Fleiri fréttir Orð og hugtak Hannes Pétursson skrifar Í grein sem ég birti í Fréttablaðinu 20. ágúst síðastliðinn lét ég þess getið að til Goethes mætti rekja hugtakið heimsbókmenntir, "Weltliteratur“. Gauti Kristmannsson dósent er ekki á því máli. Hér í blaðinu (1. september) benti hann á stað í þýzkri bók frá árinu 1773 þar sem þetta orð kemur fyrir, þ.e. um hálfum sjötta áratug fyrr en Goethe tók sér það í munn í frægum samræðum sínum við Eckermann. 13.9.2011 06:00 Frjálsar og án ótta Regína Bjarnadóttir skrifar Vissir þú að konur á aldrinum 15-44 ára eru líklegri til að verða fyrir nauðgun og heimilisofbeldi en að fá krabbamein, malaríu eða lenda í umferðarslysi samanlagt? Vissir þú að um allan heim fá konur lægri laun en karlar? Vissir þú að 70% þeirra sem búa við sára fátækt eru konur? Samt bera þær nánast alltaf ábyrgðina á því að gefa börnum sínum að borða. 12.9.2011 06:00 Sterkari en nokkru sinni fyrr Anna Bentína Hermansen skrifar Ég er ein af þeim rúmlega 5.200 konum sem hafa leitað til Stígamóta eftir að hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Á bak við hverja einustu tölu er manneskja sem hefur nafn og á sitt líf. Stundum held ég að tölur geri fólk ónæmt fyrir þessum málum, þess vegna finnst mér mikilvægt að koma fram undir nafni. Í dag get ég það því mér finnst ég ekkert hafa að fela enda hef ég ekkert að skammast mín fyrir. Ég get staðið fyrir framan þjóðina 10.9.2011 06:00 Samvinnan sem við þurfum á að halda Barack Obama skrifar Nú þegar tíu ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum 11. september 2001 minnumst við þess að 11.9. var ekki aðeins árás á Bandaríkin, heldur var þetta árás á heiminn og þá mennsku og vonir sem við deilum. 10.9.2011 06:00 Óttaþjóðfélagið Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar Ég var orðin einn af þessum dæmigerðu Íslendingum sem margir hverjir fá ekki tækifæri til að hugsa um mikið annað en hvernig þeir eigi að ná endum saman og eiga fyrir útgjöldunum um næstu mánaðamót. Þegar harðnaði á dalnum magnaðist þessi hugsun eins og hjá flestu heiðarlegu fólki og yfirtók allt annað. Ég leiddi hugann því ekkert sérstaklega að því hvað lánin sem ég borgaði innihéldu og hvort þau væru sanngjörn eða réttlát, en lagði allan metnað minn í að borga lánin. 9.9.2011 06:00 (G)narrast með fólk Sighvatur Björgvinsson skrifar Heyrst hefur, að útgjöld upp á minnst fjörutíu þúsund milljónir króna í fyrsta áfanga nýrrar sjúkrahúsbyggingar og stöðugur samdráttur útgjalda til reksturs og viðhalds heilbrigðisþjónustunnar séu tvö óskyld mál. Óskyld, vegna þess að útgjöldin vegna byggingarinnar séu fengin annars staðar frá en útgjöldin vegna rekstrar og viðhalds. Fjármunirnir til þess að kosta steinsteypuna komi sem lántaka frá lífeyrissjóðum en fjármunirnir til rekstrar og viðhalds úr ríkissjóði. 9.9.2011 06:00 Skynsemin Hópur sem kennir sig við skynsemi birtir nú áskoranir um að draga umsókn að Evrópusambandinu til baka. Fróðlegt væri að heyra hvaða framtíðarsýn hópurinn hefur fyrir íslenskt samfélag að öðru leyti. 8.9.2011 06:00 Að hafa mann fyrir rangri sök Í tilefni af 20 ára sjálfstæðisafmæli okkar Eista brá ég upp svipmynd af Jóni Baldvini Hannibalssyni í blaði mínu Eesti Ekspress í Tallinn. 8.9.2011 11:00 Hvað gerir forsetinn næst? Langreyndur stjórnmálamaður sagði, áður en Ólafur Ragnar Grímsson fór á Bessastaði: „Ólafur Ragnar fer alltaf alveg að strikinu. Svo fer hann yfir það.” Nú hefur forseti Íslands farið yfir strikið. Langt yfir strikið. 8.9.2011 06:00 Heimsmet í endurvinnslu loforða Endurvinnsla er vinsælt orð í samtímanum. Yfirleitt lýtur það að ákalli um góða umgengni um umhverfið. En endurnýting loforða er hins vegar af öðrum toga og alls ekki óþekkt. 8.9.2011 06:00 Sauðfjárbúskapur: 7 milljarða árlegt tap? Umræða undangenginna vikna um afkomu sauðfjárbænda og réttlætingu fyrir styrkjum til þeirra vekur upp spurningar um framlag greinarinnar til þjóðarbúsins. Ekki er auðvelt að finna öruggar tölur þar um. Byggja má á búreikningum Hagþjónustu landbúnaðarins. Á heimasíðu Hagþjónustunnar má finna upplýsingar um afkomu meðalsauðfjárbús á árinu 2009. Tölurnar sem þar eru birtar er þó ekki hægt að nota eins og þær koma beint af skepnunni ef svo má segja. 8.9.2011 06:00 Ekkert gert við atgervisflótta Daglega heyrast fréttir af því að Íslendingar ákveði að flytja utan í leit að atvinnu og betri lífskjörum. Opinber gögn sýna að á árunum 2009-2010 var fjöldi brottfluttra einstaklinga umfram aðfluttra 7.000 manns. Við erum því að upplifa mestu brottflutninga sem orðið hafa síðastliðin 120 ár eða frá því 15.000 Íslendingar fluttu til Vesturheims í lok 19. aldar. 8.9.2011 06:00 Tveir ávextir Þegar árangur þróunarsamvinnu og hjálparstarfs er metinn er eðlilegt að rýnt sé í tölur. Þær segja okkur m.a. að börnum sem sækja skóla í þróunarríkjum hefur fjölgað um 40 milljónir á átta árum. Á bak við slíkar tölur eru þó einstaklingar sem eiga sínar fjölskyldur og heyja sína lífsbaráttu í gleði og sorg, líkt og við öll. Tveir slíkir einstaklingar og „ávextir“ þróunarsamvinnu eru okkur ofarlega í huga. 8.9.2011 06:00 Landsbankaleiðin var skynsamleg leið Nú þegar fyrir liggur að Landsbankinn á væntanlega fyrir kröfunum vegna Icesave-málsins er mikilvægt að hafa það í huga hvernig það kom til að eignir Landsbankans eru teknar upp í Icesave. 8.9.2011 06:00 Staðalímynd kvenna og vísindi Skólastarf er að hefjast víðsvegar um landið og nemendur takast á við ný og ólík verkefni. Íslenskt samfélag stendur framar mörgum öðrum þjóðum þegar kemur að jafnréttismálum og við að uppræta staðalímyndir. Kynjabundnar staðalímyndir hafa spilað veigamikið hlutverk við að móta samfélag okkar í gegnum tíðina í átt að fordómum og mismunun. Slíkar staðalímyndir búa ekki einungis í hugarheimi karla sem líklegir eru til að sniðganga bæði afrek og tækifæri kvenna, heldur einnig hjá konum sem þar af leiðandi geta fundið til minnkandi ástæðuhvatar og sjálfstrausts á ákveðnum sviðum samfélagsins. Meðal kynjabundinna staðalímynda sem enn eru vel innrættar í samfélagssálinni eru þær hugmyndir að karlar séu að eðlisfari betri í stærðfræði og raungreinum, á meðan konur séu fremri á sviðum uppeldis- og félagsvísinda. Ímyndirnar sem slíkar hafa lengi legið á bakvið þann miðaldahugsunarhátt sem svipt hefur konur tækifærum til mikilvægra framlaga á sviði tækni og vísinda. Séuð þið í vafa um að þær séu enn til staðar í íslensku samfélagi nægir ykkur að leggja þessa sígildu gátu fyrir hóp ungmenna: Gagnkynhneigður maður og sonur hans lenda í alvarlegu bílslysi. Faðirinn deyr en sonurinn er sendur á bráðamóttökuna. Þegar læknirinn lítur á hann, hrópar hann: "Þetta er sonur minn!" Hver er læknirinn? Sé staðreyndin sú að þú kæri lesandi eða barnið þitt hafið ekki svarið á reiðum höndum, þá gæti verið þörf á því að lesa lengra og setjast svo niður með barninu þínu og ræða málin. 8.9.2011 06:00 Horft um öxl: Saga Stígamóta Mig langar í þessari stuttu samantekt um sögu og tilurð Stígamóta að byrja á því að setja hana í alþjóðlegt samhengi og færa hana síðan á heimavöll. Kvenfrelsishreyfingar hafa frá fyrstu tíð látið sig varða ofbeldi karla gegn konum og börnum. Í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu spratt t.d. upp á síðari hluta 19. aldar sterk hreyfing kvenna, í tengslum við kvennabaráttu þeirra ára, sem beitti sér fyrir því að stofnuð voru félög og hafin félagsleg þjónusta fyrir konur og börn sem sættu ofbeldi í fjölskyldum sínum. 7.9.2011 12:00 Nýbygging Landspítalans og Háskóla Íslands - af hverju? Sigurður Guðmundsson skrifar Bygging nýs húss yfir sameiginlega starfsemi Landspítalans og Háskóla Íslands á sér langan aðdraganda. Umræða hófst fyrir alvöru fyrir tæpum 15 árum í aðdraganda sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík sem varð um mitt ár 2000. Um 2-3 árum síðar var hinni nýju spítalabyggingu valinn staður á Grænuborgartúni, á lóð Landspítalans við Hringbraut. 7.9.2011 12:00 Góðar fréttir Inga Dóra Pétursdóttir og Stefán Ingi Stefánsson skrifar Er hægt að gera eitthvað til að breyta þessum heimi? Eru vandamálin ekki svo mörg og yfirþyrmandi, fátæktin og misskiptingin svo gríðarleg? Við endurteknar hörmungarfréttir utan úr heimi getur verið auðvelt að draga þá ályktun. Þá er ágætt að hafa í huga að mikill árangur hefur þegar allt kemur til alls náðst á mörgum sviðum. 7.9.2011 12:00 Vegurinn vestur - hugsum fram veginn! Bjarni Össurarson og Ferdinand Jónsson skrifar Allir eru sammála um að vegurinn vestur á firði um Austur-Barðastrandarsýslu er óviðunandi og úrbóta er þörf. Hins vegar hafa staðið deilur um hvernig leggja eigi nýjan veg og þá helst um þverun tveggja fjarða, Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Þótt við séum ekki eiginlegir heimamenn keyrum við þessa leið oft á ári og leyfum okkur að hafa skoðun á málinu. 7.9.2011 12:00 Verðmæti í skapandi hugsun Magnús Orri Schram skrifar Danir hafa náð mjög langt í skapandi greinum og flytja meðal annars út tískuvörur fyrir 527 milljarða íslenskra króna á ári hverju. Við Íslendingar flytjum út tískufatnað fyrir um 3,1 milljarð á ári, en ef við myndum vilja vera á pari við Dani miðað við höfðatölu, ættum við að flytja út tíu sinnum meira eða nær 30 milljörðum króna. Með því að gefa skapandi greinum meiri gaum og veita ungum vaxandi fyrirtækjum betra rekstrarumhverfi er allt til staðar fyrir Íslendinga til að ná mun lengra á þessu sviði. 7.9.2011 11:00 Góður árangur og sóknarfæri Íslands Jóhanna Sigurðardóttir skrifar Hvert sem litið er blasa við skýr merki þess að Ísland er hröðum skrefum að vinna sig úr hruninu. Hagvöxtur er hafinn og vaxandi bjartsýni gætir í spám helstu greiningaraðila um hagvöxt næstu ára. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs bjó aðeins eitt land innan OECD við meiri hagvöxt en Ísland og ýmislegt bendir til þess að hagvöxtur ársins 2011 kunni að vera vanmetinn. Störfum fjölgar á ný og það dregur úr atvinnuleysi, en miðað við tölur í júlí hefur það ekki verið lægra síðan í desember 2008. Kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri frá hruni og kaupmáttur lægstu launa hefur hækkað hlutfallslega mest þannig að jöfnuður í tekjuskiptingu hefur aukist. Þessar staðreyndir eru ótvíræður vitnisburður um að við Íslendingar erum á réttri leið. 7.9.2011 06:00 Umferðarhraðinn og slysin Margir látast árlega í umferðarslysum hér á landi auk þess sem hundruð slasast alvarlega, oft af því að einhver fór óvarlega eða sýndi af sér vítavert gáleysi. Þar sem hraðinn var of mikill miðað við aðstæður. Á einu augnabliki breyttust þannig aðstæður þúsunda manna sem eiga um sárt að binda. Margar fjölskyldur í landinu, nánir vinir og samstarfsfélagar fórnarlamba umferðarslysanna þekkja þá sögu vel. 7.9.2011 00:01 Lady Ga Ga? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Ólafur Ragnar Grímsson stærir sig nú af því, að hann hafi alltaf vitað, að þrotabú LB ætti fyrir forgangskröfum (Icesave). Hann hafi m.ö.o. vitað, að skuldir óreiðumanna (eigenda LB) myndu aldrei lenda á almenningi. 7.9.2011 06:00 Um lög og lögskýringar Róbert Spanó skrifar Í þjóðfélagsumræðunni hefur að undanförnu borið á gagnrýni á lögin og störf lögfræðinga. Dómarar hafa sætt ámæli fyrir að stunda pólitík klædda í lögfræðilegan búning og verið sakaðir á stundum um óhóflegan "formalisma“, eins og t.d. þegar Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings í janúar sl. Þegar málsúrslit hafa hins vegar átt upp á pallborðið hjá almenningi, og einkum hjá þeim sem hæst hafa haft í umræðunni, þá eru dómarar lofaðir fyrir störf sín. Dæmi um þetta eru gengisdómar Hæstaréttar frá því í júní og september 2010. 6.9.2011 06:00 Aukin menntun stúlkna ávöxtur þróunarsamvinnu Bjarni Gíslason skrifar Kristniboðssambandið hefur undanfarin ár verið með lestrarverkefni meðal Dasentsmanna í Suður-Eþíópíu. Verkefnið hófst á því að búa til kennslubók á tungumál þjóðflokksins og handbók handa kennurum. Því næst var hafist handa við sjálfa kennsluna. Einn aðalmarkhópurinn í þessu verkefni er stúlkur og konur. En skólaganga stúlkna á svæðinu er mjög takmörkuð og jafnvel engin. Grundvöllur allra framfara og jafnréttis er menntun. Hornsteinn menntunar er lestrarkunnátta og því gefur það augaleið hversu mikilvægt þetta verkefni er. 6.9.2011 06:00 Með frjálsum viðskiptum lyftum við grettistaki Kristinn Ingi Jónsson skrifar Það geta flestir sammælst um að Ísland, rétt eins og allar aðrar þjóðir, er ekki sjálfu sér einhlítt. Þrátt fyrir að við lifum á eyju langt út á ballarhafi þurfum við á viðskiptum við aðrar þjóðir að halda til að komast lífs af og festa okkar litla sker í sessi á meðal alþjóðasamfélagsins – raunar til að vera þjóð meðal þjóða. En svo virðist sem að sumir Íslendingar eigi bágt með að skilja mikilvægi frjálsra viðskipta og af hverju leiðin úr ánauð sé leið viðskiptafrelsis en ekki einangrunar og hafta. 6.9.2011 06:00 Staðráðin í að gera betur Össur Skarphéðinsson skrifar Við Íslendingar getum verið stoltir af framlagi okkar til þróunarsamvinnu í gegnum tíðina en í ár eru fjörutíu ár liðin frá því að Alþingi samþykkti lög um aðstoð við þróunarlönd. Við fögnum einnig þrjátíu ára afmæli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem og tíu ára afmæli Íslensku friðargæslunnar sem hefur umsjón með framlagi Íslands til uppbyggingarstarfs og mannúðar- og neyðaraðstoðar á átakasvæðum. Í þessi fjörutíu ár hefur mikill fjöldi Íslendinga unnið fórnfúst starf í þágu þróunarsamvinnu. Vinna þeirra er framlag Íslands til þess sameiginlega verkefnis allra þjóða að berjast gegn fátækt og hungri í heiminum. 5.9.2011 06:00 Tímamót í sögu Stígamóta Guðrún Jónsdóttir skrifar Það er sama hvernig við reiknum, fjöldi kvenna-athvarfa á Íslandi stenst ekki samanburð við neina ríkjahópa sem við viljum bera okkur saman við. Í Svíþjóð eru athvörfin um 150, á Grænlandi eru þau 8. Samtök kvennaathvarfa í Evrópu, WAVE, vinna að því að fyrir hverja tíu þúsund íbúa eigi að vera eitt athvarf. Á Íslandi erum við 320.000 og höfum hingað til haft eitt athvarf fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi. 3.9.2011 06:00 Núll Þorsteinn Pálsson skrifar VG krefst opinberrar rannsóknar á embættisathöfnum utanríkisráðherra vegna hernaðar í Líbíu. Utanríkisráðherra fullyrðir að slík rannsókn muni hitta aðra verr en hann. Merkingarlaust hnútukast af þessu tagi hefur yfirskyggt aðra atburði síðustu daga. Um hitt er minna fjallað sem stjórnarflokkarnir hafa verið næstum einhuga um. Það sætir þó ekki síður tíðindum. 3.9.2011 09:00 Nýr spítali – forsenda framþróunar í heilbrigðisþjónustu Ólafur Baldursson skrifar Stærsta framfaraskref sem sést hefur lengi á sviði heilbrigðismála eru áform um byggingu nýs Landspítala. Verkefni þetta hefur verið undirbúið ítarlega í mörg ár með þátttöku mörg hundruð heilbrigðisstarfsmanna og snýst í stuttu máli um að sameina starfsemi Landspítala að langmestu leyti á einn stað, og flytja starfsemina sem nú er í Fossvogi (gamla Borgarspítala) í hin nýju hús, en nýta gömlu húsin við Hringbraut jafnframt áfram. 3.9.2011 06:00 Íbúalýðræði Gestur Svavarsson skrifar Það er ergilegt þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fram rökfærslu sem ekki stenst, eða þvætting sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Það gildir líka um bæjarfulltrúann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur. Hún skrifaði á dögunum um íbúalýðræði. 3.9.2011 06:00 Eistneski kúrinn Össur Skarphéðinsson skrifar Eistar telja að aðildin að ESB árið 2004 hafi skipt sköpum um hve vel gengur í landinu. Þrátt fyrir óróann á alþjóðlegum fjármálamörkuðum héldu þeir ótrauðir sínu striki og tóku upp evruna um síðustu áramót. Hagvöxtur í kjölfar aðildar, og síðan evrunnar, er með því besta sem þekkist í Evrópu. 3.9.2011 06:00 Opið bréf til umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur Jóhann G. Gunnarsson skrifar Sæll vertu Karl og aðrir kjörnir fulltrúar í umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. Við hér í fyrirmyndarhúsfélaginu Dalseli 38, 109 Reykjavík, finnum okkur knúin til að senda þér/ykkur þessar línur, þar sem okkur finnst við ekki hafa fengið viðeigandi svör við bréfi okkar, dagsettu þann 19.4.2011 síðastliðinn, varðandi sorphirðu og svokallaða 15 metra reglu. Satt að segja, þá erum við svolítið hissa á því, að umræddu bréfi hefur ekki verið svarað. Það var sent í gegnum netsíðu ykkar. 3.9.2011 06:00 Brestur í brynju verðtryggingar Eygló Harðardóttir skrifar Almenningur kallar eftir afnámi verðtryggingar. Í skýrslu verðtryggingarnefndar voru skoðaðar fjölmargar leiðir til að draga varanlega úr notkun verðtryggingar. Ein þeirra var að Íbúðalánasjóður fengi heimild til að bjóða upp á óverðtryggð húsnæðislán. Fagnaði forstjóri sjóðsins þessari hugmynd og hafa nú jafnvel þingmenn stjórnarflokkanna tekið undir hana. 2.9.2011 06:00 Fagurgali Samfylkingarinnar um íbúalýðræði Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Mörgum er það enn í fersku minni þegar Samfylkingin í Hafnarfirði ákvað fyrir nokkrum árum að láta Hafnfirðinga kjósa um stækkunaráform álversins í Straumsvík. Nú eftir hrun er flestum ljóst að stækkun þessa öfluga fyrirtækis hefði skapað mörg hundruð störf sem hefðu haft hagfelld margfeldisáhrif út um allt samfélagið. 2.9.2011 06:00 Tannlækningar barna Nokkuð hefur verið ritað og rætt um tannlækningar barna undanfarin misseri. Hefur þar hæst borið sú staðreynd að tennur íslenskra barna skemmast meir en hjá frændþjóðum okkar í Skandinavíu. En hvers vegna skemmast tennur? Jú það er almenn þekking að bakteríur sitja á tönnum í lengri tíma og mynda sýru sem holar tennur að innan og skemmir fyrst glerung og síðar tannbein. 2.9.2011 06:00 Kvikmyndagerð á krossgötum? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Kvikmyndagerð á Íslandi er að mínu mati afar merkilegt fyrirbæri. Það mat byggi ég á því að hafa fylgst með iðnaðinum úr fjarska en ekki af innihaldsríkri þekkingu á greininni þó svo að ég hafi leikið í "Annir og appelsínur“ 1988. Flóra íslenskra kvikmynda er afar mikil og þjónustu við erlenda framleiðendur er hælt. Það er margt samofið kvikmyndagerð. Nægir þar að nefna gerð auglýsinga, fræðslu og menningarefnis og fleira auk þess sem leiklistin er náskyldur ættingi. Við sjáum gjarnan sama fólkið á sviði og í kvikmyndum en svo stíga fram leikarar og framleiðendur sem sýna okkur hvað hægt er að gera með einni myndavél og leikara. Fyrir nokkru ákvað núverandi ríkisstjórn að skera niður framlög til kvikmyndagerðar þótt sannað væri að kvikmyndagerð býr til mun meiri tekjur en hún fær í styrki. Skrítinn sparnaður þar. 2.9.2011 06:00 Árangurinn er eini jarðneski mælikvarðinn á milli rétts og rangs Hinn 29. ágúst sl. fjallar leiðari Fréttablaðsins um stefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar í skattlagningu ferðamáta. Að sönnu er ýmislegt sem betur mætti fara í skattastefnu þeirrar stjórnar, en henni er þó ekki alls varnað. Hið sama á við um leiðaraskrifin. 2.9.2011 06:00 Netið og stjórnmálin Haukur Arnþórsson skrifar Á tímum netsins stendur lýðræðið frammi fyrir margskonar breytingum. Á síðustu 20 árum hefur hópur vísindamanna, einkum í félagsvísinda- og tölvunarfræðideildum, rannsakað áhrif netsins á stjórnmál og kallað þær e-government og e-democracy. Töluverð þekking liggur þegar fyrir. 2.9.2011 06:00 Ný stjórnarskrá – ný grundvallarlög Tryggvi Gíslason skrifar Stjórnlagaráð Alþingis lagði í fyrra mánuði fram frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga sem hlýtur að vekja athygli allra sem áhuga hafa á þróun lýðræðis og mannréttindum. Stjórnlagaráð Alþingis vann á stuttum tíma gott starf og náði samstöðu um erfið ágreiningsmál. 2.9.2011 06:00 Hvatning til Suðurnesjabúa Haukur Hilmarsson skrifar Þau sluppu ekki framhjá mér pólitísku bréfaskrifin á vef Víkur-frétta um framtíðarhorfur atvinnumála á Suðurnesjum. Að mínu mati merkileg ritröð sem sýnir svo ekki verður um villst hvernig pólitískur boltaleikur fer fram. Það getur vel verið að það sé ósanngjarnt af bæjarstjóranum í Reykjanesbæ að senda stjórnarflokkunum línu þar sem hann setur stöðu atvinnumála á Suðurnesjum að hluta á þeirra ábyrgð. Svo getur líka vel verið að svarbréfin sem fylgdu í kjölfarið séu gott dæmi um pólitískt málþóf sem einkennir tafirnar sem bæjarstjóri telur upp. 1.9.2011 06:00 Meiri steypa? Sighvatur Björgvinsson skrifar Hvað er hátæknisjúkrahús? Það er heilbrigðisstofnun, þar sem auk hefðbundinna viðfangsefna almennra sjúkrahúsa eru leystar af höndum flóknustu aðgerðir og rannsóknir fyrir tilstilli nýjustu og um leið dýrustu tækni sem þekkingarsamfélagið hefur yfir að ráða og með aðkomu mjög sérhæfðs starfsfólks með langa menntun og mikla starfsreynslu að baki sem auk þess þarf að hafa nægilega mörg hinna flóknustu viðfangsefna í heilbrigðisþjónustu að fást við til þess að geta viðhaldið reynslu sinni og þekkingu. Húsnæðið, steinsteypan utan um starfsemina, er og verður aldrei annað en umbúðir utan um þá þjónustu, sem þar fer fram. Steinsteypa ein og sér getur aldrei orðið hátæknisjúkrahús. 1.9.2011 06:00 Til umhugsunar fyrir alþingismenn Þorvaldur Gylfason skrifar Alþingi ákvað í samræmi við tillögur Rannsóknarnefndar Alþingis að efna til endurskoðunar stjórnarskrárinnar frá 1944. Gömlu Gránu var aðeins ætlað að standa til bráðabirgða. Endurskoðun hennar hefur þó miðað hægt vegna ósamkomulags milli stjórnmálaflokka um ýmis mál. 1.9.2011 06:00 Svona er þetta bara Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar "Það er ekkert um að semja ef 110% leiðin er ekki samþykkt. Þá fer íbúðin þín auðvitað á nauðungaruppboð. Svona er þetta bara,“ sagði kona í Arionbanka sem hringdi í mig í kjölfar síðasta pistils míns. Þetta sagði hún eins og hún væri að tala um náttúrulögmál og ekki var annað að heyra en að henni þætti þetta fullkomlega sjálfsagt og eðlilegt. Og hún sagðist ekki vilja sleppa mér úr símanum fyrr en ég væri orðin sátt. Það hefði nú verið gott að vita fyrir einu og hálfu ári að bankinn ætlaði ekkert að semja við mig og væri bara að ásælast heimili mitt. Og henni fannst sjálfsagt og eðlilegt að ég væri sátt. 1.9.2011 06:00 Af heimsbókmenntum Gauti Kristmannsson skrifar Hannes Pétursson skrifaði skondna grein í Fréttablaðið nú fyrir skömmu þar sem hann hjó létt til manns og annars að fornum sið. Eitt þarf þó að leiðrétta í máli hans og það snýr að nafna mínum Goethe. Hannes heldur því fram (reyndar eins og flestar handbækur enn) að Goethe hafi fundið upp hugtakið heimsbókmenntir, á þýsku Welt-literatur. Það er ekki rétt. Sá sem fyrstur kom því á prent svo vitað sé hét August Ludwig Schlözer og var hann merkur sagnfræðingur í Göttingen á 18. öld, svo merkur að hans var getið í Encyclopædiu Britannicu fram á síðustu öld. 1.9.2011 06:00 Sjá næstu 50 greinar
Orð og hugtak Hannes Pétursson skrifar Í grein sem ég birti í Fréttablaðinu 20. ágúst síðastliðinn lét ég þess getið að til Goethes mætti rekja hugtakið heimsbókmenntir, "Weltliteratur“. Gauti Kristmannsson dósent er ekki á því máli. Hér í blaðinu (1. september) benti hann á stað í þýzkri bók frá árinu 1773 þar sem þetta orð kemur fyrir, þ.e. um hálfum sjötta áratug fyrr en Goethe tók sér það í munn í frægum samræðum sínum við Eckermann. 13.9.2011 06:00
Frjálsar og án ótta Regína Bjarnadóttir skrifar Vissir þú að konur á aldrinum 15-44 ára eru líklegri til að verða fyrir nauðgun og heimilisofbeldi en að fá krabbamein, malaríu eða lenda í umferðarslysi samanlagt? Vissir þú að um allan heim fá konur lægri laun en karlar? Vissir þú að 70% þeirra sem búa við sára fátækt eru konur? Samt bera þær nánast alltaf ábyrgðina á því að gefa börnum sínum að borða. 12.9.2011 06:00
Sterkari en nokkru sinni fyrr Anna Bentína Hermansen skrifar Ég er ein af þeim rúmlega 5.200 konum sem hafa leitað til Stígamóta eftir að hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Á bak við hverja einustu tölu er manneskja sem hefur nafn og á sitt líf. Stundum held ég að tölur geri fólk ónæmt fyrir þessum málum, þess vegna finnst mér mikilvægt að koma fram undir nafni. Í dag get ég það því mér finnst ég ekkert hafa að fela enda hef ég ekkert að skammast mín fyrir. Ég get staðið fyrir framan þjóðina 10.9.2011 06:00
Samvinnan sem við þurfum á að halda Barack Obama skrifar Nú þegar tíu ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum 11. september 2001 minnumst við þess að 11.9. var ekki aðeins árás á Bandaríkin, heldur var þetta árás á heiminn og þá mennsku og vonir sem við deilum. 10.9.2011 06:00
Óttaþjóðfélagið Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar Ég var orðin einn af þessum dæmigerðu Íslendingum sem margir hverjir fá ekki tækifæri til að hugsa um mikið annað en hvernig þeir eigi að ná endum saman og eiga fyrir útgjöldunum um næstu mánaðamót. Þegar harðnaði á dalnum magnaðist þessi hugsun eins og hjá flestu heiðarlegu fólki og yfirtók allt annað. Ég leiddi hugann því ekkert sérstaklega að því hvað lánin sem ég borgaði innihéldu og hvort þau væru sanngjörn eða réttlát, en lagði allan metnað minn í að borga lánin. 9.9.2011 06:00
(G)narrast með fólk Sighvatur Björgvinsson skrifar Heyrst hefur, að útgjöld upp á minnst fjörutíu þúsund milljónir króna í fyrsta áfanga nýrrar sjúkrahúsbyggingar og stöðugur samdráttur útgjalda til reksturs og viðhalds heilbrigðisþjónustunnar séu tvö óskyld mál. Óskyld, vegna þess að útgjöldin vegna byggingarinnar séu fengin annars staðar frá en útgjöldin vegna rekstrar og viðhalds. Fjármunirnir til þess að kosta steinsteypuna komi sem lántaka frá lífeyrissjóðum en fjármunirnir til rekstrar og viðhalds úr ríkissjóði. 9.9.2011 06:00
Skynsemin Hópur sem kennir sig við skynsemi birtir nú áskoranir um að draga umsókn að Evrópusambandinu til baka. Fróðlegt væri að heyra hvaða framtíðarsýn hópurinn hefur fyrir íslenskt samfélag að öðru leyti. 8.9.2011 06:00
Að hafa mann fyrir rangri sök Í tilefni af 20 ára sjálfstæðisafmæli okkar Eista brá ég upp svipmynd af Jóni Baldvini Hannibalssyni í blaði mínu Eesti Ekspress í Tallinn. 8.9.2011 11:00
Hvað gerir forsetinn næst? Langreyndur stjórnmálamaður sagði, áður en Ólafur Ragnar Grímsson fór á Bessastaði: „Ólafur Ragnar fer alltaf alveg að strikinu. Svo fer hann yfir það.” Nú hefur forseti Íslands farið yfir strikið. Langt yfir strikið. 8.9.2011 06:00
Heimsmet í endurvinnslu loforða Endurvinnsla er vinsælt orð í samtímanum. Yfirleitt lýtur það að ákalli um góða umgengni um umhverfið. En endurnýting loforða er hins vegar af öðrum toga og alls ekki óþekkt. 8.9.2011 06:00
Sauðfjárbúskapur: 7 milljarða árlegt tap? Umræða undangenginna vikna um afkomu sauðfjárbænda og réttlætingu fyrir styrkjum til þeirra vekur upp spurningar um framlag greinarinnar til þjóðarbúsins. Ekki er auðvelt að finna öruggar tölur þar um. Byggja má á búreikningum Hagþjónustu landbúnaðarins. Á heimasíðu Hagþjónustunnar má finna upplýsingar um afkomu meðalsauðfjárbús á árinu 2009. Tölurnar sem þar eru birtar er þó ekki hægt að nota eins og þær koma beint af skepnunni ef svo má segja. 8.9.2011 06:00
Ekkert gert við atgervisflótta Daglega heyrast fréttir af því að Íslendingar ákveði að flytja utan í leit að atvinnu og betri lífskjörum. Opinber gögn sýna að á árunum 2009-2010 var fjöldi brottfluttra einstaklinga umfram aðfluttra 7.000 manns. Við erum því að upplifa mestu brottflutninga sem orðið hafa síðastliðin 120 ár eða frá því 15.000 Íslendingar fluttu til Vesturheims í lok 19. aldar. 8.9.2011 06:00
Tveir ávextir Þegar árangur þróunarsamvinnu og hjálparstarfs er metinn er eðlilegt að rýnt sé í tölur. Þær segja okkur m.a. að börnum sem sækja skóla í þróunarríkjum hefur fjölgað um 40 milljónir á átta árum. Á bak við slíkar tölur eru þó einstaklingar sem eiga sínar fjölskyldur og heyja sína lífsbaráttu í gleði og sorg, líkt og við öll. Tveir slíkir einstaklingar og „ávextir“ þróunarsamvinnu eru okkur ofarlega í huga. 8.9.2011 06:00
Landsbankaleiðin var skynsamleg leið Nú þegar fyrir liggur að Landsbankinn á væntanlega fyrir kröfunum vegna Icesave-málsins er mikilvægt að hafa það í huga hvernig það kom til að eignir Landsbankans eru teknar upp í Icesave. 8.9.2011 06:00
Staðalímynd kvenna og vísindi Skólastarf er að hefjast víðsvegar um landið og nemendur takast á við ný og ólík verkefni. Íslenskt samfélag stendur framar mörgum öðrum þjóðum þegar kemur að jafnréttismálum og við að uppræta staðalímyndir. Kynjabundnar staðalímyndir hafa spilað veigamikið hlutverk við að móta samfélag okkar í gegnum tíðina í átt að fordómum og mismunun. Slíkar staðalímyndir búa ekki einungis í hugarheimi karla sem líklegir eru til að sniðganga bæði afrek og tækifæri kvenna, heldur einnig hjá konum sem þar af leiðandi geta fundið til minnkandi ástæðuhvatar og sjálfstrausts á ákveðnum sviðum samfélagsins. Meðal kynjabundinna staðalímynda sem enn eru vel innrættar í samfélagssálinni eru þær hugmyndir að karlar séu að eðlisfari betri í stærðfræði og raungreinum, á meðan konur séu fremri á sviðum uppeldis- og félagsvísinda. Ímyndirnar sem slíkar hafa lengi legið á bakvið þann miðaldahugsunarhátt sem svipt hefur konur tækifærum til mikilvægra framlaga á sviði tækni og vísinda. Séuð þið í vafa um að þær séu enn til staðar í íslensku samfélagi nægir ykkur að leggja þessa sígildu gátu fyrir hóp ungmenna: Gagnkynhneigður maður og sonur hans lenda í alvarlegu bílslysi. Faðirinn deyr en sonurinn er sendur á bráðamóttökuna. Þegar læknirinn lítur á hann, hrópar hann: "Þetta er sonur minn!" Hver er læknirinn? Sé staðreyndin sú að þú kæri lesandi eða barnið þitt hafið ekki svarið á reiðum höndum, þá gæti verið þörf á því að lesa lengra og setjast svo niður með barninu þínu og ræða málin. 8.9.2011 06:00
Horft um öxl: Saga Stígamóta Mig langar í þessari stuttu samantekt um sögu og tilurð Stígamóta að byrja á því að setja hana í alþjóðlegt samhengi og færa hana síðan á heimavöll. Kvenfrelsishreyfingar hafa frá fyrstu tíð látið sig varða ofbeldi karla gegn konum og börnum. Í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu spratt t.d. upp á síðari hluta 19. aldar sterk hreyfing kvenna, í tengslum við kvennabaráttu þeirra ára, sem beitti sér fyrir því að stofnuð voru félög og hafin félagsleg þjónusta fyrir konur og börn sem sættu ofbeldi í fjölskyldum sínum. 7.9.2011 12:00
Nýbygging Landspítalans og Háskóla Íslands - af hverju? Sigurður Guðmundsson skrifar Bygging nýs húss yfir sameiginlega starfsemi Landspítalans og Háskóla Íslands á sér langan aðdraganda. Umræða hófst fyrir alvöru fyrir tæpum 15 árum í aðdraganda sameiningar sjúkrahúsanna í Reykjavík sem varð um mitt ár 2000. Um 2-3 árum síðar var hinni nýju spítalabyggingu valinn staður á Grænuborgartúni, á lóð Landspítalans við Hringbraut. 7.9.2011 12:00
Góðar fréttir Inga Dóra Pétursdóttir og Stefán Ingi Stefánsson skrifar Er hægt að gera eitthvað til að breyta þessum heimi? Eru vandamálin ekki svo mörg og yfirþyrmandi, fátæktin og misskiptingin svo gríðarleg? Við endurteknar hörmungarfréttir utan úr heimi getur verið auðvelt að draga þá ályktun. Þá er ágætt að hafa í huga að mikill árangur hefur þegar allt kemur til alls náðst á mörgum sviðum. 7.9.2011 12:00
Vegurinn vestur - hugsum fram veginn! Bjarni Össurarson og Ferdinand Jónsson skrifar Allir eru sammála um að vegurinn vestur á firði um Austur-Barðastrandarsýslu er óviðunandi og úrbóta er þörf. Hins vegar hafa staðið deilur um hvernig leggja eigi nýjan veg og þá helst um þverun tveggja fjarða, Gufufjarðar og Djúpafjarðar. Þótt við séum ekki eiginlegir heimamenn keyrum við þessa leið oft á ári og leyfum okkur að hafa skoðun á málinu. 7.9.2011 12:00
Verðmæti í skapandi hugsun Magnús Orri Schram skrifar Danir hafa náð mjög langt í skapandi greinum og flytja meðal annars út tískuvörur fyrir 527 milljarða íslenskra króna á ári hverju. Við Íslendingar flytjum út tískufatnað fyrir um 3,1 milljarð á ári, en ef við myndum vilja vera á pari við Dani miðað við höfðatölu, ættum við að flytja út tíu sinnum meira eða nær 30 milljörðum króna. Með því að gefa skapandi greinum meiri gaum og veita ungum vaxandi fyrirtækjum betra rekstrarumhverfi er allt til staðar fyrir Íslendinga til að ná mun lengra á þessu sviði. 7.9.2011 11:00
Góður árangur og sóknarfæri Íslands Jóhanna Sigurðardóttir skrifar Hvert sem litið er blasa við skýr merki þess að Ísland er hröðum skrefum að vinna sig úr hruninu. Hagvöxtur er hafinn og vaxandi bjartsýni gætir í spám helstu greiningaraðila um hagvöxt næstu ára. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs bjó aðeins eitt land innan OECD við meiri hagvöxt en Ísland og ýmislegt bendir til þess að hagvöxtur ársins 2011 kunni að vera vanmetinn. Störfum fjölgar á ný og það dregur úr atvinnuleysi, en miðað við tölur í júlí hefur það ekki verið lægra síðan í desember 2008. Kaupmáttur launa hefur ekki verið hærri frá hruni og kaupmáttur lægstu launa hefur hækkað hlutfallslega mest þannig að jöfnuður í tekjuskiptingu hefur aukist. Þessar staðreyndir eru ótvíræður vitnisburður um að við Íslendingar erum á réttri leið. 7.9.2011 06:00
Umferðarhraðinn og slysin Margir látast árlega í umferðarslysum hér á landi auk þess sem hundruð slasast alvarlega, oft af því að einhver fór óvarlega eða sýndi af sér vítavert gáleysi. Þar sem hraðinn var of mikill miðað við aðstæður. Á einu augnabliki breyttust þannig aðstæður þúsunda manna sem eiga um sárt að binda. Margar fjölskyldur í landinu, nánir vinir og samstarfsfélagar fórnarlamba umferðarslysanna þekkja þá sögu vel. 7.9.2011 00:01
Lady Ga Ga? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Ólafur Ragnar Grímsson stærir sig nú af því, að hann hafi alltaf vitað, að þrotabú LB ætti fyrir forgangskröfum (Icesave). Hann hafi m.ö.o. vitað, að skuldir óreiðumanna (eigenda LB) myndu aldrei lenda á almenningi. 7.9.2011 06:00
Um lög og lögskýringar Róbert Spanó skrifar Í þjóðfélagsumræðunni hefur að undanförnu borið á gagnrýni á lögin og störf lögfræðinga. Dómarar hafa sætt ámæli fyrir að stunda pólitík klædda í lögfræðilegan búning og verið sakaðir á stundum um óhóflegan "formalisma“, eins og t.d. þegar Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings í janúar sl. Þegar málsúrslit hafa hins vegar átt upp á pallborðið hjá almenningi, og einkum hjá þeim sem hæst hafa haft í umræðunni, þá eru dómarar lofaðir fyrir störf sín. Dæmi um þetta eru gengisdómar Hæstaréttar frá því í júní og september 2010. 6.9.2011 06:00
Aukin menntun stúlkna ávöxtur þróunarsamvinnu Bjarni Gíslason skrifar Kristniboðssambandið hefur undanfarin ár verið með lestrarverkefni meðal Dasentsmanna í Suður-Eþíópíu. Verkefnið hófst á því að búa til kennslubók á tungumál þjóðflokksins og handbók handa kennurum. Því næst var hafist handa við sjálfa kennsluna. Einn aðalmarkhópurinn í þessu verkefni er stúlkur og konur. En skólaganga stúlkna á svæðinu er mjög takmörkuð og jafnvel engin. Grundvöllur allra framfara og jafnréttis er menntun. Hornsteinn menntunar er lestrarkunnátta og því gefur það augaleið hversu mikilvægt þetta verkefni er. 6.9.2011 06:00
Með frjálsum viðskiptum lyftum við grettistaki Kristinn Ingi Jónsson skrifar Það geta flestir sammælst um að Ísland, rétt eins og allar aðrar þjóðir, er ekki sjálfu sér einhlítt. Þrátt fyrir að við lifum á eyju langt út á ballarhafi þurfum við á viðskiptum við aðrar þjóðir að halda til að komast lífs af og festa okkar litla sker í sessi á meðal alþjóðasamfélagsins – raunar til að vera þjóð meðal þjóða. En svo virðist sem að sumir Íslendingar eigi bágt með að skilja mikilvægi frjálsra viðskipta og af hverju leiðin úr ánauð sé leið viðskiptafrelsis en ekki einangrunar og hafta. 6.9.2011 06:00
Staðráðin í að gera betur Össur Skarphéðinsson skrifar Við Íslendingar getum verið stoltir af framlagi okkar til þróunarsamvinnu í gegnum tíðina en í ár eru fjörutíu ár liðin frá því að Alþingi samþykkti lög um aðstoð við þróunarlönd. Við fögnum einnig þrjátíu ára afmæli Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem og tíu ára afmæli Íslensku friðargæslunnar sem hefur umsjón með framlagi Íslands til uppbyggingarstarfs og mannúðar- og neyðaraðstoðar á átakasvæðum. Í þessi fjörutíu ár hefur mikill fjöldi Íslendinga unnið fórnfúst starf í þágu þróunarsamvinnu. Vinna þeirra er framlag Íslands til þess sameiginlega verkefnis allra þjóða að berjast gegn fátækt og hungri í heiminum. 5.9.2011 06:00
Tímamót í sögu Stígamóta Guðrún Jónsdóttir skrifar Það er sama hvernig við reiknum, fjöldi kvenna-athvarfa á Íslandi stenst ekki samanburð við neina ríkjahópa sem við viljum bera okkur saman við. Í Svíþjóð eru athvörfin um 150, á Grænlandi eru þau 8. Samtök kvennaathvarfa í Evrópu, WAVE, vinna að því að fyrir hverja tíu þúsund íbúa eigi að vera eitt athvarf. Á Íslandi erum við 320.000 og höfum hingað til haft eitt athvarf fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi. 3.9.2011 06:00
Núll Þorsteinn Pálsson skrifar VG krefst opinberrar rannsóknar á embættisathöfnum utanríkisráðherra vegna hernaðar í Líbíu. Utanríkisráðherra fullyrðir að slík rannsókn muni hitta aðra verr en hann. Merkingarlaust hnútukast af þessu tagi hefur yfirskyggt aðra atburði síðustu daga. Um hitt er minna fjallað sem stjórnarflokkarnir hafa verið næstum einhuga um. Það sætir þó ekki síður tíðindum. 3.9.2011 09:00
Nýr spítali – forsenda framþróunar í heilbrigðisþjónustu Ólafur Baldursson skrifar Stærsta framfaraskref sem sést hefur lengi á sviði heilbrigðismála eru áform um byggingu nýs Landspítala. Verkefni þetta hefur verið undirbúið ítarlega í mörg ár með þátttöku mörg hundruð heilbrigðisstarfsmanna og snýst í stuttu máli um að sameina starfsemi Landspítala að langmestu leyti á einn stað, og flytja starfsemina sem nú er í Fossvogi (gamla Borgarspítala) í hin nýju hús, en nýta gömlu húsin við Hringbraut jafnframt áfram. 3.9.2011 06:00
Íbúalýðræði Gestur Svavarsson skrifar Það er ergilegt þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fram rökfærslu sem ekki stenst, eða þvætting sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Það gildir líka um bæjarfulltrúann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur. Hún skrifaði á dögunum um íbúalýðræði. 3.9.2011 06:00
Eistneski kúrinn Össur Skarphéðinsson skrifar Eistar telja að aðildin að ESB árið 2004 hafi skipt sköpum um hve vel gengur í landinu. Þrátt fyrir óróann á alþjóðlegum fjármálamörkuðum héldu þeir ótrauðir sínu striki og tóku upp evruna um síðustu áramót. Hagvöxtur í kjölfar aðildar, og síðan evrunnar, er með því besta sem þekkist í Evrópu. 3.9.2011 06:00
Opið bréf til umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur Jóhann G. Gunnarsson skrifar Sæll vertu Karl og aðrir kjörnir fulltrúar í umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar. Við hér í fyrirmyndarhúsfélaginu Dalseli 38, 109 Reykjavík, finnum okkur knúin til að senda þér/ykkur þessar línur, þar sem okkur finnst við ekki hafa fengið viðeigandi svör við bréfi okkar, dagsettu þann 19.4.2011 síðastliðinn, varðandi sorphirðu og svokallaða 15 metra reglu. Satt að segja, þá erum við svolítið hissa á því, að umræddu bréfi hefur ekki verið svarað. Það var sent í gegnum netsíðu ykkar. 3.9.2011 06:00
Brestur í brynju verðtryggingar Eygló Harðardóttir skrifar Almenningur kallar eftir afnámi verðtryggingar. Í skýrslu verðtryggingarnefndar voru skoðaðar fjölmargar leiðir til að draga varanlega úr notkun verðtryggingar. Ein þeirra var að Íbúðalánasjóður fengi heimild til að bjóða upp á óverðtryggð húsnæðislán. Fagnaði forstjóri sjóðsins þessari hugmynd og hafa nú jafnvel þingmenn stjórnarflokkanna tekið undir hana. 2.9.2011 06:00
Fagurgali Samfylkingarinnar um íbúalýðræði Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Mörgum er það enn í fersku minni þegar Samfylkingin í Hafnarfirði ákvað fyrir nokkrum árum að láta Hafnfirðinga kjósa um stækkunaráform álversins í Straumsvík. Nú eftir hrun er flestum ljóst að stækkun þessa öfluga fyrirtækis hefði skapað mörg hundruð störf sem hefðu haft hagfelld margfeldisáhrif út um allt samfélagið. 2.9.2011 06:00
Tannlækningar barna Nokkuð hefur verið ritað og rætt um tannlækningar barna undanfarin misseri. Hefur þar hæst borið sú staðreynd að tennur íslenskra barna skemmast meir en hjá frændþjóðum okkar í Skandinavíu. En hvers vegna skemmast tennur? Jú það er almenn þekking að bakteríur sitja á tönnum í lengri tíma og mynda sýru sem holar tennur að innan og skemmir fyrst glerung og síðar tannbein. 2.9.2011 06:00
Kvikmyndagerð á krossgötum? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Kvikmyndagerð á Íslandi er að mínu mati afar merkilegt fyrirbæri. Það mat byggi ég á því að hafa fylgst með iðnaðinum úr fjarska en ekki af innihaldsríkri þekkingu á greininni þó svo að ég hafi leikið í "Annir og appelsínur“ 1988. Flóra íslenskra kvikmynda er afar mikil og þjónustu við erlenda framleiðendur er hælt. Það er margt samofið kvikmyndagerð. Nægir þar að nefna gerð auglýsinga, fræðslu og menningarefnis og fleira auk þess sem leiklistin er náskyldur ættingi. Við sjáum gjarnan sama fólkið á sviði og í kvikmyndum en svo stíga fram leikarar og framleiðendur sem sýna okkur hvað hægt er að gera með einni myndavél og leikara. Fyrir nokkru ákvað núverandi ríkisstjórn að skera niður framlög til kvikmyndagerðar þótt sannað væri að kvikmyndagerð býr til mun meiri tekjur en hún fær í styrki. Skrítinn sparnaður þar. 2.9.2011 06:00
Árangurinn er eini jarðneski mælikvarðinn á milli rétts og rangs Hinn 29. ágúst sl. fjallar leiðari Fréttablaðsins um stefnu ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingar í skattlagningu ferðamáta. Að sönnu er ýmislegt sem betur mætti fara í skattastefnu þeirrar stjórnar, en henni er þó ekki alls varnað. Hið sama á við um leiðaraskrifin. 2.9.2011 06:00
Netið og stjórnmálin Haukur Arnþórsson skrifar Á tímum netsins stendur lýðræðið frammi fyrir margskonar breytingum. Á síðustu 20 árum hefur hópur vísindamanna, einkum í félagsvísinda- og tölvunarfræðideildum, rannsakað áhrif netsins á stjórnmál og kallað þær e-government og e-democracy. Töluverð þekking liggur þegar fyrir. 2.9.2011 06:00
Ný stjórnarskrá – ný grundvallarlög Tryggvi Gíslason skrifar Stjórnlagaráð Alþingis lagði í fyrra mánuði fram frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga sem hlýtur að vekja athygli allra sem áhuga hafa á þróun lýðræðis og mannréttindum. Stjórnlagaráð Alþingis vann á stuttum tíma gott starf og náði samstöðu um erfið ágreiningsmál. 2.9.2011 06:00
Hvatning til Suðurnesjabúa Haukur Hilmarsson skrifar Þau sluppu ekki framhjá mér pólitísku bréfaskrifin á vef Víkur-frétta um framtíðarhorfur atvinnumála á Suðurnesjum. Að mínu mati merkileg ritröð sem sýnir svo ekki verður um villst hvernig pólitískur boltaleikur fer fram. Það getur vel verið að það sé ósanngjarnt af bæjarstjóranum í Reykjanesbæ að senda stjórnarflokkunum línu þar sem hann setur stöðu atvinnumála á Suðurnesjum að hluta á þeirra ábyrgð. Svo getur líka vel verið að svarbréfin sem fylgdu í kjölfarið séu gott dæmi um pólitískt málþóf sem einkennir tafirnar sem bæjarstjóri telur upp. 1.9.2011 06:00
Meiri steypa? Sighvatur Björgvinsson skrifar Hvað er hátæknisjúkrahús? Það er heilbrigðisstofnun, þar sem auk hefðbundinna viðfangsefna almennra sjúkrahúsa eru leystar af höndum flóknustu aðgerðir og rannsóknir fyrir tilstilli nýjustu og um leið dýrustu tækni sem þekkingarsamfélagið hefur yfir að ráða og með aðkomu mjög sérhæfðs starfsfólks með langa menntun og mikla starfsreynslu að baki sem auk þess þarf að hafa nægilega mörg hinna flóknustu viðfangsefna í heilbrigðisþjónustu að fást við til þess að geta viðhaldið reynslu sinni og þekkingu. Húsnæðið, steinsteypan utan um starfsemina, er og verður aldrei annað en umbúðir utan um þá þjónustu, sem þar fer fram. Steinsteypa ein og sér getur aldrei orðið hátæknisjúkrahús. 1.9.2011 06:00
Til umhugsunar fyrir alþingismenn Þorvaldur Gylfason skrifar Alþingi ákvað í samræmi við tillögur Rannsóknarnefndar Alþingis að efna til endurskoðunar stjórnarskrárinnar frá 1944. Gömlu Gránu var aðeins ætlað að standa til bráðabirgða. Endurskoðun hennar hefur þó miðað hægt vegna ósamkomulags milli stjórnmálaflokka um ýmis mál. 1.9.2011 06:00
Svona er þetta bara Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar "Það er ekkert um að semja ef 110% leiðin er ekki samþykkt. Þá fer íbúðin þín auðvitað á nauðungaruppboð. Svona er þetta bara,“ sagði kona í Arionbanka sem hringdi í mig í kjölfar síðasta pistils míns. Þetta sagði hún eins og hún væri að tala um náttúrulögmál og ekki var annað að heyra en að henni þætti þetta fullkomlega sjálfsagt og eðlilegt. Og hún sagðist ekki vilja sleppa mér úr símanum fyrr en ég væri orðin sátt. Það hefði nú verið gott að vita fyrir einu og hálfu ári að bankinn ætlaði ekkert að semja við mig og væri bara að ásælast heimili mitt. Og henni fannst sjálfsagt og eðlilegt að ég væri sátt. 1.9.2011 06:00
Af heimsbókmenntum Gauti Kristmannsson skrifar Hannes Pétursson skrifaði skondna grein í Fréttablaðið nú fyrir skömmu þar sem hann hjó létt til manns og annars að fornum sið. Eitt þarf þó að leiðrétta í máli hans og það snýr að nafna mínum Goethe. Hannes heldur því fram (reyndar eins og flestar handbækur enn) að Goethe hafi fundið upp hugtakið heimsbókmenntir, á þýsku Welt-literatur. Það er ekki rétt. Sá sem fyrstur kom því á prent svo vitað sé hét August Ludwig Schlözer og var hann merkur sagnfræðingur í Göttingen á 18. öld, svo merkur að hans var getið í Encyclopædiu Britannicu fram á síðustu öld. 1.9.2011 06:00
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun