Norrænar konur gegn ofbeldi Dorit Otzen skrifar 20. september 2011 06:00 Við hjá Hreiðrinu og í Svanahópunum í Danmörku óskum Stígamótum til hamingju með nýjasta framtakið. Við gleðjumst yfir því að Stígamót skuli ennþá einu sinni beina athyglinni að þeim skuggahliðum nútíma samfélags sem eru vændi og verslun með konur. Norrænar konur gegn ofbeldi, sem eru samtök norrænu kvennaathvarfahreyfinganna, hittast á hverju ári í einhverju Norðurlandaríkjanna á sameiginlegri ráðstefnu. Þar eru ýmsir þættir ofbeldis ræddir og dregnir fram í dagsljósið. Þar hittast fleiri hundruð konur frá hinum tæplega 300 norrænu kvennaathvörfum og hlusta á norræna og alþjóðlega sérfræðinga. Þannig er tryggt að upplýsingastreymið sé virkt og allir hafi tækifæri til þess að fylgjast með. Á Norrænu ráðstefnunni okkar á Íslandi árið 2001 voru vændi og mansal sett á dagskrá samtakanna og hafa síðan verið fastur liður árlega í samstarfi á milli landa. Norrænar konur gegn ofbeldi hafa þannig beitt sér gegn þeim þáttum ofbeldis sem tryggja bakmönnunum þvílíkan gróða að mansal keppir við vopnasmygl og sölu fíkniefna um að vera ábatasamasta birtingarmynd skipulagðrar glæpastarfsemi. Allan þennan tíma hafa Hreiðrið og Stígamót átt í miklu og nánu samstarfi við að beita sér gegn glæpum sem eru svo alvarlegir að aðeins hugmyndaflugið setur þeim takmörk. Í gegnum áratuga vinnu með nauðganir, kynferðisofbeldi gegn börnum og annað kynferðisofbeldi hafa Stígamót kynnst vændi og annars konar verslun með konur. Svanahóparnir voru upprunalega stofnaðir í Danmörku en eru nú starfræktir á Íslandi og í Noregi. Hópurinn „Norrænu svanirnir“ var stofnaður til þess að opna leiðir fyrir konur út úr vændi og klámiðnaðinum. Ég vona að vinnan í Svanahópum Stígamóta verði til þess að aflífa hinar mörgu goðsagnir um vændi. Hóparnir munu vonandi geta tryggt þeim konum sem hafa beðið skaða af veru sinni í vændi þá hjálp sem þarf til þess að byggja upp líf án svipmynda, martraða, svefn- og einbeitingarerfiðleika og hræðslu við nánd og náin sambönd. Ég vildi óska þess að starf Stígamóta með fólki sem beitt hefur verið nauðgunum, sifjaspellum, vændi og mansali væri óþarft. En samtímis óska ég Íslendingum til hamingju með að Stígamót skuli vera óþreytandi í baráttu sinni gegn ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við hjá Hreiðrinu og í Svanahópunum í Danmörku óskum Stígamótum til hamingju með nýjasta framtakið. Við gleðjumst yfir því að Stígamót skuli ennþá einu sinni beina athyglinni að þeim skuggahliðum nútíma samfélags sem eru vændi og verslun með konur. Norrænar konur gegn ofbeldi, sem eru samtök norrænu kvennaathvarfahreyfinganna, hittast á hverju ári í einhverju Norðurlandaríkjanna á sameiginlegri ráðstefnu. Þar eru ýmsir þættir ofbeldis ræddir og dregnir fram í dagsljósið. Þar hittast fleiri hundruð konur frá hinum tæplega 300 norrænu kvennaathvörfum og hlusta á norræna og alþjóðlega sérfræðinga. Þannig er tryggt að upplýsingastreymið sé virkt og allir hafi tækifæri til þess að fylgjast með. Á Norrænu ráðstefnunni okkar á Íslandi árið 2001 voru vændi og mansal sett á dagskrá samtakanna og hafa síðan verið fastur liður árlega í samstarfi á milli landa. Norrænar konur gegn ofbeldi hafa þannig beitt sér gegn þeim þáttum ofbeldis sem tryggja bakmönnunum þvílíkan gróða að mansal keppir við vopnasmygl og sölu fíkniefna um að vera ábatasamasta birtingarmynd skipulagðrar glæpastarfsemi. Allan þennan tíma hafa Hreiðrið og Stígamót átt í miklu og nánu samstarfi við að beita sér gegn glæpum sem eru svo alvarlegir að aðeins hugmyndaflugið setur þeim takmörk. Í gegnum áratuga vinnu með nauðganir, kynferðisofbeldi gegn börnum og annað kynferðisofbeldi hafa Stígamót kynnst vændi og annars konar verslun með konur. Svanahóparnir voru upprunalega stofnaðir í Danmörku en eru nú starfræktir á Íslandi og í Noregi. Hópurinn „Norrænu svanirnir“ var stofnaður til þess að opna leiðir fyrir konur út úr vændi og klámiðnaðinum. Ég vona að vinnan í Svanahópum Stígamóta verði til þess að aflífa hinar mörgu goðsagnir um vændi. Hóparnir munu vonandi geta tryggt þeim konum sem hafa beðið skaða af veru sinni í vændi þá hjálp sem þarf til þess að byggja upp líf án svipmynda, martraða, svefn- og einbeitingarerfiðleika og hræðslu við nánd og náin sambönd. Ég vildi óska þess að starf Stígamóta með fólki sem beitt hefur verið nauðgunum, sifjaspellum, vændi og mansali væri óþarft. En samtímis óska ég Íslendingum til hamingju með að Stígamót skuli vera óþreytandi í baráttu sinni gegn ofbeldi.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar