Landsmenn vilja kjósa Helgi Magnússon skrifar 21. september 2011 06:00 Tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið þannig að unnt verði að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þetta kom fram í marktækri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birtist þann 12. september. Þessi niðurstaða er þvert á það sem ýmsir ákafir andstæðingar aðildarviðræðna hafa haldið fram í ræðu og riti. Algengt er að þeir hafi leyft sér að fullyrða að „þjóðin og þingið" séu á móti aðildarviðræðum og því sé við hæfi að slíta þeim hið fyrsta. Slíkur málflutningur fellur um sjálfan sig ef marka má þessa skoðanakönnun. Samkvæmt henni vilja landsmenn ljúka samningum með sem bestri niðurstöðu fyrir okkur og kjósa svo um málið í heild. Vandi Grikkja er agaleysiPhilippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE, heimsótti Ísland um miðjan mánuðinn. Margt merkilegt kom fram í máli hans um stöðu ESB og evrunnar. Meðal annars að vandi Grikklands er stór fyrir Grikki – en ekki á mælikvarða Evrópu í heild. Vandi Grikkja er ekki vegna evrunnar eða ESB. Hann er vegna agaleysis þeirra sjálfra. Það er eitt af því sem við Íslendingar verðum að átta okkur á. Við munum ekki leysa agavandamálin í íslensku efnahagslífi með inngöngu í ESB. Það er á ábyrgð okkar sjálfra að taka fyrst til heima. Trúlega hrýs einhverjum hugur við því. Ef við Íslendingar göngum í ESB og tökum upp evru verður núverandi vandi á evrusvæðinu væntanlega löngu leystur enda nokkur ár til stefnu. Andstæðingar ESB á Íslandi hafa fagnað heils hugar þeim erfiðleikum sem steðja að í sumum löndum ESB um þessar mundir. Þeir virðast meta það þannig að erfiðleikarnir muni hræða Íslendinga frá því að ljúka samningaferlinu og leggja niðurstöðuna í dóm kjósenda með þjóðaratkvæðagreiðslu. Fyrrgreind skoðanakönnun sýnir að landsmenn virðast vera á öðru máli. Vert er að hafa í huga að það hefur verið órói um allan hinn vestræna heim. Menn mega ekki gleyma því sem gengið hefur á í Bandaríkjunum þar sem pólitísk átök urðu til þess að sjálft stórveldið var fellt niður um flokk hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum sem fram að því hafði verið talið nær óhugsandi. Króna og höft til framtíðar?Það eru alltaf vandamál í hagkerfum heimsins. Það verður aldrei friður og ró á fjármálamörkuðum iðnríkjanna. Menn munu áfram taka á viðfangsefnunum og leysa þau. Þeir sem reyna að segja okkur að ekki sé rétt að semja um aðild að ESB nema allt sé með ró og spekt á öllum vígstöðvum vita sem er að það jafngildir því að ljúka aldrei samningum. Ef Íslendingar velja að hætta við að ná hagstæðum samningum við ESB þá þurfa þeir að gera sér ljóst að með slíkri ákvörðun væri verið að ákveða að standa utan við Evrópusamstarfið næstu árin eða áratugina. Við þurfum að svara því hvort framtíðarsýnin sé sú að notast við íslenska krónu og þá væntanlega gjaldeyrishöft af einhverju tagi til fyrirsjáanlegrar framtíðar. Fátt bendir til þess að krónan muni standa ein og óvarin eftir þær tilraunir sem hafa verið gerðar með hana. Tilraunir sem tókust ekki vel. Veik staða krónunnar átti sinn þátt í hruninu árið 2008. Eða trúa menn því að krónan geti dugað okkur til frambúðar – óvarin? Ætla má að valið sé um íslenska krónu og væntanlega gjaldeyrishöft eða að efla samstarf við aðrar þjóðir í gjaldmiðlamálum og horfa til alþjóðlegra viðskipta og alþjóðlegs samstarfs í auknum mæli. Gleymum því ekki að Íslendingar hafa óhræddir efnt til samstarfs við stórþjóðir heimsins á vettvangi NATO, Sameinuðu þjóðanna, Norðurlandaráðs, EFTA og EES svo eitthvað sé nefnt. Ástæða er til að vara við þjóðernishyggju sem stafar af þröngsýni, þekkingarleysi og vantrausti á nútímann og framtíðina. Smáþjóðir hafa áður gengið í ESB og una þar hag sínum vel eins og Lúxemborg, sem hefur verið með frá upphafi, og Malta sem gekk inn fyrir nokkrum árum. Ég tel að við eigum að ljúka umsóknarferlinu en vil þó taka fram að ég skil áhyggjur þeirra sem óttast um hagsmuni starfsgreina sinna. Enda tel ég einsýnt að við samþykkjum ekki aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu nema að Íslendingar nái sem bestum og hagstæðustum samningum fyrir einstakar atvinnugreinar, neytendur og samfélagið allt. Stefna SI er skýrÍ þessum anda er stefna Samtaka iðnaðarins sem t.d. kemur fram í ályktun Iðnþings frá í mars sl. Stefnan var áréttuð í tilkynningu frá samtökunum þann 18. ágúst. Þar sagði m.a.: „Ísland hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Samtök iðnaðarins telja mikilvægt að umsóknarferlinu sé haldið áfram af fullum heilindum og í náinni samvinnu við atvinnulíf og aðra hagsmunaaðila." Ennfremur: „Samtök iðnaðarins telja engar líkur til að samningur, þar sem veigamiklum hagsmunum verður fórnað, verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Af þessum sökum er mikilvægt að ljúka ferlinu með það að markmiði að tryggja hagsmuni þjóðarinnar með sem hagstæðustum samningum til langs tíma." Forsjárhyggju hafnaðÞann 25. ágúst sl. birti Egill Ólafsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, ágætan pistil í blaði sínu og sagði m.a.: „Ég vil fá að taka ákvörðun um hvort við göngum í ESB eða ekki. Ég vil ekki láta Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson ákveða þetta fyrir mig. Ég vil fá að sjá samninginn og meta hann sjálfur en ekki láta Jóhönnu Sigurðardóttur, Össur Skarphéðinsson, Unni Brá Konráðsdóttur eða Ásmund Einar Daðason segja mér hvernig hann komi til með að líta út. Ég tel mig, eftir 20 ára vinnu við að mynda mér skoðun á þessu máli, hafa jafn mikið vit á þessu máli og þau." Ég tek undir þessi viðhorf og vil fá að leggja mat á þetta gríðarstóra hagsmunamál sjálfur án þess að láta stjórnmálamenn segja mér fyrir verkum. Það örlar reyndar á því hjá ýmsum stjórnmálamönnum – núverandi og fyrrverandi – að það þurfi að hafa vit fyrir landsmönnum því þetta sé svo flókið mál að ekki sé óhætt að setja það í hendurnar á þjóðinni enda geti hún þá farið sér að voða. Það þurfi að hafa vit fyrir fólkinu. Ég hafna forsjárhyggju af því tagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið þannig að unnt verði að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þetta kom fram í marktækri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birtist þann 12. september. Þessi niðurstaða er þvert á það sem ýmsir ákafir andstæðingar aðildarviðræðna hafa haldið fram í ræðu og riti. Algengt er að þeir hafi leyft sér að fullyrða að „þjóðin og þingið" séu á móti aðildarviðræðum og því sé við hæfi að slíta þeim hið fyrsta. Slíkur málflutningur fellur um sjálfan sig ef marka má þessa skoðanakönnun. Samkvæmt henni vilja landsmenn ljúka samningum með sem bestri niðurstöðu fyrir okkur og kjósa svo um málið í heild. Vandi Grikkja er agaleysiPhilippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE, heimsótti Ísland um miðjan mánuðinn. Margt merkilegt kom fram í máli hans um stöðu ESB og evrunnar. Meðal annars að vandi Grikklands er stór fyrir Grikki – en ekki á mælikvarða Evrópu í heild. Vandi Grikkja er ekki vegna evrunnar eða ESB. Hann er vegna agaleysis þeirra sjálfra. Það er eitt af því sem við Íslendingar verðum að átta okkur á. Við munum ekki leysa agavandamálin í íslensku efnahagslífi með inngöngu í ESB. Það er á ábyrgð okkar sjálfra að taka fyrst til heima. Trúlega hrýs einhverjum hugur við því. Ef við Íslendingar göngum í ESB og tökum upp evru verður núverandi vandi á evrusvæðinu væntanlega löngu leystur enda nokkur ár til stefnu. Andstæðingar ESB á Íslandi hafa fagnað heils hugar þeim erfiðleikum sem steðja að í sumum löndum ESB um þessar mundir. Þeir virðast meta það þannig að erfiðleikarnir muni hræða Íslendinga frá því að ljúka samningaferlinu og leggja niðurstöðuna í dóm kjósenda með þjóðaratkvæðagreiðslu. Fyrrgreind skoðanakönnun sýnir að landsmenn virðast vera á öðru máli. Vert er að hafa í huga að það hefur verið órói um allan hinn vestræna heim. Menn mega ekki gleyma því sem gengið hefur á í Bandaríkjunum þar sem pólitísk átök urðu til þess að sjálft stórveldið var fellt niður um flokk hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum sem fram að því hafði verið talið nær óhugsandi. Króna og höft til framtíðar?Það eru alltaf vandamál í hagkerfum heimsins. Það verður aldrei friður og ró á fjármálamörkuðum iðnríkjanna. Menn munu áfram taka á viðfangsefnunum og leysa þau. Þeir sem reyna að segja okkur að ekki sé rétt að semja um aðild að ESB nema allt sé með ró og spekt á öllum vígstöðvum vita sem er að það jafngildir því að ljúka aldrei samningum. Ef Íslendingar velja að hætta við að ná hagstæðum samningum við ESB þá þurfa þeir að gera sér ljóst að með slíkri ákvörðun væri verið að ákveða að standa utan við Evrópusamstarfið næstu árin eða áratugina. Við þurfum að svara því hvort framtíðarsýnin sé sú að notast við íslenska krónu og þá væntanlega gjaldeyrishöft af einhverju tagi til fyrirsjáanlegrar framtíðar. Fátt bendir til þess að krónan muni standa ein og óvarin eftir þær tilraunir sem hafa verið gerðar með hana. Tilraunir sem tókust ekki vel. Veik staða krónunnar átti sinn þátt í hruninu árið 2008. Eða trúa menn því að krónan geti dugað okkur til frambúðar – óvarin? Ætla má að valið sé um íslenska krónu og væntanlega gjaldeyrishöft eða að efla samstarf við aðrar þjóðir í gjaldmiðlamálum og horfa til alþjóðlegra viðskipta og alþjóðlegs samstarfs í auknum mæli. Gleymum því ekki að Íslendingar hafa óhræddir efnt til samstarfs við stórþjóðir heimsins á vettvangi NATO, Sameinuðu þjóðanna, Norðurlandaráðs, EFTA og EES svo eitthvað sé nefnt. Ástæða er til að vara við þjóðernishyggju sem stafar af þröngsýni, þekkingarleysi og vantrausti á nútímann og framtíðina. Smáþjóðir hafa áður gengið í ESB og una þar hag sínum vel eins og Lúxemborg, sem hefur verið með frá upphafi, og Malta sem gekk inn fyrir nokkrum árum. Ég tel að við eigum að ljúka umsóknarferlinu en vil þó taka fram að ég skil áhyggjur þeirra sem óttast um hagsmuni starfsgreina sinna. Enda tel ég einsýnt að við samþykkjum ekki aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu nema að Íslendingar nái sem bestum og hagstæðustum samningum fyrir einstakar atvinnugreinar, neytendur og samfélagið allt. Stefna SI er skýrÍ þessum anda er stefna Samtaka iðnaðarins sem t.d. kemur fram í ályktun Iðnþings frá í mars sl. Stefnan var áréttuð í tilkynningu frá samtökunum þann 18. ágúst. Þar sagði m.a.: „Ísland hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Samtök iðnaðarins telja mikilvægt að umsóknarferlinu sé haldið áfram af fullum heilindum og í náinni samvinnu við atvinnulíf og aðra hagsmunaaðila." Ennfremur: „Samtök iðnaðarins telja engar líkur til að samningur, þar sem veigamiklum hagsmunum verður fórnað, verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Af þessum sökum er mikilvægt að ljúka ferlinu með það að markmiði að tryggja hagsmuni þjóðarinnar með sem hagstæðustum samningum til langs tíma." Forsjárhyggju hafnaðÞann 25. ágúst sl. birti Egill Ólafsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, ágætan pistil í blaði sínu og sagði m.a.: „Ég vil fá að taka ákvörðun um hvort við göngum í ESB eða ekki. Ég vil ekki láta Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson ákveða þetta fyrir mig. Ég vil fá að sjá samninginn og meta hann sjálfur en ekki láta Jóhönnu Sigurðardóttur, Össur Skarphéðinsson, Unni Brá Konráðsdóttur eða Ásmund Einar Daðason segja mér hvernig hann komi til með að líta út. Ég tel mig, eftir 20 ára vinnu við að mynda mér skoðun á þessu máli, hafa jafn mikið vit á þessu máli og þau." Ég tek undir þessi viðhorf og vil fá að leggja mat á þetta gríðarstóra hagsmunamál sjálfur án þess að láta stjórnmálamenn segja mér fyrir verkum. Það örlar reyndar á því hjá ýmsum stjórnmálamönnum – núverandi og fyrrverandi – að það þurfi að hafa vit fyrir landsmönnum því þetta sé svo flókið mál að ekki sé óhætt að setja það í hendurnar á þjóðinni enda geti hún þá farið sér að voða. Það þurfi að hafa vit fyrir fólkinu. Ég hafna forsjárhyggju af því tagi.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun