Fleiri fréttir

Raunhæfa planið

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Þegar gjaldeyrishöft voru sett á í kjölfar hrunsins töldu flestir þau tímabundna ráðstöfun til nokkurra vikna eða mánaða, til að koma í veg fyrir að krónueignir erlendra aðila streymdu út úr landinu og orsökuðu enn meira hrun krónunnar en orðið var.

Umsókn um málfrelsi

Pawel Bartoszek skrifar

Fyrir seinustu alþingiskosningar bauð RÚV framboðunum að fá ókeypis kynningartíma í sjónvarpi. Sum, til dæmis Borgarahreyfingin, vildu taka boðinu en þar sem rótgrónu flokkarnir höfðu ekki áhuga var hætt við allt. Ný framboð fengu því ekki að kynna sig í sjónvarpi því það hentaði ekki þeim sem fyrir voru.

Þú ert stunginn, það er vont og þú færð engan pening

Þórður Kristjánsson skrifar

Á hverjum degi láta um 70 manneskjur það yfir sig ganga að víkja í eina klukkustund frá daglegu amstri til þess að láta stinga sig í handlegginn bláókunnugu fólki til hagsbóta. Í staðinn fá þau ekki neitt nema kaffibolla, kökusneið og plástur á bágtið frá hlýlegum hjúkrunarfræðingi. Þetta fólk er blóðgjafar.

Eru Íslendingar vel menntuð þjóð?

Því er iðulega slegið fram sem sönnu að þrátt fyrir bágan efnahag og erfitt ástand hafi Ísland fulla burði til þess að rétta úr kútnum á skömmum tíma og reisa hér endurbætt og öflugra samfélag. Í þessari algengu orðræðu er því haldið fram að Íslendingar séu umfram allt svo vel menntuð þjóð. Slíkar fullyrðingar eru sérstaklega algengar í stjórnmálum.

Óskabarn stjórnvalda: þögull forseti

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar

Það þótti ekki tiltökumál þegar að Viðskiptaráð hreykti sér af því fyrir hrun að stjórnvöld hefðu innleitt 90% af tilmælum ráðsins, til löggjafarvaldsins, í lög. Stærstu fyrirtækin í landinu, eignarhaldsfélög og auðmenn fara með völdin í Viðskiptaráði og ætla má að hagsmunir Viðskiptaráðs séu hagsmunir auðræðisins. Það þykir ekkert tiltökumál að prófkjörslagur þingmanna og kosningaslagur stjórnmálaflokka sé kostaður af sérhagsmunaaðilum. Ég hef kosið að kalla þetta mútur en aðrir kjósa að draga hulu þöggunar yfir þessi tengsl löggjafarþings og viðskiptalífs.

Takk, Jóhannes

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Ég þakka Jóhannesi Gunnarssyni lækni kærlega fyrir svar hans við grein minni um Landspítalann/háskólasjúkrahús, en svar Jóhannesar birtist í Fréttablaðinu sl. miðvikudag. Í grein sinni svarar Jóhannes ekki mörgum spurninga minna – og þó. Sum svör má lesa á milli lína. Ég tel því rétt að orða málin með enn einfaldari hætti:

Er allur þjófnaður í matvöruverslunum tilkynntur til lögreglu?

Stefán Hrafn Jónsson skrifar

Undanfarin ár hefur talsmaður matvöruverslunar mætt reglulega á útvarpsstöðina Bylgjuna og fjallað um vandamál sem verslun á Íslandi hefur þurft að glíma við; þjófnað í verslunum. Svo virðist sem töluvert sé um að fólk komi í verslanir og borgi ekki fyrir þær vörur sem það tekur með sér heim. Hins vegar er afar óljóst hvert markmið þessarar árlegu umræðu er.

Stjórnmálasamtökum er gert mishátt undir höfði

María Grétarsdóttir og Rakel Sigurgeirsdóttir skrifar

Mikilvægt er í samfélagsumræðunni að sanngirni sé gætt í samanburði á sýnileika stjórnmálasamtaka og rýnt sé í ástæður þess að sum eru sýnilegri en önnur. Margar ástæður geta legið að baki, svo sem eignarhald og tenging ákveðinna fjölmiðla við stjórnmálasamtök sem og mismikil fjárráð stjórnmálasamtaka. Hér er ætlunin að rýna í þá fjárhagslegu mismunun sem stjórnmálasamtök búa við og þó sér í lagi þá áskorun sem það er nýjum framboðum að keppa við eldri framboð í sínum fyrstu kosningum.

Spurningar áréttaðar

Þórólfur Matthíasson skrifar

Í grein hér í blaðinu þann 3ja maí síðastliðinn spurði ég forystu Bændasamtaka Íslands, að gefnu tilefni, nokkurra spurninga. Nú eru liðnar þrjár vikur frá birtingu greinarinnar og í millitíðinni hefur málgagn Bændasamtakanna, Bændablaðið, komið út.

Kynheilbrigðismál – ekki er ráð nema í tíma sé tekið!

Sigurlaug Hauksdóttir skrifar

Gagnleg umræða um kynheilbrigðismál hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu. Rætt hefur verið um ávísanir ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga á hormónagetnaðarvarnir fyrir ungt fólk, ódýrari smokka og unglingamóttökur.

Nokkur orð um Vaðlaheiðargöng

Björgvin Sighvatsson skrifar

Töluverðar deilur hafa átt sér stað undanfarin misseri varðandi fyrirhugaða framkvæmd Vaðlaheiðarganga og sýnist sitt hverjum. Helstu forsendur fyrir framkvæmdinni eru að göngin muni alfarið standa undir sér með notendagjöldum og lán sem ríkissjóður veiti í verkefnið nú áætlað 8.700 milljarðar króna fáist að fullu greitt til baka.

Er þjóðin bótaskyld vegna gjafakvótans?

Gísli Tryggvason og Lýður Árnason skrifar

Núverandi kvótahafar hafa ítrekað smjattað á málsókn gegn ríkinu verði kvótinn innkallaður og honum úthlutað á ný með jafnræði og atvinnufrelsi allra að leiðarljósi. Þrátt fyrir að hafa einokað auðlindina og arðrænt sem hefur sýnt sig í glórulausri yfirveðsetningu, skuldasöfnun og afskriftum, kennitöluflakki og sýndargjörningum telja kvótahafar veiðiréttinn sína eign og bótaskylda sé hún af þeim tekin.

Boðið upp í dansinn

Sverrir Hermannsson skrifar

Úr þessum penna hefir margsinnis dropið, að sagnfræðingar framtíðar muni dæma harðast allra stjórnmálamanna þá, sem ríktu í aðdraganda og í hruninu sjálfu, þá Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson; þeim næst ötulustu undirmenn þeirra og leiguliða, sem þeir mötuðu aðallega með þjóðareigninni, fiskinum í hafinu.

Sagan af brúnu tunnunni

Michele Rebora skrifar

Ég myndi helst vilja eignast hænur til að breyta matarafgöngunum mínum í egg, en get það ekki. Ég bý þó svo vel að eiga garð þar sem ég get haft moltugerðarkassa og búið til jarðvegsbæti sem ég nota síðan sjálfur í garðinn minn.

Við biðjum Skálholti griða

Hjalti Hugason og Sigrún Óskarsdóttir skrifar

Sagan segir að Gissur Ísleifsson hafi um aldamótin 1100 gefið Skálholtsland með því skilyrði að þar væri biskupsstóll meðan kristni væri játuð í landinu. Sú skipan hélst allt til Hruns 18. aldar en þá var biskupsstóllinn fluttur til Reykjavíkur. Biskupinn sjálfur keypti Skálholt á brunaútsölu. Þar með voru skilmálar Gissurar rofnir. Í byrjun sjöunda áratugar liðinnar aldar gaf þjóðin þjóðkirkjunni staðinn.

Sameinum Neytendastofu og talsmann neytenda

Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Í byrjun árs 2010 boðaði forsætisráðherra að raunhæft væri að fækka 200 stofnunum ríkisins um 30% til 40% á tveimur til þremur árum, sem þýðir fækkun um 60 til 80 stofnanir. Það er ekki tilefni þessarar greinar að meta hvort þessi fyrirætlan hafi gengið eftir, heldur að leggja til einfaldari stjórnsýslu og skarpari áherslur í opinberu neytendastarfi. Með því að sameina embætti talsmanns neytenda og Neytendastofu í eina stofnun, Umboðsmann neytenda, myndi opinbert neytendastarf eflast og styrkjast um leið og starf nýju stofnunarinnar yrði markvissara.

Á nútíminn erindi á Bessastaði?

Salka Margrét Sigurðardóttir skrifar

Frá unga aldri hef ég litið á forsetaembættið sem formlegt embætti, þar sem einungis fína fólkið sæti í síðkjólum og jakkafötum. Ég hugsaði að mér yrði aldrei hleypt inn á Bessastaði. Ég myndi líklegast fella postulínvasann á antíkhillunni um koll og ef mér yrði boðið til borðs myndi ég vafalaust hella dropum af rauðvínssósunni á fína kjólinn sem ég hefði keypt fyrir heimsóknina.

Hin "sterka vísindahyggja“

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skrifaði athyglisverða grein hér í blaðið í síðustu viku, í framhaldi af málþingi umhverfisráðuneytisins um erfðabreyttar lífverur um miðjan mánuðinn. Á málþinginu kom fram það samdóma álit færustu vísindamanna hér á landi á sviði erfðatækni, að lítil hætta stafaði af ræktun erfðabreyttra lífvera. Það eru ekki ný tíðindi; mikill meirihluti sérfræðinga hefur til dæmis haft sömu afstöðu til útiræktunar á erfðabreyttu byggi, sem talsvert hefur verið deilt um.

Kynfæri keisarans

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Ég elska mat,“ sagði tónlistarmaðurinn Bryan Ferry er ég tók við hann viðtal í tilefni tónleika hans í Hörpunni sem fram fara um helgina. "Ég sæki mikið veitingastaði. Ég kann nefnilega ekki að elda.“ Ég spurði hann hvort hann hygðist þá ekki smakka hið íslenska lostæti hvalkjöt meðan á dvöl hans hér á landi stæði. Hann þagnaði. Augnaráðið flökti. Ég vissi hvað hann hugsaði: "Er þetta gildra?“ Mögulegar fyrirsagnir gulu pressunnar leiftruðu í augunum á honum: Ferry borðar Keikó. Poppari slátrar vitringi hafsins. Bryan blóðþyrsti.

Ferðamenn + viðhald ferðastaða = gistináttaskattur?

Kolbrún Irma Hreiðarsdóttir skrifar

Skattlagningarform ferðamannaskatts er ekki í samræmi við markmið samhangandi laga þó að hugmyndin sé góð. Brýnt er að laga skattaformið með tilliti til að skilgreining á hugtakinu ferðamenn verði í samræmi við ferðamannastaði, ekki gistinætur.

Ég hafði val

Íris Ásta Pétursdóttir Viborg skrifar

Í nokkur ár hef ég heyrt málefnaleg rök um þróun handboltans sem og innihaldslausar umræður um að efstu liðin séu að eyðileggja kvennahandboltann á Íslandi. Eftir að pistillinn "Hver er þróun kvennahandboltans?" birtist á visir.is, get ég ekki annað en sýnt fólki aðra hlið á þessu máli.

Tilvistarbætur

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Ég hjó eftir sitthvorri fréttinni um tengd efni í gær. Sú fyrri var um að samtök stuðningsmanna aðildar Íslands að ESB hefðu látið útbúa reiknivél þar sem hægt er að bera saman húsnæðislán á Íslandi og í evruríki.

Sátt í Aserbaídsjan

Zakir Jón Gasanov skrifar

Borgin Shusha tilheyrði Aserbaídsjan fram til 8. maí 1992, þegar hún var hernumin af Armenum og hefur hún tilheyrt Armenum síðan. Borgin var hjarta Aserbaídsjan. Með ríka tónlistarhefð. Falleg borg sem mikil eftirsjá er í.

Ljósnet fyrir neytendur

Anna Björk Bjarnadóttir skrifar

Síminn hefur nýlega sagt frá því að fyrirtækið hafi hafið annan hluta Ljósnetsvæðingar sem þýðir að 54 þúsund heimili á suðvesturlandi munu eiga kost á því að tengjast Ljósneti og nær verkefnið til næstu tveggja ára. Nú þegar eiga 46 þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu þess kost að tengjast Ljósneti. Ljósnetið er afar öflug leið til gagnaflutninga og veitir neytendum kost á að njóta háhraðainternettengingar og gagnvirks IP-sjónvarps með allt að fimm myndlyklum, til þess að hver og einn geti notið þeirrar sjónvarpsdagskrár sem hann kýs í Sjónvarpi Símans. Þá njóta neytendur einnig háskerpurása með Ljósnetinu.

Til Heiðu

Davíð Roach Gunnarsson skrifar

Ekki hafði ég ætlað mér að standa í ritdeilu en í svari Heiðu Kristínar Helgadóttur (Til kjósenda) sem birtist í Fréttablaðinu á uppstigningardag eru fjarstæðukenndar fullyrðingar sem mig langar að reifa nánar. Hún ýjar þar að því að með því að gera ráð fyrir að Besti flokkurinn beiti sér fyrir verndun Nasa, og jafnvel opinberum styrkjum til rekstursins, sé ég að biðja um einhvers konar spillingu. Að það varði bara persónulega hagsmuni Besta flokks manna og vina þeirra að viðhalda Nasa.

Aðbúnaður dýra á Íslandi

Guðrún Eygló Guðmundsdóttir skrifar

23-25. des. sl. var viðtal í Fréttatímanum við Árna Stefán Gunnarsson þar sem hann m.a. tjáði sig um aðbúnað og meðferð á dýrum á Íslandi. Hann er lögfræðingur og lokaritgerð hans fjallaði um réttindi dýra. "Aðbúnaður svína, hænsna og loðdýra á Íslandi er fyrir neðan allar hellur og ekki í neinu samræmi við dýraverndunarlög“ segir hann í greininni. Dýrin eru svipt eðlislægum þörfum, lokuð inni og hafa mjög lítið athafnarými.

Pólitískt hlutverk forsetans

Ágúst Þór Árnason og Skúli Magnússon skrifar

Andstætt því sem stundum er gefið í skyn eru íslensk stjórnlög að meginstefnu skýr um stjórnskipulegar valdheimildir forsetans. Forsetinn hefur í fyrsta lagi ákvörðunarvald um hverjum hann veitir umboð til ríkisstjórnarmyndunar. Þar sem ríkisstjórn verður að njóta stuðnings eða hlutleysis meirihluta Alþingis hefur forseti þó ekki óbundnar hendur heldur verður hann að veita þeim umboð til stjórnarmyndunar sem líklegastur er til að mynda stjórn með stuðningi þingsins. Þegar leiðtogum stjórnmálaflokka mistekst að mynda stjórn getur atbeini forseta hins vegar ráðið úrslitum, jafnvel þannig að forseti ákveði að mynda utanþingsríkisstjórn, þ.e. stjórn sem stjórnmálaflokkar á Alþingi standa ekki að með beinum hætti.

Lína lifir!

Dagný Kristjánsdóttir skrifar

Á fundi sínum í Ósló 26. apríl sl. samþykktu norrænu mennta- og menningarmálaráðherrarnir að stofna Barnabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs sem væru hliðstæð öðrum menningarverðlaunum ráðsins.

Jákvæð samskipti

Árni Guðmundsson skrifar

Einelti er því miður afar alvarlegt samfélagslegt vandamál og sem slíkt er nauðsynlegt að uppræta það eins og frekast er kostur og helst með öllu. Ef grannt er skoðað þá snúast eineltismál undantekningarlaust um óboðleg samskipti milli fólks. Kjarninn í lausn þeirra er því að hver og einn líti í eigin barm og ákveði að eiga fyrst og fremst í jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum við umhverfi sitt og ekki síst vænta þess að aðrir geri slíkt hið sama.

Kostur á kjarabót

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Undanfarin ár hafa Íslendingar sem hyggja á fasteignakaup getað farið inn á vefsíður Íbúðalánasjóðs og bankanna til að skoða greiðslubyrði sína og lántökukostnað af húsnæðisláni, miðað við mismunandi forsendur. Alla jafna hefur útreikningurinn sýnt að á lánstímanum þurfi Íslendingurinn að borga lánið tvö- til þrefalt til baka, svona eftir því hvaða sennilegu forsendur fólk hefur gefið sér um vexti og verðbólgu á Íslandi.

Slegist við strámann á Fjöllum

Hjörleifur Sveinbjörnsson skrifar

Merkilegur andskoti hvað við erum léleg að ræða málin. Hér er lenska að virða ekki skoðanir, rökræða ekki, sýna viðmælanda ekki virðingu, hlera ekki eftir andstæðum sjónarmiðum. Þess í stað eru mál afflutt, teygð og toguð og sá málstaður afskræmdur sem manni er ekki að skapi. Svo fljúgast menn á við strámanninn sem þeir búa til úr afskræmingunni.

Öflugt sjúkrahús - kjarni málsins

Jóhannes M. Gunnarsson skrifar

Um þessar mundir er í nágrannalöndum Íslands víða verið að rífa sjúkrahúsbyggingar sem ekki eru nema örfárra áratuga gamlar. Nýbyggingar eru reistar til þess að mæta þörfum sem stórstígar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa gera kröfu um eigi þjónusta við sjúklinga áfram að vera í takti við nútímann.

Af hattaáti

Erla Hlynsdóttir skrifar

Stóra stundin er runnin upp. Íslendingar keppa í fyrri forkeppni Júróvisjón í kvöld. Gréta og Jónsi koma fram sem fulltrúar okkar allra. Eflaust verða einhverjir stoltir. En það sem ég skal éta hattinn minn ef við vinnum. Ég skal meira að segja éta hann ef við endum á topp tíu.

Atkvæðaveiðigjald

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku með talsverðum lúðrablæstri svokallaða fjárfestingaáætlun fyrir Ísland 2013-2015. Þar er heitið útgjöldum til margvíslegra opinberra framkvæmda og verkefna á næstu þremur árum. Annars vegar á að nota tekjur af hækkun veiðigjalds á sjávarútveginn til að fjármagna vegi og jarðgöng, rannsókna- og tækniþróunarsjóði og sóknaráætlanir landshluta. Hins vegar á að nota tekjur af arði og sölu hluta ríkisins í bönkunum til að fjármagna alls konar góð mál, allt frá því að kaupa nýjan Herjólf til þess að efla húsafriðunarsjóð.

Flokkur eða hagsmunasamtök?

Guðmundur Örn Jónsson skrifar

Meðan hagsmunasamtök berjast fyrir afmarkaðan hóp manna sem á eitthvað sameiginlegt, berjast stjórnmálaflokkar fyrir ákveðinni hugmyndafræði sem meðlimir flokksins aðhyllast og telja allri þjóðinni fyrir bestu. Þannig berst Sjálfstæðisflokkurinn í orði fyrir "einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi með hagsmuni allra stétta fyrir augum“, en í atvinnufrelsi felst rétturinn til að hefja starfsemi í hvaða atvinnugrein sem er.

Sérfræðingur að sunnan

Brynjar Níelsson skrifar

Helga Vala Helgadóttir hefur í nýlegu viðtali við Fréttatímann og í grein í Fréttablaðinu sagt mig hafa brotið siðareglur lögmanna og vegið að starfsheiðri hennar sem lögmanns í síðasta pistli mínum á Pressunni. Forsaga málsins er sú að Helga Vala hafði í viðtali á RÚV sagt héraðsdómara hafa brotið gegn ungum mönnum sem komu til landsins á fölsuðum skilríkjum með því að dæma þá til fangelsisrefsingar. Vísaði hún í því sambandi til 31. gr. flóttamannasamnings Sameinuðu Þjóðanna sem ekki hefur verið lögfestur hér á landi.

Velferðarráðherra og sérgreinalæknar?

Teitur Guðmundsson skrifar

Í umræðunni undanfarið hefur verið tíðrætt um gjöld vegna komu til sérfræðilækna og svokallað viðbótarálag sem þeir velflestir hafa lagt á síðastliðið ár eða svo. Fram hefur komið að sérfræðilæknar hafi verið samningslausir í rúmt ár og að ekki hafi farið fram neinar viðræður milli aðila um nokkurt skeið. Hins vegar hefur verið sett reglugerð sem hefur verið endurnýjuð reglubundið síðastliðna mánuði og tryggir greiðsluþátttöku ríkisins í sjúkrakostnaði einstaklingsins samkvæmt síðasta samningi milli aðila.

Opið bréf til menntamálaráðherra

Nú í vor sóttu foreldrar þroskaskerts drengs á ellefta ári um skólavist fyrir drenginn í Klettaskóla eftir að fullreynt þótti að skólaganga í almennum skóla hentaði honum ekki.

Er meyjarhaftið mýta?

Sigga Dögg skrifar

Sæl, Sigga Dögg. Ég las greinina þína um mýtuna um þröngu píkuna og var mjög hrifin. Mig langaði að spyrja þig um eitt, því þú segir að við fyrstu samfarir séu leggöng oft þröng vegna órofins meyjarhafts. Ég varð snemma mjög áhugasöm um þetta fyrirbæri, meyjarhaftið, því fátt held ég að hafi valdið konum meiri vandræðum í gegnum aldirnar.

Stuðningsgrein: Að kveða burt snjóinn

Sigrún Eldjárn skrifar

Það blása frískir og fjörugir vorvindar um landið. Æðarfuglinn hreiðrar um sig í Bessastaðanesinu. Lóan segir okkur að vakna og vinna og vonglöð taka nú sumrinu mót. Krían gargar og minnir okkur um leið á að nú sé rétti tíminn til að byggja sig upp. Að nú þurfi íslenska þjóðin að losna úr argaþrasinu og finna á ný fyrir samheldni og sáttahug.

Leyndardómur um líkamsvöxt

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Fyrir þó nokkrum árum var ég að kaupa blóm í ónefndri blómabúð á höfuðborgarsvæðinu af tilefni sem mér er nú runnið úr minni. Allt var í blóma uns ég tók eftir því að afgreiðslukonan var frekar framsett um sig miðja. Ég var undir áhrifum ilmsins sem fyllir vitin á svona stöðum svo ég spurði: "Og hvenær kemur svo króinn í heiminn?"

Sjá næstu 50 greinar