Flokkur eða hagsmunasamtök? Guðmundur Örn Jónsson skrifar 22. maí 2012 06:00 Meðan hagsmunasamtök berjast fyrir afmarkaðan hóp manna sem á eitthvað sameiginlegt, berjast stjórnmálaflokkar fyrir ákveðinni hugmyndafræði sem meðlimir flokksins aðhyllast og telja allri þjóðinni fyrir bestu. Þannig berst Sjálfstæðisflokkurinn í orði fyrir „einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi með hagsmuni allra stétta fyrir augum", en í atvinnufrelsi felst rétturinn til að hefja starfsemi í hvaða atvinnugrein sem er. Andstaða flokksins gegn samkeppni er því áhugaverð. Flokkurinn berst gegn nýliðun í útgerð og vill ekki að nýliðar fái að bjóða í kvóta okkar landsmanna. Flokkurinn berst einnig gegn nýliðum í mjólkurframleiðslu og vill sekta nýliðana sem keppa við ríkisstyrkta framleiðslu. Merkilegust er þó barátta flokksins gegn nýjasta nýliðanum á byggingarmarkaðnum, Bauhaus. Eftir að bæjarstjóri flokksins í Garðabæ neitaði Bauhaus um lóð fékk hún forstjórastöðuna hjá Byko. Þegar Bauhaus sótti svo um lóð í Reykjavík vildu Sjálfstæðismenn láta bjóða upp þá lóð í stað þess að úthluta henni til fyrirtækisins. Er það líklegast í fyrsta og eina sinn sem þeir hafa viljað bjóða upp lóð. Ríkir og tekjuháir eru flokknum einnig ofarlega í huga. Á seinasta valdatíma flokksins náði Ísland að setja heimsmet í aukningu ójöfnuðar með hækkun skatta á alla aðra en hátekjumenn. Núna vill flokkurinn flata niðurfellingu skulda sem mun, samkvæmt opinberum gögnum, færa tugi milljarða frá þeim fátækari til hinna ríkari. Aðeins einn þingmaður flokksins, hugsjónamaðurinn Pétur Blöndal, virðist berjast fyrir yfirlýstri stefnu flokksins. Hann sker sig úr þingflokknum á fleiri vegu og taldi sér t.d. ekki heimilt stöðu sinnar vegna að selja hlutabréf sín í bönkunum fyrir fall þeirra. Nokkuð sem núverandi formaður gerði. Flokkurinn hefur því öll einkenni hagsmunasamtaka sem berjast fyrir atvinnurekendur, hátekjumenn og auðmenn, en fá einkenni stjórnmálaflokks. Enda leggja forystumenn flokksins sjaldan í rökræður um stefnu og hugmyndafræði en eru því líklegri til að efast um gáfnafar andstæðinga sinna. Var núverandi þingsflokksformaður flokksins t.d. þeirrar skoðunar að fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún, kynni ekki að reikna. Í næstu kosningu ættu kjósendur því að hugleiða hvort þeir tilheyra þeim hagsmunahópum sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Meðan hagsmunasamtök berjast fyrir afmarkaðan hóp manna sem á eitthvað sameiginlegt, berjast stjórnmálaflokkar fyrir ákveðinni hugmyndafræði sem meðlimir flokksins aðhyllast og telja allri þjóðinni fyrir bestu. Þannig berst Sjálfstæðisflokkurinn í orði fyrir „einstaklingsfrelsi og atvinnufrelsi með hagsmuni allra stétta fyrir augum", en í atvinnufrelsi felst rétturinn til að hefja starfsemi í hvaða atvinnugrein sem er. Andstaða flokksins gegn samkeppni er því áhugaverð. Flokkurinn berst gegn nýliðun í útgerð og vill ekki að nýliðar fái að bjóða í kvóta okkar landsmanna. Flokkurinn berst einnig gegn nýliðum í mjólkurframleiðslu og vill sekta nýliðana sem keppa við ríkisstyrkta framleiðslu. Merkilegust er þó barátta flokksins gegn nýjasta nýliðanum á byggingarmarkaðnum, Bauhaus. Eftir að bæjarstjóri flokksins í Garðabæ neitaði Bauhaus um lóð fékk hún forstjórastöðuna hjá Byko. Þegar Bauhaus sótti svo um lóð í Reykjavík vildu Sjálfstæðismenn láta bjóða upp þá lóð í stað þess að úthluta henni til fyrirtækisins. Er það líklegast í fyrsta og eina sinn sem þeir hafa viljað bjóða upp lóð. Ríkir og tekjuháir eru flokknum einnig ofarlega í huga. Á seinasta valdatíma flokksins náði Ísland að setja heimsmet í aukningu ójöfnuðar með hækkun skatta á alla aðra en hátekjumenn. Núna vill flokkurinn flata niðurfellingu skulda sem mun, samkvæmt opinberum gögnum, færa tugi milljarða frá þeim fátækari til hinna ríkari. Aðeins einn þingmaður flokksins, hugsjónamaðurinn Pétur Blöndal, virðist berjast fyrir yfirlýstri stefnu flokksins. Hann sker sig úr þingflokknum á fleiri vegu og taldi sér t.d. ekki heimilt stöðu sinnar vegna að selja hlutabréf sín í bönkunum fyrir fall þeirra. Nokkuð sem núverandi formaður gerði. Flokkurinn hefur því öll einkenni hagsmunasamtaka sem berjast fyrir atvinnurekendur, hátekjumenn og auðmenn, en fá einkenni stjórnmálaflokks. Enda leggja forystumenn flokksins sjaldan í rökræður um stefnu og hugmyndafræði en eru því líklegri til að efast um gáfnafar andstæðinga sinna. Var núverandi þingsflokksformaður flokksins t.d. þeirrar skoðunar að fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún, kynni ekki að reikna. Í næstu kosningu ættu kjósendur því að hugleiða hvort þeir tilheyra þeim hagsmunahópum sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun