Skoðun

Áfram, stelpur!

Arnór Bragi Elvarsson skrifar
Þann 14. nóvember gerðist það í fyrsta sinn að kona sprengdi fyrir jarðgöngum á Íslandi, segir Vegagerðin frá á vef sínum. Þetta eru tímamót í sögu íslensks byggingariðnaðar og eru skýr skilaboð um það að konur eigi fullt erindi í byggingarbransann. Þetta er þó ekki eina vísbendingin um að breyting sé að eiga sér stað innan raungreina á Íslandi.

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands stefnir að því að það verði jafnt hlutfall kynja sem stundi nám við sviðið. Enn frekar er ég stoltur af því að stunda nám við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild þar sem konur eru í meirihluta meðal nýnema. Ég ímynda mér því að framtíðin í byggingarbransanum sé björt þar sem bæði kyn munu fá að njóta sín. Þar að auki verða verkfræðistofur framtíðarinnar mjög góður vinnustaður til að vinna á ef marka má félagslífið í náminu.

Ég fagna því að fólk átti sig á því að verkfræði og raunvísindi eru jafnt fyrir karla og konur.




Skoðun

Sjá meira


×