Skoðun

Fellibylur hjálpar

Óttar Norðfjörð skrifar
Heimurinn er ekki lengur sjö heimsálfur. Hann er ein heimsálfa, eitt land. Að mörg þúsund konur eru í bráðri lífshættu í Sómalíu vegna mikilla þurrka er ekki aðeins vandamál Sómala. Það er einnig vandamál okkar Íslendinga. Með vali þínu geturðu hjálpað einni þessara kvenna og þar með börnunum hennar. Valið er einfalt – að styrkja UN Women.

UN Women berst fyrir kjörum kvenna í fátækustu löndum heims. Frá 12. til 18. september stendur UN Women á Íslandi fyrir svokallaðri fiðrildaviku. Markmiðið er að hvetja Íslendinga til að standa með systrum sínum víða um heim og gefa þeim og börnum þeirra aukna lífsmöguleika.

Sjö dagar. Það er tíminn sem þú færð til að leggja þitt að mörkum. Það er tíminn sem þú færð til að spyrja samvisku þína hvort þú getir hunsað beiðnina um aðstoð sem er aðkallandi. Konurnar í brýnustu neyð þarfnast ekki hjálp(ar þinnar á eftir. Þær þarfnast hennar núna strax.

Nafn fiðrildavikunnar vísar í fiðrildaáhrifin. Slái fiðrildi vængjum sínum á Íslandi getur fellibylur orðið í öðru landi. Komum af stað fellibyl hjálpar úti um allan heim og sláum vængjunum. Þú gerir það með því að hafa samband við UN Women undir eins og gerast styrktaraðili.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×