Sumarbústaðaeigendur – afætur? Ellen Ingvadóttir skrifar 15. september 2011 06:00 Heldur þykir mér óþekkilegt efnisinnihald leiðara 36. tölublaðs Vesturlandsútgáfunnar, Skessuhorns, en fyrirsögn hans er „dulin búseta“. Ritstjóri þessa annars ágæta vikurits, Magnús Magnússon, fjallar um fólk sem kemur í Borgarbyggð um helgar (sumarbústaðaeigendur), annars vegar, og svo námsmenn, væntanlega á Bifröst og Hvanneyri, hins vegar, en hefur þar ekki lögheimili. Niðurstaða ritstjórans er að fólk þetta leggi lítið sem ekkert til samfélagsins í Borgarbyggð (mitt orðalag) en noti óhikað þjónustuna þar – sem sagt þessir einstaklingar séu „…nefnilega hálfgerðar afætur hinna…“ segir í niðurlagi leiðarans. Hér er ritstjórinn að vísa til þess að ýmis fjárframlög í opinbera þjónustu séu ákvörðuð á grundvelli íbúafjölda á hverjum stað, þ.e. fólks með lögheimili í héraði. Ekki hef ég áhuga á að munnhöggvast við ritstjórann en get þó ekki látið hjá líða að benda á hve lipurlega hann skautar fram hjá þeirri staðreynd að meintar afætur eru margar hverjar fastir og dyggir viðskiptavinir verslana og þjónustu í Borgarbyggð og greiða uppsett gjald fyrir. Margfeldisáhrif viðskipta meintra afæta hljóta að vera umtalsverð á svæðinu og má nefna verslun, veitingastaði og íþróttaaðstöðu, t.d. sundlaugina góðu í Borgarnesi. Aðgangseyrir í laugina er kr. 480 á mann sem þýðir að hjón greiða kr. 1.920 miðað við að fara tvisvar í laugina um helgi sem margir gera eflaust. Þá ber þess að geta, og árétta, að sumarbústaðaeigendur greiða lögformleg gjöld til sveitarfélaganna, t.d. fasteignagjöld, sorphirðugjöld og rotþróargjöld. Nýlega var lögð vatnsveita á Langársvæðinu – alfarið á kostnað meintra afæta. Sveitarfélagið kom þar hvergi nærri og átti ekkert frumkvæði að verkefninu. Verkið var reyndar unnið af færum mönnum í héraði og fyrir það greitt, sem sagt atvinnuskapandi verkefni. Athyglisvert er að lesa í títtnefndum leiðara hvernig gerð var eilítil könnun á dögunum á sk. dulinni búsetu á Siglufirði þar sem ekið var um bæinn um jól og áramót og talin ljós í gluggum húsa. Í ljós mun hafa komið að 88% húsanna voru „setin“ en 12% voru í eigu fólks „sem dvaldi annars staðar á þeim tíma“. Verð að viðurkenna að mér finnst þetta skondin aðferðafræði og sé fyrir mér menn akandi um bæinn í skjóli nætur að telja upplýst hús. Fyrrgreind 12% hafa trúlega verið að „afætast“ í sumarbústöðum sínum á hinni helgu hátíð! En, aftur að alvöru málsins. Þessi rödd, sem birtist í leiðara Skessuhorns um daginn, verður að teljast hjáróma miðað við þá hlýju og vináttu sem undirrituð og fleiri meintar afætur eiga að venjast hjá verslunareigendum og þjónustuveitendum í Borgarnesi þegar skotist er þangað í verslunarerindum, sundlaugarferð eða til að taka þátt í einhverjum menningarviðburði þar í bæ – og greitt er fyrir. Mikil umferð viðskiptavina er yfirleitt í Borgarnesi um helgar. Velta má því fyrir sér hvort ritstjórinn telji rétt að menn, t.d. ferðamenn og afætur, ættu bara að skilja eftir fjármagn í viðskiptalífi bæjarins en halda síðan áfram för? Ekki er ætlast til svars enda þessi grein ekki hugsuð sem upphaf frekari orðaskipta, heldur aðeins ábending um þá ótrúlegu blindni sem felst í viðhorfum ritstjórans. Sá grunur leitar á hugann hvort hér sé verið leggja til frekari skattheimtu á sumarbústaðaeigendur. Velta má því fyrir sér hvort ritstjórinn endurspegli umræður sveitarstjórnarmanna vítt og breitt. Ef svo er verður spennandi að fylgjast með því í vetur hvort viðhaldsþjónusta vega, sem nú er komin á hendur sveitarfélaga (nefni ég Stangarholtsveg við Langá í því sambandi) verði til fyrirmyndar á vetri komanda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Heldur þykir mér óþekkilegt efnisinnihald leiðara 36. tölublaðs Vesturlandsútgáfunnar, Skessuhorns, en fyrirsögn hans er „dulin búseta“. Ritstjóri þessa annars ágæta vikurits, Magnús Magnússon, fjallar um fólk sem kemur í Borgarbyggð um helgar (sumarbústaðaeigendur), annars vegar, og svo námsmenn, væntanlega á Bifröst og Hvanneyri, hins vegar, en hefur þar ekki lögheimili. Niðurstaða ritstjórans er að fólk þetta leggi lítið sem ekkert til samfélagsins í Borgarbyggð (mitt orðalag) en noti óhikað þjónustuna þar – sem sagt þessir einstaklingar séu „…nefnilega hálfgerðar afætur hinna…“ segir í niðurlagi leiðarans. Hér er ritstjórinn að vísa til þess að ýmis fjárframlög í opinbera þjónustu séu ákvörðuð á grundvelli íbúafjölda á hverjum stað, þ.e. fólks með lögheimili í héraði. Ekki hef ég áhuga á að munnhöggvast við ritstjórann en get þó ekki látið hjá líða að benda á hve lipurlega hann skautar fram hjá þeirri staðreynd að meintar afætur eru margar hverjar fastir og dyggir viðskiptavinir verslana og þjónustu í Borgarbyggð og greiða uppsett gjald fyrir. Margfeldisáhrif viðskipta meintra afæta hljóta að vera umtalsverð á svæðinu og má nefna verslun, veitingastaði og íþróttaaðstöðu, t.d. sundlaugina góðu í Borgarnesi. Aðgangseyrir í laugina er kr. 480 á mann sem þýðir að hjón greiða kr. 1.920 miðað við að fara tvisvar í laugina um helgi sem margir gera eflaust. Þá ber þess að geta, og árétta, að sumarbústaðaeigendur greiða lögformleg gjöld til sveitarfélaganna, t.d. fasteignagjöld, sorphirðugjöld og rotþróargjöld. Nýlega var lögð vatnsveita á Langársvæðinu – alfarið á kostnað meintra afæta. Sveitarfélagið kom þar hvergi nærri og átti ekkert frumkvæði að verkefninu. Verkið var reyndar unnið af færum mönnum í héraði og fyrir það greitt, sem sagt atvinnuskapandi verkefni. Athyglisvert er að lesa í títtnefndum leiðara hvernig gerð var eilítil könnun á dögunum á sk. dulinni búsetu á Siglufirði þar sem ekið var um bæinn um jól og áramót og talin ljós í gluggum húsa. Í ljós mun hafa komið að 88% húsanna voru „setin“ en 12% voru í eigu fólks „sem dvaldi annars staðar á þeim tíma“. Verð að viðurkenna að mér finnst þetta skondin aðferðafræði og sé fyrir mér menn akandi um bæinn í skjóli nætur að telja upplýst hús. Fyrrgreind 12% hafa trúlega verið að „afætast“ í sumarbústöðum sínum á hinni helgu hátíð! En, aftur að alvöru málsins. Þessi rödd, sem birtist í leiðara Skessuhorns um daginn, verður að teljast hjáróma miðað við þá hlýju og vináttu sem undirrituð og fleiri meintar afætur eiga að venjast hjá verslunareigendum og þjónustuveitendum í Borgarnesi þegar skotist er þangað í verslunarerindum, sundlaugarferð eða til að taka þátt í einhverjum menningarviðburði þar í bæ – og greitt er fyrir. Mikil umferð viðskiptavina er yfirleitt í Borgarnesi um helgar. Velta má því fyrir sér hvort ritstjórinn telji rétt að menn, t.d. ferðamenn og afætur, ættu bara að skilja eftir fjármagn í viðskiptalífi bæjarins en halda síðan áfram för? Ekki er ætlast til svars enda þessi grein ekki hugsuð sem upphaf frekari orðaskipta, heldur aðeins ábending um þá ótrúlegu blindni sem felst í viðhorfum ritstjórans. Sá grunur leitar á hugann hvort hér sé verið leggja til frekari skattheimtu á sumarbústaðaeigendur. Velta má því fyrir sér hvort ritstjórinn endurspegli umræður sveitarstjórnarmanna vítt og breitt. Ef svo er verður spennandi að fylgjast með því í vetur hvort viðhaldsþjónusta vega, sem nú er komin á hendur sveitarfélaga (nefni ég Stangarholtsveg við Langá í því sambandi) verði til fyrirmyndar á vetri komanda?
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun