Fræið blómstraði og sáði mörgum nýjum fræjum Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir skrifar 26. nóvember 2013 06:00 Í ár fer í gang undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 18. sinn. Þetta litla verkefni sem hófst í Hafnarfirði á degi íslenskrar tungu fyrir 18 árum er orðið að stóru fyrirtæki í dag sem þjálfar 12 ára börn um allt land í því að standa á sviði fyrir framan hóp af fólki og flytja texta og ljóð. Fyrir 9 og 12 ára börn er það heilmikil áskorun en Litla upplestrarkeppnin varð að veruleika fyrir 2 árum fyrir yngri hópinn. Fyrir lýðræðislegt samfélag er mikilvægt að börn komi út úr skólakerfinu sem einstaklingar sem treysta sér til að eiga samtal og rökræður eða geta bara flutt litlar tækifærisræður. Við það hjálpaði Stóra upplestrarkeppnin einmitt dóttur minni sem tók þátt þegar hún var í 7. bekk í Lækjarskóla í Hafnarfirði. Skólastjórinn hennar fékk Gunnar Eyjólfsson stórleikara til að aðstoða börnin við undirbúninginn og gaf það dóttur minni veganesti sem mun endast henni alla ævina. Hún vann upplestrarkeppnina það árið og í kjölfarið hefur hún fengið tækifæri til að koma fram á margvíslegum vettvangi. Frá því hún byrjaði í framhaldsskóla hefur hún verið í ræðuliði skólans og síðastliðið vor komst liðið í fyrsta skipti í sögu skólans í úrslit Morfís. Það veganesti sem hún fékk í 7. bekk lagði m.a. grunn að því að litla stúlkan mín stóð örugg á sviði Eldborgarsalarins í Hörpu síðastliðið vor og flutti mál sitt af öryggi. Núna er hún orðin oddviti nemendafélags Flensborgarskóla og verða allir vegir færir eftir stúdentsprófið sem hún mun ljúka næsta vor. Yngri systir hennar tók þátt í keppninni fyrr á þessu ári. Það var henni töluvert meiri áskorun en systur hennar að standa á sviði og flytja mál sitt fyrir framan stóran hóp af fólki. Gleðin var því þeim mun meiri þegar flutningurinn gekk vel og sjálfstraustið óx. Börnin sem fá þjálfunina og sjálfstraustið til þess að standa upp og tjá sig verða um leið fyrirmyndir annarra barna og gefa þeim kjark til þess að þora sjálf. Margfeldisáhrifin eru ótvíræð. Þetta er lítil saga um ávöxt Stóru upplestrarkeppninnar sem mörg börn og foreldrar þeirra eiga svo margt að þakka. Um leið og ég þakka því góða fólki sem gaf mér og mínum börnum svo mikið langar mig að hvetja alla foreldra til að aðstoða börn sín við undirbúninginn þegar að þátttöku kemur í lífi þeirra barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í ár fer í gang undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 18. sinn. Þetta litla verkefni sem hófst í Hafnarfirði á degi íslenskrar tungu fyrir 18 árum er orðið að stóru fyrirtæki í dag sem þjálfar 12 ára börn um allt land í því að standa á sviði fyrir framan hóp af fólki og flytja texta og ljóð. Fyrir 9 og 12 ára börn er það heilmikil áskorun en Litla upplestrarkeppnin varð að veruleika fyrir 2 árum fyrir yngri hópinn. Fyrir lýðræðislegt samfélag er mikilvægt að börn komi út úr skólakerfinu sem einstaklingar sem treysta sér til að eiga samtal og rökræður eða geta bara flutt litlar tækifærisræður. Við það hjálpaði Stóra upplestrarkeppnin einmitt dóttur minni sem tók þátt þegar hún var í 7. bekk í Lækjarskóla í Hafnarfirði. Skólastjórinn hennar fékk Gunnar Eyjólfsson stórleikara til að aðstoða börnin við undirbúninginn og gaf það dóttur minni veganesti sem mun endast henni alla ævina. Hún vann upplestrarkeppnina það árið og í kjölfarið hefur hún fengið tækifæri til að koma fram á margvíslegum vettvangi. Frá því hún byrjaði í framhaldsskóla hefur hún verið í ræðuliði skólans og síðastliðið vor komst liðið í fyrsta skipti í sögu skólans í úrslit Morfís. Það veganesti sem hún fékk í 7. bekk lagði m.a. grunn að því að litla stúlkan mín stóð örugg á sviði Eldborgarsalarins í Hörpu síðastliðið vor og flutti mál sitt af öryggi. Núna er hún orðin oddviti nemendafélags Flensborgarskóla og verða allir vegir færir eftir stúdentsprófið sem hún mun ljúka næsta vor. Yngri systir hennar tók þátt í keppninni fyrr á þessu ári. Það var henni töluvert meiri áskorun en systur hennar að standa á sviði og flytja mál sitt fyrir framan stóran hóp af fólki. Gleðin var því þeim mun meiri þegar flutningurinn gekk vel og sjálfstraustið óx. Börnin sem fá þjálfunina og sjálfstraustið til þess að standa upp og tjá sig verða um leið fyrirmyndir annarra barna og gefa þeim kjark til þess að þora sjálf. Margfeldisáhrifin eru ótvíræð. Þetta er lítil saga um ávöxt Stóru upplestrarkeppninnar sem mörg börn og foreldrar þeirra eiga svo margt að þakka. Um leið og ég þakka því góða fólki sem gaf mér og mínum börnum svo mikið langar mig að hvetja alla foreldra til að aðstoða börn sín við undirbúninginn þegar að þátttöku kemur í lífi þeirra barna.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun