Fleiri fréttir

Þú ert ógeð, blikkkarl

Sara McMahon skrifar

Kaldhæðni skilar sér ekki á blað,“ sagði bandaríska leikkonan Megan Fox eitt sinn. Ummælin lét hún falla eftir að hafa ítrekað orðið fyrir harðri gagnrýni fyrir nokkuð sem hún hafði sagt í blaðaviðtölum. Fox hélt því fram að hún væri misskilin, að hún væri ekki hrokafull, vitlaus eða með sleggjudóma, heldur hefðu tilraunir hennar til kaldhæðni einfaldlega misfarist trekk í trekk.

Blautar brækur

Teitur Guðmundsson skrifar

Mamman kallar á 10 ára dóttur sína sem hoppar á trampólíninu að koma nú inn að borða. "Meira hvað barnið getur skoppað þetta fram og til baka án þess að lenda í vandræðum.“ Ekki myndi hvarfla að mömmunni að gera þetta í dag, hún myndi örugglega missa það í brækurnar við þessa áreynslu.

Faðmlög og fleira á framandi tungum

Halldór Þorsteinsson skrifar

Á ensku er „embrace“ bæði nafnorð og sögn og merkir því bæði faðmlög og faðma. Það á uppruna sinn að rekja til latneska orðsins „bracium“ = handleggur eins og reyndar fjöldi annarra orða á þeirri tungu. Sama er að segja um ítölsku sögnina „abbracciare“ og sömuleiðis þá spænsku „embrazar“.

Þjóðin gerir tilraun til valdaráns

Guðmundur Gunnarsson skrifar

Í Fréttablaðinu þ. 21. nóvember skrifar Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri leiðara þar sem hann reynir að réttlæta aðgerðir valdastéttarinnar við að koma í veg fyrir að stjórnarskránni verði breytt. Hann gefur ekkert fyrir vilja þjóðarinnar og vitnar ítrekað til helsta baráttumannsins gegn breytingum á hinum "helga gjörningi“.

Fræið blómstraði og sáði mörgum nýjum fræjum

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir skrifar

Í ár fer í gang undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 18. sinn. Þetta litla verkefni sem hófst í Hafnarfirði á degi íslenskrar tungu fyrir 18 árum er orðið að stóru fyrirtæki í dag sem þjálfar 12 ára börn um allt land í því að standa á sviði fyrir framan hóp af fólki og flytja texta og ljóð.

Mjúklegur akstur er málið

Steindór Steinþórsson skrifar

Nú standa yfir öryggisdagar Strætó bs. og VÍS. Öryggisdagarnir ná yfir sex vikur og eru haldnir til að vekja vagnstjóra til umhugsunar hvað mikilvægt er að sýna öryggi í umferðinni. Það á ekki síst við um að aka mjúklega.

Er tjón tækifæri?

Jón Ólafsson skrifar

Þegar flóðbylgja sópaði burtu híbýlum milljóna manna í Suður-Asíu bentu nokkrir spekingar á að hamfarir gætu haft góð áhrif: Þær gætu orðið til að átök á svæðinu vikju fyrir uppbyggingu. Sumir héldu því fram eftir íslenska bankahrunið að í því fælist líka stórkostlegt tækifæri til að endurnýja stjórnmál og stjórnsýslu, jafnvel sjálfa stjórnmálaumræðuna í landinu.

Lækaðu mig þá mun ég læka þig

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar bloggpistil á Pressuna þar sem hann nafngreinir alla þá sem lækað hafa niðrandi statusa á Facebook um framgöngu hans í Spegli RÚV á föstudaginn.

Annars flokks sjúkdómur?

Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Gunnhildur Bragadóttir og Kristín I. Pálsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir skrifa

Rótin er félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda og eitt af baráttumálum félagsins er að efla meðferðarúrræði fyrir konur. Félagið stefnir að því að komið verði á fót sérhæfðri meðferð fyrir konur þar sem tekið verður heildstætt á vanda þeirra m.a. hvað varðar úrvinnslu áfalla.

Halldór Ásgrímsson samdi sjálfur við Bandaríkin

Árni Finnsson skrifar

Ótrúlegt þykir mér að lesa barlóm Halldórs Ásgrímssonar í Fréttablaðinu í gær. Staðreynd málsins er sú að Bandaríkjastjórn beitti Ísland miklu meiri þrýstingi vegna hvalveiða en það "lið“ sem hann vísar til án þess nefna á nafn.

Ritstjóri á flugi

Ingimundur Bergmann skrifar

Í gein í Fréttablaðinu þann 23. nóvember sl. tekur ritstjóri blaðsins málefni íslenskrar kjúklingaframleiðslu og innflutning á kjúklingakjöti til umfjöllunar. Margt er þar ofsagt og sumt er ekki rétt með farið.

Kynbundið ofbeldi er samfélagslegt mein

Guðni R. Jónasson skrifar

Eitt sinn þegar ég var á ráðstefnu í Lissabon datt ég í spjall við ungan mann frá Þýskalandi. Við áttum ánægjulegar samræður um heima og geyma eins og oft vill gerast á svona mannamótum. Hvað við ræddum er að mestu farið úr minninu og ekki man ég heldur hvað hann hét, en eitt var það þó sem ég gleymi ekki

Það er nefnilega vitlaust gefið

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Nokkuð klókt hjá forsætisráðherra að reyna að gera sig að talsmanni svokallaðrar millistéttar. Þar er fjöldafylgið. Við höfum upp til hópa þá sjálfsmynd að við tilheyrum millistétt, en séum hvorki yfirstéttar-afætur né þurfalingar.

Ég geri kröfu um að stjórna því hver aðstoðar mig í nærbuxurnar

Freyja Haraldsdóttir skrifar

Áður en ég fékk notendastýrða persónulega aðstoð stjórnaði ég því ekki hver kom inn á heimilið mitt til þess að aðstoða mig. Ég stjórnaði því ekki hver aðstoðaði mig úr nærbuxunum, við að þvo á mér hárið, að fara í fötin né að fara á salernið. Margar af þeim manneskjum sem aðstoðuðu mig gerðu það alveg ágætlega en þegar svo var ekki hafði ég ekkert um það að segja.

Tölvuteiknaði hamborgarinn

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Ég stóð við afgreiðsluborð ónefndrar hamborgaraknæpu og skoðaði ljósmyndir af því sem var á matseðlinum á meðan ég beið eftir matnum mínum. Fljótlega tók ég eftir því að ekki var allt með felldu.

Ljósberarnir okkar

Inga Dóra Pétursdóttir skrifar

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Líkt og undanfarin ár stendur UN Women fyrir Ljósagöngu sem verður farin í kvöld klukkan sjö. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks til að vekja athygli á hinum ólíku birtingarmyndum kynbundins ofbeldis og afleiðingum þess.

Uppdráttarsýki áfram í Reykjavík?

„Prófkjör leiða konur og ungt fólk frekar til áhrifa“, segir í fyrirsögn Fréttablaðsins laugardaginn 23. nóvember síðastliðinn og haft eftir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Gunnari Helga Kristinssyni.

Röskur ráðherra

Mikael Torfason skrifar

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra brást skjótt við og af festu þegar hann heyrði viðtal Heimis Más Péturssonar á Bylgjunni á föstudag við Pálma Stefánsson skipstjóra. Pálmi var á vettvangi og sagði Kolgrafafjörð kjaftfullan af síld, hún væri komin undir brú þar sem ekki mátti veiða.

Áfram, stelpur!

Arnór Bragi Elvarsson skrifar

Þann 14. nóvember gerðist það í fyrsta sinn að kona sprengdi fyrir jarðgöngum á Íslandi, segir Vegagerðin frá á vef sínum. Þetta eru tímamót í sögu íslensks byggingariðnaðar og eru skýr skilaboð um það að konur eigi fullt erindi í byggingarbransann.

Almannagjá – Gálgahraun

Sesselja Guðmundsdóttir skrifar

Á síðustu vikum hefur dregið til tíðinda í umhverfismálum landsins. Baráttan um Gálgahraun í Garðabæ kemur til með að marka djúp spor í náttúruverndarsögu Íslands. Undirrituð var í fremstu víglínu þegar lögreglan handsamaði og setti í einangrun, þann 21. október sl.

Sóun orkuauðlinda

Ólafur Teitur Guðnason skrifar

Jón Steinsson, dósent í hagfræði, hélt því nýverið fram í netpistli að aukin orkusala til álvera, fremur en um sæstreng fyrir fjórfalt hærra verð, fæli í sér sóun á orkuauðlindum þjóðarinnar. Af því að Jón beinir spjótum að orkusölu til álframleiðslu tel ég rétt að vekja athygli á tveimur atriðum, án þess að hér verði lagt nokkurt mat á fýsileika sæstrengs.

Jafna sem ekki gengur upp

Tryggvi Felixson skrifar

Nú berast þau tíðindi að Landsvirkjun sé tilbúin með nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu sem vel geti farið saman með verndun Þjórsárvera. Umhverfisráðherra virðist ekki útiloka að svo geti verið.

Fallega dóttir mín

Kjartan Atli Kjartansson skrifar

Ég er stoltur pabbi. Dóttir mín er fjögurra ára gömul og hefur glatt mig mjög mikið síðan hún kom í heiminn. Hún er hnyttin í tilsvörum og orðheppin. Mig langar að deila með ykkur samræðum sem við áttum ekki alls fyrir löngu.

Lausnin í málefnum utangarðsfólks?

Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Þjónusta við utangarðsfólk í Reykjavík hefur aukist svo um munar á undanförnum árum og aðbúnaður utangarðsfólks virðist borgaryfirvöldum hugleikinn, enda er þörfin brýn. Þeim áföngum sem náðst hafa í aukinni þjónustu við þennan hóp ber að fagna en það er hinsvegar ljóst að enn er úrbóta þörf.

Meta verður jarðstrengi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Í síðustu viku kynnti kanadíska ráðgjafafyrirtækið Metsco Energy Solutions Inc. niðurstöður sínar um tækniþróun jarðstrengja og kostnaðarsamanburð við loftlínur á háum spennustigum. Niðurstaðan er ótvíræð: jarðstrengir og loftlínur eru hvoru tveggja raunhæfir valkostir og ber að taka báða til skoðunar þegar ákvarðanir eru teknar um einstök verkefni í meginflutningskerfinu.

Viðreisn Landspítala: Tíminn á þrotum

Sex læknar við Landspítalann skrifar

Framtíð Landspítala og íslenskrar heilbrigðisþjónustu er í uppnámi. Því miður var þessi mikli vandi að mestu fyrirsjáanlegur og dapurlegt að ekki skyldi vera brugðist við fjölda vísbendinga um síversnandi stöðu spítalans fyrir löngu.

Tækifæri í evrópusamstarfi

María Kristín Gylfadóttir skrifar

Síðastliðin tíu ár hef ég unnið að því að stuðla að og styðja við þátttöku Íslendinga í menntaáætlun Evrópusambandsins. Fólk hefur ólíkar skoðanir á ESB, og líka á Evrópustyrkjum, en fleiri eru sammála um að tækifærin sem áætlunin veitir hafa nýst Íslendingum vel og verið jákvæð innspýting í íslenskt menntakerfi.

Greiðsluhlé meðlaga hefst 1. desember

Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar

Samtök meðlagsgreiðenda vilja koma því á framfæri við fjölmiðla að greiðsluhlé meðlaga hefst á sunnudaginn 1. desember næstkomandi. Með greiðsluhléinu vilja samtökin mótmæla framgöngu opinberra stofnana í garð meðlagsgreiðenda og fjölskyldna þeirra.

Að kenna gömlum hundi að sitja

Ólafur Valsson skrifar

Í síðustu viku var kynnt kanadísk skýrsla um samanburð á kostnaði jarðstrengja og loftlína á hárri spennu. Skýrsla þessi er verðugt innlegg í umræðu um flutningskerfi raforku og ætti að verða til þess að koma umræðunni af stigi hræðsluáróðurs og blekkinga sem riðið hafa röftum hingað til.

Þetta er staðan

Halldór Halldórsson skrifar

Forsætisráðherra laug sig inn í embætti. Enn sem komið er bendir nákvæmlega ekkert til annars. Helsta sönnunargagnið er hann sjálfur. Maðurinn sem barðist af eldmóði fyrir hagsmunum heimilanna fyrir kosningar hefur ekkert gert eftirtektarvert það sem af er kjörtímabilinu

Já, það er hægt að breyta stjórnarskrá

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Vinna við breytingar á stjórnarskránni er enn og aftur komin í gang með því að forsætisráðherra hefur skipað nýja stjórnarskrárnefnd. Hún er skipuð í samræmi við samkomulag allra þingflokka frá því í sumar og á að hafa til hliðsjónar meðal annars tillögur stjórnlagaráðs og stjórnlaganefndar frá síðasta kjörtímabili, vinnu stjórnarskrárnefndar frá kjörtímabilinu þar á undan og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs.

Vogur 30 ára

Hjalti Björnsson skrifar

Þann 28. desember 2013 verða liðin 30 ár frá vígslu sjúkrahússins Vogs. Allir sem til þekkja vita að opnun Vogs á þeim tíma markaði tímamót í mótttöku og meðferð áfengissjúkra á Íslandi.

Ef heilbrigðiskerfið hrynur og enginn er nálægt, heyrist þá hljóð?

Arngrímur Vilhjálmsson, Fjóla Dögg Sigurðardóttir og Helga Lillian Guðmundsdóttir og Jóhanna Rún Rúnarsdóttir skrifa

Þann 16. október síðastliðinn minntum við læknanemar á okkur með bréfasendingum til alþingismanna og -kvenna. Við vildum með þeim koma á framfæri að okkur þykir vegið að heilbrigðiskerfinu á Íslandi og að við sjáum hvorki fram á að geta, né vilja, starfa í óbreyttu heilbrigðiskerfi.

Forseti Íslands og sæstrengur til Bretlands

Örn Helgason skrifar

Forseti Íslands hélt ræðu á orkuráðstefnu Bresk-íslenska viðskiptaráðsins og Bloomberg fréttaveitunnar í Lundúnum í síðastliðinni viku. Þar sagði hann m.a. "að Evrópubúar verði á næstu árum að gera upp við sig hvernig þeir ætli að nýta sér þá miklu hreinu orku sem finnist á norðurslóðum. Rafstrengur frá Íslandi til Bretlands sé mjög áhugaverður fjárfestingarkostur og hann segist verða var við mikinn áhuga fjárfesta.“

Sjá næstu 50 greinar