má gera því skóna að fjármunir sparist á einhverjum sviðum en þegar á heildina er litið get ég ekki annað en dregið þessar fullyrðingar í efa. Landspítalinn á við langvarandi og síversnandi rekstrarvanda að stríða og ástandið í ríkisfjármálum sjaldan verra. Og reiknimeistarar ríkisins telja svarið vera nýtt spítalaþorp. Hvernig bygging þess og rekstur skapi hagræði er mér hulin ráðgáta, miklu nær væri að gera ekki neitt og ráðast fremur í viðhald fyrirliggjandi húsa og breytingar á þeim. Snúa síðan af þeirri miðstýringarbraut sem mörkuð hefur verið og beina straumþunganum frá miðjunni og til fólksins í landinu. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr hlutverki Landspítalans heldur að sníða hann að þörfum 300 þúsund manna þjóðar. Það spítalaþorp sem liggur nú á teikniborðinu rímar við sjöfalt fjölmennari þjóð. Það er eins með vísindin og handboltann, gaman væri að hafa bolmagn til að halda úti deild á heimsmælikvarða. Smæðin gerir okkur það nánast ómögulegt og því leitar afreksfólk gjarnan á önnur mið. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að við höfum okkar ágæta háskólasjúkrahús sem undirbýr fólk til frekari landvinninga og sama má segja um handboltadeildina. Margir koma svo aftur reynslunni ríkari og miðla áfram á heimaslóð. Fylgjendur nýbyggingar Landspítala verða að gera sér grein fyrir því að slík risaframkvæmd útheimtir breytingar á forgangsröð samfélagsins. Að leita samþykkis þjóðarinnar væri því að mínu mati lágmarks kurteisi og liggur þjóðaratkvæðagreiðsla beinast við. Þar yrði mitt svar nei og ástæðan tvíþætt. Annars vegar hef ég ekki fundið fyrir neinni eftirspurn eftir nýju spítalaþorpi hjá þjóðinni, tel ég framkvæmdina þar af leiðandi óþarfa og reyndar skaðlega eins og nú er ástatt. Hins vegar vil ég sjá megináherslu heilbrigðismála á sjálfri þjónustunni, meiri fjölbreytileika í minni og nánari einingum og einnig sjá þjónustuna færast til fólksins en ekki frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Starfsfélagi minn og fyrrum landlæknir ritar ágæta grein um nýbyggingu sjúkrahúss á dögunum. Rökstyður hann þessa framkvæmd og gerir það vel. Segir Sigurður að hugmyndin hafi frá upphafi verið til þess fallin að efla starfsemi spítalans, bæta þjónustu við sjúklinga og styðja og styrkja hann sem vísinda- og kennslustofnun. Hann segir óhagræði að sama stofnun skuli vera undir mörgum þökum, framtíðin sé þverfagleg teymisvinna þar sem nánd starfsstétta sé nauðsynleg. Sigurður lofar samvinnu Háskólans og Landspítalans sem fært hefur þjóðinni hæft heilbrigðisstarfsfólk. Segir okkur hins vegar eftirbáta nágrannaþjóðanna í vísindavinnu og verði ekkert að gert bíði okkar frekari atgervisflótti. Að lokum áréttar Sigurður þá skoðun sína að bygging nýs sjúkrahúss sé lykilþáttur í að efla þekkingu, menntun og þjónustu við sjúklinga. Viðhorfsmunur okkar Sigurðar kristallast í staðhæfingu hans um handboltasilfrið. Þar segist Sigurður fremur vilja sjá sama árangur Íslands á sviði vísinda. Með þessu er Sigurður ekki mótfallinn handbolta enda segir hann það sjálfur. Á sama hátt er ég ekki mótfallinn vísindum þó ég telji nýbyggingu sjúkrahúss óþarfa. Ég deili hins vegar ekki með Sigurði þeirri skoðun að margumrædd framkvæmd verði sjúklingum þessa lands til framdráttar, þvert á móti. Við Íslendingar höfum horft upp á miðstýringaráráttu undanfarinna ára, látlaust hefur dunið á þjóðinni að hagræðing sé bundin stórum einingum, ekki litlum. Fjárhagslega útkomu þessarar hugmyndafræði tel ég ekki beysna og þjónustu ei heldur. Fólk þekkir samskipti við stórar stofnanir, bið, bið og aftur bið, tilvísanir, frávísanir, misskilning, mistök og umkomuleysi. Fari heilbrigðisþjónusta landsmanna nánast öll undir einn hatt verða ofangreindir hlutir enn meira vandamál en nú er. Færibandavinna með hámarksafköstum kemur sér betur fyrir þá sem gera að en hina sem eru gerðir. Minni einingar hafa betri yfirsýn, innviðir þeirra eru sýnilegri og fólki auðsýnd meiri virðing og alúð. Risasjúkrahús tel ég því afturför hvað þjónustu við sjúklinga varðar. Vandi Landspítalans í dag er fjárhagslegur. Fyrir utan daglegan rekstur er viðhaldi húsa mjög ábótavant. Nýbygging mun ekki leysa þann vanda heldur auka. Fremur ættu forsvarsmenn heilbrigðismála að leita leiða til að minnka umsvif Landspítalans og draga þannig úr útgjöldum. Um allt land er þegar fyrirliggjandi prýðisaðstaða sem unnvörpum er ónýtt vegna stefnu yfirvalda. Með hringferðum heilbrigðisstarfsfólks á milli stofnana væri hægt, í bland við starfsfólkið á hverjum stað, að endurvekja tapaða þjónustu í heimabyggð. Samfara drægi úr álagi Landspítala. Flestir myndu fagna þessari þjónustu og sparnaðurinn í fólksflutningum augljós. Fólksflótti heilbrigðisstarfsfólks er ekki einungis vegna launakjara. Margir kjósa minni vinnustaði og vilja hafa þá nærri heimilum sínum. Að auki ýtir einn stór vinnuveitandi hvorki undir samkeppni né fjölbreytni. Margir finna því kröftum sínum farveg annars staðar. Verst er þó að með einni risastofnun færast mikil völd á fárra hendur. Í slíku andrúmslofti gengur fljótt á athafnafrelsið og því una sumir illa. Meðmælendur nýbyggingar Landspítala rökstyðja verkið sem fjárhagslega arðbært en byggingarkostnaðurinn er áætlaður um 80 milljarðar. Skírskotað er til óhagræðis vegna dreifðs húsnæðis Landspítalans og tilfærsla starfseminnar á einn blett spari umtalsvert fé. Einnig er því hampað að framkvæmdin sé innspýting í atvinnulífið og atvinnuskapandi. Ábyggilega má gera því skóna að fjármunir sparist á einhverjum sviðum en þegar á heildina er litið get ég ekki annað en dregið þessar fullyrðingar í efa. Landspítalinn á við langvarandi og síversnandi rekstrarvanda að stríða og ástandið í ríkisfjármálum sjaldan verra. Og reiknimeistarar ríkisins telja svarið vera nýtt spítalaþorp. Hvernig bygging þess og rekstur skapi hagræði er mér hulin ráðgáta, miklu nær væri að gera ekki neitt og ráðast fremur í viðhald fyrirliggjandi húsa og breytingar á þeim. Snúa síðan af þeirri miðstýringarbraut sem mörkuð hefur verið og beina straumþunganum frá miðjunni og til fólksins í landinu. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr hlutverki Landspítalans heldur að sníða hann að þörfum 300 þúsund manna þjóðar. Það spítalaþorp sem liggur nú á teikniborðinu rímar við sjöfalt fjölmennari þjóð. Það er eins með vísindin og handboltann, gaman væri að hafa bolmagn til að halda úti deild á heimsmælikvarða. Smæðin gerir okkur það nánast ómögulegt og því leitar afreksfólk gjarnan á önnur mið. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að við höfum okkar ágæta háskólasjúkrahús sem undirbýr fólk til frekari landvinninga og sama má segja um handboltadeildina. Margir koma svo aftur reynslunni ríkari og miðla áfram á heimaslóð. Fylgjendur nýbyggingar Landspítala verða að gera sér grein fyrir því að slík risaframkvæmd útheimtir breytingar á forgangsröð samfélagsins. Að leita samþykkis þjóðarinnar væri því að mínu mati lágmarks kurteisi og liggur þjóðaratkvæðagreiðsla beinast við. Þar yrði mitt svar nei og ástæðan tvíþætt. Annars vegar hef ég ekki fundið fyrir neinni eftirspurn eftir nýju spítalaþorpi hjá þjóðinni, tel ég framkvæmdina þar af leiðandi óþarfa og reyndar skaðlega eins og nú er ástatt. Hins vegar vil ég sjá megináherslu heilbrigðismála á sjálfri þjónustunni, meiri fjölbreytileika í minni og nánari einingum og einnig sjá þjónustuna færast til fólksins en ekki frá.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun