Umsókn Palestínumanna um aðild að Sameinuðu þjóðunum 20. september 2011 06:00 Í þessari viku munu Palestínumenn leggja fram umsókn sína um aðild að Sameinuðu þjóðunum. Með umsókninni eru Palestínumenn að óska eftir því að alþjóðasamfélagið viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan hinna svokölluðu 1967 landamæra. Síðast þegar spurningin um sjálfstætt ríki Palestínu var tekin fyrir á Allsherjarþingi SÞ var spurningin sú hvort skipta ætti Palestínu í tvö ríki, ríki araba og ríki gyðinga. Það var í nóvember 1947. Niðurstaða þeirrar umræðu var ályktun 181, sem er ein fyrsta og umdeildasta ákvörðun SÞ fyrr og síðar. Sú ályktun skipti Palestínu upp á þann veg að Palestínumenn og gyðingar fengu hvor um sig helming landsins. Á sama tíma höfðu gyðingar byrjað að hrekja palestínsku íbúa landsins burt frá heimalöndum sínum og með því hófust hinar stórfelldu þjóðernishreinsanir gyðinga á aröbum í Palestínu. Skilyrði fyrir inngöngu í SÞ eru skv. 4. gr. stofnsáttmálans þau að umsækjandi þarf að vera friðelskandi ríki og tilbúið að samþykkja og fara eftir skilyrðum þeim er birtast í stofnsáttmálanum. Þeir sem eru andsnúnir aðild Palestínu að SÞ hafa nefnt að Palestína uppfylli ekki það grundvallarskilyrði að vera skilgreint sem ríki og sé því ekki gjaldgengt í SÞ. Vegna skorts á samþykktri alþjóðlegri skilgreiningu á hugtakinu ríki er oftast notast við skilgreiningu sem er að finna í hinum svokallaða Montevideo-sáttmála frá 1933. Samkvæmt honum þarf ríki að búa yfir varanlegum íbúafjölda, skilgreindu landsvæði, stjórnvöldum og getu til þess að stundað samskipti við önnur ríki. Palestína hefur varanlegan íbúafjölda og skilgreind landamæri, þ.e. landamærin fyrir Sex daga stríðið. Eftir að listi Hamas-samtakanna sigraði í alþingiskosningum árið 2006 hafa stjórnvöld í Palestínu verið sundruð, en Fatah hefur farið með stjórn á Vesturbakkanum og Hamas á Gaza. Auðvitað væri sameinuð Palestína ákjósanlegri en þótt stjórnvöld ríkis séu sundruð hefur það ekki áhrif á lögmæti þess. Þess má geta að samningaviðræður milli Fatah og Hamas eru í gangi þessa dagana eftir undirritun sáttasamkomulags fyrr á árinu. Palestína á í samskiptum við yfir 100 ríki í heiminum þannig að enginn vafi leikur því á að Palestína uppfyllir síðasta skilyrðið. Aukinheldur hafa í kringum 130 ríki nú þegar viðurkennt sjálfstætt ríki Palestínu, sem styrkir lögmæti Palestínu sem ríkis svo um munar. Endanleg ákvörðun um hvort Palestína fær aðild að SÞ er í höndum Allsherjarþings SÞ, en til þess að umsóknin teljist samþykkt þarf 2/3 meirihluta kosningu á þinginu. Áður en málið fær afgreiðslu á Allsherjarþinginu þarf umsóknin hins vegar að fá meðmæli frá Öryggisráðinu. Þar liggur vandinn. Obama Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gefið til kynna að Bandaríkin muni nota neitunarvald sitt í Öryggisráðinu til þess að koma í veg fyrir aðild Palestínu að SÞ. Þess má geta að Bandaríkin hafa notað neitunarvald sitt oftar en 40 sinnum til þess að koma í veg fyrir ályktanir sem gagnrýna Ísrael á einhvern hátt. Nú síðast í febrúar beittu Bandaríkjamenn neitunarvaldi sínu gegn ályktun sem fordæmdi áætlun Ísraels á byggingum landtökubyggða, en rétt er að taka fram að landtökubyggðirnar eru ólögmætar samkvæmt alþjóðalögum. Ef Öryggisráðið kemur í veg fyrir aðild Palestínu að SÞ mun engu að síður víðtæk samstaða þjóða á Allsherjarþinginu um viðurkenningu Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis hafa mjög jákvæð áhrif. Það myndi sem dæmi aðstoða Palestínumenn með núverandi mál sitt fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum sem legið hefur hjá saksóknara síðan árið 2009 vegna árása Ísraelshers á Gaza 2008/2009 en með viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á Palestínu sem ríki (einvörðungu ríki geta farið fram á rannsókn) getur saksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins samþykkt að hefja rannsókn á framferði Ísraela á Gaza 2008/2009. Mörg ríki hafa notað viðurkenninguna sem einhvers konar verðlaun sem Palestínumenn fái, takist þeim að semja um lausn í deilunni við Ísrael. Vandinn er hins vegar sá að eftir að samningaviðræður hafa staðið yfir í áratugi virðist lausnin samt vera víðs fjarri. Þegar hin svokölluðu „Palestine Papers" voru birt á Al-Jazeera í byrjun árs var augljóst hversu einhliða og ósanngjarnar samningaviðræðurnar hafa verið. Á meðan Palestínumenn samþykktu hverja kröfu Ísraelsmanna á fætur annarri virtust Ísraelar vera gjörsamlega áhugalausir um að vinna að lausn. Í raun voru þessar samningaviðræður algjör niðurlæging fyrir Palestínumenn. Í þessari viku gefst alþjóðasamfélaginu einstakt tækifæri til þess að standa við það loforð sem það gaf Palestínumönnum fyrir meira en sextíu árum. Vandamál Palestínumanna eru að stórum hluta heimatilbúin í SÞ eftir hina örlagaríku ákvörðun Allsherjarþingsins að samþykkja ályktun 181 árið 1947. Þess vegna ættu aðildarríki SÞ að sjá sóma sinn í því að gefa Palestínumönnum sama tækifæri og traust og þau gáfu gyðingum á sínum tíma til þess að byggja upp sitt eigið lýðræðisríki. Það er kominn tími til að alþjóðasamfélagið leiði til lykta deiluna sem hefur leitt af sér svo hræðilegt ofbeldi, sársauka og þjáningar. Ísland ætti því að styðja þessa sanngjörnu beiðni Palestínumanna um viðurkenningu á tilverurétti þjóðar sinnar í sjálfstæðu og fullvalda ríki. Og Ísland ætti að gera það strax! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í þessari viku munu Palestínumenn leggja fram umsókn sína um aðild að Sameinuðu þjóðunum. Með umsókninni eru Palestínumenn að óska eftir því að alþjóðasamfélagið viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan hinna svokölluðu 1967 landamæra. Síðast þegar spurningin um sjálfstætt ríki Palestínu var tekin fyrir á Allsherjarþingi SÞ var spurningin sú hvort skipta ætti Palestínu í tvö ríki, ríki araba og ríki gyðinga. Það var í nóvember 1947. Niðurstaða þeirrar umræðu var ályktun 181, sem er ein fyrsta og umdeildasta ákvörðun SÞ fyrr og síðar. Sú ályktun skipti Palestínu upp á þann veg að Palestínumenn og gyðingar fengu hvor um sig helming landsins. Á sama tíma höfðu gyðingar byrjað að hrekja palestínsku íbúa landsins burt frá heimalöndum sínum og með því hófust hinar stórfelldu þjóðernishreinsanir gyðinga á aröbum í Palestínu. Skilyrði fyrir inngöngu í SÞ eru skv. 4. gr. stofnsáttmálans þau að umsækjandi þarf að vera friðelskandi ríki og tilbúið að samþykkja og fara eftir skilyrðum þeim er birtast í stofnsáttmálanum. Þeir sem eru andsnúnir aðild Palestínu að SÞ hafa nefnt að Palestína uppfylli ekki það grundvallarskilyrði að vera skilgreint sem ríki og sé því ekki gjaldgengt í SÞ. Vegna skorts á samþykktri alþjóðlegri skilgreiningu á hugtakinu ríki er oftast notast við skilgreiningu sem er að finna í hinum svokallaða Montevideo-sáttmála frá 1933. Samkvæmt honum þarf ríki að búa yfir varanlegum íbúafjölda, skilgreindu landsvæði, stjórnvöldum og getu til þess að stundað samskipti við önnur ríki. Palestína hefur varanlegan íbúafjölda og skilgreind landamæri, þ.e. landamærin fyrir Sex daga stríðið. Eftir að listi Hamas-samtakanna sigraði í alþingiskosningum árið 2006 hafa stjórnvöld í Palestínu verið sundruð, en Fatah hefur farið með stjórn á Vesturbakkanum og Hamas á Gaza. Auðvitað væri sameinuð Palestína ákjósanlegri en þótt stjórnvöld ríkis séu sundruð hefur það ekki áhrif á lögmæti þess. Þess má geta að samningaviðræður milli Fatah og Hamas eru í gangi þessa dagana eftir undirritun sáttasamkomulags fyrr á árinu. Palestína á í samskiptum við yfir 100 ríki í heiminum þannig að enginn vafi leikur því á að Palestína uppfyllir síðasta skilyrðið. Aukinheldur hafa í kringum 130 ríki nú þegar viðurkennt sjálfstætt ríki Palestínu, sem styrkir lögmæti Palestínu sem ríkis svo um munar. Endanleg ákvörðun um hvort Palestína fær aðild að SÞ er í höndum Allsherjarþings SÞ, en til þess að umsóknin teljist samþykkt þarf 2/3 meirihluta kosningu á þinginu. Áður en málið fær afgreiðslu á Allsherjarþinginu þarf umsóknin hins vegar að fá meðmæli frá Öryggisráðinu. Þar liggur vandinn. Obama Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gefið til kynna að Bandaríkin muni nota neitunarvald sitt í Öryggisráðinu til þess að koma í veg fyrir aðild Palestínu að SÞ. Þess má geta að Bandaríkin hafa notað neitunarvald sitt oftar en 40 sinnum til þess að koma í veg fyrir ályktanir sem gagnrýna Ísrael á einhvern hátt. Nú síðast í febrúar beittu Bandaríkjamenn neitunarvaldi sínu gegn ályktun sem fordæmdi áætlun Ísraels á byggingum landtökubyggða, en rétt er að taka fram að landtökubyggðirnar eru ólögmætar samkvæmt alþjóðalögum. Ef Öryggisráðið kemur í veg fyrir aðild Palestínu að SÞ mun engu að síður víðtæk samstaða þjóða á Allsherjarþinginu um viðurkenningu Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis hafa mjög jákvæð áhrif. Það myndi sem dæmi aðstoða Palestínumenn með núverandi mál sitt fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum sem legið hefur hjá saksóknara síðan árið 2009 vegna árása Ísraelshers á Gaza 2008/2009 en með viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á Palestínu sem ríki (einvörðungu ríki geta farið fram á rannsókn) getur saksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins samþykkt að hefja rannsókn á framferði Ísraela á Gaza 2008/2009. Mörg ríki hafa notað viðurkenninguna sem einhvers konar verðlaun sem Palestínumenn fái, takist þeim að semja um lausn í deilunni við Ísrael. Vandinn er hins vegar sá að eftir að samningaviðræður hafa staðið yfir í áratugi virðist lausnin samt vera víðs fjarri. Þegar hin svokölluðu „Palestine Papers" voru birt á Al-Jazeera í byrjun árs var augljóst hversu einhliða og ósanngjarnar samningaviðræðurnar hafa verið. Á meðan Palestínumenn samþykktu hverja kröfu Ísraelsmanna á fætur annarri virtust Ísraelar vera gjörsamlega áhugalausir um að vinna að lausn. Í raun voru þessar samningaviðræður algjör niðurlæging fyrir Palestínumenn. Í þessari viku gefst alþjóðasamfélaginu einstakt tækifæri til þess að standa við það loforð sem það gaf Palestínumönnum fyrir meira en sextíu árum. Vandamál Palestínumanna eru að stórum hluta heimatilbúin í SÞ eftir hina örlagaríku ákvörðun Allsherjarþingsins að samþykkja ályktun 181 árið 1947. Þess vegna ættu aðildarríki SÞ að sjá sóma sinn í því að gefa Palestínumönnum sama tækifæri og traust og þau gáfu gyðingum á sínum tíma til þess að byggja upp sitt eigið lýðræðisríki. Það er kominn tími til að alþjóðasamfélagið leiði til lykta deiluna sem hefur leitt af sér svo hræðilegt ofbeldi, sársauka og þjáningar. Ísland ætti því að styðja þessa sanngjörnu beiðni Palestínumanna um viðurkenningu á tilverurétti þjóðar sinnar í sjálfstæðu og fullvalda ríki. Og Ísland ætti að gera það strax!
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar