Fagleg sjónarmið um byggingu fangelsis Páll E. Winkel skrifar 20. september 2011 06:00 Á liðnum misserum hefur mikið verið fjallað um byggingu nýs fangelsis á opinberum vettvangi. Ekki er hægt að segja annað en að byggingasaga fangelsa sé sorgleg. Oft hefur staðið til að byggja fangelsi en einhverra hluta vegna hefur aldrei lánast að klára verkefnið. Margt kemur til. Þensla í opinberum framkvæmdum, niðurskurður í opinberum framkvæmdum, „byggðapólitík" og almennt áhugaleysi um málaflokkinn. Nú er svo komið að tekin hefur verið ákvörðun um byggingu nýs fangelsis. Því ber að fagna. Því miður hefur nú komið upp „hefðbundin" byggðapólitík, deilur um staðsetningu og útúrsnúningar á alla bóga. Umræðan hefur farið í marga hringi, rangar fullyrðingar settar fram, stjórnmálamenn sem áður hafa lítið eða ekki tjáð sig um málaflokkinn tekið að skrifa greinar og dregið ályktanir sem eru í engu samhengi við raunveruleikann. Þeir sem koma að ákvarðanatöku um staðsetningu fangelsis hafa jafnvel verið sakaðir um annarleg sjónarmið. Nauðsynlegt er að gera grein fyrir raunverulegri stöðu og hvað til stendur. Ekki stendur til að framtíðaruppbygging öruggasta fangelsis landsins fari frá Fangelsinu Litla-Hrauni að Hólmsheiði. Fullyrðingar um slíkt eru rangar. Langtímaáætlanir gera þvert á móti ráð fyrir mikilli uppbyggingu á Litla-Hrauni og að fangarýmum þar verði fjölgað verulega. Það er mat þeirra sem að öryggismálum koma hjá Fangelsismálastofnun og öðrum að fyrst sé nauðsynlegt að byggja á Litla-Hrauni fullnægjandi aðstöðu fyrir starfsmenn, miðlæga varðstofu auk heimsóknar- og móttökuaðstöðu áður en rýmum verði fjölgað í fangelsinu um rúmlega 40 eins og ráð er fyrir gert. Þá er starfs- og námsaðstaða í Fangelsinu Litla-Hrauni ekki í stakk búin að bæta við 40 föngum án breytinga. Slíkt væri óábyrgt og óforsvaranlegt út frá mannréttinda- og öryggissjónarmiðum. Þegar fjármagn fæst til byggingar móttöku- og heimsóknarhúss verður farið í þær framkvæmdir. Sem stendur fæst ekki fjármagn til þess, aðeins til fjölgunar fangarýma. Staða okkar nú er erfið. Bæði fangelsin á höfuðborgarsvæðinu eru ónýt og rekin á síendurteknum undanþágum heilbrigðisyfirvalda. Þeim þarf að loka og opna nýtt fangelsi sem tekur við hlutverki þeirra. Hlutverk hins nýja fangelsis verður því að vista gæsluvarðhaldsfanga og vera móttökufangelsi auk þess að gera verður ráð fyrir vistun kvenfanga sem ekki teljast hæfir til vistunar í opnum úrræðum. Ekki er svigrúm til að auka verulega rekstrarkostnað Fangelsismálastofnunar og því er sú krafa gerð að mögulegt verði að reka hið nýja fangelsi fyrir nánast sama rekstrarfé og nú fer í Hegningarhúsið og Fangelsið Kópavogsbraut. Krafan um fleiri rými og almenna hagræðingu er hávær og ljóst að verulegt rekstrarhagræði felst í því að reka fangelsi fyrir 56 fanga fyrir nánast sama fjármagn og 26 fanga sem nú vistast í Hegningarhúsinu og Fangelsinu Kópavogsbraut, samtals. Fangelsismálastofnun fékk þau fyrirmæli að koma með tillögur að hagkvæmari rekstri og fjölgun rýma. Fyrsta skrefið er að byggja gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi í Reykjavík sem jafnframt væri aðstaða fyrir kvenfanga og möguleikar á afplánun skemmri dóma, þ.m.t. vararefsing. Fangelsið verði þannig hannað að rekstrarkostnaður verði í lágmarki og starfsmönnum sem og föngum liði sem best. Með lokun fangelsanna á höfuðborgarsvæðinu og byggingu gæsluvarðhalds- og móttökufangelsis á sama svæði er stórt skref stigið í framþróun fangelsismála á Íslandi. Verði ekkert fangelsi á höfuðborgarsvæðinu glatast mikill mannauður og þekking, en sterkasti hlekkur fangelsiskerfisins felst í góðu og öflugu starfsfólki í öllum fangelsum landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á liðnum misserum hefur mikið verið fjallað um byggingu nýs fangelsis á opinberum vettvangi. Ekki er hægt að segja annað en að byggingasaga fangelsa sé sorgleg. Oft hefur staðið til að byggja fangelsi en einhverra hluta vegna hefur aldrei lánast að klára verkefnið. Margt kemur til. Þensla í opinberum framkvæmdum, niðurskurður í opinberum framkvæmdum, „byggðapólitík" og almennt áhugaleysi um málaflokkinn. Nú er svo komið að tekin hefur verið ákvörðun um byggingu nýs fangelsis. Því ber að fagna. Því miður hefur nú komið upp „hefðbundin" byggðapólitík, deilur um staðsetningu og útúrsnúningar á alla bóga. Umræðan hefur farið í marga hringi, rangar fullyrðingar settar fram, stjórnmálamenn sem áður hafa lítið eða ekki tjáð sig um málaflokkinn tekið að skrifa greinar og dregið ályktanir sem eru í engu samhengi við raunveruleikann. Þeir sem koma að ákvarðanatöku um staðsetningu fangelsis hafa jafnvel verið sakaðir um annarleg sjónarmið. Nauðsynlegt er að gera grein fyrir raunverulegri stöðu og hvað til stendur. Ekki stendur til að framtíðaruppbygging öruggasta fangelsis landsins fari frá Fangelsinu Litla-Hrauni að Hólmsheiði. Fullyrðingar um slíkt eru rangar. Langtímaáætlanir gera þvert á móti ráð fyrir mikilli uppbyggingu á Litla-Hrauni og að fangarýmum þar verði fjölgað verulega. Það er mat þeirra sem að öryggismálum koma hjá Fangelsismálastofnun og öðrum að fyrst sé nauðsynlegt að byggja á Litla-Hrauni fullnægjandi aðstöðu fyrir starfsmenn, miðlæga varðstofu auk heimsóknar- og móttökuaðstöðu áður en rýmum verði fjölgað í fangelsinu um rúmlega 40 eins og ráð er fyrir gert. Þá er starfs- og námsaðstaða í Fangelsinu Litla-Hrauni ekki í stakk búin að bæta við 40 föngum án breytinga. Slíkt væri óábyrgt og óforsvaranlegt út frá mannréttinda- og öryggissjónarmiðum. Þegar fjármagn fæst til byggingar móttöku- og heimsóknarhúss verður farið í þær framkvæmdir. Sem stendur fæst ekki fjármagn til þess, aðeins til fjölgunar fangarýma. Staða okkar nú er erfið. Bæði fangelsin á höfuðborgarsvæðinu eru ónýt og rekin á síendurteknum undanþágum heilbrigðisyfirvalda. Þeim þarf að loka og opna nýtt fangelsi sem tekur við hlutverki þeirra. Hlutverk hins nýja fangelsis verður því að vista gæsluvarðhaldsfanga og vera móttökufangelsi auk þess að gera verður ráð fyrir vistun kvenfanga sem ekki teljast hæfir til vistunar í opnum úrræðum. Ekki er svigrúm til að auka verulega rekstrarkostnað Fangelsismálastofnunar og því er sú krafa gerð að mögulegt verði að reka hið nýja fangelsi fyrir nánast sama rekstrarfé og nú fer í Hegningarhúsið og Fangelsið Kópavogsbraut. Krafan um fleiri rými og almenna hagræðingu er hávær og ljóst að verulegt rekstrarhagræði felst í því að reka fangelsi fyrir 56 fanga fyrir nánast sama fjármagn og 26 fanga sem nú vistast í Hegningarhúsinu og Fangelsinu Kópavogsbraut, samtals. Fangelsismálastofnun fékk þau fyrirmæli að koma með tillögur að hagkvæmari rekstri og fjölgun rýma. Fyrsta skrefið er að byggja gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi í Reykjavík sem jafnframt væri aðstaða fyrir kvenfanga og möguleikar á afplánun skemmri dóma, þ.m.t. vararefsing. Fangelsið verði þannig hannað að rekstrarkostnaður verði í lágmarki og starfsmönnum sem og föngum liði sem best. Með lokun fangelsanna á höfuðborgarsvæðinu og byggingu gæsluvarðhalds- og móttökufangelsis á sama svæði er stórt skref stigið í framþróun fangelsismála á Íslandi. Verði ekkert fangelsi á höfuðborgarsvæðinu glatast mikill mannauður og þekking, en sterkasti hlekkur fangelsiskerfisins felst í góðu og öflugu starfsfólki í öllum fangelsum landsins.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun