Skoðun

Opið bréf til menntamálaráðherra

Nú í vor sóttu foreldrar þroskaskerts drengs á ellefta ári um skólavist fyrir drenginn í Klettaskóla eftir að fullreynt þótti að skólaganga í almennum skóla hentaði honum ekki.

Umsókn þeirra var hafnað á grundvelli inntökuskilyrða frá 2008, sem útiloka vissan hóp þroskaskertra barna frá skólanum.

Við undirrituð lýsum yfir stuðningi við drenginn og foreldra hans sem nú hafa kært höfnunina til menntamálaráðuneytis.

Það er ósk okkar að inntökuskilyrði sem mismuna þroskahömluðum börnum verði leiðrétt.

Stjórn foreldrafélags Klettaskóla.

Stjórn íþróttafélagsins Aspar.

Stjórn Félags áhugafólks um Downs heilkennið.

Stjórn Umsjónarfélags einhverfra.

Félagar í starfshópi um sérskóla.

Dagmar Margrét Ericsdóttir, framkvæmdarstjóri The Golden Hat Foundation.

Sighvatur Blöndahl, stjórnarmaður í Landssamtökunum Þroskahjálp.

Margrét Pála Ólafsdóttir, fræðslustjóri Hjallamiðstöðvarinnar.

Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima.

Evald Sæmundsen, sviðsstjóri.

Haraldur Finnsson, fyrrv. skólastjóri.

Gerður Kristný, rithöfundur.

Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður.

Berglind Björk Jónasdóttir, söngkona.

Björgvin Halldórsson, tónlistarmaður.

Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri.

Karl Pétur Jónasson, almannatengill.

Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri.

Kristín Ólafsdóttir, framleiðandi.

Hrund Gunnsteinsdóttir, þróunarfræðingur.

Ólafur Darri Ólafsson, leikari.

Elva Ósk Ólafsdóttir, leikkona.

Maríanna Friðjónsdóttir, kvikmyndagerðarmaður.




Skoðun

Sjá meira


×