Fleiri fréttir

Ég hlýt að vera ansi mögnuð kona – hættum að bíða endalaust eftir hrósinu!

Margrét Lilja Gunnarsdóttir skrifar

Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um jafnrétti og stöðu kynjanna. Þetta stendur mér sérlega nærri nú, þar sem ég stefni á útskrift í vor og er að leita mér að vinnu. Maðurinn minn er að útskrifast úr sama fagi og er því einnig í atvinnuleit. Við erum bæði tiltölulega ung, ég er rétt að verða 24 ára og hann 26 ára. Við eigum 2 börn og erum að ljúka 5 ára lögfræðinámi. Við ættum því bæði að vera í sömu stöðu, en það sorglega er að hann hefur fengið áberandi fleiri jákvæð svör við atvinnufyrirspurnum en ég.

Deilan leyst en vandinn óleystur

Þorsteinn Pálsson skrifar

Í langan tíma hefur ekkert eitt mál náð nær hjartarótum þjóðarinnar en uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum. Í byrjun var vandanum lýst á þann einfalda og rétta hátt að spítalinn gæti ekki keppt við grannlöndin um hæft starfsfólk. Nú er spurningin þessi: Er búið að leysa þann vanda?

Vopnið krónan

Þórður Snær júlíusson skrifar

Í síðustu viku var sagt frá því að hópur fjárfesta, undir forystu Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), í eigu ríkisbankans og lífeyrissjóða, væri að setja sig í stellingar um að kaupa íslensku einkabankana Íslandsbanka og Arion banka. Í fréttum kom líka fram að aðrir í þessum hópi væru ýmsir fagfjárfestar.

Inneignarnóta innanlands

Pawel Bartoszek skrifar

Eins og stundum áður fékk ég sömu bókina tvisvar í jólagjöf. Nú var það fallega myndskreytt myndasaga upp úr Biblíusögum eftir Hugleik Dagsson. Ég hef almennt litla þörf fyrir að lesa bækur tvisvar, hvað þá að eiga þær tvisvar, svo ljóst var að öðru eintakinu þurfti að skila. Strax á aðfangadagskvöldi þurfti ég þannig í reynd að velja milli tveggja inneignarnóta, einnar úr Hagkaupum og annarrar úr Eymundsson.

Fer Landsnet að eigin tillögum?

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Nefnd um lagningu raflína í jörð hefur skilað skýrslu sinni með nokkrum megintillögum sem nefndarfólk var einhuga um, auk sértillagna nokkurra nefndarmanna. Í fréttum Ríkisútvarpsins var því slegið upp að engin niðurstaða hefði náðst hjá nefndinni. Það er ekki rétt, og ráðherra er í lófa lagið að vinna hratt og örugglega úr þeim tillögum sem þarna koma fram. Einnig er hér bent á ítarlegar tillögur Landverndar og fulltrúa landeigenda í viðauka við skýrslu nefndarinnar.

Mistök Sjálfstæðisflokks

Össur Skarphéðinsson skrifar

Vasklegt þingmannsefni, Teitur Björn Einarsson, framstyggðist þegar ég rakti í Fréttablaðinu hvernig vítavert óraunsæi leiddi til alvarlegra mistaka Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum varðandi tvo stóratburði á síðustu tíu árum. Hinn fyrri var margboðuð brottför hersins í mars 2006. Sá síðari var hrunið 2008.

Rifist um keisarans skildinga

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar

Þótt deila megi um hvort ráðlegt sé fyrir Íslendinga að skipta um gjaldmiðil ættu flestir að geta tekið undir að viðvarandi háir raunvextir og verðbólga gefa þó ekki nema tilefni til að skoða það sem valkost. Það að afnám gjaldeyrishafta ætlar að reynast hin erfiðasta þraut er önnur ástæða enda höftin nátengd krónunni. Peningamálin eru sá grunnur sem hagstjórn byggir á. Það er því stórt hagsmunamál fyrir bæði heimili og fyrirtæki að stjórnmálamönnum takist vel upp við val á framtíðarfyrirkomulagi peningamála. Þetta er ekki nýtt viðfangsefni en þrátt fyrir áralanga umræðu erum við svo til engu nær um hvernig peningamálunum verður háttað til lengri tíma litið.

Litli karlinn

Magnús Halldórsson skrifar

Jón Ásgeir Jóhannesson var á dögunum, skömmu eftir að hann var ákærður fyrir hlutdeild í stórfelldum umboðssvikum í svokölluðu Aurum-máli, gerður að yfirmanni þróunarverkefna hjá 365, sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis og Fréttablaðið, ásamt mörgu fleiru.

Ekkert að fela

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra greindi frá því á Alþingi í fyrradag að starfshópur ynni nú að því að birta fjárhagsupplýsingar ríkisins á netinu. Ætlunin væri að birta upplýsingar um tekjur og gjöld mánaðarlega. Hópurinn ætti enn fremur að gera tillögur um hvernig opna mætti sem mest af gögnum um það hvernig skattfé er varið.

Neyðarlínan 112 fyrir börn í vanda

Geir Gunnlaugsson skrifar

Það er á ábyrgð foreldra að styðja við þroska og velferð barna sinna. Í faðmi fjölskyldunnar eiga þau að njóta skjóls og verndar. Þegar í skóla er komið eiga þau einnig að fá tækifæri til að dafna og þroskast á sínum eigin forsendum. Á þann hátt eru þau undirbúin til að takast á við krefjandi verkefni seinna á lífsleiðinni.

Eyðilegging kvótans

Ólafur Örn Jónsson skrifar

Mikil eyðilegging kvótans er búin að vera frá upphafi og ekki skrítið að margir útgerðarmenn trúðu því ekki að þessari endaleysu yrði haldið áfram og tóku þess vegna ekki þátt í að sölsa til sín kvóta. En þeir, ekki frekar en þjóðin, skildu ekki hvernig svikamyllu banka og nokkurra útgerða var háttað. Hvernig lánuð voru út á væntanleg veð í kvótunum lán sem stóðu jafnvel seljandanum ekki til boða.

Ungt fólk og lífeyrismál

Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar

Framfærsla í ellinni er sennilega ekki efst í huga ungs fólks sem leggur út á vinnumarkaðinn, stofnar fjölskyldu og kemur sér fyrir á eigin spýtur. Á námsárunum snýst lífið um að komast áfram milli anna, sinna félagslífinu og hafa í sig og á. Síðan taka oftast við ár þar sem markmiðið er að komast milli mánaða, ná endum saman og skutlast milli staða með sjálfan sig og aðra. Þannig geta liðið nokkur ár áður en ljóst verður að leiðin liggur sífellt nær miðaldra tilveru hins ráðsetta.

Krónan ekki 5 aura virði

Hjálmtýr Guðmundsson skrifar

Árin 2006 kostaði góður jeppi um 5 milljónir íslenskra króna. Sama ár hafði Jón Jónsson um 5 milljónir í árslaun, þ.e. virði eins jeppa.

Hagkerfi í ógöngum

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir skrifar

Vaxtakostnaður Íslendinga vegna íslensku krónunnar er óásættanlegur. Mat Alþýðusambandsins og Viðskiptaráðs Íslands á fjármagnskostnaði vegna íslensku krónunnar er 4%-4,5% að meðaltali á ári til langs tíma. Það eru þeir vextir sem Íslendingar greiða, svokallað Íslandsálag, umfram evrulöndin, Bandaríkin o.fl. lönd vegna verðbólgu, verðtryggingar og óstöðugleika sem rekja má til krónunnar vegna smæðar hennar.

Enn frekari misskilningur

Gylfi Magnússon skrifar

Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir birti enn eina greinina um sama efnið, meintan misskilning minn á ýmsum málum, í Fréttablaðinu 19. febrúar. Helsta nýmælið er að hann kemst nú að þeirri niðurstöðu að ég skilji ekki grunnatriði fjármála.

Leitin að tilgangi

Jón Ormur Halldórsson skrifar

Þeir sem hugsuðu mest um heiminn fyrir hundrað árum áttu fæstir von á því að trúarbrögð myndu lita stjórnmál framtíðarinnar. Þau virtust á útleið, úreld og fyrnd vegna vaxandi þekkingar manna á rökum tilverunnar. Trúarbrögðin áttu sér ekki síst skjól í ýmiss konar heimum sem voru á undanhaldi fyrir nútímanum eins og í fátækari og afskekktari byggðum og á meðal þeirra sem voru eldri og síður menntaðir. Öfugt við það sem margir ætluðu hafa trúarbrögð vaxið að mikilvægi í stjórnmálum. Þetta á ekki aðeins við um Mið-Austurlönd, Norður-Afríku og Suður-Asíu, heldur einnig um Bandaríkin, Rússland, Suður-Ameríku, stóra hluta Afríku og Kína og Kóreu. Jafnvel í hinni trúlausu Evrópu fylgjast áhugamenn um alþjóðapólitík með kjöri nýs páfa.

Skapandi stofnanir

Katrín Júlíusdóttir skrifar

Íslensk stjórnvöld hafa unnið að því hörðum höndum síðastliðin ár að hvetja til nýsköpunar í atvinnulífinu.

Feitar og fallegar?

Friðrika Benónýs skrifar

"Þú ert að dæma þær eftir útliti þeirra,“ sagði fréttamaður Fox-sjónvarpsstöðvarinnar andaktugur við næringarfræðinginn Keren Gilbert í umræðum um tvær þybbnar

„Góðan daginn“

Sindri Már Hannesson skrifar

Ég geng inn í verslunina í mínu mesta sakleysi rétt fyrir hádegi á þriðjudegi, sötra úr kaffimálinu og nýt þess að skoða mig um í rólegheitum á undan öllum öðrum. Þessi frídagur fer sko heldur betur í rólegheit.

Afnám stimpilgjalda núna

Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp til laga um breytingar á lögum um stimpilgjald nr. 36/1978 og er undirrituð fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.

Jarðalýðskrumið

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið hefur undanfarið birt flokk fréttaskýringa um eignarhald á jörðum á Íslandi. Hugmyndin að honum vaknaði og vinnan hófst þegar Huang Nubo sóttist fyrst eftir að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Afraksturinn lítur fyrst nú dagsins ljós, enda kom á daginn að erfitt og flókið reyndist að nálgast upplýsingar um íslenzkar jarðeignir, sem er umhugsunarefni út af fyrir sig. Umfjöllunin hittir þó á ágætan tímapunkt, þar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur nýverið lagt fram frumvarpsdrög þar sem lagt er til að þrengt verði mjög að rétti útlendinga til að kaupa jarðir á Íslandi.

Cameron fer íslensku leiðina

Bolli Héðinsson skrifar

David Cameron, forsætisráðherra Breta, hyggst nú fara sömu leið og Íslendingar og óska eftir samningaviðræðum við Evrópusambandið. Að samningaviðræðunum loknum hyggst hann síðan bera samninginn undir þjóðaratkvæði. Þetta hlýtur að teljast hin rökrétta leið, þ.e. að vita fyrst hverju hægt er að ná fram í samningaviðræðunum áður en atkvæðin eru greidd.

Atvinna eykst í Reykjavík

Dagur B. Eggertsson skrifar

Nýjar tölur sem unnar hafa verið af Hagstofu Íslands sýna að störfum hefur fjölgað um 3.000 í Reykjavík frá árinu 2010.

Fátækragildra aldraðra

Jóhanna Axelsdóttir skrifar

Ég er ein af þeim sem ekki er hrifin af kerfinu sem hefur verið til margra ára hjá Tryggingastofnun, um leið og ég kom þangað inn á 69. aldursári spenntist upp fátækragildra. Það er afskaplega áríðandi að þessu kerfi verði breytt, til hagsbóta fyrir notendur.

Sama hvaðan gott kemur

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Konudagurinn nálgast óðum og þá gefa margir blóm. Sætur siður, að mati flestra. Valentínusardagurinn svokallaði er nýliðinn og þá gefa líka einhverjir blóm. Það þykir þó ekki eins sætur siður, allavega ekki ef marka mátti samskiptavefinn Facebook þennan dag. Þar kepptist fólk við að lýsa frati á daginn, kallaði hann ameríska sölubrellu sem ætti ekkert erindi við okkur Íslendinga. Við ættum okkar eigin aldagömlu bónda- og konudaga. Ættum við kannski bara að innleiða 4. júlí sem hátíðisdag líka eða hvað?

Blikur á lofti?

Valdimar Ármann skrifar

Undanfarin misseri hefur efnahagsbatinn hérlendis vakið alþjóðlega athygli og svo virtist sem landið væri tekið að rísa mun hraðar en hjá öðrum vestrænum ríkjum. En af nýjustu hagtölum að dæma virðist sem aflvélin sé farin að hiksta og staðan virðist vera þrengri en ætlað var. Fljótt á litið er mesta áhyggjuefnið hversu lítil fjárfesting hefur átt sér stað í atvinnuvegum landsins og engra stórra breytinga virðist vera að vænta á því í bráð. Þvert á móti virðist sem fjárfesting sé aftur tekin að dala samkvæmt hagspá

Hjartabrauð gefur hjartaauð

Stjórn Hjartaverndar skrifar

Rannsóknir Hjartaverndar sýna að forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum skila árangri. Upp úr 1960 dró úr lífslíkum karla og kvenna á Íslandi. Aðalástæðan fyrir því var ótímabær dauðsföll vegna kransæðastíflu.

Skuggi er yfir brotthvarfi páfa

Óli Kristján Ármanssson skrifar

Benedikt sextándi páfi kom um helgina í fyrsta sinn fram opinberlega eftir að hann tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hygðist láta af embætti fyrir aldurssakir. Hann er á 86. aldursári. Tugþúsundir hlýddu á hann á Péturstorginu í Róm.

Á flótta frá mennsku

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Sú var tíðin að Íslendingar gumuðu af gestrisni sinni. Íslensk sveitagestrisni var á allra vörum og við stærðum okkur af því að vera höfðingjar heim að sækja. Nú virðist gestrisni okkar vera bundin við það að höfðingjar sæki okkur heim, eða í það minnsta fólk sem getur borgað fyrir greiðann. Beiningamenn eru hins vegar ekki eins velkomnir.

Kerfisvillan fundin hjá Gylfa

Heiðar Már Guðjónsson skrifar

Ég hef í tvígang ritað um kerfisbundinn misskilning Gylfa Magnússonar og tiltekið sex atriði sérstaklega í þeim efnum. Ég ákvað að skrifa um villur Gylfa því ég hef um margra ára skeið barist gegn því að íslensk stjórnvöld hneppi íslenskan almenning í skuldaánauð.

Ólögleg verðtrygging

Guðmundur Franklín Jónsson skrifar

Að vísitölutengja höfuðstól lána brýtur í bága við neytendalöggjöf og MiFID-reglur Evrópusambandsins, segir hver sérfræðingurinn á fætur öðrum. Elvira Mendez Pinedo, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópurétti, hefur rannsakað verðtrygginguna um nokkurt skeið og hún segir ótækt að lántakandi viti ekki nákvæmlega hverjar fjárhagslegar skuldbindingar hans séu en það hljótist af því að vísitölutengja höfuðstól láns. Hún sagði í Silfri Egils á dögunum: „Sú hugmynd að hafa höfuðstól lánsins óljósan eins og X eða spurningarmerki er skýlaust brot á löggjöf ESB.“

Á að hjakka í sama farinu áfram?

Ragnar Halldór Hall skrifar

Vorið 1967 lauk ég verslunarprófi frá VÍ og fór að starfa hjá innflutningsfyrirtæki. Sölugengi Bandaríkjadollara var þá 43 krónur. Breytingar á gengi krónunnar voru alltíðar og ekki alltaf tekin stutt skref í þeim efnum. Íslendingar sem fóru til útlanda máttu kaupa 100 sterlingspund í erlendum gjaldeyri – ef þeir þurftu meira urðu menn að kaupa hann á svörtum markaði. Ég fór aftur í skóla haustið 1968. Sölugengi dollara var þá komið í 88 krónur – hafði meira en tvöfaldast á rúmlega einu ári. Hér er að sjálfsögðu átt við „gamlar“ krónur.

Netsíur leysa engan vanda

Bjarni Rúnar Einarsson skrifar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði nýlega nefnd til að kanna, meðal annars, hvernig hægt væri að takast á við dreifingu ólögmæts efnis um Internetið. Að sögn nefndarinnar kemur til greina að hreinsun verði framkvæmd með svokölluðum netsíum, en það er búnaður sem getur hlerað Netið og gripið inn í þegar reynt er að nálgast efni sem stjórnvöld hafa sett á bannlista.

Öryggismál fyrirtækja – ábyrgð stjórnenda

Um þessar mundir hefur verið talsverð umræða um fíkniefnaprófanir á vinnustöðum og sitt sýnist hverjum um það málefni. Þegar fregnir bárust af því að ekkert umburðarlyndi væri sýnt og að viðkomandi aðilar sem greindust jákvæðir misstu vinnu sína tók fólk sérstaklega vel eftir.

Á vængjum óttans

Þröstur Ólafsson skrifar

Það mun hafa verið Matthías Johannessen sem svaraði spurningu um afstöðu sína til ESB á þann veg að hjartað segði nei en heilinn já. Þetta svar er kjarninn í viðhorfi margra Íslendinga í þessu máli. Hugsunin sér kostina og greinir gallana en hjartað hýsir óvissuna og óttann. Þessi tvíhyggja milli mannsandans og hjartans er það andskot sem mannskepnan verður að rogast með og velja á milli. Þessi átök leiða af sér viðvarandi óttatilfinningu. Við rekjum mörg stórátök mannkynssögunnar til þess að annar hvor helftin fór hamförum. Skynsemishyggjan ofbauð tilfinningaforða hjartans, sem óttaðist að tapa áttum, eða tilfinningakraftur óttans gat kæft öll skynsemisrök. Trúarbrögð skírskota nær eingöngu til hjartans, til tilfinninga sem breytt er í trúarlega afstöðu. Þau trúarbrögð sem lengst ganga útiloka veraldlega skynsemi úr mannheimum og stýra lýðnum með trúarsetningum. Þær eru afar handhægar, því þær verða hvorki sannaðar né afsannaðar. Stór hluti fólks hugsar með hjartanu. Það lætur tilfinningarnar og tilfinningasemina ráða för sinni. Í heimi stjórnmálanna býður þetta upp á ákjósanleg tækifæri fyrir lýðskrumara. Pólitísk hugmyndafræði gerir beinlínis út á að fá fólk til að trúa, ekki hugsa. Skynsemisstjórnmál eru oftast munaðarlítil þegar kynt er undir tilfinningahita.

Góð málamiðlun um kosningakerfi

Þorkell Helgason skrifar

Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hefur lagt fram tillögur til breytinga á stjórnarskrárfrumvarpinu. Einna mikilvægasta nýjungin er breytt fyrirkomulag þingkosninga. Þetta ætti að þoka öllu stjórnarskrármálinu áfram til samkomulags með góðum vilja þingmanna.

Norðurslóðir eru framtíð Íslands

Össur Skarphéðinsson skrifar

Mín spá er að á þessari öld muni Íslendingar sækja mestan auð sinn til norðurslóða. Uppsprettur nýrra verðmæta verða ferns konar. Olíu- og gasvinnsla mun hefjast á Drekasvæðinu fyrr en seinna. Sömu lindir liggja yfir í lögsögu Norðmanna vegna Jan Mayen. Má þá ekki gleyma að þar á Ísland fjórðungs hlut í öllum olíulindum samkvæmt einum besta milliríkjasamningi sem utanríkisþjónustan hefur gert.

Salt, sykur og fleira gott

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Talið er að rekja megi 86 prósent dauðsfalla í Evrópu til svokallaðra ósmitnæmra sjúkdóma. Þetta eru sjúkdómar eins og hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein, sykursýki og margir aðrir sjúkdómar.

Ný kynslóð

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Þegar Katrín Jakobsdóttir tekur við af Steingrími J. verður ný kynslóð komin til valda í flokkunum fjórum sem hafa verið hryggjarstykkið í íslensku stjórnmálakerfi frá því að kommúnistaflokkurinn var stofnaður árið 1930. Eldri kynslóðin hverfur nú smám saman af sviðinu – smám saman, og þarf aðeins að ýta á suma.

Sjá næstu 50 greinar