Þjóðin gerir tilraun til valdaráns Guðmundur Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2013 06:00 Í Fréttablaðinu þ. 21. nóvember skrifar Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri leiðara þar sem hann reynir að réttlæta aðgerðir valdastéttarinnar við að koma í veg fyrir að stjórnarskránni verði breytt. Hann gefur ekkert fyrir vilja þjóðarinnar og vitnar ítrekað til helsta baráttumannsins gegn breytingum á hinum „helga gjörningi“. Sá var reyndar í stjórnarskrárnefnd, einn höfunda umfangsmikillar skýrslu sem Stjórnlagaráð fór eftir í sinni vinnu í góðri samvinnu við íslenska þjóð sem vakti mikinn áhuga lýðræðissinna um heim allan. Það var afgerandi niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðslunni, 73.509 samþykktu, eða 31% kosningabærra manna, og þeir sem höfnuðu voru 36.302, eða 16% kosningabærra manna. Aldrei í sögu nokkurs lýðræðisríkis hefur það gerst að valdhafar fari gegn jafn afgerandi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, þaðan af síður að valdhafar grípi til þess örþrifaráðs að gefa sér atkvæði þeirra sem heima sátu. Í öllum lýðræðislegum kosningum er það niðurstaða þeirra sem mæta á kjörstað sem ræður. Þegar talsmenn íslenskra valdhafa áttuðu sig á að þeir hefðu orðið sér til háðungar um hinn lýðræðislega heim, var gripið til örvæntingarfullra skýringa. „Þjóðaratkvæðagreiðslan var síðan líka gölluð; þar var spurt spurninga um sum mikilvæg atriði stjórnlaganna en ekki önnur, þannig að hún veitti heldur takmarkaða leiðsögn.“ Íslenska afbrigðið ef almúginn kýs ekki í samræmi við vilja valdastéttarinnar, þá hefur hann fengið ranga tilsögn.Ágreiningur Ritstjórinn fullyrðir að íslenskur almúgi sé illa að sér umfram það sem gerist í öðrum lýðræðisríkjum. „Eftir þennan skelfilega málatilbúnað var gjörsamlega útilokað að ná samkomulagi um afgreiðslu breyttrar stjórnarskrár á Alþingi fyrir kosningar, enda er stjórnarskrá ekki plagg sem á að afgreiða í bullandi pólitískum ágreiningi.“ Hvenær hafa breytingar á stjórnarskrá verið afgreiddar án þess að um það hafi verið pólitískur ágreiningur? Talsmenn valdastéttarinnar hafa haldið að almúganum að ástæðulaust sé að umbylta lýðveldisstjórnarkránni því hún sé svo „listilega smíðuð“ eins og forseti vor hefur sagt, eða ummæli höfundar Reykjavíkurbréfs um að hún sé „helgur gjörningur“, hvorki meira né minna. Hver var skoðun stjórnmálaforingja þegar núverandi stjórnarskrá var borin upp árið 1944? Eysteinn Jónsson, Framsóknarflokki: „Við megum ekki taka upp í lög um lýðveldisstjórnarskrá annað en það sem stendur í beinu sambandi við stofnun lýðveldis í stað konungdæmis ... Síðan eigum við að vinna af kappi að því að endurskoða stjórnarskrána í heild og vinna að þeim breytingum sem gera þarf.“ Stefán Jóhann Stefánsson, Alþýðuflokki: „... er það skoðun allrar [stjórnarskrár]nefndarinnar að vinna beri hið bráðasta að því að fram fari gagnger endurskoðun á stjórnarskránni“.Jakob Möller, Sjálfstæðisflokki: „Þessi fyrirhugaða stjórnarskrá, sem hér um ræðir, er hugsuð og í rauninni yfirlýst sem hrein bráðabirgðastjórnarskrá, þ.e.a.s., jafnframt því sem hún er samþykkt er gert ráð fyrir að stjórnarskrá ríkisins í heild verði tekin til gagngerðrar endurskoðunar á næstu árum.“ Brynjólfur Bjarnason, Sósíalistaflokki: „... nú er það svo að við stofnun hins fullvalda íslenzka ríkis ríður oss öllu framar á þjóðareiningu. ... Þess vegna held ég að flestir séu nú komnir á þá skoðun að það sem gert var með stjórnarskrárákvæðinu 1942 – að takmarka breytingar á stjórnarskránni við það sem leiðir af skilnaði við Danmörku og flutningi æðsta valds inn í landið, með öðrum orðum að útiloka fyrir fram öll þau deilumál sem ágreiningi gætu valdið – hafi verið hið eina rétta.“ Þetta útskýrir hina „rússnesku kosningu“ í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sambandsslit og lýðveldisstofnun vorið 1944. Fólk var að kjósa um skilnaðinn við Danmörku. Lýðveldisstjórnarskráin var samin til bráðabirgða. Ólafur Lárusson prófessor í lögum sagði: „Endurskoðun stjórnarskrárinnar er því eitt af verkefnum náinnar framtíðar.Lýðsveldisstjórnarskráin í þeirri mynd sem hún hefur nú, er aðeins sett til bráðabirgða.“ Í nýársávarpi sínu 1949 kvartaði Sveinn Björnsson undan seinaganginum og hvatti þingheim og aðra til dáða: „Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýðveldisins, rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér þurftum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtogunum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum vér því ennþá við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld. …Vonandi dregst eigi lengi úr þessu að setja nýja stjórnarskrá.“ Það var einhugur um lýðveldisstjórnarskrána, en sá einhugur snerist um að hún væri einungis til bráðabirgða, en ákvæði hennar tryggja ráðherraræðið og þar er víglínan, hún tryggir nefnilega pilsfaldakapítalismann og helmingaskiptaregluna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu þ. 21. nóvember skrifar Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri leiðara þar sem hann reynir að réttlæta aðgerðir valdastéttarinnar við að koma í veg fyrir að stjórnarskránni verði breytt. Hann gefur ekkert fyrir vilja þjóðarinnar og vitnar ítrekað til helsta baráttumannsins gegn breytingum á hinum „helga gjörningi“. Sá var reyndar í stjórnarskrárnefnd, einn höfunda umfangsmikillar skýrslu sem Stjórnlagaráð fór eftir í sinni vinnu í góðri samvinnu við íslenska þjóð sem vakti mikinn áhuga lýðræðissinna um heim allan. Það var afgerandi niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðslunni, 73.509 samþykktu, eða 31% kosningabærra manna, og þeir sem höfnuðu voru 36.302, eða 16% kosningabærra manna. Aldrei í sögu nokkurs lýðræðisríkis hefur það gerst að valdhafar fari gegn jafn afgerandi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, þaðan af síður að valdhafar grípi til þess örþrifaráðs að gefa sér atkvæði þeirra sem heima sátu. Í öllum lýðræðislegum kosningum er það niðurstaða þeirra sem mæta á kjörstað sem ræður. Þegar talsmenn íslenskra valdhafa áttuðu sig á að þeir hefðu orðið sér til háðungar um hinn lýðræðislega heim, var gripið til örvæntingarfullra skýringa. „Þjóðaratkvæðagreiðslan var síðan líka gölluð; þar var spurt spurninga um sum mikilvæg atriði stjórnlaganna en ekki önnur, þannig að hún veitti heldur takmarkaða leiðsögn.“ Íslenska afbrigðið ef almúginn kýs ekki í samræmi við vilja valdastéttarinnar, þá hefur hann fengið ranga tilsögn.Ágreiningur Ritstjórinn fullyrðir að íslenskur almúgi sé illa að sér umfram það sem gerist í öðrum lýðræðisríkjum. „Eftir þennan skelfilega málatilbúnað var gjörsamlega útilokað að ná samkomulagi um afgreiðslu breyttrar stjórnarskrár á Alþingi fyrir kosningar, enda er stjórnarskrá ekki plagg sem á að afgreiða í bullandi pólitískum ágreiningi.“ Hvenær hafa breytingar á stjórnarskrá verið afgreiddar án þess að um það hafi verið pólitískur ágreiningur? Talsmenn valdastéttarinnar hafa haldið að almúganum að ástæðulaust sé að umbylta lýðveldisstjórnarkránni því hún sé svo „listilega smíðuð“ eins og forseti vor hefur sagt, eða ummæli höfundar Reykjavíkurbréfs um að hún sé „helgur gjörningur“, hvorki meira né minna. Hver var skoðun stjórnmálaforingja þegar núverandi stjórnarskrá var borin upp árið 1944? Eysteinn Jónsson, Framsóknarflokki: „Við megum ekki taka upp í lög um lýðveldisstjórnarskrá annað en það sem stendur í beinu sambandi við stofnun lýðveldis í stað konungdæmis ... Síðan eigum við að vinna af kappi að því að endurskoða stjórnarskrána í heild og vinna að þeim breytingum sem gera þarf.“ Stefán Jóhann Stefánsson, Alþýðuflokki: „... er það skoðun allrar [stjórnarskrár]nefndarinnar að vinna beri hið bráðasta að því að fram fari gagnger endurskoðun á stjórnarskránni“.Jakob Möller, Sjálfstæðisflokki: „Þessi fyrirhugaða stjórnarskrá, sem hér um ræðir, er hugsuð og í rauninni yfirlýst sem hrein bráðabirgðastjórnarskrá, þ.e.a.s., jafnframt því sem hún er samþykkt er gert ráð fyrir að stjórnarskrá ríkisins í heild verði tekin til gagngerðrar endurskoðunar á næstu árum.“ Brynjólfur Bjarnason, Sósíalistaflokki: „... nú er það svo að við stofnun hins fullvalda íslenzka ríkis ríður oss öllu framar á þjóðareiningu. ... Þess vegna held ég að flestir séu nú komnir á þá skoðun að það sem gert var með stjórnarskrárákvæðinu 1942 – að takmarka breytingar á stjórnarskránni við það sem leiðir af skilnaði við Danmörku og flutningi æðsta valds inn í landið, með öðrum orðum að útiloka fyrir fram öll þau deilumál sem ágreiningi gætu valdið – hafi verið hið eina rétta.“ Þetta útskýrir hina „rússnesku kosningu“ í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sambandsslit og lýðveldisstofnun vorið 1944. Fólk var að kjósa um skilnaðinn við Danmörku. Lýðveldisstjórnarskráin var samin til bráðabirgða. Ólafur Lárusson prófessor í lögum sagði: „Endurskoðun stjórnarskrárinnar er því eitt af verkefnum náinnar framtíðar.Lýðsveldisstjórnarskráin í þeirri mynd sem hún hefur nú, er aðeins sett til bráðabirgða.“ Í nýársávarpi sínu 1949 kvartaði Sveinn Björnsson undan seinaganginum og hvatti þingheim og aðra til dáða: „Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýðveldisins, rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér þurftum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleiðtogunum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum vér því ennþá við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld. …Vonandi dregst eigi lengi úr þessu að setja nýja stjórnarskrá.“ Það var einhugur um lýðveldisstjórnarskrána, en sá einhugur snerist um að hún væri einungis til bráðabirgða, en ákvæði hennar tryggja ráðherraræðið og þar er víglínan, hún tryggir nefnilega pilsfaldakapítalismann og helmingaskiptaregluna.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun