Umsókn Palestínumanna um aðild að Sameinuðu þjóðunum 20. september 2011 06:00 Í þessari viku munu Palestínumenn leggja fram umsókn sína um aðild að Sameinuðu þjóðunum. Með umsókninni eru Palestínumenn að óska eftir því að alþjóðasamfélagið viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan hinna svokölluðu 1967 landamæra. Síðast þegar spurningin um sjálfstætt ríki Palestínu var tekin fyrir á Allsherjarþingi SÞ var spurningin sú hvort skipta ætti Palestínu í tvö ríki, ríki araba og ríki gyðinga. Það var í nóvember 1947. Niðurstaða þeirrar umræðu var ályktun 181, sem er ein fyrsta og umdeildasta ákvörðun SÞ fyrr og síðar. Sú ályktun skipti Palestínu upp á þann veg að Palestínumenn og gyðingar fengu hvor um sig helming landsins. Á sama tíma höfðu gyðingar byrjað að hrekja palestínsku íbúa landsins burt frá heimalöndum sínum og með því hófust hinar stórfelldu þjóðernishreinsanir gyðinga á aröbum í Palestínu. Skilyrði fyrir inngöngu í SÞ eru skv. 4. gr. stofnsáttmálans þau að umsækjandi þarf að vera friðelskandi ríki og tilbúið að samþykkja og fara eftir skilyrðum þeim er birtast í stofnsáttmálanum. Þeir sem eru andsnúnir aðild Palestínu að SÞ hafa nefnt að Palestína uppfylli ekki það grundvallarskilyrði að vera skilgreint sem ríki og sé því ekki gjaldgengt í SÞ. Vegna skorts á samþykktri alþjóðlegri skilgreiningu á hugtakinu ríki er oftast notast við skilgreiningu sem er að finna í hinum svokallaða Montevideo-sáttmála frá 1933. Samkvæmt honum þarf ríki að búa yfir varanlegum íbúafjölda, skilgreindu landsvæði, stjórnvöldum og getu til þess að stundað samskipti við önnur ríki. Palestína hefur varanlegan íbúafjölda og skilgreind landamæri, þ.e. landamærin fyrir Sex daga stríðið. Eftir að listi Hamas-samtakanna sigraði í alþingiskosningum árið 2006 hafa stjórnvöld í Palestínu verið sundruð, en Fatah hefur farið með stjórn á Vesturbakkanum og Hamas á Gaza. Auðvitað væri sameinuð Palestína ákjósanlegri en þótt stjórnvöld ríkis séu sundruð hefur það ekki áhrif á lögmæti þess. Þess má geta að samningaviðræður milli Fatah og Hamas eru í gangi þessa dagana eftir undirritun sáttasamkomulags fyrr á árinu. Palestína á í samskiptum við yfir 100 ríki í heiminum þannig að enginn vafi leikur því á að Palestína uppfyllir síðasta skilyrðið. Aukinheldur hafa í kringum 130 ríki nú þegar viðurkennt sjálfstætt ríki Palestínu, sem styrkir lögmæti Palestínu sem ríkis svo um munar. Endanleg ákvörðun um hvort Palestína fær aðild að SÞ er í höndum Allsherjarþings SÞ, en til þess að umsóknin teljist samþykkt þarf 2/3 meirihluta kosningu á þinginu. Áður en málið fær afgreiðslu á Allsherjarþinginu þarf umsóknin hins vegar að fá meðmæli frá Öryggisráðinu. Þar liggur vandinn. Obama Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gefið til kynna að Bandaríkin muni nota neitunarvald sitt í Öryggisráðinu til þess að koma í veg fyrir aðild Palestínu að SÞ. Þess má geta að Bandaríkin hafa notað neitunarvald sitt oftar en 40 sinnum til þess að koma í veg fyrir ályktanir sem gagnrýna Ísrael á einhvern hátt. Nú síðast í febrúar beittu Bandaríkjamenn neitunarvaldi sínu gegn ályktun sem fordæmdi áætlun Ísraels á byggingum landtökubyggða, en rétt er að taka fram að landtökubyggðirnar eru ólögmætar samkvæmt alþjóðalögum. Ef Öryggisráðið kemur í veg fyrir aðild Palestínu að SÞ mun engu að síður víðtæk samstaða þjóða á Allsherjarþinginu um viðurkenningu Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis hafa mjög jákvæð áhrif. Það myndi sem dæmi aðstoða Palestínumenn með núverandi mál sitt fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum sem legið hefur hjá saksóknara síðan árið 2009 vegna árása Ísraelshers á Gaza 2008/2009 en með viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á Palestínu sem ríki (einvörðungu ríki geta farið fram á rannsókn) getur saksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins samþykkt að hefja rannsókn á framferði Ísraela á Gaza 2008/2009. Mörg ríki hafa notað viðurkenninguna sem einhvers konar verðlaun sem Palestínumenn fái, takist þeim að semja um lausn í deilunni við Ísrael. Vandinn er hins vegar sá að eftir að samningaviðræður hafa staðið yfir í áratugi virðist lausnin samt vera víðs fjarri. Þegar hin svokölluðu „Palestine Papers" voru birt á Al-Jazeera í byrjun árs var augljóst hversu einhliða og ósanngjarnar samningaviðræðurnar hafa verið. Á meðan Palestínumenn samþykktu hverja kröfu Ísraelsmanna á fætur annarri virtust Ísraelar vera gjörsamlega áhugalausir um að vinna að lausn. Í raun voru þessar samningaviðræður algjör niðurlæging fyrir Palestínumenn. Í þessari viku gefst alþjóðasamfélaginu einstakt tækifæri til þess að standa við það loforð sem það gaf Palestínumönnum fyrir meira en sextíu árum. Vandamál Palestínumanna eru að stórum hluta heimatilbúin í SÞ eftir hina örlagaríku ákvörðun Allsherjarþingsins að samþykkja ályktun 181 árið 1947. Þess vegna ættu aðildarríki SÞ að sjá sóma sinn í því að gefa Palestínumönnum sama tækifæri og traust og þau gáfu gyðingum á sínum tíma til þess að byggja upp sitt eigið lýðræðisríki. Það er kominn tími til að alþjóðasamfélagið leiði til lykta deiluna sem hefur leitt af sér svo hræðilegt ofbeldi, sársauka og þjáningar. Ísland ætti því að styðja þessa sanngjörnu beiðni Palestínumanna um viðurkenningu á tilverurétti þjóðar sinnar í sjálfstæðu og fullvalda ríki. Og Ísland ætti að gera það strax! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í þessari viku munu Palestínumenn leggja fram umsókn sína um aðild að Sameinuðu þjóðunum. Með umsókninni eru Palestínumenn að óska eftir því að alþjóðasamfélagið viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan hinna svokölluðu 1967 landamæra. Síðast þegar spurningin um sjálfstætt ríki Palestínu var tekin fyrir á Allsherjarþingi SÞ var spurningin sú hvort skipta ætti Palestínu í tvö ríki, ríki araba og ríki gyðinga. Það var í nóvember 1947. Niðurstaða þeirrar umræðu var ályktun 181, sem er ein fyrsta og umdeildasta ákvörðun SÞ fyrr og síðar. Sú ályktun skipti Palestínu upp á þann veg að Palestínumenn og gyðingar fengu hvor um sig helming landsins. Á sama tíma höfðu gyðingar byrjað að hrekja palestínsku íbúa landsins burt frá heimalöndum sínum og með því hófust hinar stórfelldu þjóðernishreinsanir gyðinga á aröbum í Palestínu. Skilyrði fyrir inngöngu í SÞ eru skv. 4. gr. stofnsáttmálans þau að umsækjandi þarf að vera friðelskandi ríki og tilbúið að samþykkja og fara eftir skilyrðum þeim er birtast í stofnsáttmálanum. Þeir sem eru andsnúnir aðild Palestínu að SÞ hafa nefnt að Palestína uppfylli ekki það grundvallarskilyrði að vera skilgreint sem ríki og sé því ekki gjaldgengt í SÞ. Vegna skorts á samþykktri alþjóðlegri skilgreiningu á hugtakinu ríki er oftast notast við skilgreiningu sem er að finna í hinum svokallaða Montevideo-sáttmála frá 1933. Samkvæmt honum þarf ríki að búa yfir varanlegum íbúafjölda, skilgreindu landsvæði, stjórnvöldum og getu til þess að stundað samskipti við önnur ríki. Palestína hefur varanlegan íbúafjölda og skilgreind landamæri, þ.e. landamærin fyrir Sex daga stríðið. Eftir að listi Hamas-samtakanna sigraði í alþingiskosningum árið 2006 hafa stjórnvöld í Palestínu verið sundruð, en Fatah hefur farið með stjórn á Vesturbakkanum og Hamas á Gaza. Auðvitað væri sameinuð Palestína ákjósanlegri en þótt stjórnvöld ríkis séu sundruð hefur það ekki áhrif á lögmæti þess. Þess má geta að samningaviðræður milli Fatah og Hamas eru í gangi þessa dagana eftir undirritun sáttasamkomulags fyrr á árinu. Palestína á í samskiptum við yfir 100 ríki í heiminum þannig að enginn vafi leikur því á að Palestína uppfyllir síðasta skilyrðið. Aukinheldur hafa í kringum 130 ríki nú þegar viðurkennt sjálfstætt ríki Palestínu, sem styrkir lögmæti Palestínu sem ríkis svo um munar. Endanleg ákvörðun um hvort Palestína fær aðild að SÞ er í höndum Allsherjarþings SÞ, en til þess að umsóknin teljist samþykkt þarf 2/3 meirihluta kosningu á þinginu. Áður en málið fær afgreiðslu á Allsherjarþinginu þarf umsóknin hins vegar að fá meðmæli frá Öryggisráðinu. Þar liggur vandinn. Obama Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gefið til kynna að Bandaríkin muni nota neitunarvald sitt í Öryggisráðinu til þess að koma í veg fyrir aðild Palestínu að SÞ. Þess má geta að Bandaríkin hafa notað neitunarvald sitt oftar en 40 sinnum til þess að koma í veg fyrir ályktanir sem gagnrýna Ísrael á einhvern hátt. Nú síðast í febrúar beittu Bandaríkjamenn neitunarvaldi sínu gegn ályktun sem fordæmdi áætlun Ísraels á byggingum landtökubyggða, en rétt er að taka fram að landtökubyggðirnar eru ólögmætar samkvæmt alþjóðalögum. Ef Öryggisráðið kemur í veg fyrir aðild Palestínu að SÞ mun engu að síður víðtæk samstaða þjóða á Allsherjarþinginu um viðurkenningu Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis hafa mjög jákvæð áhrif. Það myndi sem dæmi aðstoða Palestínumenn með núverandi mál sitt fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum sem legið hefur hjá saksóknara síðan árið 2009 vegna árása Ísraelshers á Gaza 2008/2009 en með viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á Palestínu sem ríki (einvörðungu ríki geta farið fram á rannsókn) getur saksóknari Alþjóðaglæpadómstólsins samþykkt að hefja rannsókn á framferði Ísraela á Gaza 2008/2009. Mörg ríki hafa notað viðurkenninguna sem einhvers konar verðlaun sem Palestínumenn fái, takist þeim að semja um lausn í deilunni við Ísrael. Vandinn er hins vegar sá að eftir að samningaviðræður hafa staðið yfir í áratugi virðist lausnin samt vera víðs fjarri. Þegar hin svokölluðu „Palestine Papers" voru birt á Al-Jazeera í byrjun árs var augljóst hversu einhliða og ósanngjarnar samningaviðræðurnar hafa verið. Á meðan Palestínumenn samþykktu hverja kröfu Ísraelsmanna á fætur annarri virtust Ísraelar vera gjörsamlega áhugalausir um að vinna að lausn. Í raun voru þessar samningaviðræður algjör niðurlæging fyrir Palestínumenn. Í þessari viku gefst alþjóðasamfélaginu einstakt tækifæri til þess að standa við það loforð sem það gaf Palestínumönnum fyrir meira en sextíu árum. Vandamál Palestínumanna eru að stórum hluta heimatilbúin í SÞ eftir hina örlagaríku ákvörðun Allsherjarþingsins að samþykkja ályktun 181 árið 1947. Þess vegna ættu aðildarríki SÞ að sjá sóma sinn í því að gefa Palestínumönnum sama tækifæri og traust og þau gáfu gyðingum á sínum tíma til þess að byggja upp sitt eigið lýðræðisríki. Það er kominn tími til að alþjóðasamfélagið leiði til lykta deiluna sem hefur leitt af sér svo hræðilegt ofbeldi, sársauka og þjáningar. Ísland ætti því að styðja þessa sanngjörnu beiðni Palestínumanna um viðurkenningu á tilverurétti þjóðar sinnar í sjálfstæðu og fullvalda ríki. Og Ísland ætti að gera það strax!
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar