Flokkur eða hagsmunasamtök? Guðmundur Örn Jónsson skrifar 22. maí 2012 06:00 Meðan hagsmunasamtök berjast fyrir afmarkaðan hóp manna sem á eitthvað sameiginlegt, berjast stjórnmálaflokkar fyrir ákveðinni hugmyndafræði sem meðlimir flokksins aðhyllast og telja allri þjóðinni fyrir bestu. Þannig berst Sjálfstæðisflokkurinn í orði fyrir „einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi með hagsmuni allra stétta fyrir augum", en í atvinnufrelsi felst rétturinn til að hefja starfsemi í hvaða atvinnugrein sem er. Andstaða flokksins gegn samkeppni er því áhugaverð. Flokkurinn berst gegn nýliðun í útgerð og vill ekki að nýliðar fái að bjóða í kvóta okkar landsmanna. Flokkurinn berst einnig gegn nýliðum í mjólkurframleiðslu og vill sekta nýliðana sem keppa við ríkisstyrkta framleiðslu. Merkilegust er þó barátta flokksins gegn nýjasta nýliðanum á byggingarmarkaðnum, Bauhaus. Eftir að bæjarstjóri flokksins í Garðabæ neitaði Bauhaus um lóð fékk hún forstjórastöðuna hjá Byko. Þegar Bauhaus sótti svo um lóð í Reykjavík vildu Sjálfstæðismenn láta bjóða upp þá lóð í stað þess að úthluta henni til fyrirtækisins. Er það líklegast í fyrsta og eina sinn sem þeir hafa viljað bjóða upp lóð. Ríkir og tekjuháir eru flokknum einnig ofarlega í huga. Á seinasta valdatíma flokksins náði Ísland að setja heimsmet í aukningu ójöfnuðar með hækkun skatta á alla aðra en hátekjumenn. Núna vill flokkurinn flata niðurfellingu skulda sem mun, samkvæmt opinberum gögnum, færa tugi milljarða frá þeim fátækari til hinna ríkari. Aðeins einn þingmaður flokksins, hugsjónamaðurinn Pétur Blöndal, virðist berjast fyrir yfirlýstri stefnu flokksins. Hann sker sig úr þingflokknum á fleiri vegu og taldi sér t.d. ekki heimilt stöðu sinnar vegna að selja hlutabréf sín í bönkunum fyrir fall þeirra. Nokkuð sem núverandi formaður gerði. Flokkurinn hefur því öll einkenni hagsmunasamtaka sem berjast fyrir atvinnurekendur, hátekjumenn og auðmenn, en fá einkenni stjórnmálaflokks. Enda leggja forystumenn flokksins sjaldan í rökræður um stefnu og hugmyndafræði en eru því líklegri til að efast um gáfnafar andstæðinga sinna. Var núverandi þingsflokksformaður flokksins t.d. þeirrar skoðunar að fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún, kynni ekki að reikna. Í næstu kosningu ættu kjósendur því að hugleiða hvort þeir tilheyra þeim hagsmunahópum sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Meðan hagsmunasamtök berjast fyrir afmarkaðan hóp manna sem á eitthvað sameiginlegt, berjast stjórnmálaflokkar fyrir ákveðinni hugmyndafræði sem meðlimir flokksins aðhyllast og telja allri þjóðinni fyrir bestu. Þannig berst Sjálfstæðisflokkurinn í orði fyrir „einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi með hagsmuni allra stétta fyrir augum", en í atvinnufrelsi felst rétturinn til að hefja starfsemi í hvaða atvinnugrein sem er. Andstaða flokksins gegn samkeppni er því áhugaverð. Flokkurinn berst gegn nýliðun í útgerð og vill ekki að nýliðar fái að bjóða í kvóta okkar landsmanna. Flokkurinn berst einnig gegn nýliðum í mjólkurframleiðslu og vill sekta nýliðana sem keppa við ríkisstyrkta framleiðslu. Merkilegust er þó barátta flokksins gegn nýjasta nýliðanum á byggingarmarkaðnum, Bauhaus. Eftir að bæjarstjóri flokksins í Garðabæ neitaði Bauhaus um lóð fékk hún forstjórastöðuna hjá Byko. Þegar Bauhaus sótti svo um lóð í Reykjavík vildu Sjálfstæðismenn láta bjóða upp þá lóð í stað þess að úthluta henni til fyrirtækisins. Er það líklegast í fyrsta og eina sinn sem þeir hafa viljað bjóða upp lóð. Ríkir og tekjuháir eru flokknum einnig ofarlega í huga. Á seinasta valdatíma flokksins náði Ísland að setja heimsmet í aukningu ójöfnuðar með hækkun skatta á alla aðra en hátekjumenn. Núna vill flokkurinn flata niðurfellingu skulda sem mun, samkvæmt opinberum gögnum, færa tugi milljarða frá þeim fátækari til hinna ríkari. Aðeins einn þingmaður flokksins, hugsjónamaðurinn Pétur Blöndal, virðist berjast fyrir yfirlýstri stefnu flokksins. Hann sker sig úr þingflokknum á fleiri vegu og taldi sér t.d. ekki heimilt stöðu sinnar vegna að selja hlutabréf sín í bönkunum fyrir fall þeirra. Nokkuð sem núverandi formaður gerði. Flokkurinn hefur því öll einkenni hagsmunasamtaka sem berjast fyrir atvinnurekendur, hátekjumenn og auðmenn, en fá einkenni stjórnmálaflokks. Enda leggja forystumenn flokksins sjaldan í rökræður um stefnu og hugmyndafræði en eru því líklegri til að efast um gáfnafar andstæðinga sinna. Var núverandi þingsflokksformaður flokksins t.d. þeirrar skoðunar að fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún, kynni ekki að reikna. Í næstu kosningu ættu kjósendur því að hugleiða hvort þeir tilheyra þeim hagsmunahópum sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun