Annars flokks sjúkdómur? Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Gunnhildur Bragadóttir og Kristín I. Pálsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir skrifa 26. nóvember 2013 00:00 Rótin er félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda og eitt af baráttumálum félagsins er að efla meðferðarúrræði fyrir konur. Félagið stefnir að því að komið verði á fót sérhæfðri meðferð fyrir konur þar sem tekið verður heildstætt á vanda þeirra m.a. hvað varðar úrvinnslu áfalla. Rótin telur mikilvægt að lagaumhverfi og eftirlit með námi áfengis- og vímuefnaráðgjafa sé skýrt og að lögbundin námskrá fyrir námið sé gerð við fyrsta tækifæri. Við eftirgrennslan hefur komið í ljós að pottur er brotinn hvað varðar umgjörð um menntun fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Engin námskrá er til og ekki er ljóst hvar ábyrgðin á náminu liggur, þ.e.a.s. hvort það heyrir undir menntamálaráðuneytið eða heilbrigðisráðuneytið. Einnig er óljóst hvaða kröfur eru gerðar til kennara í faginu. Landlæknir gefur út starfsleyfi fyrir þá ráðgjafa sem lokið hafa námi sem landlæknir metur gilt. Örðugt er að sjá hvernig landlæknir á að geta metið nám gilt sem ekki hefur formlegri ramma en virðist raunin um nám áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Samkvæmt svari landlæknis við fyrirspurn frá Rótinni hefur embættið ekki gert tillögur um menntunina og hvernig henni skuli hagað, eins og mælt er fyrir um í reglugerð um námið, en að embættið telji nauðsynlegt að „endurskoða þær námskröfur sem gerðar eru til þessarar stéttar og taka þá mið af menntun sambærilegra stétta í nágrannalöndum okkar“. Jafnframt kemur fram að sú vinna sé ekki farin af stað.Fjölþættur vandi Rótin hvetur þá sem koma að þessum málaflokki til að sýna jafnmikinn metnað á sviði lækninga fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga og aðra sjúklinga í landinu. Áfengis- og vímuefnafíkn er flókinn og margþættur vandi, eða eins og segir í klínískum leiðbeiningum Landlæknisembættisins um greiningu og meðhöndlun áfengisvanda í heilsugæslu: „Áfengisfíkn er heilkenni þar sem saman fara sálræn, líkamleg og atferlisleg einkenni.“ Hluti af þessum fjölþætta vanda er að gríðarlega hátt hlutfall kvenna sem kemur til meðferðar hefur orðið fyrir ofbeldi. Með hliðsjón af framansögðu teljum við nauðsynlegt að heilbrigðisstarfsmenn sem starfa á meðferðarstofnunum fái menntun um ofbeldi í sínu grunnnámi og að gangskör sé gerð að því að menntun áfengis- og vímuefnaráðgjafa verði bætt og færð inn í 21. öldina. Áfengis- og vímuefnavandi er ekki annars flokks sjúkdómur. Af þessu tilefni hefur Rótin sent ráðherrum mennta- og heilbrigðismála bréf og óskað eftir svörum við eftirfarandi spurningum: 1. Hvaða skólastigi tilheyrir nám áfengis- og vímuefnaráðgjafa, framhaldsskóla eða framhaldsfræðslu? Heyrir námið undir heilbrigðis- eða menntamálaráðuneyti eða er það á sameiginlegri ábyrgð ráðuneytanna? 2. Er endurskoðun á námi ráðgjafa hafin? 3. Stendur til að fara að tilmælum úr áðurnefndri skýrslu velferðarráðherra um að fræðsla um ofbeldi verði hluti af námi ráðgjafa? 4. Hvaða kröfur eru gerðar til kennara áfengis- og vímuefnaráðgjafa? 5. Stendur til að koma á fót námi í áfengis- og fíkniráðgjöf á háskólastigi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Rótin er félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda og eitt af baráttumálum félagsins er að efla meðferðarúrræði fyrir konur. Félagið stefnir að því að komið verði á fót sérhæfðri meðferð fyrir konur þar sem tekið verður heildstætt á vanda þeirra m.a. hvað varðar úrvinnslu áfalla. Rótin telur mikilvægt að lagaumhverfi og eftirlit með námi áfengis- og vímuefnaráðgjafa sé skýrt og að lögbundin námskrá fyrir námið sé gerð við fyrsta tækifæri. Við eftirgrennslan hefur komið í ljós að pottur er brotinn hvað varðar umgjörð um menntun fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Engin námskrá er til og ekki er ljóst hvar ábyrgðin á náminu liggur, þ.e.a.s. hvort það heyrir undir menntamálaráðuneytið eða heilbrigðisráðuneytið. Einnig er óljóst hvaða kröfur eru gerðar til kennara í faginu. Landlæknir gefur út starfsleyfi fyrir þá ráðgjafa sem lokið hafa námi sem landlæknir metur gilt. Örðugt er að sjá hvernig landlæknir á að geta metið nám gilt sem ekki hefur formlegri ramma en virðist raunin um nám áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Samkvæmt svari landlæknis við fyrirspurn frá Rótinni hefur embættið ekki gert tillögur um menntunina og hvernig henni skuli hagað, eins og mælt er fyrir um í reglugerð um námið, en að embættið telji nauðsynlegt að „endurskoða þær námskröfur sem gerðar eru til þessarar stéttar og taka þá mið af menntun sambærilegra stétta í nágrannalöndum okkar“. Jafnframt kemur fram að sú vinna sé ekki farin af stað.Fjölþættur vandi Rótin hvetur þá sem koma að þessum málaflokki til að sýna jafnmikinn metnað á sviði lækninga fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga og aðra sjúklinga í landinu. Áfengis- og vímuefnafíkn er flókinn og margþættur vandi, eða eins og segir í klínískum leiðbeiningum Landlæknisembættisins um greiningu og meðhöndlun áfengisvanda í heilsugæslu: „Áfengisfíkn er heilkenni þar sem saman fara sálræn, líkamleg og atferlisleg einkenni.“ Hluti af þessum fjölþætta vanda er að gríðarlega hátt hlutfall kvenna sem kemur til meðferðar hefur orðið fyrir ofbeldi. Með hliðsjón af framansögðu teljum við nauðsynlegt að heilbrigðisstarfsmenn sem starfa á meðferðarstofnunum fái menntun um ofbeldi í sínu grunnnámi og að gangskör sé gerð að því að menntun áfengis- og vímuefnaráðgjafa verði bætt og færð inn í 21. öldina. Áfengis- og vímuefnavandi er ekki annars flokks sjúkdómur. Af þessu tilefni hefur Rótin sent ráðherrum mennta- og heilbrigðismála bréf og óskað eftir svörum við eftirfarandi spurningum: 1. Hvaða skólastigi tilheyrir nám áfengis- og vímuefnaráðgjafa, framhaldsskóla eða framhaldsfræðslu? Heyrir námið undir heilbrigðis- eða menntamálaráðuneyti eða er það á sameiginlegri ábyrgð ráðuneytanna? 2. Er endurskoðun á námi ráðgjafa hafin? 3. Stendur til að fara að tilmælum úr áðurnefndri skýrslu velferðarráðherra um að fræðsla um ofbeldi verði hluti af námi ráðgjafa? 4. Hvaða kröfur eru gerðar til kennara áfengis- og vímuefnaráðgjafa? 5. Stendur til að koma á fót námi í áfengis- og fíkniráðgjöf á háskólastigi?
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar