Á vængjum óttans Þröstur Ólafsson skrifar 19. febrúar 2013 06:00 Það mun hafa verið Matthías Johannessen sem svaraði spurningu um afstöðu sína til ESB á þann veg að hjartað segði nei en heilinn já. Þetta svar er kjarninn í viðhorfi margra Íslendinga í þessu máli. Hugsunin sér kostina og greinir gallana en hjartað hýsir óvissuna og óttann. Þessi tvíhyggja milli mannsandans og hjartans er það andskot sem mannskepnan verður að rogast með og velja á milli. Þessi átök leiða af sér viðvarandi óttatilfinningu. Við rekjum mörg stórátök mannkynssögunnar til þess að annar hvor helftin fór hamförum. Skynsemishyggjan ofbauð tilfinningaforða hjartans, sem óttaðist að tapa áttum, eða tilfinningakraftur óttans gat kæft öll skynsemisrök. Trúarbrögð skírskota nær eingöngu til hjartans, til tilfinninga sem breytt er í trúarlega afstöðu. Þau trúarbrögð sem lengst ganga útiloka veraldlega skynsemi úr mannheimum og stýra lýðnum með trúarsetningum. Þær eru afar handhægar, því þær verða hvorki sannaðar né afsannaðar. Stór hluti fólks hugsar með hjartanu. Það lætur tilfinningarnar og tilfinningasemina ráða för sinni. Í heimi stjórnmálanna býður þetta upp á ákjósanleg tækifæri fyrir lýðskrumara. Pólitísk hugmyndafræði gerir beinlínis út á að fá fólk til að trúa, ekki hugsa. Skynsemisstjórnmál eru oftast munaðarlítil þegar kynt er undir tilfinningahita.Mannsandinn eða hjartað Þessi tvíhyggja kemur í annarri myndbirtingu fram hjá Kristi, þegar hann svaraði. „Gjaldið keisaranum það sem keisarans er, en guði það sem guðs er.“ Þessi setning er lykillinn að þróunarsögu Vestursins og sem greinir það kyrfilega frá Austrinu, og þá er ég ekki að tala um áttamörk kalda stríðsins. Skýrast kom þetta fram í því að Drottinn kristinna manna var bæði mannsson og Guðsson. Þetta segir að veraldleg hugsun átti að vega salt við yfirskilvitlegar tilfinningar. Þetta samlífi var oft brösugt í gegnum tíðina. Það skiptust á friður og ófriður. Lokahnykkinn í veraldarvæðingu kristindómsins tók svo þýski munkurinn Lúther. Í nútíma vesturevrópsku samfélagi er komið á nokkuð gott jafnvægi milli áhrifa veraldar- og trúarhyggju. Það heyrist jafnvel stundum, að veraldarhyggjan sé allt að kæfa. Í flestum íslömskum ríkjum er þessu öfugt farið. Þar sem kennisetningar kóransins ríkja hefur trúar- og tilfinningasviðið kæft alla veraldlega skynsemi. Þess vegna hefur þróun í átt að meiri velferð og almennri velmegun ekki átt sér stað í þeim löndum, svo ekki sé minnst á jafnrétti og frelsi. Hjartað og guð almáttugur auka ekki endilega á veraldlega velferð. Þau eru hins vegar afar mikilvægur hluti tilverunnar.Fullveldisrán sem framtíðarsýn Þessi átök milli heilans og hjartans, hugsunar og tilfinninga, geisa nú hér á landi. Tvær átakafylkingar skírskota til andstæðra hughrifa í baráttu um skoðanir landsmanna um aðildina að ESB. Annars vegar eru það þeir sem reyna að beita rökum skynseminnar fyrir því að aukin velferð okkar og velgengni í framtíð sé háð því að við verðum aðilar að ESB. Reynt er að leggja skynsemismat á kosti og vankanta. Nýta sér m.a. reynslu annarra þjóða. Hins vegar eru það þeir sem skírskota með málflutningi sínum til óttans, til hjartans. Í átökunum um uppkastið 1908 var sagt að aðferð andstæðinga þess væri að „vekja upp drauga, skapa grýlur, - þyrla upp ryki og reyna á allar lundir að vekja hræðslu og tortryggni … ásamt gömlu vopnunum: skrökinu, hártogunum og blekkingum.“ Í átökunum nú er búin til hrollvekja þar sem flest eftirsóknarverð gæði hérlendis verða færð útlendingum. Þjóðinni er sagt að niðurstaða úr samningaviðræðunum sé fyrir fram ákveðin og hún sé ekki glæsileg; íslenskur landbúnaður leggist af, fiskimiðin afhent útlendingum og þjóðin verði rænd fullveldinu, sjálfu fjöregginu. Slík framtíðarsýn vekur að sjálfsögðu ótta og geðshræringu, eins og að er stefnt. Gagnvart þessari nístandi ógnvekju á tilfinningasnautt skynsemistal undir högg að sækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Það mun hafa verið Matthías Johannessen sem svaraði spurningu um afstöðu sína til ESB á þann veg að hjartað segði nei en heilinn já. Þetta svar er kjarninn í viðhorfi margra Íslendinga í þessu máli. Hugsunin sér kostina og greinir gallana en hjartað hýsir óvissuna og óttann. Þessi tvíhyggja milli mannsandans og hjartans er það andskot sem mannskepnan verður að rogast með og velja á milli. Þessi átök leiða af sér viðvarandi óttatilfinningu. Við rekjum mörg stórátök mannkynssögunnar til þess að annar hvor helftin fór hamförum. Skynsemishyggjan ofbauð tilfinningaforða hjartans, sem óttaðist að tapa áttum, eða tilfinningakraftur óttans gat kæft öll skynsemisrök. Trúarbrögð skírskota nær eingöngu til hjartans, til tilfinninga sem breytt er í trúarlega afstöðu. Þau trúarbrögð sem lengst ganga útiloka veraldlega skynsemi úr mannheimum og stýra lýðnum með trúarsetningum. Þær eru afar handhægar, því þær verða hvorki sannaðar né afsannaðar. Stór hluti fólks hugsar með hjartanu. Það lætur tilfinningarnar og tilfinningasemina ráða för sinni. Í heimi stjórnmálanna býður þetta upp á ákjósanleg tækifæri fyrir lýðskrumara. Pólitísk hugmyndafræði gerir beinlínis út á að fá fólk til að trúa, ekki hugsa. Skynsemisstjórnmál eru oftast munaðarlítil þegar kynt er undir tilfinningahita.Mannsandinn eða hjartað Þessi tvíhyggja kemur í annarri myndbirtingu fram hjá Kristi, þegar hann svaraði. „Gjaldið keisaranum það sem keisarans er, en guði það sem guðs er.“ Þessi setning er lykillinn að þróunarsögu Vestursins og sem greinir það kyrfilega frá Austrinu, og þá er ég ekki að tala um áttamörk kalda stríðsins. Skýrast kom þetta fram í því að Drottinn kristinna manna var bæði mannsson og Guðsson. Þetta segir að veraldleg hugsun átti að vega salt við yfirskilvitlegar tilfinningar. Þetta samlífi var oft brösugt í gegnum tíðina. Það skiptust á friður og ófriður. Lokahnykkinn í veraldarvæðingu kristindómsins tók svo þýski munkurinn Lúther. Í nútíma vesturevrópsku samfélagi er komið á nokkuð gott jafnvægi milli áhrifa veraldar- og trúarhyggju. Það heyrist jafnvel stundum, að veraldarhyggjan sé allt að kæfa. Í flestum íslömskum ríkjum er þessu öfugt farið. Þar sem kennisetningar kóransins ríkja hefur trúar- og tilfinningasviðið kæft alla veraldlega skynsemi. Þess vegna hefur þróun í átt að meiri velferð og almennri velmegun ekki átt sér stað í þeim löndum, svo ekki sé minnst á jafnrétti og frelsi. Hjartað og guð almáttugur auka ekki endilega á veraldlega velferð. Þau eru hins vegar afar mikilvægur hluti tilverunnar.Fullveldisrán sem framtíðarsýn Þessi átök milli heilans og hjartans, hugsunar og tilfinninga, geisa nú hér á landi. Tvær átakafylkingar skírskota til andstæðra hughrifa í baráttu um skoðanir landsmanna um aðildina að ESB. Annars vegar eru það þeir sem reyna að beita rökum skynseminnar fyrir því að aukin velferð okkar og velgengni í framtíð sé háð því að við verðum aðilar að ESB. Reynt er að leggja skynsemismat á kosti og vankanta. Nýta sér m.a. reynslu annarra þjóða. Hins vegar eru það þeir sem skírskota með málflutningi sínum til óttans, til hjartans. Í átökunum um uppkastið 1908 var sagt að aðferð andstæðinga þess væri að „vekja upp drauga, skapa grýlur, - þyrla upp ryki og reyna á allar lundir að vekja hræðslu og tortryggni … ásamt gömlu vopnunum: skrökinu, hártogunum og blekkingum.“ Í átökunum nú er búin til hrollvekja þar sem flest eftirsóknarverð gæði hérlendis verða færð útlendingum. Þjóðinni er sagt að niðurstaða úr samningaviðræðunum sé fyrir fram ákveðin og hún sé ekki glæsileg; íslenskur landbúnaður leggist af, fiskimiðin afhent útlendingum og þjóðin verði rænd fullveldinu, sjálfu fjöregginu. Slík framtíðarsýn vekur að sjálfsögðu ótta og geðshræringu, eins og að er stefnt. Gagnvart þessari nístandi ógnvekju á tilfinningasnautt skynsemistal undir högg að sækja.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun